Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Side 12
12
_________________________________________MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
Skoðun dv
Spurning dagsins
Hvert er þitt eftirlætis
tómstundagaman?
Anna Bjarnadóttir:
Ég hef rosalega gaman
af tölvunni.
Haraidur Kristinsson:
Veiöi.
§4
Ingibjörg Vigdísardóttir:
Hanga meö vinunum.
Helga Kristinsdóttir:
Ég hef litlar tómstundir. Tíminn fer í
vinnu og aö sinna fjölskyldunni.
Vera meö barnabörnunum og passa
þau þegar ég get.
Fleiri en fáir í
fíkniefnum
Baldvin
skrifar:
Er þjóðin að veslast upp í veikindum
og hvers konar kröm? Manni heyrist
það. Svo langt gengur þetta að talsmað-
ur Tryggingastofnunar er farinn að
ókyrrast yfir útgjöldunum á sjúkrahús-
unum og vill láta færa kostnað vegna
endurmenntunar lækna og ferða þeirra
til menntamálaráðuneytis - þar eigi út-
gjöldin heima, ekki á spítölunum.
Og við höldum áfram að veikjast,
erum flest farin að finna til lasleika á
einhverju sviði strax upp úr fertugu,
jafnvel fyrr. Það er gigt í hinum ýmsu
myndum, þunglyndi eða meiri háttar
geðröskun, magasýrur, of hár blóðþrýst-
ingur, fótafúi vegna hreyfingarleysis og
almennur slappleiki sem er jú orðinn yf-
irþyrmandi einkenni á þjóðinni. - Hinir
yngri taka svo annan pól í hæðina.
Þar hefst neysla fíkniefna nefnilega
hjá alit of mörgum við sífellt lægri ald-
ur og ánetjast einnig lyfium mun fyrr en
áður þekktist. Yngri kynslóðin er dijúg
við neysluna og margir nýliðar falla í þá
gryfjuna í hveijum mánuði. Það er hins
vegar ekki á allra færi að þekkja þá úr
sem neyta fíkniefna. Það er ekki fýrr en
allt er um seinan að hinir nánustu sjá
að hjálpar er þörf. Og þá gjaman er það
um seinan.
Oft dettur mér í hug að hinir og þess-
ir sem mikið eru í sviðsljósinu séu háð-
ir svona fikn. Ástæðan? Jú, óstjómleg
framhleypni, mikil málgleði og óeðlileg
framkoma, ásamt sýnilegri ofvirkni í
starfi og leik og sem kemur vel fram f
útsendingum í sjónvarpi, t.d. viðtölum,
samtölum í sérþáttum og svo f íþróttum
þar sem hver taug er þanin og ekkert
„Hver veit t.d. hvort íþrótta-
menn eru undir áhrifum ein-
hverra fíkniefna er þeir ganga
til leiks á útivelli? Eru menn
rannsakaðir nákvœmlega fyr-
ir hvem kappleik?“
má undan láta eða eftir gefa. - Hver veit
t.d. hvort íþróttamenn em undir áhrif-
um einhverra fíkniefna er þeir ganga til
leiks á útivelli? Em menn rannsakaðir
nákvæmlega fyrir hvem kappleik?
Ég tel að fleiri en færri hér á landi
séu neytendur fikniefiia eða í stöðugri
lyfjanotkun, mun fleiri en við vitum
um. Það er nefnilega ekki tekið út með
sældinni að viðurkenna að einhver ná-
inn manni sé fíkill á þessu sviði. - Og
þess vegna lítum við fram hjá vandan-
um þótt við sjáum hann berum augum.
Borgaralegt ríkisvald
„Niðurstaða mín er sú að
ekkert muni breytast,
a.m.k. í fyrirsjáanlegi
framtíð. Það varð Ijóst eftir
að fjölmiðlastimin Þor-
gerður K. Gunnarsdóttir og
Jónína Bjartmarz höfðu
tjáð sig um málið.“
Kristján Sig. Kristjánsson
skrifar:______________________________
Þar sem ekki er borgaralegt ríkis-
vald sest að völdum hnefaréttur með
kúgun, ofbeldi og manndrápum. Þetta
gerist þegar ríkisvald hrynur eða hand-
hafar þess neita eða vilja ekki af ein-
hveijum ástæðum halda uppi borgara-
legu ríkisvaldi.
Þegar óflokksbundið fólk beitir ann-
að óflokksbundið fólk ofbeldi, hversu
hroðalegt sem það er, grípur hið borg-
aralega íslenska ríkisvald fyrir augun.
Þetta blasir við hjá bæði framkvæmda-
valdi og dómsvaldi.
Ég fékk að kenna á þessu sjálfur þeg-
ar annálaður ofbeldismaður sló mig til-
efnislaust svo að ég kjálkabrotnaði.
Dóminum þótti sannað að hann hefði
„veist að mér“ eins og stóð í ákæru, en
sýknaði á þeim grundvelli að ákærði
„hefði ekki krafta" til að kjálkabijóta
mig. Og þar við sat. - Það skiptir ef til
vill ekki máli nú, en dómarinn var snar-
lega gerður að aðstoðarmanni hæsta-
réttardómara.
DV hefur verið með úttekt á svipuö-
um málum að undanfómu, svokölluð-
um handrukkurum sem beita skuldara
ofbeldi svo að veldur örkumlum. Niður-
staða mín er sú að ekkert muni breyt-
ast, a.m.k. í fyrirsjáanlegi framtíð, það
varð ljóst eftir að fjölmiðlastimin Þor-
gerður K. Gunnarsdóttir og Jónína
Bjartmarz höfðu tjáð sig um málið. Regl-
an í málflutningi þeirra um borgaraleg
réttindi er; mannfyrirlitning og hroki
handa almenningi og undirlægjuháttur
handa yfirráðherrum.
Málið væri ekki alvarlegt ef þær
væm „almennar stútungskerlingar" úti
í bæ sem enginn þyrfti að hlusta á. Al-
vara málsins er sú að hvort sem kosn-
ingamar gefa hægri eða vinstri stjóm
em þær kandídatar síns flokks til dóms-
málaráðherra, ef að líkum lætur og
verða með ríkisvald í þessum mála-
flokki og öðrum sem varða borgaraleg-
an rétt í sinni hörðu hendi.
Höfðingi ríður um héruð
Síðustu dagana hefur höfðingi riðið um hér-
uð. Með magt og miklu veldi hefur hann tekið
hús á körlum og kerlingum og spurt þau al-
mæltra tíðinda. Svo sem venja er á haustdög-
um hefur hann í landbúnaðarhéraði spurt um
fénaðarhöld og hugað að ásetningi fjárins fyrir
veturinn. í skólum hefur hann hjalað við börn-
in og hvatt þau áfram til allra dáða í námi. Og
á elliheimilunum hefur okkar maður leikið á
als oddi - og talað viö gamla fólkiö.
Þúsund árum of seinn
Sá höfðingi sem hér er geröur að umtalsefni
heitir Ólafur Ragnar Grímsson og er forseti Is-
lands. Síðustu dagana hefur hann verið á yfir-
reið í Húnaþingi og hjalað þar við búandkarla
og húsfreyjur. Rætt við þau um landsins gagn
og nauösynjar. Það sem merkilegast er þó við
þessa heimsókn er að forsetinn er þúsund
árum of seint á ferðinni þegar kemur að um-
íjöllunarefnum. Virðist helst til ekki hafa hug-
ann við nútímann. Þegar hann kom norður í
Miöfjörö talaði hann um Grettlu og hvatti fólk
þar í sveit til að nota sér hana sem efnivið í at-
vinnuuppbyggingu. Gott ef ekki nýta sér Glám
líka og merina Kengláu.
Úr Húnaþingi hefur fólkið í stríðum straum-
um flutt suður. En samt sem áður sér forsetinn
smjör drjúpa af hverju strái og tækifæri felast
víða í hinum síkvikula veruleika. Forsetinn sér
engan bilbug á fólkinu, enda þótt það sjálft hafa
margt hvað gefist upp. Heimsókn Ólafs Ragnars
er því einstakt fagnaðarefni, enda er glöggt gests
augað.
A6 finna sér förunaut
í fámenninu verður vísast stundum hræðilega
leiðigjamt og tilbreytingarleysið þrúgandi. En
fórsetinn víkur ekki máli sínu að þvf. Hann veit
að við hverjar aðstæður felast nýir möguleikar
sem geta, ef rétt er á málum haldið, gert lífið
skemmtilegt. Og ábyggilega felst í þessu sann-
leikskom.
Fólk í Húnaþingi heldur ábyggilega áfram að
verða ástfangið og þá erum við komin að kjarna
orða forsetans. Fámennið þarf ekki að vera svo
slæmt þegar allt kemur til aUs. Þannig geta karl-
ar og konur í þessu fagra og söguríka héraði
ábyggilega farið að dæmi forsetans og fundið sér
forunaut.
Og þegar fólksfæðin fer að segja til sín opnast
auðvitað möguleikinn á því sem forsetinn þráði
sjálfur svo heitt: tilfmningalegu svigrúmi.
Cjkrrl
Á Þrengslavegi
Sigurður P. Þorleifsson hringdi:
í umræðunni
um hin hörmulegu
slys á þjóðvegun-
um kemur mér I
hug vegurinn um
Þrengslin sem er
allfjölfarinn allan
ársins hring. Samt
hefur veginum
ekki verið sinnt
sem skyldi að því
er varðar línu-
merkingar, bæði
fyrir akreinaskipti,
en ekki síður í
köntunum. Hvítu línumar á þessum
vegi vantaði lengi og til skamms tíma
voru þar engar hvítar línur. Þær eru nú
komnar. Hins vegar vantar enn hvítar
línur í köntunum og þær eru mikilvæg-
ar. Það er ekki síður hættulegt fyrir
ökumenn sjái þeir ekki greinilega þess-
ar hvítu kantlínur. Ég mælist til þess að
þama veröi bætt úr hið bráðasta.
Asíuferðir
íslendinga
Bima Bjðmsdðttir skrifan
Óhugnanlegar em fréttimar frá Balí
þar sem hryðjuverkamenn - líklega enn
úr hópi múslima - hafa ráðist til atlögu
á óbreytta ferðamenn. Við íslendingar
sluppum fyrir hom að þessu sinni, þótt
alveg eins hefði svo getað farið að þama
hefði stór hópur landa okkar verið á
ferð. Svo mjög em íslendingar famir að
sækja á þessar fjarlægu slóðir að undr-
um sætir. Geta íslendingar ekki litið sér
nær og ódýrar í ferðafikn sinni? Eða
hefur obbinn af fólki svona mikla pen-
inga milli handa, að hann kaupir helst
það dýrasta sem býðst? Ég tel varhuga-
vert að sækja svo fast í ferðir til Asíu-
landa. Öryggið er þó fyrir öllu.
Bryndís til bjargar
Guðmundur Kristjánsson skrifar:
Ég er ekki póli-
tfskari maður en
það að ég hef kosið
nánast alla flokka
til þessa, utan
Frjálslynda flokk-
inn. Nú segist borg-
arstjóri ætla að
styðja Bryndísi
Hlöðversdóttur til
að leiða lista Sam-
fylkingarinnar í
öðru kjördæminu
hér í borginni.
Þetta er eflaust ein
besta pólitiska ákvörðun sem borgar-
stjóri hefur tekið. Samfylkingin á vlsast
ekki mikið lengra pólitískt líf fyrir
höndum nema skipta að mestu út þeim
konum sem fyrir em á listanum, ekki
bara I Reykjavfk (þ.m.t. leifunum af
Kvennalistanum). Þær eru einungis til
trafala, nema Bryndfs. Listinn þarf mik-
illar endumýjunar við svo hann nái
fylgi. Ég er sammála Merði Ámasyni
sem segist vilja sjá meiri slagkraft og
endumýjun i Samfylkingunni. Ég tel í
raun Bryndísi björtustu von Samfylk-
ingarinnar i dag.
Nýjan þjálfara,
takk
Hjörvar Siguijónsson skrifan
Ég tel að Atli Eðvaldsson eigi nú að
vikja sem þjálfari landsliðsins. Hann
hefur margsinnis sýnt að hann er ekki
fullfær um að þjálfa landsliðið sem
skyldi, þótt hann hafi marga góða kosti
sem fyrirliði í þessari, að ég vil segja,
þjóðaríþrótt okkar. Nú þarf því að drífa
í að ráða annan þjálfara, og má m.a.
nefha til sögunnar, Bjama (Sibbu) Jó-
hannsson, sem hefur sýnt góðan árangur
bæði með ÍBV, Fylki og Grindavík. Já,
drifið í þessu máli nú þegar, því það tek-
ur tíma að koma skikk á eitt landslið.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
SkaftahlíA 24, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Bryndís
Hlööversdóttir
alþm.
Bjartasta von
Samfylkingarinnar?
í umferölnnl.
Hvítu kantiínurn-
argeta skipt
sköpum.