Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Qupperneq 28
m
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
Sport
DV
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ:
Stækkanir nauðsynlegar
„Það er orðin mikil þörf fyrir nýja
golfvelli á höfuðborgarsvæðinu. Við
sjáum það í dag að golf-klúbbarnir á
höfuðborgarsvæðinu eru nánast all-
ir orðnir fullir og taka því ekki við
nýjum félagsmönnum, en í þeim eru
nú um eða yfir 6 þúsund félagsmenn
og við þurfum í raun stækkanir á
golfvöllum alls staðar á höfuöborgar-
svæðinu," segir Hörður Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Golfssam-
bands íslands.
11 þúsund félagsmenn
Hörður bendir á að þrátt fyrir að
klúbbamir í Reykjavík og nágranna-
sveitarfélögunum taki ekki við fleiri
félagsmönnum þá sé enn hægt að
komast að í öðrum golfklúbbum sem
ekki séu svo ýkja langt frá höfuð-
borginni, en það sé í raun eina leið-
in þar til golfvöllum fjölgi eða þeir
stækki. Hann segir félagsmenn í
golfklúbbum landsins sem eru innan
Golfsambandsins nú vera um 11 þús-
und manns, en hægt sé að reikna
með að um 30 þúsund manns stundi
íþróttina með einum eöa öðrum
hætti.
Ekki dýrara en annað
Talsverð gagnrýni hefur heyrst á
að það sé dýrt að stunda golf hér á
landi og það sé ekki fyrir láglauna-
fólk að spila golf, en Hörður blæs á
þessa gagnrýni. „Ég fór í sund í gær
og þar sá ég það hvað foreldrar eru
að borga í félagsgjöld fyrir sundiðk-
un bama sinna og það er svipað
þeim árgiöldum sem eru í dýrustu
golfklúbbunum á höfuðborgarsvæð-
inu, eða um 50 þúsund, en það má
einnig benda á það að í þeim klúbb-
um er ódýrara fyrir böm og ung-
linga, námsmenn og fleira. Ég full-
yrði að þetta er ódýrasta íþrótt fyrir
böm og unglinga að stunda og eftir
aö hafa kannað félagsgjöld í öðrum
íþróttagreinum er ég sannfærður
um það. Verðlagningin er mjög
sanngjöm."
Meiri réttur
Gagnrýni á verðlagið i golfinu hef-
ur einnig snúist um verðlagningu
þegar golfarar sem ekki eru félags-
menn koma á vellina og kaupa stakt
vallargjald. „Það byggist á því að
það er verið að gefa félagsmönnum
meiri rétt og er verðlagningin notuð
til að stýra umferðinni inn á vell-
ina,“ segir Hörður Þorsteinsson að
lokum. -PS
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, segir lífsnauðsynlegt fyrir
iþróttina að stækka velli og fjölga þeim. DV-mynd GVA
Sex þúsund félagsmenn í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu:
Mjög mikil þörf á
fjölgun golfvalla
- framkvæmdir við nýjan völl í Kópavogi að hefjast
Hér að ofan sést skipulag nýja golf-
vallarins í Leirdal í Kópavogi sem
hannaður er af Jóni Sigmundssyni
golfvallahönnuði.
HM 1 golfi:
Haraldur lék
* á einu höggi
undir pari
Heimsmeistaramót áhuga-
manna í golfí hófst í Malasíu i
gær og eftir fyrsta dag keppn-
innar er íslenska sveitin í
19.-28. sæti af 63 þátttökuþjóð-
um. Haraldur Heimisson, GR,
lék best íslendingana en hann
kom inn á 71 höggi eða einu
höggi undir pari vallarins.
*■ Hann var í 8.-14. sæti yfir
besta skor einstaklings. Ævar
Örn Hjartarson, GS, lék á 79
höggum og Helgi Birkir Þóris-
son, GS, á 81 höggi.
Haraldur meö tvo fugla
Keppt er á tveimur aðskild-
um völlum og lék íslenska lið-
ið á Palm-vellinum og byrjaði
Haraldur á að para fyrstu
tvær holurnar, fékk síðan
skolla en lék næstu níu hol-
urnar á pari. Síðan fékk hann
fugl á 13. og 17 holu. Ævar Örn
paraði átta holur, fékk átta
skolla, einn skramba og þrjá
fugla. Helgi Birkir paraði ell-
efu holur, fékk einn skramba
og fimm skolla.
Bandaríska sveitin er í for-
ystu eftir fyrsta dag en hún
lék á sjö höggum undir pari og
hefur fimm högga forysta á
Frakka sem eru í öðru sæti. í
3.-7. sæti koma síðan Argent-
ina, Kólumbía, England, Finn-
ar og Tailendingar.
Mjög heitt er á þessum slóð-
um og hefur hitinn komist yf-
ir 40 stig síðustu daga.
-JKS
Gríðarleg aukning hefur verið á
undanfórnum árum í iðkun golfí-
þróttarinnar hér á landi og þá sér-
staklega á höfuðborgarsvæðinu.
Flestir golfklúbbar á svæðinu eru
að fyllast eða orðnir fullir og þeir
því hættir að taka inn nýja félags-
menn. Þörf fyrir fleiri golfvelli er
mikil, en þar sem mikið landsvæði
þarf undir slíka velli er ekki um
auðugun garð að gresja í þeim efn-
um nema farið sé töluvert út fyrir
höfuðborgarsvæðið sem þykir ekki
eins fýsilegur kostur.
Það eru þó möguleikar í stöðunni
og ýmsir aðilar að undirbúa eða
íhuga stækkun valla eða byggingu
nýrra og jafnvel hafa heyrst raddir
um að ónefndir viðskiptamenn séu
að leita að landsvæði til að gera
golfvöll, en það yrði algerlega um
einkaframkvæmd að ræða. Það er
þó ljóst að miðað við gang mála eru
nokkur ár þar til nýir golfvellir
verða gerðir eða þær stækkanir sem
í undirbúningi eru verða tilbúnar.
Níu holur í Leirdal
Hjá Kópavogsbæ hefur verið sam-
þykktur níu holu golfvöllur í Leir-
dal en þar yrði um að ræða stækk-
un golfvallar sem nú er í Garðabæ
og er í umsjá Golfklúbbs Kópavogs
og Garðabæjar. Golfvöllur GKG yrði
því í tveimur sveitarfélögum og
liggja teikningar að vellinum fyrir.
Að sögn Þórarins Hjaltason, bæjar-
verkfræðings í Kópavogi, munu
framkvæmdir við völlinn hefjast
fyrir áramótin, en gert er ráð fyrir
að hann verði afhentur golfklúbbn-
um til afnota árið 2005. Sáning í
völlinn mun fara fram næsta haust,
en framkvæmdir munu að mestu
fara fram á næstu tveimur árum.
Það tekur þó lengstan tíma að
völlurinn grói. Framkvæmdahraði
mun þó ráðast af þeim fjármunum
sem veitt verður í verkefnið, en
heildarkostnaður liggur þó ekki fyr-
ir þar sem eftir er að fá tilboð i alla
verkþætti.
Golfvöllur á Álftanesi?
í sveitarstjóm Bessastaðahrepps
hafa verið lagðar fram frumhug-
myndir að níu holu golfvelli á norð-
anverðu Álftanesi. Gunnar Valur
Gíslason sveitarstjóri segir að þess-
ar hugmyndir hafi verið í umfiöllun
í nokkum tíma og nú hafi verið
samþykkt að skipulagsnefnd vinni
áfram með þessar hugmyndir, en
jafnframt verði Náttúrufræðistofn-
un íslands fengin til að fara yfir
málið með sveitarstjórninni.
Gunnar Valur segir að svæðið
sem um ræðir sé nokkuð viðkvæmt
hvað náttúru varðar, en það ráðist
af því að hvaða niðurstöðu Náttúru-
fræðistofnun komist hvort farið
verður út í framkvæmdir á svæðinu
sem er norðan Bessastaða, handan
við Bessastaðatjömina. Gunnar Val-
ur segir enn fremur að komist
menn að þeirri niðurstöðu að ekki
sé hægt að framkvæma á þessu
svæöi þá sjái hann ekki annað
svæði sem komi til greina undir
golfvöll.
Þær teikningar sem nú liggja fyr-
ir að vellinum eru komnar frá
Hannesi Þorsteinssyni golfvalla-
hönnuði. Stofnaður hefur verið
Golfklúbbur Álftaness sem hefur nú
um 90 stofnfélaga en á næstu dögum
verður undirritaður samningur við
klúbbinn um gerð æfmgagolfvallar
á sunnanverðu nesinu en sveitarfé-
lagið hefur látið vinna grunnhug-
myndir að svæöinu. Það verður síð-
an golfklúbbsins að sjá um fram-
kvæmdir.
Það em einnig uppi hugmyndir
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur um að
bæta níu holu golfvelli við núver-
andi völl á Korpúlfsstöðum. Þegar
hefur verið hafist handa um að
reyna að útvega land undir goifvöll-
inn, en horft er til svæðis sem ligg-
ur fyrir ofan Korpuvöllinn, langleið-
ina upp að Vesturlandsvegi.
Stækkun á Korpuvelli
Einnig hefur Golfklúbburinn
Keilir í Hafnarfirði bent á að vestan
Straums sé landsvæði sem nýta
mætti undir golfvöll og hafa lýst
áhuga sínum á að gera þar völl í
framtíðinni og einnig hafa forráða-
menn Golfklúbbsins Ness á Seltjarn-
amesi verið að íhuga stækkun vali-
arins sem nú er aðeins níu holur.
Miðað við það sem kemur fram
hér að framan verður þess enn langt
að bíða hægt verði að anna þeirri
fiölgun sem fyrirsjáanleg er í iðk-
endafiölda í golfinu og því Ijóst að
þeir sem hafa í hyggju að fara að
stunda golfið að einhverju marki
verða að horfa til golfklúbba fyrir
utan höfuðborgarsvæðið, hvort sem
er fyrir austan fiall eða á Suðurnesj-
um. -PS