Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
Menning_________________________________________________________________________________________________________________________PV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
„Þetta er ekki lokaöur
heimur heldur menningar-
stofnun, “ segir Ragnheiður
Skúladóttir, deildarforseti
leiklistardeildar Listahá-
skóla íslands, þegar hún
kynnir starfsemi og heim-
kynni deildarinnar blaöa-
manni og Ijósmyndara DV.
Nýmœli í vetur eru opinberir
leiklestrar og var sá fyrsti 1.
október. Þar var lesið verkið
Sonur skóarans og dóttir
bakarans eftir Jökul Jakobs-
son og komu margir að
hlusta.
29. október verður lesið eitt af verk-
um Nínu Bjarkar Ámadóttur og nóv-
emberlesturinn verður leikrit eftir
Guðmund Steinsson. í vetur lesa nem-
endur 2. bekkjar og fá til liðs við sig tvo
til fimm atvinnuleikara hverju sinni.
„Hugmyndin er sú að nemendur okkar
fái tækifæri til að hitta sjóað fólk úr
faginu og það fólk fái að kynnast nem-
endunum," segir Ragnheiður og hvetur
alla sem áhuga hafa á leiklist að koma
á þessa leiklestra. „Þetta er góð aðferð
til að halda verkum lifandi, það þarf
ekki endilega að kosta miklu til.“
Spánn - ísland
Fyrsta verkefnið í nemendaleikhúsi
þessa árs verður frumsýnt á sunnudag-
inn kemur, 20. október. Leikritið heitir
DV-MYNDIR ÞÓK
Ragnheiður Skúladóttir deildarstjóri
Þetta er ekki lokaöur heimur heldur
menningarstofnun.
og tali saman. Þetta myndi hjálpa til
við að eyða fordómum milli listgreina
sem eru vissulega til.“
- Þó eru listgreinarnar ekki eins
aðskildar og maður skyldi halda -
eða er leiklistin ekki líka myndlist og
tónlistin leiklist og allt þarf að hanna
nú til dags ...
„Einmitt - og það mætti samnýta
kennarana heilmikið. Til dæmis er ég
að fara að kenna námskeið um fram-
setningu við hönnunardeOd - því
hönnuðir þurfa að geta kynnt hug-
myndir sínar þegar komið er út í líf-
ið. Það eru fjórir tónlistarnemar sem
sjá um tónlistina í Skýfalli niðri í
Nemendaleikhúsi. Þau fá að sjálf-
sögðu einingar fyrir verkefnið, enda
borðleggjandi að tónsmíðanemar
semji tónlist við nemendasýningar og
læri um leið að semja fyrir leikhús.
Svo fá annars árs nemar í leiklist og
tónlist vikunámskeið á næstunni í
undirstöðuatriðum í að leika jóla-
sveina. Þriðja árs leiklistarnemar
hafa leikið jólasveina undanfarin ár í
fjáröflunarskyni og námskeiðið á að
sjá um að þeir kimni eitthvað annað
en sprella!"
Fræðanám í bígerð
Eins og er stunda 24 nemar nám
við leiklistardeild LHÍ en ef að líkum
lætur mun fjöldinn aukast talsvert á
næstu árum. Bæði er ætlunin að taka
nemendur inn árlega í staö þess að
sleppa úr fjórða hverju ári, og svo er
þróunarnefnd leiklistardeildarinnar
Hugsun og sköpun örvast
- viö sambúð listgreinanna, aö mati Ragnheiðar Skúladóttur, deildarstjóra leiklistardeildar LHI
Skýfall og er eftir spænska leikritahöfundinn
Sergei Belbel, Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir.
Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir verkinu
en hann útskrifaðist með leikstjórnargráðu
frá Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn sl.
vor. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Egfl
velkominn hingað tO okkar,“ segir Ragnheið-
ur, „hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Is-
lands 1999 og fór strax utan tO náms og vona
ég að hans námsferill verði hvatning fyrir þá
nemendur okkar sem hyggja á framhalds-
nám.“
Annað verkefni Nemendaleikhússins í vet-
ur er Tattú, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson
undir leikstjóm Rúnars
Guðbrandssonar og af
því tOefni verður gerð
sérstök dagskrá um Sig-
urð og fyrri verk hans.
Nýja leikritið hans kom
tO upp úr útboði deOdar-
innar eins og íslands þús-
und tár eftir Elísabetu
JökiOsdóttur í fyrra, en
þá var höfundum boðið
að senda inn hugmyndir
sem síðan var valið úr tfl
frekari úrvinnslu. Þessi
tOhögun hefur tekist af-
bragðsvel, að mati Ragn-
heiðar, þar sem hún býð-
ur höfundum upp á þann
möguleika að senda inn
hugmyndir að verkum í
stað þess að þurfa fufl-
vinna verk sem síðan
verða kannski aldrei sett
upp.
Leiklist er myndlist og allt er hönnun
„Það er ekki bara dýrt fyrir Listaháskólann
aö vera á mörgum stöðum í borginni, það rýr-
ir líka möguleika á gefandi samskiptum nem-
enda í ólíkum greinum," segir Ragnheiður um
leið og hún gengur með blaðamanni og ljós-
myndara DV um gamla Landssmiðjuhúsið við
Sölvhólsgötu og útskýrir það sem fyrir augu
ber. í húsinu eru tónlistar- og leiklistardeOd
Listaháskóla íslands saman og líður afar vel.
„Miðað við hvað sambúðin býður upp á
mikla möguleika getur maður ímyndað sér
hvemig það yrði ef hönnunarnemar, arki-
tektanemar, myndlistarnemar og danslistar-
nemar bættust í hópinn,“ segir hún. „Þegar
bandaríski danshöfundurinn Merce Cunning-
ham heimsótti okkur um daginn fannst hon-
um mikið tO þess koma að aflar listgreinam-
ar væra saman í skóla. Auðvitað verður hver
listgrein áfram út af fyrir sig þegar við verð-
um öO komin undir eitt þak, en þó ekki sé
annað en að þessir nemendur hittist á kaffi-
stofunni, á bókasafninu, hafi á auglýsingatöfl-
unni fyrir framan sig að í kvöld verði leiklest-
ur eða kynning í hönnunardeOd eða tónleikar,
og þó að það séu ekki nema einn eða tveir
nemendur sem fari á viðburði hjá annarri
defld í hvert skipti þá er það nóg tO að hugs-
un og sköpun fari af stað. Líka skiptir miklu
máli að kennaramir við skólann - sérfræðing-
amir sem hann hefur safnaö að sér - kynnist
að leggja lokahönd á drög að fræðanámi við
deOdina. Fræðanámið hentar þeim sem vOja
fá gmnnmenntun í leikritun, leikstjóm eða
dramatúrgiu. Það verður skipulagt sem
þriggja ára nám tO BA-gráðu hér heima og
undirbúningur undir framhaldsnám erlendis.
Þetta stækkar defldina talsvert og bætir nýt-
inguna á kennurum og aOri aðstöðu.
Framtíðin er því litrík og björt í gömlu
Landssmiðjunni, og maður getur ekki annað
en hugsað að þetta sé fullkominn staður fyrir
Listaháskólann, ekki síst nú þegar þörf er á
lifandi stofnun eins og honum í okkar deyfð-
arlega miðbæ.
-SA
Ragnheiður fyrir utan Smiðju nemenda
Þó að það séu ekki nema einn eða tveir nemendur sem fara á viöburöi
hjé annarri deild þá er þaö nóg til aö hugsun og sköpun fari af staö.
í Landssmiðjuhúsinu gamla eru ótalmargar vistarverur sem nú nýtast nemendum í leiklist og tónlist
Þaö passar vel aö hafa háskóla allra listgreina í miðri borg þar sem mörg hundruö nemendur og kennarar myndu lífga upp á borgarlífiö frá því snemma á morgnana þangaö til seint á kvöldin. Benda
má á aö viö hliöina á Landssmiöjuhúsinu stendur Landsímahúsiö autt...