Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 20
20
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára ________________________________
I 1 Ragnhildur Pétursdóttir,
p 7j|S Hrafnistu, Reykjavlk,
varð níutíu og fimm ára I
85 ára_________________________________
Ingibjörg Björnsdóttlr,
Suðurgötu 13, Sauðárkróki.
Ólafur Júlíusson,
Hávegi 3, Kópavogi.
80 ára_________________________________|
Guöný Stefánsdóttir,
Suðurgötu 4a, Keflavík.
Þorbjörg Bjarnadóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
75 ára_________________________________
Guörún Jóhannesdóttir,
Laxalind 9, Kópavogi.
Halldóra Guömundsdóttir,
Naustahlein 18, Garðabæ.
Jakobína Olsen,
Hólagötu 31, Njarðvík.
SOJra__________________________________
Eva Ólöf Hjaltadóttir,
Hrísrima 11, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Eyjólfur Þór Jónsson, fyrrv.
verktaki í Hrísey.
Áslaug Benediktsdóttir,
Auðbrekku 29, Kópavogi.
Eggert Ólafsson,
Hvanneyrarbraut 25, Siglufirði.
Erlendur Hálfdánarson,
Sigtúni 36, Selfossi.
Guörún Jónsdóttir,
Breiöumörk 16, Hveragerði.
Jóhanna Sigríöur Sigurðardóttir,
Haukanesi 9, Garðabæ.
Nanna Ingólfsdóttir,
Hlíöartúni 7, Höfn.
Ragna L. Ragnarsdóttir,
Sunnuflöt 19, Garðabæ.
Örn Proppé,
Grýtubakka 2, Reykjavík.
50 ára_________________________________
Anna Sigríður Hólmsteinsdóttir,
Tjarnargötu 24, Vogum.
Gylfi Norödahl,
Hvammabraut 14, Hafnarfirði.
Hrefna Guömundsdóttir,
Eskihlíð 8, Sauðárkróki.
Kristbjörg Helga Guölaugsdóttir,
Þrastanesi 22, Garðabæ.
Maj Britt Pálsdóttir,
Drápuhlíð 20, Reykjavík.
Pétur A. Halldórsson,
Bakkahlíð 10, Akureyri.
Sveinbjörn Guöjónsson,
Eyrarbraut 10, Stokkseyri.
40 ára_________________________________
Ester Siguröardóttir,
Ásholti 20, Reykjavík.
Jónína Sigurgeirsdóttir,
Furubyggð 28, Mosfellsbæ.
Jórunn Rothenborg,
Köldulind 3, Kópavogi.
Ragnhildur Björg Konráðsdóttir,
Gnitaheiði 14a, Kópavogi.
Siguröur Ómar Ólafsson,
Efstahjalla 11, Kópavogi.
Stefán Þorvaldsson,
írabakka 16, Reykjavík.
Þorvaldur Sævar Blrgisson,
Hátúni 10, Reykjavík.
Þórhallur Kristinsson,
Álfholti 32, Hafnarfirði.
Andlát
Jóhanna Vilhjálmsdóttir frá Sólbakka,
Grindavlk, síðast til heimilis I Víðihlíð,
heimli aldraðra I Grindavík, lést á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja 13.10.
Ingibjörg Pétursdóttir, Efstalandi 6,
Reykjavík, lést laugard. 12.10.
Lárus Sumarliöason, Garðvangi, Garði,
áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést sunnud.
13.10.
Slgríður Guöjónsdóttir, Egilsgötu 9, Þor-
lákshöfn, lést á heimili sínu að kvöldi
föstud. 11.10.
Lína Bjarnadóttir Rodgers lést I
Hampton, Virginíufylki I Bandaríkjunum,
fimmtud. 10.10.
Berta Hannesdóttir, Fellsmúla 4,
Reykjavík, lést á Landspítalanum
fimmtud. 10.10.
Ragnar Sverris Ragnars, Hólabergi 4,
Reykjavík, lést á Landspítalanum við
Hringbraut fimmtud. 10.10.
A. Margrét Ragnarsdóttir andaðist á
líknardeild Landspltalans 10.10.
María Guörún Sigurðardóttir frá Tungu-
gröf I Strandasýslu, til heimilis á Sand-
bakkavegi 2, Höfn, lést þriðjud. 1.10.
Útför hennar hefur farið fram I kyrrþey.
Þorleifur Björnsson yfirflugumferöar-
stjóri, Granaskjóli 66, Reykjavík, varð
bráökvaddur I Skotlandi mánud. 7.10.
Pálmi Karlsson sendibílstjóri,
Garöhúsum 37, Reykjavík, andaðist á
hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
föstud. 11.10.
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
n>v
Sjötugur
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Guðbergur Bergsson rithöfundur
er sjötugur í dag.
Starfsferill
Guðbergur fæddist í Isólfsskála
en ólst upp í Grindavík. Hann
stundaði bamaskóla i Grindavík,
lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól-
anum á Núpi I Dýrafirði, lauk kenn-
araprófi frá KÍ 1955 og vann síðan i
eitt ár áður en hann hóf nám við
Háskólann í Barcelona þar sem
hann lauk prófum í spænsku, mál-
sögu, bókmenntum og listasögu.
Guðbergur vann almenn sveita-
störf á ýmsum bæjum frá tíu ára
aldri, starfaði síðan við skipasmíðar
1947-49, hjá Lockhead-ílugfélaginu á
Stapanum 1949-51 og óf gólfteppi
1955-57 og síðar. Þá var hann næt-
urvörður á Hótel Borg í þrjú ár og
nætur- og hjúkrunarvörður á
Kleppi um skeið.
Guðbergur hefur stundað ritstörf
frá 1960. Eftirfarandi skáldverk hafa
komið út eftir hann: Músin sem
læðist, skáldsaga 1961; Endurtekin
orð, ljóð 1961; Leikföng leiðans, smá-
sögur 1964; Tómas Jónsson metsölu-
bók, skáldsaga 1966; Ástir sam-
lyndra hjóna, skáldsaga 1967; Anna,
skáldsaga 1969; Hvað er eldi guðs?,
smásögur 1970; Það sefur í djúpinu,
skáldsaga 1976; Flateyjar-Freyr -
Ljóðfórnir, ljóð 1978; Saga af manni
sem fékk flugu í höfuðið, skáldsaga
1979; Saga af Ara Fróðasyni og Hug-
borgu konu hans, skáldsaga 1980;
Hjartað býr enn í helli sinum, skáld-
saga 1982; Tóta og táin hans pabba,
skáldsaga fyrir börn 1982; Hinsegin
sögur, smásögur 1984; Leitin að
landinu fagra, skáldsaga 1985; Trú-
in, ástin og efmn, Minningar sr.
Rögnvalds Finnbogasonar á Staðar-
stað 1988; Maðurinn er myndavél,
smásögur 1988; Svanurinn, skáld-
saga 1991; Sú kvalda ást sem hugar-
fylgsnin geyma, skáldsaga 1993; Æv-
inlega, skáldsaga 1994; Faðir og
móðir og dulmagn bemskunnar,
skáldævisaga 1997; Eins og steinn
sem hafið fágar, skáldævisaga 1998;
Sæmundur Valdimarsson og stytt-
urnar hans 1998;Allir með strætó,
bamabók 2000; Vorhænan og aðrar
sögur, smásögur 2000; Hundurinn
sem þráði að verða frægur, bama-
bók 2001; Stígar, ljóðabók 2001.
Guðbergur hefur m.a. þýtt eftir-
talin rit: Eftir Juan Ramón Jimenez:
Platgerð og ég, 1965, og Lazarus frá
Tormes, 1972; eftir Cervantes:
Króksi og Skerðir, 1973; eftir Jorge
Luis Borges: Suðrið, 1975; eftir
Gabriel Garcia Márquez: Hundrað
ára einsemd, 1978, Liðsforingjanum
berst aldrei bréf, 1980, Frásögn um
margboðað morð, 1982, Ástin á tím-
um kólerunnar, 1986, Saga af sæ-
háki Z.Z., 1987, og Hershöfðinginn í
völundarhúsi sínu, 1989, Um ástina
og annan fjára, 1995; eftir Horacio
Quiroga: Ævintýri í frumskóginum,
1981; eftir Alejo Carpentier: Ríki af
þessum heimi, 1983; eftir Lygia Boj-
unga Nunes; Dóttir línudansaranna,
1983; eftir Cervantes: Don Kíkóti frá
Mancha, 1981-84; eftir Juan Rulfo:
Pedre Paramo - Pétur heiði, 1985;
eftir Émesto Sabato: Göngin, 1985;
eftir Raymond Chandler: Svefninn
langi, 1987; eftir Mercé Rodoreda:
Demantstorgið, 1987; eftir William
Kennedy: Jámgresið, 1988; eftir Ju-
an Benet: Andrúmsloft glæps, 1988;
eftir Eduardo Mendoza: Undraborg-
in, 1991; Azuela, Mariano: Lýðurinn;
Eftir Goya, Francisco Kenjamar =
Los Caprichos, í túlkun Guðbergs
Bergssonar 1998.
Guðbergur hlaut Bókmenntaverð-
laun dagblaðanna 1967, Bókmennta-
verðlaun DV 1983; íslensku bók-
menntaverðlaunin 1992 og 1998;
hlaut tilnefningu til íslensku bók-
menntaverðlaunanna 1993 og 1997,
og var sæmdur Orðu Spánarkon-
ungs, Riddarakross Afreksorðunn-
ar.
Fjölskylda
Bræður Guðbergs: Bjarni, f. 2.7.
1930 skipasmiður; Vilhjálmur, f.
2.10.1937, listmálari; Hinrik, f. 13.10.
1942, vélstjóri.
Foreldrar Guðbergs: Bergur
Bjamason, f. 1.5. 1903, d. 4.3. 1997,
lengst af sjómaður og smiður í
Grindavík,, og kona hans, Jóhanna
Vilhjálmsdóttir, f. 28.10.1900, d. 26.9.
1984, húsmóðir.
Ætt
Bergur er sonur Bjama, b. að
Hellnafelli í Grundarfirði, Bjama-
sonar, hagyrðings að Gilsbakka í
Miðdölum, Jónssonar, b. í Kringlu,
Bjamasonar. Móðir Bjarna á Gils-
bakka var Guðrún Bergsdóttir.
Móðir Bjama á Hellnafelli var
Ragnheiður Jósúadóttir, b. á Bæ,
Jónssonar.
Móðir Bergs var Þorbjörg Jakobs-
dóttir, b. á Eiði og á Hallbjamareyri
í Eyrarsveit, (Vísinda-Kobba), bróð-
ur Bjama á Hraunhólum, langafa
Huga Hraunfjörð hagyrðings og
Huldu Hraunfjörð rithöfundar. Jak-
ob var sonur Jóns, b. í Hallkels-
staðahlíð í Kolbeinsstaðarhreppi,
Jónssonar. Móðir Jakobs var Ólöf
Bjarnadóttir. Móðir Þorbjargar var
Salbjörg Pétursdóttir, b. á Hofakri í
Hvammssveit, Péturssonar.
Jóhanna var dóttir Vilhjálms,
smiðs í Miðhúsi í Þórkötlustaða-
hverfi í Grindavík, Jónssonar. Móð-
ir Jóhönnu var Agnes Jónsdóttir, b.
í Vestur-vestur-Bæ í Þórkötlustaða-
hverfi, Þórðarsonar frá Þórarins-
stöðum í Hrunamannahreppi, og
Ingibjargar frá Syðra-Langholti.
Móðir Agnesar var Valgerður Gam-
alíelsdóttir, ættuð úr Flóanum.
Sjötugur i Fimmtug
Jón Frímannsson
rafvirkjameistari á Akranesi
Jón Frímannsson raf-
virkjameistari, Esjuvöllum
15, Akranesi, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Jón fæddist á
Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Er hann hafði aldur til gerði
hann námssamning við föð-
ur sinn, vann hjá Einari
Ólasyni, rafvirkjameistara á Egils-
stöðum, en stundaði bóklegt nám einn
vetur við Iðnskólanum í Reykjavík og
þrjá vetur við Iðnskólanum í Nes-
kaupstað, tók sveinspróf i rafvirkjun
1953 og fékk meistarabréf 1959.
Jón og kona hans fluttu til Reykja-
víkur í ársbyrjun 1954. Þar vann hann
hjá rafmagnsverkstæðinu Segli þang-
að til þau hjónin fluttu tU Akraness
1958. Þar tók hann við starfl eftirlits-
manns með raflögnum hjá Rafveitu
Akraness og sinnti þvi starfi í eitt ár.
Hann varð síðan yflrmaður á Raf-
magnsverkstæði Haralds Böðvarsson-
ar & Co þar sem hann starfaði tU síö-
ustu áramóta en síðustu tvö árin und-
ir stjóm Karls Þórðarsonar rafvirkja-
meistara.
Þegar Jón lét af störfum hjá HB
hafði hann unnið hjá öllum þrem for-
stjórum fyrirtækisins frá stofnun
þess.
Jón hefur unnið mikið að orkumál-
um á Akranesi um langt árabU. Hann
stofnaði, ásamt nokkrum öðrum aðil-
um, Hagsmunasamtök orkunotenda á
Akranesi og vann mikið starf í þágu
orkunotenda þar. Hann varð vara-
maður í stjóm Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar og sat þar nokkra
fundi.
Þá hefur Jón unnið við útgerð á
mesta framfaraskeiði hennar frá upp-
hafi, í aUt frá 50-60 tonna bátum upp
í nýtísku frystitogara og allt þar á
mUli, hjá fyrirtæki, sem
ávaUt hefur verið í farar-
broddi i að tUeinka sér ný-
ungar á sínu sviði tU
lands og sjávar.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er
Fanney Magnúsdóttir frá
Dagverðargerði í Hróars-
tungu, f. 10.10. 1931, hús-
móðir. Foreldrar hennar voru Magn-
ús Friðriksson og Jakobina Oddsdótt-
ir.
Synir Jóns og Fanneyjar eru Jó-
hann Frímann, f. 22.3. 1955, vélstjóri,
búsettur á Akranesi, sambýliskona
hans er Helga Héðinsdóttir; Eiríkur, f.
11.10. 1956, stýrimaður, kvæntur
Ölmu Maríu Jóhannsdóttur; Magnús
Axel, f. 22.1. 1962, bUstjóri, kvæntur
Elisabetu Svansdóttur; Sigurður Már,
f. 30.10.1964, vélvirki, kvæntur Sigríði
Hallgrímsdóttur; Guðmundur Jakob.
f. 7.4. 1966, sjómaður, sambýiiskona
hans er HUdur Sigurðardóttir.
Bamabömin eru nú flmmtán tals-
ins.
Jón á þrjár systur og eina fóstur-
systur. Þær eru Þórdís, f. 3.12. 1927,
húsmóðir á Selfossi, var gift Magnúsi
Aðalbjarnarsyni verslunarmanni en
hann er látinn; Anna Arnbjörg, f. 15.1.
1930, húsmóðir, gift Guðmundi Magn-
ússyni fyrrv. fræðslustjóra; María f.
28.2.1935, gift Páli Þ. Finnssyni stýri-
manni; Unnur G. Jónasdóttir, f. 24.3.
1943, gift Þorsteini Guðmundssyni
hljómiistarmanni.
Foreldrar Jóns vom hjónin Jóhann
Frímann Jónsson rafvirkjameistari,
rafveitustjóri á Reyðarfirði 1933-45, f.
2.6. 1898, d. 23.8.1960, og Sigríður Þor-
steinsdóttir, f. 9.7. 1901. d. 24.8. 1974,
húsmóðir.
Jón verður að heiman.
Kristbjörg H. Guðlaugsdóttir
kaupkona í Gardabæ
Kristbjörg Helga Guð-
laugsdóttir, Súlunesi 18,
Garðabæ, er flmmtug i
dag.
Starfsferill
Kristbjörg fæddist í
Búðardal. Hún var í
Laugamesskóla og lauk
gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskólanum við Lind-
argötu.
Á unglingsárunum vann hún hjá
Hraðfrystistöðinni í Reykjavík með
skóla. Hún stundaði afgreiðslu- og
skrifstofustörf á Bifreiðastöð Stein-
dórs 1969-72, vann á skrifstofu Öl-
gerðar Egils Skallagrimssonar
1972-77, stundaði ýmis hlutastörf til
1981, rak leikfangaverslun við
Hlemm 1981-82 og 1982-85, starf-
rækri sölutuminn Gjábakka við
skiptistöð Kópavogs, vann hjá Hag-
kaupum 1985-86, starfrækti mat-
vöruverslunina Hvammsval 1986-99
og varð framkvæmdastjóri heild-
verslunarinnar Sahara 1999 sem
hún starfrækir í dag.
Fjölskylda
Kristbjörg giftist 25.12. 1976 Krist-
jáni Arnfjörð Gúðmundssyni, f.
30.10. 1951, bifreiðarstjóra.
Böm Kristbjargar og Kristjáns
eru Guðmundur Ingvar Amfjörð, f.
10.4. 1972, kaupmaður í Garðabæ,
sambýliskona hans er Guðrún
Svava Stefánsdóttir, f. 3.7. 1974,
hjúkrunarfræðingur; Díana Guð-
laug Arnfjörð, f. 18.3.1977, ritari, bú-
sett í Kópavogi, sambýlismaður
hennar er Bjöm Hólmþórssson, f.
30.8. 1976, kerfisfræðingur og era
börn þeirra Kristófer Hólmþór Am-
fjörð, f. 22.6. 1996, og Indíana Ýr
Amfjörð, f. 15.7. 2000; Sylvía Arn-
fjörð, f. 6.11. 1978, fórðun-
arfræðingur, búsett i
Reykjavík, sambýlismað-
ur hennar er Vignir Öm
Oddsson, f. 19.6. 1978, bif-
vélavirki, er sonur þeirra
Sebastian Georg Amfjörð,
f. 26.4. 1999; Ólína Krist-
jana Amflörð, f. 12.4.1988,
nemi; Sesselja Amflörð, f.
7.6. 1992, nemi; Arnar
Gauti Amflörð, f. 8.9. 1993, nemi.
Systkini Kristbjargar eru Jón
Guðlaugsson, f. 22.8.1945, skipstjóri,
búsettur á Akranesi, kvæntur Öldu
S. Þórðardóttur og eiga þau flögur
börn og sex barnabörn; Jóhannes
Kristjáp Guðlaugsson, f. 24.1. 1948,
bifreiðasmiður, kvæntur Hildi
Steinþórsdóttur og eiga þau flögur
börn; Valdimar Guðlaugsson, f. 14.7.
1961, starfsmaður við Húsdýragarð-
inn og á hann þrjú börn; Ólína Guð-
laugsdóttir, f. 9.6. 1964, ritari, gift
Sigurði Borþórssyni.
Fóstursystir Kristbjargar er
Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir, f.
5.8. 1943, hún á fimm börn og flórt-
án bamabörn.
Foreldrar Kristbjargar eru Guð-
laugur Jónsson, f. 30.4. 1914, verka-
maður, og Ingibjörg Valdimarsdótt-
ir, f. 29.6. 1925, húsfreyja.
Guðlaugur er sonur Jóns Hannes-
sonar, verkamanns á Skarði, og
Ólínu Sesselju K. ívarsdóttur.
Ingibjörg er dóttir Valdimars
Sigurðssonar, b. í Rúffeyjum, og
Ingigerðar Sigurbrandsdóttur.
Kristbjörg verður með opið hús á
heimili sínu, Súlunesi 18, Garðabæ,
laugardaginn 19.10. nk. fyrir þá sem
vilja samfagna með henni á þessum
tímamótum.