Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Side 26
26
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
Rafpostur: dvsport@dv.is
Trappatoni undir pressu
Það er ekki oft tekið út með sældinni að vera lands-
liðsþjálfari. Giovanno Trappatoni á undir högg að
sækja í starfi sinu með ítalska landsliðið og í kvöld
gæti skýrst hvort hann verður í starfmu eftir leikinn.
ítalir sækja Walesbúa heim í Cardiíf og ef ítalir vinna
ekki sigur eru dagar hins 63 ára þjálfara senn taldir.
ítalir þóttu ekki leika sannfærandi þegar þeir gerðu
jafntefli við Júgóslava í vináttuleik á heimavelli um
siðustu helgi. Marcello Lippi, þjálfari Juventus, hefur
verið nefndur sem næsti þjálfari ítala en hann sagði í
gær að hann hefði ekki áhuga og ætlaði að þjálfa
Juventus áfram. -JKS
Það er að
duga eða
drepast
- segir Brynjar Björn Gunnarsson
Atli Eðvaldsson landsliösþjálfari talar til sinna manna á æfingu í gær á Valbjarnarvelli. Stórt verkefni bíöur liösins í
kvöld þegar það etur kappi við Litháa sem unnu góðan sigur á Færeyingum um síðustu helgi. Á sama tíma lágu
íslendingar fyrir Skotum. DV-mynd Pjetur
„Það eru þrjú stig í boði og þau
verðum við að taka. Það er að
duga eða drepast fyrir okkur, leik-
urinn við Skota er að baki og við
verðum að hugsa fram á við. Við
verðum að leggja okkur
100% fram eins og við ger-
um reyndar alltaf en við
ætlum að gera okkar besta.
Við vitum ekki eins mikið
um styrkleika Litháanna
eins og skoska liðsins en
þeir eiga að vera veikari.
Þeir eru neðar á styrkleika-
listanum en við en það verð-
ur ekki spurt að því þegar
út í baráttuna er komið. Það er
engin spurning um að þetta verð-
ur erfiður leikur en lið frá Austur-
Evrópu eru alltaf sterk og leika
boltanum vel á milli sin. Við verð-
um að gefa allt sem við eigum í
Brynjar Björn.
þennan leik og vona að það sé
nóg,“ sagði Brynjar Björn Gunn-
arsson í samtali við DV eftir æf-
ingu liðsins á Valbjarnarvelli i
Laugardal í gærkvöld.
Verðum að taka stig
„Það verður bara að segj-
ast eins og er að það kemur
ekkert annað til greina en
sigur gegn Litháum. Við er-
um að leika á heimavelli og
þar verðum við að taka stig.
Það þýðir ekkert að svekkja
sig á Skotaleiknum í nokkr-
ar vikur en í dag er nýr leik-
ur og þar þurfum við að sanna
okkur. Við verðum að bæta fyrir
leikinn gegn Skotum og sýna fólki
íívað býr í liðinu," sagði Brynjar
Björn Gunnarsson.
-JKS
íslendingar mæta Litháum í Evrópukeppninni í knattspyrnu:
Allt lagt í sölurnar
- segir Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari i knattspyrnu, um leikinn í kvöld
islenska landsliðið í knatt-
spyrnu leikur sinn annan leik í
undankeppni Evrópumóts lands-
liða á Laugardalsvelli klukkan
18.10 í kvöld. íslenska liðið hóf
keppni í þessum riðli illa um síð-
ustu helgi þegar það lá fyrir Skot-
um i leik sem olli miklum von-
brigðum. í kvöld verður liðið að
bæta fyrir það sem aflaga fór í
siðasta leik og í raun kemur ekk-
ert annað en sigur til greina.
Stefnt var hátt áður en riðla-
keppnin hófst og ætli liðið aö
blanda sér í baráttuna i þessum
riðli verður leikurinn við Litháa
að vinnast i kvöld.
- En hvernig hefur landsliðs-
þjálfaranum gengið að undirbúa
liðið fyrir leikinn í kvöld í kjölfar
ósigursins gegn Skotum?
„Mér sýnist að það hafi gengið
ágætlega og leikmenn hafa lofað
því að laga sinn leik og bæta fyr-
ir það sem fór fyrir ofan garð og
neðan í siðasta leik. Sendingarnar
verðum við að laga og ef það geng-
ur eftir verðum við í betri málum
en í leiknum við Skota. Litháarn-
ir leika allt öðruvísi en Skotar en
þeir eru líkamlega sterkir, hraðir
en ekki eins sterkir í loftinu. Lit-
háar eru sterkir í návígjum og
þeir leika af skynsemi. Ég er bú-
inn að sjá þá í leikjunum við Þjóð-
verja og Færeyinga og við verðum
einfaldlega að sýna okkar besta
leik eigi okkur að takast að vinna
þá,“ sagði Atli Eðvaldsson,
þjálfari landsliðsins.
- í þínum huga kemur ekkert
annað til greina en að vinna. Þrjú
stig eru farin í súginn á heima-
velli og með það á bakinu verður
ekki að leggja Litháana að velli í
kvöld?
„Á laugardaginn var gegn Skot-
um kom ekkert annað til greina
en sigur og áformin eru ekki önn-
ur gegn Litháum. Frá fyrstu mín-
útu til þeirrar síðustu í kvöld
verður hver einn og einasti í lið-
inu að gera allt til þess að gera
betur en siðast. Það hefur þjappað
okkur saman og styrkt okkur í
öllum undirbúningi fyrir leikinn
við Litháa að við höfum fengið
fullt af baráttukveðjum frá fólki
víðs vegar að. Við leggjum allt í
sölurnar í kvöld og ég veit að
strákarnir munu gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að knýja
fram hagstæð úrslit. Ef við lögum
sendingarnar og baráttan verður
til staðar hlýtur uppskeran að
verða eftir því,“ sagði Atli Eð-
valdsson.
-JKS
Rúnar tæpur
- ræðst í dag hvort hann er leikhæfur
Rúnar Kristinsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu,
á við meiðsli að stríða í nára og er
óvíst um þátttöku hans í leiknum
við Litháa í dag. Þetta eru meiðsli
sem Rúnar hefur oft barist við en
þau tóku sig upp í leiknum við
Skota á laugardaginn var.
„Ég er ekki alltof bjartsýnn og
við sjáum hvort lækni liðsins tekst
að koma mér í gang. Ég hef barist
við þetta lengi en það er eins og
vöðvinn í náranum stífni. Ég þarf
nudd og meðhöndlun og þá getur
þetta orðið í lagi en það verður að
koma í ljós hvort það tekst í tíma.
Við sjáum hvað best er að gera i
stöðunni en auðvitað er betra að
hafa heilan mann inná sem getur
gefið sig allan í leikinn. Ég ætla
ekki að leika nema ég treysti mér
til þess en á þessari stundu er ég
er ekki bjartsýnn,“ sagði Rúnar
Kristinsson í samtali við DV í gær-
kvöld. -JKS
Rúnar Kristinsson skokkaöi á meöan landsliöiö æföi í gær. Birkir
Kristinsson hljóp nokkra hringi meö honum. DV-mynd Pjetur
Það veröur pólskur dómari
sem dæmir viðureign íslands og
Litháa á Laugardalsvelli í kvöld.
Eftirlitsmaður dómara kemur
frá Svíþjóð en eftirlitsmaður
leiksins er bosnískur.
Það er ekki jafnstór hópur
fréttamanna sem kemur frá Lit-
háen eins og var frá Skotlandi
um síðustu helgi. Sex litháiskir
íþróttafréttamenn hafa tilkynnt
komu sína á leikinn.
Skoska landsliðió í knatt-
spymu gerir það ekki endasleppt
en í gærkvöld sigraði liðið
Kanadamenn, 3-1, í vináttu-
landsleik á Eastem Road í Edin-
borg. Stephen Crawford skoraði
tvö mörk í leiknum og Steven
Thompson eitt. De Rosario kom
Kanada yfir í leiknum með
marki úr víti á 9. mínútu.
Skoska liðinu hefur verið
hrósað í hástert eftir sigurinn
gegn íslandi og ekki minnkar lof-
ið eftir sigurinn á Kanadamönn-
um. Berti Vogts sagði eftir leik-
inn í Edinborg í gærkvöld aö
leikurinn væri beint framhald
frá leiknum á íslandi. Liðið væri
komið á brautina eins og hann
orðaði það.
Berti Vogts fer um víðan völl
þessa dagana. Eftir leikinn í
Edinborg hélt hann til Glasgow
og flýgiu- um hádegið til íslands
en hann ætlar að njósna um
litháíska liöið í kvöld.
Goran Kristófer Micic hefur
verið endurráðinn þjálfari HK í
knattspymu en félagið komst
upp í 1. deild nú í haust. Samn-
ingurinn gildir til tveggja ára.
Goran hefur komið liðinu upp
um tvær deildir á tveimur árum.
-JKS