Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 21 DV Tilvera Angela Landsbury 77 ára Angela Lansbury, sem leikið hefur rithöfundinn Jessicu Fletcher í sjón- varpsseríunni Morðgáta (Murder, She Wrote), er af- mælisbam dagsins. Lans-_________ bury á langan Mkferil að baki. Hún er bresk og áður en hún hóf að leika í sjón- varpi á níunda áratugnum hafði hún leikið i rúmlega Qörutíu kvikmyndum og var tilnefnd til óskarsverðlauna árin 1944 (Gaslight), 1945 (The Picture of Dorian Gray) og 1963 (The Manchurian Candida- te). Þá hefur hún fjórum sinnum fengið Tony-verðlaunin fyrir afrek á leiksviði. Eiginmaður hennar frá 1949 heitir Peter Shaw og eiga þau einn son. Gildir fyrir fimmtudaginn 17. október Vatnsberinn (70. ian-18. febr.): , Dagurinn verður frem- ur viðburðasnauður en þú munt þó hitta ein- hverja áhugaverða persónu sem gefur þér nýjar hugmyndir. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Þér tekst eitthvað sem Iþú hefur lengi reynt að gera. Gættu þess að fara vandlega yfir hvert smáatriði er varðar viðskipti. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Einhver stendur í vegi . Jfyrir þér varðandi at- riði sem er þér einkar hugleikið. Þó að önnur persóna sækist eftir hinu sama og þú ætti það ekki að hafa áhrif. Nautið (20. apríl-20. maí): Hlutirnir eru ekki al- veg eins einfaldir og þér sýnist. Þú þarft að hugsa þig vel um áður en þú ákveður næsta skref í frem- ur vandasömu máli. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: V Fjölskyldan stendur i^^þétt saman og skipu- — / i leggur framtíðina. Fé- lagslifið tekur einnig mikið af tíma þínum en þú sérð þó alls ekki eftir þeim tíma. Krabbinn (22. iúní-22. íúiíl: Þú þarft að sýna lip- | urð í samskiptum við félaga þína, annars er hætta á að i upp úr. Eitthvað óvænt gerist seinni hluta dagsins. Liónið (23. iúli— 22. áeústl: Það er von á einhverj- um breytingum á næstunni. Fyrst í stað ertu ekki alveg sáttur við breytinguna en þú munt fljótt sjá að hún var til góðs. Mevian (23. ágúst-22. sept.l: Hætta er á einhveijum ágreiningi milli ást- y^vina en hann ætti að ^ r vera fremur auðleystur ef viljinn er fyrir hendi til að leysa hann. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Gerðu eins og þér finnst Oy réttast í ákveðnu máli V f fremur en að fara eftir r j því sem kunningjar þín- ir segja. Þetta á ekki síst við varð- andi tilfinningamálin. Sporðdrekinn (24, okt.-2i. nðv ): |Þú færð óvænt hugboð og líklegt er að það pverði þér til heilla að fara eftir því. Gamall vinúr sem þú hefur ekki séð lengi skýtur upp kollinum. Bogmaðurinn m. nnv.-2i. rifis.c |Þú verður fyrir minni 'háttar vonbrigðum fyrri hluta dagsins. Þú þarft þó ekki að örvænta því að kvöldið verður óvenjulega skemmtilegt. Stelngeitin (22. des.-!9. ían.); Þú mætir þægilegu viðmóti og þarft ekki að hafa jafnmikið fyrir vinnu þinni og þú áttir von á. Kvöldið verður skemmtilegt í góðra vina hópi. Ný íslensk heimildamynd: Hljóðlát sprenging í dag verður frumsýnd á vegum Bíófélagsins 101 splunkuný íslensk heimildamynd um einn fremsta listamann þjóðarinnar, Magnús Pálsson. Myndin sem ber titilinn Hljóðlát sprenging er framleidd af Hvíta fjallinu - Niflungum ehf. í samvinnu við Sjónvarpið. Stjóm- andi er Þór Elís Pálsson. Handritið er jafnframt unnið af honum og Gunnari J. Ámasyni listheimspek- ingi en hann samdi einnig þular- texta við myndina. Myndin fjallar um líf og starf Magnúsar Pálssonar með höfuðá- herslu á listferil hans. Honum var fylgt eftir i um það bil tiu ár og þannig kemur fram hvernig list hans breytist og maðurinn sjálfur um leið. Magnús er mikill áhrifa- valdur í myndlist hér á landi og tví- mælalaust einn mesti brautryðjandi íslenskrar nútímalistar. Frá því að hann hélt sína fyrstu sýningu í Ás- mundarsal árið 1967 hefur hann sí- endurtekið komið mönnum á óvart og jafnframt slegið í gegn þrátt fyr- ir að verk hans hafi oft og tíðum verið afar umdeild. Magnús var brautryðjandi í nýjum kennsluhátt- um við listkennslu og átti hann stóran þátt í þeim umskiptum er áttu sér stað innan Myndlista- og handíðaskóla íslands á sjöunda og áttunda áratugnum. í myndinni skýrir Magnús frá hugmyndum sínum og varpar ljósi á hvað liggur að baki ýmsum verk- um er hann hefur látið frá sér. Fjall- að er um öll helstu verk hans og ferli hans skipt niður í tímabil eins og tímabil gifsverka, hljóðverka, innsetninga og leikgjöminga, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir samferða- menn Magnúsar eru teknir tali, s.s. vinir hans, samstarfsfólk og nem- endur. Magnús Pálsson Einn mesti brautryöjandi ísienskrar myndlistar. Meðal viðmælenda í Hljóðlát sprenging eru Birgir Andrésson myndistarmaður, Eyvindur Er- lendsson leikstjóri, Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla íslands, og Hildur Há- konardóttir, myndlistarkona og fyrrv. skólastjóri MHÍ. -HK Gleöi f göngum Þaö varglatt á hjalla í göngum nyröra nú sem endranær. Stóði smalað til rétta í Víðidal Það var mikið á annað hundrað manns sem sat mikla grillveislu á Fosshóli og smalaði síðan stóði til rétta í Víðidal um síðustu helgi. Hrossin runnu fasmikil af heið- inni í blíðskaparveðri og þegar komið var að Kolugili beið þar veisla allra smalanna. Rómuðu gestir mjög allan undirbúning heimamanna og nutu dagsins, enda einstök veðurblíða og gaman á fjöllum. Sama veðurblíða hélst daginn eftir þegar réttarstörf hófust og dreif þá að mun fleira fólk til þess að fylgjast með. Með- al gesta var hópur erlendra ferða- manna. íslendingum, sem taka þátt i smölun og réttarstörfum, fjölgar ár frá ári. -MÓ DV-MYNDIR MAGNÚS ÓLAFSSON Tveir góðir smalar Magnús Kjartansson hljómlistarmaöur og Jón Gunnarsson, flugmaöur hjá Atl- antik, voru meöal þátttakenda í stóösmölun í Víöidal. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Baleno G, 3 d., ssk. Skr. 10/99, ek. 21 þus. Verð kr. 790 þus. Suzuki Vrtara JLX, 5 d. sk. 5! Skr. 6/00, ek. 69 þús. Verð kr. 1380 þús. bsk. Suzuki Jimmy JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 32 þús. Verð kr. 1200 þús. Ford Focus High-series, bsk. Skr. 11/99, ek. 36 þús. Verð kr. 1220 þús. Tqyota Corolla Touring. Skr. 7/97, ek. 125 þús. Verð kr. 860 þus. Renault Mégane RT, bsk. Skr. 3/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Galloper 2,5, dísil, ssk. Skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þus. Nissan Terrano II 2,4, bsk. Skr. 7/01, ek. 43 pus. Verð kr. 2280 þús. Isuzu Trooper 3,0, dísil, bsk. Skr. 4/99, ek 64 þús. Verð kr. 2490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.