Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Qupperneq 17
16 DV MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 Útgáfufólag: Útgáfufétagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Aftur í hvalveiðiráðið ísland hefur fengið aðild að nýju að Alþjóða hvalveiðiráðinu eftir þrautagöngu í tæplega tvo áratugi. Með því hafa aukist lík- ur á því að hvalveiðar hefjist aft- ur við landið þó veiðar í at- vinnuskyni hefjist í fyrsta lagi 2006. Vandinn er sá að ekki er mögulegt eða skynsamlegt að hefla hvalveiðar án þess að vera innan hvalveiðiráðsins - ráðs sem hefur breyst úr samtökum veiðiþjóða í sam- tök þjóða þar sem meirihluti er andvígur hvalveiðum, hvort sem þær eru i nafni vísinda eða í atvinnuskyni. Mikill meirihluti íslendinga hefur alla tíð verið hlynntur hvalveiðum, jafnvel þótt mögulegt sé að veið- arnar skaði aðra viðskiptahagsmuni landsins. Skoðana- könnun DV á liðnu vori sýndi að hátt í níu af hverjum tíu kjósendum vildu heíja hvalveiðar. Stuðningur við hvalveiðar mælist meiri en í sambærilegri skoðanakönn- un DV fyrir tæpum sex árum. Þá sögðust 83 prósent vera fylgjandi því að hvalveiðar hæfust á ný en 17 prósent á móti. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur alltaf haldið þvi fram að hvalveiðar hefjist að nýju við ísland, fyrr eða síðar. Vandinn er hins vegar sá að íslendingar hafa ekki haldið skynsamlega á málum gagnvart alþjóða- samfélaginu. Á morgunverðarfundi í mars síðastliðnum, sem samtök sjómanna og útgerðarmanna héldu, sagði ráðherra meðal annars: „Við erum í mjög erfiðri stöðu og höfum gert mistök í fortíðinni. Sérstaklega þegar við mótmæltum ekki banninu 1983 og jafnvel þegar við hætt- um vísindaveiðunum. Þá er óljóst hvort það hefur nokk- uð bætt stöðu okkar að segja okkur úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu.“ Líkt og fram kom á áðurnefndum fundi og oft áður og síðar eru tvær höfuðforsendur fyrir því að hægt sé að hefja hvalveiðar að nýju. Sú fyrri er að fá inngöngu að nýju í Alþjóða hvalveiðiráðið, sem nú hefur tekist eftir ótrúlega þrautagöngu. En hin forsendan er ekki siður mikilvæg eins og sjávarútvegsráðherra benti á: „Hitt grundvallaratriðið er að það séu einhver viðskipti í gangi með hvalaafurðir í heiminum.“ í mars 1999 lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra í við- tali við DV áhyggjum sínum af þvi að hefja hvalveiðar að nýju: „Við tökum þessi mál alltaf upp þar sem við erum á ferð erlendis. Við fáum oft mjög neikvæð svör. Við vit- um að þetta er mál sem mundi skaða okkur verulega á ýmsum sviðum.“ Þetta mat forsætisráðherra er kórrétt þó vissulega sé til langs tíma ómögulegt fyrir íslendinga „annað en að hafa möguleika opna á að nýta hvalastofn- ana og líka að koma i veg fyrir að þeir fari úr öllu jafn- vægi“. íslendingar gera þá sjálfsögðu kröfu að geta nýtt auð- lindir sínar með þeim hætti sem skynsamlegt er. Þetta á jafnt við um fallvötnin og hvalastofninn við landið. Við íslendingar getum aldrei afsalað rétti okkar til að nýta auðlindir hafsins, þess vegna er það spurning um hvenær en ekki hvort hvalveiðar verði hafnar á ný, enda benda öll vísindaleg rök til þess að flestir hvalastofnar við landið þoli veiði ágætlega. Hitt er hins vegar rétt að þeir hagsmunir sem eru í húfi eru miklir og áhrif hval- veiða á viðskiptahagsmuni okkar erlendis geta orðið al- varlegir sé ekki rétt á spilum haldið. Óli Björn Kárason Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Kjallari Það sem óttast ber „Vígamaðurinn ókunni sem fer um skjótandi fólk á færi í Washington-ríki er miklu raunverulegri ógn við Bandaríkin en nokkru sinni Saddam Hussein og hans hyski. Sú ógn er menningarleg. Þessi byssumaður er af- urð bandarískrar dauðamenningar. “ svo sannarlega létu taka sig í húsið höfðu þráfaldlega haft afi bólinu þennan sorgardag, en bæði engu margítrekaðar viðvaranir um CIA og FBI og sjálft Hvíta ískygglileg áform íslamskra trú- Á forsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag voru tvær fréttir sem tengdust. Aðalfréttin þennan dag var sú að Bush Bandaríkjaforseti hefði fengið heimild Bandaríkjaþings til hernaðar á hendur írökum og fylgdi henni kunnuglegur brjóst- barningur forsetans - fyrir neðan var svo frétt um sjöunda morð ókunnugs vígamanns I Was- hington. Báðar eru þessar fréttir um ógn. Þær snúast báðar um ógn við bandarískan almenning. Önnur er raunveruleg, hin ímynduð. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að Bandaríkja- mönnum hafi stafað sérstök ógn af Irökum fram til þessa umfram til dæmis Súrinambúa. Eftir því sem svigurmæli bandaríska forsetans, ögranir hans og heitingar verða ofsafengnari kann það hins vegar að breytast og aldrei að vita nema írakar sjái sig knúna til að bíta frá sér á einhvern hátt. ímyndaöa ógnin Eina sjáanlega ástæðan fyrir því að fara í stríð við þetta vesalings fólk sem búið hefur við fáránlega stjórnarhætti Saddams Husseins, þrálátt stríðsbrölt hans og síðar hið fráleita viðskiptabann Samein- uðu þjóðanna - er sú að þar er fundinn óvinur i stað hins hvarf- gjarna Osama Bin Ladens sem sagður er hafa staðið fyrir voða- verkunum ellefta september. Og þar með er særðu stolti veitt útrás, reiði bandariskra ráðamanna sem Sandkom sandkorn@dv.is Allir vinir Bréfberamir Skotamir unnu en við græddum, eins og greint var frá í DV í gær. Og við græddum ekki bara á þeim peninga heldur lika fjörlegt mannlíf í Reykja- vík og „alþjóðlegan borg- arbrag“ sem svo mikið var rætt um fyrir kosn- ingamar í vor. Skotamir voru til mikillar fyrir- myndar og líka til friðs þótt þeim þyki sopinn góður. I dagbók lögregl- unnar á föstudagskvöld segir að Skotarnir hafi verið áberandi í miðbæn- um en ekki hafi þurft að hafa af þeim mikil afskipti. Orðrétt segir á einum stað: „Laugavegur, tilkynnt um slagsmál á milli Skota og íslendinga. Þeim lauk um leið og lögreglan kom á staðinn og urðu allir vinir.“ Sandkornsritari hefur haft spurnir af því að í spamaðarskyni hafi verið gripið til þess ráös að frambjóðendur Samfylk- ingarinnar beri atkvæða- seðla í Evrópukosningunni margumtöluðu til flokks- manna eftir þvi sem við verður komið, í stað þess að senda seðlana í pósti. Telja þá sumir að ekki sé lengur um póstkosningu að ræða og hafa af því áhyggjur, að þessi sam- skipti við frambjóðendur, sem margir hverjir hafa mjög ákveðnar skoðanir á máhnu, stangist á við venjulegar reglur um hlutleysi á kjörstað. Þetta eru sjálfsagt óþarfa áhyggjur: verði flokks- menn varir við áróður hjá bréfberunum geta þeir ósköp einfaldlega lamið þá leiftursnöggt í hausinn. Ummæli Sjúkdómsvæðingin „Víða er komið að þeim mörk- um að ekki verður meiri fjármun- um bætt í heilbrigðisþjónustuna og í sumum tilfellum er hún jafh- vel farin að gera meiri skaða en gagn sem er alvarlegur hlutur. Skaðsemin er fólgin í að valda óþarfa áhyggjum og ónauðsynleg- um inngripum.... Við eram að búa til sjúklinga og selja sjúk- dóma.... Fjölmiðlar hafa verið mataðir á fréttum sem tengjast sjúkdómsvæðingu, og þeir hafa ekki verið gagnrýnir á faglegt innihald fremur en stjórnmála- mennimir, sem standa í þeim trú að sérfræðingarnir hafi stjóm á þessu öllu saman sem þeir gera alls ekki.“ Jóhann Ágúst Sigurösson prðfessor í heimilislækningum í viötali viö Morgunblaöiö Bjarnargreiði „Reglan um „ókeypis" bankareikninga fyrir stúd- enta [í Þýskalandij er ekki sölubrella heldur boð að ofan. Einhver umhyggjusamur stjórnmálamaður vildi með þessu móti lækka bankakostnað stúdenta. Niðurstaðan varð hins vegar sú að nemar eru óhag- stæðari viðskiptavinir en annað fólk. Þeim er því hent fram og tilbaka milli banka, því viðskipti við þá borga sig ekki. Það sem gleymdist var að bankar geta áfram mein- að námsmönnum og reikning. Ef einhverjum dytti til dæmis í hug að setja efraþak á leigu námsmanna í Reykjavík mundi það hafa þau áhrif að enginn mundi vilja leigja nema íbúð. Það gleymist nefni- lega oft að engin verður þröngvaður tfl að græða ekki á vinnu sinni. Sama hvað allri góðmennsku stjómmálamanna líður.“ Pawel Bartoszek á Deiglan.is 17 MIÐVKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 Skoðun Skemmtilegir tímar fiíla. Ekki virðist hvarfla að nein- um bandarískum ráðamanni að hyggilegt kunni að vera að leita or- sakanna fyrir hatrinu í garð Bandaríkjastjómar, þvert á móti er ísraelsstjórn gefinn enn lausari taumurinn í hernaði sínum á hend- ur palestínskum almenningi. Raunverulega ógnin Vígamaöurinn ókunni sem fer um skjótandi fólk á færi í Was- hington-ríki er miklu raunveru- legri ógn við Bandaríkin en nokkru sinni Saddam Hussein og hans hyski. Sú ógn er menningar- leg. Þessi byssumaður er afurð bandarískrar dauðamenningar. Hann er sá nýjasti í langri röð af- kvæma þeirrar einkennilegu raðmorðingjadýrkunar sem áber- andi er í bandarískri fjöldamenn- ingu, hvort heldur um er að ræða þær ellefu þúsund raðmorðingja- bíómyndir sem framleiddar eru ár- lega af mikilli andakt i Hollywood og eru innblásnar af þeirri hug- mynd að ofbeldið eitt sé hinn eðli- legi farvegur mannlegra samskipta - ellegar költhetjugerð sem verður til í einhverju óskiljanlegu hugará- standi bandarískra jaðarhópa sem tigna meðal annars mann á borð við Charles Manson, lítilijörlegan vitfirring sem sigaði útúrdópuðum krökkum á vanfæra konu vegna þess að hann hélt að Bítlarnir hefðu sagt sér að gera það. Bandaríkjamönnum stafar meiri hætta af sjálfum sér en nokkrum öðrum. Oflæti þeirra og hugmynd um ósnertanleika olli því að öryggis- viðbúnaður var enginn í innan- landsflugi þar fyrir ódæðið ellefta september. Landlæg ofbeldis- hyggja, almennur vopnaburður geðsjúklinga og kristnu öfgamenn- irnir við stjómvölinn - Klerka- stjórnin í Washington - geta reynst afdrifarikari fyrir öryggi þeirra sjálfra en hinn fáfengilegi Iraksfor- seti - og þar með öryggi okkar allra. Viö íslendingar erum svo heppnir að listafólk er stööugt að kynna fyrir okkur stórmerkilega viö- burði. Það flykkist í við- töl í blöðum og útvarpi og þeir fallegustu og frægustu sitja líka fyrir í íslandi í dag, Kastljósi og skyldum þáttum. Þessi viðtöl eru sannkallað skemmtiefni því lista- menn eru afar skemmti- legt fólk. Tónlistarmenn tala um hversu skemmtileg efnisskráin sé á væntanleg- um stórtónleikum og hvað það hafi ver- ið gaman að fá tækifæri til að spreyta sig á að túlka verkin, hvað tónskáldið hafl í rauninni verið langt á undan sinni samtið, já og hvað samstarfíð viö hina hljóðfæraleikarana hafi verið ánægjulegt, svo ekki sé nú talað um þann heiður að fá að leika undir stjóm hins virta stjómanda. Til að ekkert fari nú á milli mála varðandi skemmtana- gildið hafa hljóðfæraleikarar Sinfóní- unnar ákveðið að árétta það með því að leggjast ofan í hljóðfæratöskumar sínar eða upp á bílhúdd. Enn glaðbeittari em þó óperasöngv- aramir enda syngja þeir í svo skemmti- legum óperum. Og auðvitað má ekki gleyma öOum skemmtilegu tónlistar- mönnunum sem koma hingað frá út- löndum með reglulegu millibih. Um is- lensku popparana þarf ekki að fjölyrða, þeir eru flestir á barmi heimsfrægðar, svo skemmtilega vinna þeir úr tónlist- ararfinum. Skemmtilegar kvikmyndir Það er líka mjög skemmtilegt að fást við kvikmyndagerð. Maður kynnist svo mörgu skemmtilegu fólki við tökurnar og allir skemmta sér svo vel saman við vinnuna, enda viðfangsefnið verðugt. Reyndar er eftirvinnslan ekki síður skemmtileg því fátt er skemmtilegra en að klippa góða íslenska bíómynd. En skemmtilegast er þó að frumsýna því allir eru sammála um að mynd- imar séu skemmtilegar, alltaf mikið hlegið og í útlöndum er meira að segja oft hlegið á óvæntum stöðum. Skal engan undra þótt vart liði sá dagur að ekki berist spumir af ótrú- legri velgengni íslenskra kvik- mynda á erlendum mörkuðum. Skemmtilegar myndlistarsýn- ingar Söfn eru líka skemmtileg því sýn- ingarstjórar setja upp afar skemmti- legar sýningar í þeim. Myndlistar- menn eru enda uppáfinningasamir með afbrigðum, þeir bjóða upp á innsetningar og gjörninga sem koma manni skemmtilega á óvart. í sýningarskrám tíunda þeir hreyknir allar sýningamar sem þeir hafa haldið, hverjir hafi keypt af þeim og við hvaða virtu listaskóla þeir hafi lært svo að allir sjái hvað þeir eru í góðum félagsskap. Enda er „Til að ekkert fari nú á milli mála varðandi skemmtanagildið hafa hljóðfœraleikarar Sinfóní- unnar ákveðið að árétta það með því að leggjast of- an í hljóðfœratöskurnar sínar eða upp á bílhúdd. “ alltaf skemmtilegt á opnuninni, inn- vígðu vinirnir fá léttvín og geta heilsað upp á listamanninn skemmtilega. Skemmtileg ritverk Allir vita hvað við íslendingar eigum skemmtilega penna. Þeir taka skemmtikraftinn í sér alvarlega enda þykir þeim skemmtilegt að skrifa og tíunda stoltir hvað þeir vinni langan vinnudag og hvað það sé gaman að umskrifa verkin og sjá þau taka á sig mynd, hvað þeir hafi gaman af tungumálinu og skemmti- legum orðaleikjum, já og sumir hafa náö sérlega góðu samstarfi við útgef- andann sem hefur klætt verkið í skemmtilegan búning og auglýst þá grimmt. Það er satt að segja orðið svo gam- an í bókabransanum að gagnrýnend- ur eru orðnir skemmtilegir og þá ekki síst þegar svo ólíklega vill til að þeir fá leiðinlega bók í hendurnar. Skemmtileg leikrit Langskemmtilegast virðist þó vera hjá leikurunum. Þeim finnst svo ótrúlega gaman að fá að leika skemmtileg hlutverk í öllum þessum bráðskemmtilegu mannlífsstúdíum eftir meinfyndin og margverðlaunuð leikskáld, samstarfið við hina leik- arana á æfingatimanum er svo of- boðslega gefandi og lærdómsríkt, já og það er svo gaman að starfa með leikstjóranum, þeir hafa náð svo vel saman og útkoman er stórskemmti- leg og snjöll sýning, skemmtun sem enginn má missa af. Skemmtileg menning Sjálfur hef ég skemmt mér kon- unglega við að skrifa þennan pistil og vil þakka ritstjóm DV fyrir að birta hann í þessu skemmtilega blaði. Lesendum óska ég góðrar skemmtunar hvar sem þeir leita fanga i íslenskri menningu, reyndar er ég þess fullviss að þeir muni skemmta sér hið besta, því við lifum á svo skemmtilegum tímum að leið- indi eru orðin nýstárleg og fyrir vik- ið allt að því skemmtileg. Nei, ekki meiri sjálfstæðisbaráttu við Dani Gunnar Karlsson sagnfræöingur Kjallari í Morgunblaðinu sunnudag- inn 6. október síðastliðinn var kynnt hugmynd menntamálaráðherra um að koma á fót íslensk- danskri menningarstofnun á íslandi og fá flutta þang- að alla íslenska forngripi í vörslu Dana. Ég efa ekki góðan vilja ráðherra að vinna þjóð sinni gagn og sóma, en ég held samt að hugmyndin sé ekki góð ef vel er að gætt. Góð málalok Okkur íslendingum finnst það kannski sjálfsagt að dönsk stjómvöld féllust á að láta okkur eftir meginhluta íslenskra fomgripa í þjóðminjasafni sínu og flest verðmætustu skinnhandrit sín af íslenskum uppruna. En í rauninni vom þeir makalaust höfðinglegir. Öll gömul ríki sem hafa ráðið yfir hjálend- um eða nýlendum eiga minjasöfn fuil af gripum frá þessum löndum. Gömlu rík- in em jafnan treg að skila slikum grip- um til baka, því flestir em nískir á dýr- gripi, og víða mundi þetta skapa for- dæmi fyrir skriðu minjaútflutnings sem gæti verið erfitt að stöðva. Af þessum sökum verður endurheimt þjóðardýrgripa væntanlega mikið á dag- skrá þjóða heims næstu áratugina, kannski einkum þar sem fjölþjóðaríki hafa verið að leysast upp síðan um 1990, Sovétrikin og fleiri. Þá verður fordæmi Dana í skiptum við íslendinga dregið fram sem ævarandi merki um örlæti þeirra, víðsýni og framsýni. Hugsanlegt er að við Islendingar fáum í okkar hlut eitthvað af þessum heiðri fyrir að gera okkur að góðu skiptingu gripanna og kunna að þakka fyrir okkur. En ef við höldum áfrarn að nauða í Dönum kemur það óhjákvæmilega afleitlega út fyrir okkur. í málflutningi gömiu yfírráða- ríkjanna verðum við sígilt dæmi þess að það sé ekki til neins að reyna að semja við nýfrjáls ríki um svona lagað, þau haldi bara áfram að nöldra þangað til þau hafi fengið allt. Að eiga hluti hjá Dönum Menning þjóðar er einkum skemmti- leg og fróðleg í samanburði við ólíka menningu. Þess vegna er ekki annað en gott að gripir sem einkenna einn menn- ingarheim berist til annars og séu hafð- ir til sýnis þar. Allar þjóðir eiga marg- falt meira af ásjálegum fomgripum en þær komast til að sýna. í þjóðminjasafni Grikkja í Aþenu eru (eða voru að minnsta kosti árið 1987) svo langar rað- ir af fomum, myndskreyttum leirkerum að gestir höfðu sig varla í að byrja að skoða þau. Þar hefði venjulegur islensk- ur tóbaksbaukur verið skemmtileg til- breyting, þar sem eitt grískt leirker væri einstakur dýrgripur í minjasafni á íslandi. „Hugsum okkur til dœmis að íslendingar hefðu heimt öll íslensku handritin úr Ámasafni í Kaupmannahöfn. Þá hefði það verið lagt niður ásamt rannsóknarstofnun þeirri íHafnarháskóla sem er kennd við Áma Magnússon.“ Af þessum ástæðum er gott að gripir berist á milli landa, og það hefur mann- kynið vitað svo lengi sem sögur herma, því það hefur frá ómunatíð verið ein helsta skemmtun stórhöfðingja að skipt- ast á gjöfum. Þess vegna eigum við að vera ánægð yfir þvi að nokkrir íslensk- ir gripir skuli enn vera eftir í söfnum í Danmörku, hvort sem þeim er sýndur meiri eða minni sómi þar nákvæmlega þessi árin. Þeir standa þar sem fulltrúar okkar, minna á okkur á sinn hljóðláta hátt, og við vitum að þar með gerum við sögulegan menningararf Dana örlitlu til- breytingarríkari. Hugsum okkur til dæmis að íslend- ingar hefðu heimt öll íslensku handritin úr Ámasafni í Kaupmannahöfh. Þá hefði það verið lagt niður ásamt rann- sóknarstofnun þeirri í Hafnarháskóla sem er kennd við Áma Magnússon. Þá væri enginn staður utan íslands sem minnti á þennan velgerðarmann menn- ingarinnar, ekki bara íslenskrar menn- ingar, eða norrænnar, heldur heims- menningarinnar, því hann bjargaði frá glötun textum sem em sígildir á heims- mælikvarða. Um dansk-íslenska stofnun Menntamálaráðherra segist hafa stungiö upp á að íslendingar tækju að sér og byggja upp og reka stofnun sem ræktaði og rannsakaði menning- artengsl íslendinga og Dana, gegn því að Danir afhentu stofnuninni alla ís- lenskra fomgripi sem væra í vörslu þeirra. Væri ekki nær fyrir íslenska ríkið að starfrækja með fullri reisn þær íslensku stofnanir sem hafa þetta hlutverk? Við sem rannsökum og kennum sagnfræði í Háskóla ís- lands erum til dæmis sifellt að rann- saka söguleg tengsl íslendinga og Dana; við þykjumst meðal annars vera langt komin með það mikla verk að ryðja úreltum fordómum gagnvart Dönum út úr sögulegri minningu okkár. En við fáum ekki fjárveitingar til að halda starfi okkar í horfinu; við söfnum skuldum ár frá ári, okkur er sífellt skipað að draga saman seglin, og við fyrsta tækifæri verður störfúm fyrirsjáanlega fækkað í greininni. Önnur stofnun sem líka sinnir sögu- legum tengslum Dana og íslendinga er Þjóðminjasafn íslands. í viðtali við menntamálaráðherra tekur blaðamaður Morgunblaðsins sérstaklega fram að stóllinn glæsilegi frá Grund í Eyjafirði, sem er í Þjóðminjasafni Dana, sé ekki á sýningu þar. En hann nefnir ekki að hinn Grundarstóllinn, sem Danir gáfu Islendingum, er ekki á sýningu heldur, enda er enginn hlutur á sýningu á Þjóð- minjasafni íslands. Þar er nefnilega eng- in sýning, hefur ekki verið um árabil, og engin fyrirheit gefin af hálfu stjórnvalda um hvenær þar verður opnuð sýning aflur. Þjóðminjasafn íslands er í útlegð, eiginlega öllu fremur en íslensku grip- irnir í Þjóðminjasafhi Dana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.