Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Page 9
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
I>V
Fréttir
9
Sumarið 2002 senn á enda:
Vott, sólarlítið en
fremur hlýtt
Sumarmánuöimir júni til sept-
ember voru vætusamir og sólar-
litlir en fremur hlýir. Aðeins í
júnímánuði var sólríkara en venja
er i Reykjavík en á Akureyri var
sólskin alla sumarmánuðina und-
ir meðallagi. Sérlega vætusamt
var í ágúst og september. Sumar-
hitinn á Akureyri var 10,0° og í
Reykjavík 10,3° og er það um 1°
yfir meðaliagi á báðum stöðum.
Úrkoma sumarsins í Reykjavík
var 280,2 mm sem er fimmtungi
meiri en venja er og á Akureyri
mældust 192,6 mm sem tæplega
háif önnur meðalúrkoma þar. Sól-
skinsstundir voru 87 færri en
venja er í Reykjavík, alls 524,6 og
á Akureyri voru þær 107 færri,
alls 448,7. Veðurfar sumarsins
2002 fer því varla á spjöld sögunn-
ar þó meðalhitinn í Reykjavík hafi
verið yfir meðaltali í júní og sept-
ember, en 11. júní var hæsti júní-
hiti sem mælst hefur á Veðurstof-
unni, 22,4°. Nokkrum dögum síðar
féllu sólarhringsúrkomumet á
Austfjörðum og á Norðurlandi.
Spá hörðum vetri
Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dal-
vík spáði hitabylgju í júlímánuði,
sögðu orðrétt: „Klúbbfélagar eru
bjartsýnir á veðrið í júlí, mánuður-
inn verður yfir meðallagi hlýr og
einhverjir minntust á veðurmet,
Vott sumar
Dæmigerð sumarmynd á íslandi
2002, eða hvað?
allavegana myndu ýmsar tölur
verða nálægt metum.“ Það gekk
ekki eftir því veður var mjög rysjótt.
Gamlingjarnir spáðu besta veðrinu
norðanlands um verslunarmanna-
helgina, en eina góða veðrið var á
Austfjörðum, en t.d. hellirigndi fyrir
norðan með lágu hitastigi. Spáð var
góðri berjaspettu en því fór víðs-
fjarri víðast hvar.
Veðrið á höfuðdaginn 29. ágúst
skiptir marga máli fyrir framhald-
ið, og allt bendir til þess að hann
verði votur hér norðanlands,
kannski segir það okkur eitthvað
um erfiðan vetur fram undan,
meira um það síðar. Spáð var
svölum septembermánuði, en
hann reyndist einn sá besti í
áraraðir. Fyrsti vetrardagm- er á
laugardaginn, og veður þann dag
kann að skipta sköpum. Dalbæ-
ingar spáðu björtu veðri á Gallus-
messu, 16. október, sem mundi
boða góðan vetur. Þá var hins veg-
ar slæmt veður, hriðarhraglandi
og kalt í veðri. Stundum er sagt að
veðrið frá krossmessu að hausti
14. september og fram til allraheil-
agramessu, 1. nóvember, ráði veð-
urfari til ársloka. Við sjáum til.
Mildur vetur
Páll Bergþórsson, fyrrverandi
veðurstofustjóri, segir að sumarið
hafi verið sérlega gott, mikið gróð-
ursumar og mikill heyfengur, og
þvi ráði mildur vetur þar á undan.
Þetta sé í samræmi við spá hans
frá því í maímánuði. Páll telur að
næstu 5 vetur verði mildir, þó
misjafnlega eftir árum, og því
ættu landsmenn að fá aftur gott
sumar 2003. Páll bendir á að göm-
ul, vestfirsk veðurhyggindi segi
að rigni þrisvar eftir fyrsta vetrar-
dag fram til jóla í norðanátt, verði
veturinn mildur. Það ætti að
ganga eftir. -GG
DVWYND GVA
Allt er þegar þrennt er
Þrjú af hetstu kennileitum höfuðborgarsvæðisins skörtuðu sínu fegursta í haustblíðunni í gær. Hallgrímskirkjuturn
trónir viö hlið Kópavogskirkju og engu er líkara en Perlan sé einnig í Kópavogi. Bjartviöri er spáð áfram á
suövesturhorninu.
Stend við orð mín um kartöflubændur:
Þeim svíður að geta
ekki keppt við Bónus
- segir Karl Ólafsson, kartöflubóndi í Lyngási
Karl Ólafsson,
kartöflubóndi í
Lyngási á Suður-
landi, segir með
ólíkindum hvað
kollegar hans
séu viðkvæmir
fyrir gagnrýni
um að þeirra eig-
in dreifingarfyr-
irtæki séu að
fara illa með þá.
Hann segist standa við öll fyrri orð
varðandi góða afkomu sína af við-
skiptum við Bónus. „Þeim sviður
bara að geta ekki keppt við Bónus
sem er með langbesta verðið á
markaðnum. Ég segi nú ekki ann-
að en það að þetta eru lélegir „bis-
nessmenn" ef þeirra fyrirtæki nær
ekki meiru út úr sölu á kartöflum,
sem seldar eru út úr búð á 150
krónur kílóið, en 60 krónum."
Bergvin Jóhannsson, kartöflu-
bóndi á Áshóli í Grýtubakka-
hreppi, sagði í DV i gær að svo
virtist sem Karl talaði hreinlega
fyrir Jóhannes í Bónus þegar hann
héldi þvi fram að álagningin í Bón-
us væri ekki nema 3-9%. Bergvin
taldi að Karl mætti í leiðinni vel
upplýsa þjóðina um hvað sé á bak
við gróða hans síðustu 12 árin.
Karl segist ekkert eiga sökótt
við Bergvin Jóhannsson. „Ég
stend við það sem ég sagði um
álagningarprósentu Bónuss. Það
er hins vegar alrangt sem Bergvin
heldur fram um að ég borgi engin
sjóðagjöld. Sjóðagjöld sem heita
núna búnaðargjald er lögboðið og
skattstjóri hefur undanfarin ár
lagt þetta á um leið og aðra skatta.
Innheimtan fer í gegnum inn-
heimtumann ríkissjóðs. Það er
síðan bundið í lög að ef ég borga
ekki þá er gengið að mér. Fram-
leiðendur sleppa því ekki undan
þessu gjaldi. Þessi orð Bergvins
eru því ekki rétt.“ Karl segir að
bændasamtökin hafi líka náð öllu
sínu af sér á sínum tíma og geng-
ið þar fram með harðri hendi.
Ég er búinn að rækta kartöflur
síðan ég var 17-18 ára, eða i ein 28
ár. Ríkidæmi mitt eftir allan
þennan tíma er góð heilsa, dugn-
aður og mikill kraftur og ég
þakka Guði fyrir það,“ segir Karl
Ólafsson. -HKr.
Jóga hjá Guðjóni Bergmann
Ármúla 38, 3.hæð - www.gbergmann.is - yoga@gbergmann.is - 690-1818
Jógo fyrir byrjendur
Næsta námskeið hefst 28.október.
Leiðbeinandi: Guðjón Bergmann.
Skráðu þig núna!
V_____________________________________________*
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag í
Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar
til kynningar tillögur að deiliskipulagi og breytingum á
deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í
Reykjavík:
Teigagerðisreitur, Bakkagerði, Breiðagerði, Teiga-
gerði, Steinagerði, deiliskipulag.
Tillagan tekur til húsa á svokölluðum Teigagerðisreit og
nær til Bakkagerðis, Teigagerðis, Steinagerðis og húsa
nr. 2, 4, 6, 8 og 10 við Breiðagerði.
í tillögunni eru m.a. skilgreindir viðbyggingarmögu-
leikar fyrir öll hús á umræddu svæði til framtíðar þar
sem talið er mögulegt að byggja við hús á annað borð.
Miðað er við að heimilt verði að byggja við þau hús þar
sem nýtingarhlutfall lóðar er undir 0,4 (ef ekki er kjallari
í húsi) en 0,5 (ef kjallari er í húsi). Settir eru byggingar-
skilmálar um breytingar á húsunum s.s. um hækkun
þaks, byggingu bílskúra og reglur um aukaíbúðir o.fl.
Nánar um tillöguna vísast til hennar.
Þórsgötureitur, Lokastígur, Baldursgata, Þórsgata,
Týsgata, deiliskipulag.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi reits sem af-
markast af Lokastíg til norðausturs, Baldursgötu til
suðausturs, Þórsgötu til suðvesturs og Týsgötu til
norðvesturs.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja
við og inndregna hæö ofan á húsið að Þórsgötu nr. 1,
útbyggingar á suðvestan við húsin nr. 2, 4, 6 og 8 við
Lokastíg, bakbyggingu við húsið nr. 37 við Baldurs-
götu. Gerir tillagan ráð fyrir breytingum á lóðum við
Lokastíg auk lóðanna nr. 1 við Þórsgötu og Baldurs-
götu 37. Lóðin nr. 1 við Þórsgötu stækkar en hinar
lóðirnar minnka u.þ.b. sem nemur gangstétt fyrir
framan húsin. Þá gerir tillagan ráð fyrir viðbyggingu
norðvestan við húsið nr. 13 við Þórsgötu. Leiksvæði,
milli lóðanna nr. 9 og 13 við Þórsgötu verður óbreytt. Á
reitinn í heild er sett ávæði um verndun byggða-
mynsturs. Nánar um tillöguna vísast til hennar.
Reitur 1.171.2, Bankastræti, Skólavörðustígur,
Bergstaðastræti, Hallveigarstígur og Ingólfsstræti,
nýtt deiliskipulag.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi reits sem
afmarkast af Bankastræti og Skólavörðustíg til
norðurs, Bergstaðastræti til austurs, Hallveigarstíg til
suðurs og Ingólfsstrætis austurs. Af reitnum er í gildi
deiliskipulag frá 1989 m.s.br. og fellur það úr gildi verði
hin auglýsta tillaga samþykkt. Tillagan gerir ekki ráð
fyrir verulegum breytingum utan þess að gert er ráð
fyrir að heimilt verði að byggja 3-4 hæða nýbyggingu
aftan við Bankastræti 12 auk þess sem heimilt verði að
rífa húsið nr. 7 við Hallveigarstíg og byggja á lóðinni
hús á þremur hæðum með risi. Nánar um tillöguna
vísast til hennar.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og bygginga-
rsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 -
16.00 frá 25. október til 6. desember 2002. Eru þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa,
Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 6. desember
2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 25. október 2002.
Skipulagsfulltrúi.