Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 13
13 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 DV HEILDARVIÐSKIPTI 2.094 m.kr. Hlutabréf 549 m.kr. Spariskírteini 835 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Baugur 123 m.kr. Q Þorm.rammi-Sæb. 91 m.kr. : © Skeljungur 69 m.kr. MESTA HÆKKUN © Þorm.rammi-Sæb. 6,3% ; © Baugur 1,5% j © Þróunarfélagið 1,3% j MESTA LÆKKUN © Landsbankinn 3,6% © Eimskip 1,0% i © Pharmaco 0,7% j ÚRVALSVÍSITALAN 1.309 - Breyting ©0,41% Verndarsjóður villtra laxastofna: Uppkaupum á laxakvóta að Ijúka Vemdarsjóður villtra laxastofna (NASF), sem berst fyrir uppgangi stofna hins villta Atlantshafslax, hefur á undanfomum 13 árum keypt upp lax- veiðiréttindi við Atlantshaf fyrir um 20 milljónir doOara. Nú stefnir í að sjóðn- um takist að klára ætlunarverk sitt á næstu tveimur til þremur árum - að uppræta allar veiðar á laxi í sjó í Atl- antshafi. Næstu verkefiii sjóðsins felast í því að kaupa upp veiðiréttindi við Norður-frland og í Norðursjó en þar veiða menn lax i reknet en þau eru sér- staklega hættuleg villtum laxastofiium. NASF er tilbúið til að borga 300 miilj- ónir króna til að kaupa upp reknetin en rétthafar krefjast 600 milljóna og því strangar samningaviðræður fram und- an. NASF er alþjóðleg stofnun með höf- uðstöðvar í Reykjavík en útibú sjóðsins er að fmna víðs vegar um heim. Starf- semi sjóðsins er fjármögnuð með opin- bem fé og fjármagni frá einkaaðilum en NASF er ekki ætlað að skila hagaði. Milli eitt og tvö þúsund sjálfboðaliðar starfa fyrir sjóðinn og hefur hann hlot- ið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt sem þegar er farið að skila árangri. Vart hefur orðið við auknar laxagöng- ur í Noregi, á norðanverðum Spáni og í Kanada og er Orri Vigfússon, stjóm- arformaður NASF, sannfærður um að þar eigi uppkaup sjóðsins á laxveiði- réttindum hlut að máli. „Þetta er ein- falt og svínvirkar." Dell á toppinn Tölvufyrirtækið Dell Computer endurheimti stöðu sína sem öflug- asta fyrirtækið í sölu á einmenn- ingstölvum i heiminum þegar það dreifði fleiri tölvum en Hewlett- Packard á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Dell dreifði þá 5,2 milljónum einmenningstölva, 3.5% meira magni en samkeppnisaðilinn Hew- lett-Packard. Tölvufyrirtækið Dell hafði verið leiðandi í sölu á einmenningstölv- um en féll tímabundiö í annað sæti fyrr á þessu ári þegar tölvufyrirtæk- in HP og Compaq sameinuðust. Nú hefur Dell náð forystunni á ný. Samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu IDC hefur dreifmg á einmenningstölvum vax- ið um 3,8% á þriðja ársfjórðungi eft- ir samdrátt í rúmlega ár. Greining- araðilar sjá ýmis merki þess að markaðurinn sé að taka við sér og benda meðal annars á mikinn vöxt Dell í Bandaríkjunum þar sem fyrir- tækið er nú komið með um 30% markaðshlutdeild. Dreifingaraðili Dell á íslandi er EJS. ____________________________Viðskipti Umsjón: Viðskiptabla&ið Stórtíðindi í viðskiptaheiminum: Meirihluti í Heklu seldur forstjóra Baugs Samþykkt hef- ur verið tilboð Tryggva Jónsson- ar, forstjóra Baugs Group, í meirihlutaeign bræðranna Sig- fúsar R. Sigfús- sonar forsfjóra og Sverris Sigfús- sonar, fram- kvæmdastjóra í Heklu. Tryggingamiðstöðin hf„ sem á þriðjungs hlutafjár í Heklu, mun áfram halda sínum hlut. Tryggvi mun taka við forstjórastöðu hjá Heklu þegar niðurstöður áreiðan- leikakönnunar liggja fyrir. Tryggvi er vel kunnugur rekstri Heklu en hann sat þar sem ráðgjafi á árunum 1994-1996 og var endurskoðandi fyr- irtækisins frá 1996-1998. Kaupverð er ekki gefið upp en Sigfús R. sem verið hefur forstjóri frá 1990 mun taka við sem starfandi stjómarfor- maður. Þá mun Sverrir einnig starfa enn um sinn með fyrirtæk- inu. Jafnframt þessum tíðindum hefur stjórn Baugs Group tilkynnt að Tryggvi muni láta af störfum for- stjóra Baugs 1. nóvember en gert er ráð fyrir að hluthafafundur, sem haldinn verður 20. nóvember, ráði Jón Ásgeir Jóhannesson sem for- Sigfús R. Jón Ásgeir Sigfússon. Jóhannesson. stjóra Baugs. Þangað til gegnir Jón Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Baugs ID, starfi for- stjóra. Þá er það stefna stærstu hlut- hafa að Hreinn Loftsson verði kjör- inn í stjóm og taki þar við for- mennsku af Jóni Ásgeiri. Hekla var stofnuð af Sigfúsi Bjamasyni og fleiri árið 1933 og var m.a. í innflutningi á ávöxtum. Árið 1947 fékk Hekla umboð fyrir Cater- pillar þungavinnuvélar og Kenwood heimilistæki og er elsti umboðsaðili þess fyrirtækis í Evrópu. Frægasta bilaumboð Heklu er án efa Volkswagen sem Hekla fékk 1952 og hóf þá sölu á „bjöllunni" marg- frægu. Þá er Hekla með umboð fyr- ir Audi, Mitsubishi Motors, Mitsu- bishi Heavy Industries, Scania, Galloper, Skoda, HLAB og fjölda annarra framleiðenda. -HKr. Tryggvi Jónsson. Bifreiðir: Samdráttur í inn- flutningi á enda Síðastliðin tvö ár hafa verið bflainnflytjendum erfið og dróst nýskráning bifreiða saman um 47% milli 2000 og 2001. Þá hefúr samkvæmt Hag- stofu íslands bflainnflutningur dregist saman um 7% fyrstu átta mánuði ársins samanbor- ið við sama tíma í fyrra. Greiningardeild Kaupþings telur að nú sé það versta af- staðið og að bflainnflutningur muni aukast eitthvað á næsta ári samfara aukinni neyslu. Nýskráðar bifreiðir frá jan- úar fram í ágúst hafa verið rétt rúmlega 6.000 og má ætla að nýskráning bifreiða á þessu ári muni nema milli 7.500 og 8.000, að því er segir í Morgunpunktum Kaupþings. Þar er bent á að meðaltal nýskráninga bifreiða undanfarin 20 ár hefur numið um 11.300 bifreiðum á ári svo að síðast- liðin 2 ár hafa verið vel undir meðal- tali. Það sem hefur verið einkennandi fyrir bflainnflutning siðustu ára eru miklar sveiflur sem hafa fylgt hag- sveiflunni og eftirspum vel eftir. Samkvæmt nýjum þjóðhagsspám bú- ast flestir við lítils háttar aukningu einkaneyslu á næsta ári. í Morgun- punktum er þó tekið fram að það sé hins vegar óvíst hvort nýskráning bif- reiða muni ná meðaltalinu á næsta ári en á árunum milli 1997 og 2000 var ný- skráning bifreiða langt yfir meðaltali. Þannig voru fjögur ár í röð þar sem bilainnflutningur var langt yfir sögu- legu jafnvægi og því í sjálfú sér ekki óeðlilegt að bflainnflutningur sé undir meðaltalinu nokkur ár þar á eftir. Hótelnýting svipuð milli ára Nýting gistirýma á hótelum á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi er svipuð það sem af er ári og hún var í fyrra. Meðalnýting á hótelum úti á landi er 47,2% það sem af er ári en 72,8% á höfuðborgarsvæðinu. Nýt- ingin í fyrra var mjög svipuð úti á landi en hækkaði örlitið á höfuð- borgarsvæðinu. Nýting hótela úti á landi er að jafnaði mun verri en nýtingin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er meðalnýting hótela úti á landi yfir árið einungis 43% frá ár- únum 1996 til ársins í fyrra en 68% á höfuðborgarsvæðinu. Það sem dregur niður nýtinguna úti á landi er mjög slæm nýting hótelanna á vetuma en nýtingin úti á landi er nokkuð nálægt nýtingunni á höfuð- borgarsvæðinu yfir sumarmánuð- ina. Hótelnýtingin úti á landi var einungis 23,7% frá janúar til apríl á þessu ári en hún var tæp 60% á höf- uöborgarsvæðinu. L' — ****** "r u - ^mm í: • r Still rafmagnslyftari árg. 1991, í góðu lagi. Mazda E 2000 árg. 1994. Volvo F 7 árg. 1979. M. Benz 817 árg. 1994. Bílasalan Hraun Sími: 565-2727 www.bilhraun.is SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur aó breytingum á deiliskipuiags- áætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Reykjavíkurhöfn, Norðurgarður, Vesturhöfn, lóð Granda hf., breyting á deiliskipulagi. Tillagan tekur til Norðurgarðs í Vesturhöfn Reykjavíkur- hafnar nánar tiltekið lóðar Granda hf. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýrri landfyllingu, í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur, og stækkun lóðar Granda hf. úr u.þ.b. 8.371 m2 í u.þ.b. 30.800 m2. Þá gerir tillagan ráð fyrir nýrri götu, tveimur nýjum bygg- ingarreitum, annars vegar til þess að mögulegt sé að stækka núverandi hús til norðausturs, og hins vegar reit fyrir nýtt hús suðaustan við gamla húsið. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi. Tillagan tekur til lóðanna nr. 34 og 36 við Borgartún og afmarkast af Sóltúni til vesturs, lóð Borgartúns 32 til norðurs, Kringlumýrarbraut til austurs og aðkomugötu frá Kringlumýrarbraut að Sóltúni (milli lóðar nr. 30 við Sóltún og 34-36 við Borgartún) til suðurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingu á lóðarmörkum. Tvær verkstæðisbyggingar, sem nú standa á lóðunum, ásamt opinni bílgeymslu verði rifnar. Fallið verði frá byggingu 6 hæða fjölbýlishúss, sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að heimilt sé að byggja í suðvesturhorni lóðarinnar nr. 36. í staðinn verði heimilt að byggja byggja fimm hæða fjölbýlishús, með inndreginni 6. hæð, vestast á reitnum, eina hæð ofan á núverandi gistiheimili og nýtt sex hæða hús, undir gistiheimili eða sambærilega starfsemi til suðurs frá eldra húsi, austast á reitnum. Þá gerir tillagan ráð fyrir um 109 bílastæði á verði svæðinu, þar af um 54 í bíl- geymslum neðanjarðar. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 25. október til 6. desember 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 6. desember 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 25. október 2002. Skipulagsfulltrúi. ___________________________________________________:______

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.