Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 19
19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
DV Tilvera
•Leikhús
BMeð fulla vasa af griéti
I kvöld sýnir Þjóðleikhúsið verkið Meö fulla
vasa af grjóti eftir Marie Jones. Leikendur eru
Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær
Guönason en leikritið er nýtt (rskt verðlauna-
leikrit sem nú fer sigurför um leikhúsheiminn.
Verkið fjallar um tvo trska náunga sem taka að
sér að leika í alþjóðlegri stórmynd. Fjölskrúð-
ugar persónur verksins eru allar leiknar af
tveimur leikurum; kvikmyndaleikstjórinn,
Hollywoodstjarnan, þorpsbúarnir og allir aðrir.
Sýningin hefst kl. 20 á stóra sviðinu.
•Fyrirlestrar
MÁhrif atvinnumissis
Ki.13.30 verður haldinn fræðslu- og
umræðufundur í Hallgrímskirkju um
atvinnumissi, áhrif hans á líðan fólks og
hvernig skynsamlegt sé að bregðast við. Á
undanförnum mánuðum hefur fjöldi fólks orðið
fyrir því að missa atvinnuna og dæmi um að
fyrirtæki hafi sagt fólki upp hópum saman. Á
fundinum mun Pétur Tyrfingsson
sálfræðingur halda fyririestur með yfirskriftinni
„ég þoli, ég get, ég skal" í erindinu mun hann
ræða líðan fólks þegar það verður fyrir mótlæti
eins og atvinnumissi og hvernig er hægt að
bregðast skynsamlega við. í framhaldi af
fyrirlestrinum verður þátttakendum gefinn
kostur á umræðum sem skipulagðar verða í
samræmi við fjölda fundargesta. Fundarstjóri
er Bryndís Valbjarnardóttir guðfræðingur. Allir
velkomnir, boðið verður upp á kaffi og kleinur.
BFvrirlestrar í Háskólanum
Það er ýmislegt að gerast í Háskóla íslands í
dag. Má þar helst nefna fyrirlestur Kristínar
Björnsdóttur, M.A í uppeldis- og
menntunarfræðum, sem flytur erindi T
fyrirlestraröð um fötlunarrannsóknir. Erindi
hennar nefnist: Þroskaheftir
framhaldsskólanemendur. Einnig verður
haldin málstofa á vegum viðskipta- og
hagfræðideildar H.í. Þar mun Sigurður
Jóhannesson sérfræðingur flytja erindið:
Arðsemi virkjana fyrir stóriðju.
• B í ó
■ Þvsk bíósvning
Kl. 20.30 verður sýnd í Goethe-Zentrum á
Laugavegi 18 þýska myndin „Der schönste
Tag im Leben" frá 1995. Myndin er 88 mín.
löng og með enskum texta. Þetta er
rómantísk gamanmynd um hjónabandið sem
hlaut bæversku sjónvarpsverðlaunin 1996.
• T ónleikar
BFærevskt. iá takk
Það verða tónleikar í gamla Austurbæjarbíói
(Bíóborginni) kl. 21 í kvöld en þá verður
húsið vígt sem Tónlistarhús nr. 1 í Reykjavík.
Eins og glöggir Reykvíkingar hafa tekið eftir
hefur húsið staðið autt um tíma. Eingöngu
færeyskir tónlistarmenn koma fram þetta
kvöld en þeir eru: Hanus G. Jóhansen, Eivör
Pálsdóttir, Kári Sverrisson og hljómsveitirnar
Clickhaze og Krít. Forsala er í Hljómalind á
Laugavegi og kostar miðinn 1500 kr.
Lárétt: 1 spjall, 4 heilög,
7 söngli, 8 hvöss, 10 ger-
legt, 12 elskar, 13 þvöl, 14
þrábeiðni 15 bleyta, 16
uppstökk, 18 smáger, 21
prófastur,22 menn, 23
starf.
Lóðrétt: 1 rangl, 2 augn-
hár, 3 morðingi, 4 sérrétt-
indi, 5 stök, 6 hrygning, 9
upphaf, 11 bátaskýli, 16
málmur,17 spira, 19 svar-
daga, 20 spil.
Lausn neðst á síðunni.
Skak
Umsjón: Sævar Bjarnason
Svartur á leik!
Það eru fleiri en við venjulegir skák-
áhugamenn sem leikum af okkur á
óskiljanlegan hátt. Smá huggun harmi
gegn! Ég brá mér austur á Selfoss í 7.
umferð og varð vitni af furöulegri tvö-
faldri yfirsjón. Hér lék Hracek 29. h3
sallarólegur og Oral hugsaði sig lengi
um og lék 29. -Hb8. Hvorugur sá að
drottningin var í uppnámi!! Ég var ekki
sá eini sem sá þetta og hristi höfuðið,
þeir Nikolic, McShane og Pedersen
einnig auk fjölda annarra áhorfenda.
Furðulegt! Tomas Oral var að sjálf-
sögðu með gjörunnið en sagöi eftir
skákina að þetta væri í samræmi viö
taflmennsku sína á mótinu. Sennilega
einn af furðulegustu afleikjum skáksög-
unar.
Hvítt: Zbynek Hracek (2607)
Svart: Tomas Oral (2546)
Sikileyjarvöm. Alþjóðlegt skákmót
Selfossi (7), 14.10.2002
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Bd3
Rc6 8. Bc2 Re5 9. 0-0 Rxc4 10. De2
Re5 11. Khl d6 12. f4 Rg6 13.f 5 Re5
14. Ba4+ Ke7 15. fxe6 fxe6 16. Hxf6
gxf6 17. Rf5+ Kf7 18. Dh5+ Rg6 19.
Rh6+ Ke7 20. Bg5 Bxc3 21. bxc3 b5
22. Bxf6+ Kxf6 23. Hfl+ Ke7 24. e5
Hf8 25. Rg8+ Ke8 26. Rf6+ Hxf6.27.
exf6 bxa4 28. Dxh7 Rf8 Stöðumyndin.
29. h3?? Hb8?? 30. Dh5+ Kd7 31. Hf3
Hbl+ 32. Iíh2 Bb7 33. Df7+ Kc8 34.
Hg3 Hb2 35. De7 Hxg2+ 36. Hxg2
Bxg2 37. Kxg2 Rd7 38. Dxe6 Dxf6 39.
Dc4+ Rc5 40. h4 Kc7 41. Kg3 0-1
Lausn á krossgátu
•EIl 03 ‘Qia 61 ‘BI? il
‘Á19 91 ‘isneu n ‘jnjaej 6 ‘loS 9 ‘uia s ‘iputuunpi p ‘jnQeuieueq g ‘ejq z I :HWQ91
■BfQi 83 ‘JElk 33 ‘ipunq iz ‘uau 81
‘QBjq 9i ‘iSe si ‘Qneu n ‘uiojs 81 ‘uue 31 þuun oi ‘uejj 8 ‘ipiEJ 1 ‘Sjaq \ ‘qqBJ \ uiajp'i
Dagfari
Að tapa og
græöa samtímis
Skotar eru besta fólk og alls
ekki nískir. Þegar ég var krakki
voru Skotaskrýtlur afar vinsæl-
ar. Þær snerust allar um að
Skotar væru öllum öðrum þjóð-
um nískari. Þetta skipulega
þjóðarníð í skrýtluformi gekk
hér á landi í mörg ár og þótti
góð latína en mín kynslóð trúði
því statt og stöðugt að allir
Skotar hlytu að vera nirflar.
Nú kemur hins vegar á daginn
að Skotar eru bara alls ekkert
nískir. Hingað komu 2500 Skot-
ar fyrir sfðustu helgi í slagtogi
við skoska landsliðið í knatt-
spyrnu.
Þessir aðdáendur skoska
landsliðsins settu óneitanlega
skemmtilegan svip á miðbæ
Reykjavíkur. Þeir voru hinir
hressustu, sungu, hlógu, döns-
uðu og drukku mikinn bjór, í
sínum litskrúðugu skotapilsum.
Sem sagt, hinir hressustu piltar.
Að vísu gerðu þeir góða ferð,
unnu íslenska landsliðið, 2-0, og
voru vel að því komnir. Þeir
fengu einnig ágætishaustveður,
milt og hlýtt, sem var nú
kannski eins gott fyrir alla þá
sem voru berrassaðir innan und-
ir skotapilsunum.
En nú þegar Skotarnir hafa
komið, séð og sigrað og eru á
bak og burt kemur í ljós að þeir
hafa eytt a.m.k. 180 milljónum í
gistingu, mat, leigubíla og bjór.
Það munar um minna fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu.
Það sem þó stendur upp úr
eftir helgina er prúðmannleg
framkoma Skotanna, þrátt fyrir
allan þennan fjölda og þrátt fyr-
ir allan gleðskapinn. Ekki hafa
borist fréttir af neinum róstum
eða ryskingum af þeirra hálfu.
Þeir voru hér þvert á móti til að
skemmta sér og öðrum og voru
þjóð sinni til sóma. Hætt er við
að frændur þeirra, Englending-
ar, hefðu orðið til vandræða. Að
ekki sé talað um 2500 íslendinga
í knattspyrnubjórferð til Glas-
gow.
Myndasögur
s?
03
bú átt að vera að skrifa skáldeögu...
Rop
...ekki sjálfsævisögu!
Ég held að
I það sé af því
) að mesti
neistinn er
farinn úr sam-
bandi okkarl!
Sjáðu til Jenný,
þar hefurðu
vandamálið
Eg kemst ekkert áfram með
skáldsöguna mína Jafét