Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2002, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 Sport Leeds leikur í Rórens Knattspymusamband Evrópu hefur ákveöið að leikur Hapoel Tel Aviv og Leeds í Evrópu- keppninni í knattspymu verði leikinn á heimavelli Florentia Viola í Flórens á ítalíu. Vegna ástands þjóðmála í ísrael hefur UEFA ákveðið að ekki verði leik- ið þar í landi i keppnum á veg- um UEFA. Þess má geta Flor- entia Viola hét áður Fiorentina en varð gjaldþrota í vor. -PS Pirez skorar Robert Pirez, leikmaður Arsenai og franska landsliðsins, lék í fyrsta sinn í 90. minútur eft- ir aö hann náði sér eftir erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá knattspymuvellinum í sex mánuöi. Hann skoraði eitt marka Arsenal í 5-1 sigri á QPR. Vegna meiðsla sinna gat Robert Pirez ekki leikið með franska landsliöinu á HM í Suður-Kóreu og Japan. Það er ljóst að Arsenal verður ekki árennilegra við endurkomu Roberts Pirez. -PS íslenskir dómarar: Gylfi og Kristinn dæma erlendis Gylfi Þór Orrason og Kristinn Jakobsson dæma báðir á erlendri grundu á næstunni. Gylfi Þór Orrason dæmir í kvöld leik Ung- veijalands og San Marino í und- ankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu og fer leikurinn fram í Búdapest. Með honum sem aðstoðardómarar eru þeir Einar Guðmvmdsson og Sigurður Þór Þórsson. Fjóröi dómari er Krist- inn Jakobsson. Hálfum mánuði síöar verður Kristinn aftur á ferðinni, en hann dæmir fyrri leik Austria Vín og Porto í Evrópukeppni fé- lagsliða og fer leikurinn fram í Vin 31. október. Með honum sem aðstoðardómarar verða þeir Pjet- ur Sigurðsson og Eyjólfur Finns- son, en fjórði dómari verður Garðar Öm Hinriksson. -JKS Körfuknattleiksliö KR-inga verður fyrir blóötöku: Ferill Herberts í hættu Körfuknattleikslið KR hefur orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku en fyrirliði liðsins og íslenska landsliösins, Herbert Amarson, mun ekki leika með liðinu á næstunni. Herbert hefur verið meiddur á hné undanfarnar vikur og fór í speglun í gær. Þar kom í ljós að brotnað hafði úr brjóskinu undir hnéskelinni og komin hola í brjóskið. Ekki er vitað hversu lengi Herbert verður frá körfuknatt- leiksiðkun og ekki er útilokað að ferillinn sé á enda hjá kappanum. „Ég fór í speglun í gær og þá kom Herbert Arnarson. þetta í ljós þegar verið var að losa vökva sem var í hnénu. Læknirinn vildi ekkert segja um hvenær ég get snúið aftur eða hvort þetta séu lokin á ferlinum. Maður verður að vera bjartsýnn en mig grunaði ekki að þetta væri svona alvarlegt. Það þýðir ekki að hengja haus yfir þessu og maður verður bara að vona það besta. Ég hef fulla trú á að strákamir í KR fari létt með að fylla mitt skarð og hjá svona góðu liði kemur bara maður í manns stað. Ég fer aftur til sérfræðings á fostudag og þá skýrist þetta betur,“ sagði Herbert við DV-Sport í gær. DV Stoke í gíslingu Haft er eftir Gunnari Gíslasyni stjórnarformanni Stoke City að það verði ekki ráðið í stöðu fram- kvæmdastjóra hjá liðinu fyrr en samningar um bætur frá Sunder- land, vegna ráðningar Steve Cott- erill sem aðstoðarframkvæmda- stjóra liðsins, en hann sagði upp störfum hjá Stoke ‘til að taka við stöðunni. Fulltrúar Sunderland segja að þeir geti ekki haldið viðræðum áfram fyrr en í lok vikunnar sem Gunnar segir bagalegt og að þar með sé félaginu haldið í gíslingu, þar sem Stoke vilji hafa á hreinu hversu bæturnar verði háar áður en nýr stjóri er ráðinn. Mikið ber á milli hvað kröfur Stoke varðar og það hvað Sunderland er tilbúið að greiða. -PS Roy Keane, leikmaður Man. Utd: Fimm leikja bann og 20 milljóna sekt Roy Keane, fyrirliði knattspymu- liðs Manchester United i Englandi, var í gær fundinn sekur vegna um- mæla í bók sinni þar sem hann lýsti því að hann hefði viljandi reynt að slasa Alf Inge Haaland. Þá var hann einnig ákærður vegna sjáifs brots- ins, sem hann fékk reyndar rautt spjald fyrir. Keane var dæmur í flmm leikja bann og 20 milljóna króna sekt. Roy Keane er reyndar meiddur um þessar mundir, en bannið tekur gildi 4. nóvember næstkomandi og hefur hann nú 14 daga til að áfrýja úrskurðinum. -PS Roy Keane yfirgefur höfuðstöðvar enska knattspyrnusambandsins eftir aö dómur haföi veriö kveöinn upp í gær. Danski landsliösmaöurinn Stig Tofting í vandræöum: „Sláttuvélin" dæmd í fjögurra mánaða fangelsi Danski landsliðsmaðurinn og leik- maður Bolton, Stig Tofting, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna slagsmála sem hann tók þátt í á veitingastað í Kaup- mannahöfn sex dögum eftir landsleik Dana og Englendinga á heimsmeist- arakeppninni í júní síðastliðnum. Atvikið átti sér stað eftir veislu fyrir danska landsliðið í tilefni af heimkomu þess frá HM. Stig Tofting var fundinn sekur um að hafa ráðist á framkvæmdastjóra veitingastaðar- ins Cafe Ketchup auk þess sem fleiri urðu fyrir barðinu á kappanum. Sækjendur í málinu ákváðu aö halda málinu til streitu þrátt fyrir að tvö af fórnarlömbunum ákvæðu að taka af- sökunarbeiðni Tofting góða og gilda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tefting situr í fanglesi fyrir afrek sín utan vallar, því árið 1999 sat hann í fangelsi í 20 daga fyrir árás á veit- ingahúsaeiganda í Árósum í Dan- mörku. Töfting, sem hlotið hefur viðurnefnið „Sláttuvélin" vegna kraftalegs útlits og skrautlegra tæk- linga á stundum, íhugar nú að áfrýja dómnum til æðri réttarstigs í Dan- mörku. Þar sem hann íhugar nú að áfrýja byrjar Töfting ekki strax að af- plána dóminn, heldur flýgur til baka til Englands til liðs við Bolton sem leikur í ensku deildinni um helgina. -PS Formúla 1: Keppt í Kína Á næstu dögum verða undirrit- aðir samningar á milli stjórnenda Formúlu 1 sirkussins og fyrir- tækis í Kína um að ein keppni á ári verði haldin í Shanghai, auð- ugustu borg í Kína. Um er að ræða sjö ára samn- ing eða frá árinu 2004 til ársins 2010 og munu framkvæmdir við brautina hefjast þegar samning- ar verða undirritaðir. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn við brautina verði um 240 milljónir dollara þar sem komast um 200 þúsund áhorfendur til að fylgjast með. -PS Rjúpnaveiðin byrjaði í gærmorgun: Margir á veið- um en fáir fuglar fengust Erfitt er að henda reiður á hvað margir skotveiðimenn hafa farið til rjúpna á fyrsta degi í gær, en þeir skipta hundruðum víða um landið. Og miðað við fjöldann var veiðin ekki mikil enda ekki mikið af fugli. Við heyrðum í veiðimönnum sem fóru til rjúpna í gær. „Þetta hefur verið rosalegt labb hjá okkur en við löbbuðum meðal annars í kringum Baulu og þar voru margir veiðimenn að skjóta, menn voru samt ekki að fá mik- ið,“ sögðu þeir Jóhannes Þór Æv- arsson og Hannes Jón Marteins- son í samtali við DV-Sport er við hittum þá á Bröttubrekkunni og þar fyrir ofan skartaði Baula sínu fegursta. „Við fengum þrjá fugla hvor og þetta var fínt; þó við þyrftum að labba mikiö var þetta skemmti- legt,“ sögðu þeir félagarnir og gengu frá veiðinni. Þeir sögðust mest vera í rjúpna- veiðinni af veiðiskapnum. „Við erum ekki búnir að veiða mikiö, eiginlega mjög lítið, nokkra fugla,“ sögðu þrír veiðimenn sem við hittum við verslunina á Skriðulandi í Dölum, þar sem margir veiðimenn komu við í gær- dag. „Það eru engar stórar tölur héðan af svæðinu kringum Blönduós, fáir fuglar fengust en veiðimenn fóru eitthvað," sagði skotveiðimaður í samtali við DV og annar sem var á Holtavöröu- heiði sagði að margir veiðimenn hefðu verið þar en lítið af fugli. — Jóhannes Þór Ævarsson og Hannes Jón Marteinsson voru á Bröttubrekkunni í gær og voru komnir meö sex fugla þegar DV-Sport hitti þá eftir sjö tíma göngutúr. DV-mynd G.Bender Fimm fengu 60 fugla „Veiðiskapurinn gengur frekar rólega hérna í Öxarfirðinum en við erum komnir með 60 fugla fimm saman og við höfum oft fengið meira," sagði Árni Halldórsson en hann var á Öxarfjarðarheiðinni á fyrsta degi veiðitímans. „Það eru margir hérna á veiðum en mest hefur einn maður verið með 15 fugla, maður hefur heyrt í mörgum og það er sama sagan alls staðar, lítil veiði,“ sagði Ámi enn fremur. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.