Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
27
DV
Sport
Vonbrigðin leyna sér ekki í andliti Gunnars Heiðars Porvaldssonar, íslenska liðið er enn án stiga í riðli sínum í Evrópukeppninni. Á innfelldu myndinni má
sjá landsliðsþjálfarann Ólaf Pórðarson kalla skipanir til sinna manna. DV-myndir ÞÖK
Ólafur Þórðarson þjálfari:
Gríðar-
leg von-
brigði
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði,"
sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari
landsliðsins, eftir leikinn. „Það er
alveg númer eitt, tvö og þrjú í
svona leikjum að við verðum að
nýta færin okkar. Við vinnum
enga leiki ef við skorum ekki úr
færunum sem við sköpum okkur.
Það er algjört lykilatriði."
Um leikinn í heild sagði Ólafur:
„Fyrri hálfleikurinn var í jámum
og við keyr-
um leikinn á
háu tempói. í
seinni hálf-
leik voru
þeir að
springa á
þessu tempói
og þá náum
við virkilega
yfirhöndinni
og vöðum í
færum. En
því miður þá
skoruðum
við ekki úr
þessum fær-
um og gefum
þeim svo eitt
mark eftir
einu mistök-
in okkar. En
þetta er eng-
in ný saga hjá íslenska landslið-
inu; svo framarlega sem við höld-
um ekki haus og nýtum ekki fær-
in okkar er okkur refsað.“
Ólafur telur stöðuna í riðlinum
nú vonlitla. „Það er alveg ljóst eft-
ir tvo tapleiki á heimavelli að við
erum hvorki fugl né fiskur í þess-
um riðli eftir það. Við verðum
bara að einbeita okkur að þvi að
klára dæmið í næsta leik í - vor.“
Eins og svart og hvítt
- íslenska 21 árs landsliðið með yfirburði í síðari hálfleik en tapaði samt, 1-2
Ísland-Litháen
U-21 árs 1-2
Lið íslands: Ómar Jóhanns-
son - Hjálmur Dór Hjálmsson,
Ármann Smári Bjömsson, Guð-
mundur Viðar Mete, Haraldur
Guðmundsson (46. Helgi Valur
Daníelsson (86. Jökull Elísabet-
arson)), Ellert Jón Bjömsson (46.
Magnús Sverrir Þorsteinsson),
Indriði Sigurðsson, Grétar Rafn
Steinsson, Hannes Þ. Sigurðsson
- Gunnar Heiðar Þorvaldsson,
Sigmundur Kristjánsson.
Lið Litháens: Marius Rapalis
- Tomas Mikuckis, Andrius Pet-
reikis, Gediminas Paulauskas,
Elnaras Tarvydas, Darius
Miceika (87. Karolis Jasaitis),
Mantas Savenas (68. Netijus
Maciulis), Tomas Tamosauskas,
Giedrius Slaviskas, Aurimas
Kucys, Valeritus Mizigurkis (46.
Vitalius Miliskevicius).
íslenska landsliðið skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri sýndi á sér
tvær ólíkar hliðar í leiknum gegn
litháískum jafnöldrum sínum á
Akranesi í gær. Fyrri hálfleikur var
afspymuslakur, reyndar af hálfu
beggja liða en Litháar fengu þó
fleiri færi. Það skrýtna var að tvö
mörk litu þó dagsins ljós í leiknum,
eitt frá hvoru liði. í seinni hálfleik
má segja að aðeins eitt lið hafi ver-
ið á vellinum fyrstu 35 minúturnar
því Islendingar höfðu töluverða yf-
irburði en gegn gangi leiksins skor-
uðu Litháar sigurmarkið tæpum tiu
mínútum fyrir leikslok og lokatöl-
urnar urðu 2-1 þeim í hag.
Það er ekki hægt að fara mörgum
orðum um fyrri hálfleikinn sem var
afspymulélegur á að horfa. Það var
fyrst á 28. mínútu sem eitthvað fór
að gerast og þá voru það gestirnir
sem tóku sig til. Þeir fengu þá tvö
góð færi en skutu yfir í bæði skipt-
in en á 32. mínútu kom fyrsta mark
leiksins. íslendingamir töpuðu þá
boltanum á slæmum stað á miðj-
unni með þeim afleiðingum að Tom-
as Tamosauskas skoraði með skoti
sem breytti um stefnu af Hjálmi Dór
Hjálmssyni og fór í boga upp í
markhomið án þess að Ómar Jó-
hannsson ætti möguleika á að verja.
Eftir þetta datt leikurinn aftur nið-
ur og hvorugt liðið virtist líklegt til
að skora fyrir hlé en íslendingar
uppskáru jöfnunarmark úr sínu
fyrsta færi í leiknum. Markvörður
Litháens missti þá háa aukaspymu
inni í teignum, Grétar Rafn Steins-
son náði boltanum en markvörður-
inn fefldi hann og réttflega dæmd
vítaspyma. Úr henni skoraði Hann-
es Þ. Sigurðsson með föstu skoti
upp í þaknetið.
Þetta mark var mikilvægt og ís-
lensku strákarnir náðu að byggja á
því í seinni hálfleik. Þá hafði Ólaf-
ur Þórðarson þjálfari reyndar gert
tvær breytingar á liðinu, sett Helga
Val Daníelsson og Magnús Sverri
Þorsteinsson inn í liðið, og þeir
komu báðir mjög sterkir inn. íslend-
ingar fengu tvö góð færi strax á
fyrstu tveimur mínútum hálfleiks-
ins og átti Helgi Valur þátt í þeim
báðum. Magnús var einnig mjög
sprækur, og reyndar má segja að
allt íslenska liðið hafi tekið hressi-
lega við sér eftir hlé. Gunnar Heið-
ar Þorvaldsson og Ármann Smári
Björnsson fengu bestu færi íslend-
inga á þessum kafla. Fyrst skaut
Gunnar Heiðar yfir úr upplögðu
færi og síðan varði markvörður Lit-
háens skalla Ármanns af stuttu
færi. íslendingar fengu einnig fiöl-
mörg hálffæri sem ekki nýttust og
það átti eftir að reynast þeim dýr-
keypt.
í einni af fáum sóknum Litháa á
81. mínútu skoraði nefnilega Andri-
us Petreikis sigurmark þeirra eftir
gott spil í gegnum íslensku vörnina,
sem svaf reyndar illilega á verðin-
um. Þetta slökkti í íslensku strákun-
um og þó að þeir hafi reynt að
sækja og knýja fram jöfnunarmark
virtist vonleysið hafa heltekið þá og
Litháar fögnuðu innilega í leikslok
þegar sigurinn var i höfn.
Miðað við gang leiksins eru úr-
slitin alls ekki sanngjörn en með
betri frammistöðu í fyrri hálfleik og
að sjálfsögðu betri færanýtingu
hefðu úrslitin orðið hagstæð. Besti
maður íslenska liðsins var Indriði
Sigurðsson, sem var sterkur á miðj-
unni í fyrri hálfleik og átti einnig
góðan leik í þeim seinni þegar hann
var fluttur í stöðu vinstri bakvarð-
ar. Varamennirnir Helgi Valur og
Magnús áttu einnig mjög góða inn-
komu. Miðverðimir Ármann Smári
og Guðmundur Mete voru hins veg-
ar óöruggir og lentu yfirleitt í vand-
ræðum þegar Litháar brutust fram
í sókn. Staðan í riðlinum verður að
teljast vonlítil eftir tvo tapleiki á
heimavelli og spurning hvernig
Ólafi tekst að rífa strákana upp þeg-
ar átökin hefiast aftur í vor.
-HI
Færeyinga bíður erfitt verkefni:
Ballack verður
með Þjóðverjum
Það bíður Færeyinga erfitt verk-
efni í kvöld en þá mæta þeir Þjóð-
verjum í Evrópukeppni landsliða í
Hannover. Færeyingar töpuðu á
dögunum fyrir Litháum í Litháen,
en Þjóðverjar léku vináttuleik við
Bosníu á föstudag þar sem þeir
gerðu jafntefli. Þeir áttu þó i vand-
ræðum með að hefia undirbúning
fyrir leikinn í kvöld þar sem þeir
urðu veðurtepptir vegna mikilla
rigninga í Bosníu og gátu ekki flog-
ið heim fyrr en á sunnudag.
Það eru vondar fréttir fyrir leik-
menn Færeyja að Michael Ballack
verður með Þjóðverjum að nýju
eftir meiðsli, en það hljóta að sama
skapi að vera góðar fréttir fyrir
Þjóðverja.
Þjóðverjar eru bjartsýnir og seg-
ir Karl Heinz Rumenigge, fyrrum
framherji þýska liðsins, að þeir
muni skora sex tfl átta mörk í
leiknum. Þetta verður stór stund
hjá Færeyingum þar sem búast má
við 50-70 þúsund manns, sem er
svipað og meira en íbúafiöldi í
Færeyjum. -PS
Haustmót í pool á Players
Haustmót í pooi fór fram á veitingastaönum Players í gærkvöld. Mót þetta er orðinn árviss viðburöur á
veitingastaðnum en íþrótt þessi er oröin vinsæl á svokölluöum íþróttakrám á höfuöborgarsvæöinu. Nokkur fjöldi tók
þátt í mótinu. DV-mynd PÖK