Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Page 29
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
29
Jóhannesi vegnar vel
Þessa dagana
stendur yflr heims-
meistaramót í
snóker í Kaíró í
EgyptalEmdi og eru
tveir íslenskir
snókermenn á
meðal keppenda.
Jóhannes R. Jó-
hannsson hefur
hlotið fjóra vinn-
inga í fimm leikj-
um. Hann sigraöi
þýskan spilara,
4^3, í síðustu
viðureign. Brynjar
Valdimarsson er
kominn með þrjá
vinninga í fjórum
leikjum. -JKS
Super Cup í Þýskalandi um helgina:
Höfum alla burði
til að standa okkur
- segir Ólafur Stefánsson hjá þýska liöinu Magdeburg
deburg á laugardag. Magdeburg
vann Super Cup í fyrra þegar liðið
vann San Antonio Portland frá
Spáni í úrslitaleik.
Gaman að mæta Rúnari og
félögum í Ciudad Real
„Þetta verður spennandi mót og
það verður gaman aö kljást við Rún-
ar og félaga í Ciudad Real. Við höf-
um alla burði til að standa okkur
vel og stefnum að því að vinna þetta
mót annað árið í röð. Við leikum á
heimavelli og þaö eitt sér ætti að
hjálpa okkur,“ sagði Ólafur Stefáns-
son sem leikið hefur vel í þýsku úr-
valsdeildinni í vetur.
Ólafur Stefánsson og Rúnar Sig-
tryggsson halda síðan til móts við
íslenska landsliðið á mánudaginn
kemur en landsliðið tekur eins og
kunnugt er þátt í heimsbikamum
sem hefst í Svíþjóð.
- Hvemig skyldi mótið í Svíþjóð
leggjast í Ólaf?
„Ég hlakka mikið til mótsins og
þá ekki síst að hitta strákana en lið-
ið hefur ekki hist fullskipað síðan i
leikjunum gegn Makedóníu
snemma i sumar. Það skiptir miklu
máli fyrir okkur að komast í alvöru-
mót og viö eigum eftir að læra mik-
ið. Við sjáum hvar liðið stendur og
hvemig sem fer á mótið eftir að
verða liðinu lærdómsríkt sem
kemur því til góða fyrir heimsmeist-
aramótið í Portúgal," sagði Ólafur
Stefánsson í spjallinu við DV.
-JKS
Um helgina fer fram í Þýskalandi
Super Cup í handknattleik og em
þar saman komin fjögur bestu hand-
knattleikslið Evrópu. Þau em Mag-
deburg, sem vann meistaradeildina
í vor, Ciudad Real, sem er Evrópu-
meistari bikarhfa, Kiel, sem vann
EHF-keppnina, og Fotex Vesprem
sem lék til úrslita gegn Magdeburg í
meistaradeildinni. Keppnin hefst í
kvöld í borginni Dessau og mætir
þá Magdeburg spænska liðinu Ciu-
dad Real en með því liði leikur Rún-
ar Sigtryggsson. Hin viðureignin er
á milli Fotex Vesprem og Kiel og
leika sigurliðin til úrslita í Mag-
Það var glatt á hjalla þegar Magdeburg vann meistaradeild Evrópu sl. vor.
Hér fagna Ólafur Stefánsson og Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, titlinum.
Hart lagt að Wislander
- að leika með Svíum í heimsmeistarakeppninni
Eftir Evrópukeppnina í hand-
knattleik fyrr á þessu ári lýstu
nokkrir sænskir landsliðsmenn því
yfir að þeir myndu ekki gefa kost á
sér framar í landsliðið. í þessum
hópi voru leikmenn sem borið hafa
liðið uppi á síðustu árum en eins
og flestir vita hefur sænska lands-
liðið verið í fremstu röð um tíu ára
skeið.
Nú er svo komið að hart er lagt
að gömlum refum að gefa kost á sér
áfram og hafa þeir flestir orðið við
beiðni Bengts Johannssonar lands-
liðsþjálfara. Svíar tilkynntu á dög-
unum liðið sem keppir á heimsbik-
armótinu sem hefst í Svíþjóð í
næstu viku. Þar má sjá nafn á borð
við Magnus Wislander en Svíar
telja sig ekki geta verið án hans.
Hann leikur nú með Rebergslid í
Svíþjóð.
Hann hætti að leika með þýska
liðinu Kiel á sl. vori og er hans sárt
saknað. Kiel hefur átt erfitt upp-
dráttar og menn reKja það m.a. til
brotthvarfs Wislanders. Bengt Jo-
hannsson er bjartsýnn á að Wis-
lander leiki með Svíum á heims-
meistaramótinu í Portúgal í janúar
enda ætla Svíar sér stóra hluti í
mótinu.
Svíar verða án Stefans Lövgrens
á heimsbikarmótinu í næstu viku
en hann hefur í vetur átt við erfið
bakmeiðsli að stríða og hefur hon-
um verið fyrirskipað að taka sér
tveggja vikna frí frá æfingum og
keppni. -JKS
Patrick Viera fær að punga út peningum vegna ósæmilegrar framkomu í
garö dómara í leik liösins gegn Chelsea í haust.
Patrick Viera dæmdur í gær:
Tveggja leikja bann
og peningasekt
Enska knattspyrnusambandið
komst að niðurstöðu í gær í máli
Frakkans Patricks Viera hjá
Arsenal. Var hann dæmdur í
tveggja leikja keppnisbann og til að
greiða um 3,5 mOljónir ísl. krónur í
sekt. Viera þótti sýna Andy D’Urso
dómara mikinn dónaskap með kjaft-
brúki í leik Arsenal og Chelsea
þann 1. september sl. Viera tekur
leikbönnin út i leik gegn Tottenham
16. nóvember og sjö dögum síðar
gegn Southampton en báðir þessir
leikir eru í úrvalsdeildinni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
aganefnd enska knattspymusam-
bandsins fær mál upp á borð tengt
Patrick Viera. Skemmst er að
minnast þess þegar hann var dæmd-
ur í sex leikja bann fyrir að hrækja
á Neil Ruddock, vamarmann West
Ham, í október 1999. Frakkinn hefur
stundum átt erfitt með að hemja
skap sitt og hafa forsvarsmenn
Arsenal oft lýst yfir áhyggjum yfir
því. -JKS
ítalir hafa augastað
á Luis Scolari
Á meðan Giovanni Trappatoni
situr sem fastast í starfi landsliðs-
þjálfara ítala f knattspymu er hver
maðurinn á fætur öðrum nefndur
sem hugsanlegur arftaki hans.
ítalskir fjölmiðlar fara fram á það
daglega að Trappatoni segi af sér og
hann hefur enga burði til að halda
áfram með landsliðið sem beið skell
á dögunum fyrir Wales í Evrópu-
keppninni.
í gær skaut nafni Luis Felipe
Scolari upp á yfirborðið en hann
mælir götumar síðan hann lét af
starfi sem landsliösþjálfari Brasilíu
í sumar. Hann þykir vænlegur kost-
ur enda er þar á ferö fær þjálfari
sem gerði Brasilíumenn að heims-
meisturum í sumar.
Gianluca Vialli hefur einnig ver-
ið orðaður við starfið en hann hefur
sagt að hann myndi skoða málið ef
til hans yröi leitað.
-JKS
Norðurlandamót drengja
í nýja Bjarkarhúsinu
Um næstu helgi veröur Nórðurlandameistaramót drengja í fimleikum haldið
hér á landi í íþróttamiðstöðinni Björk i Hafnarfirði sem er eitt glæsilegasta fim-
leikahús landsins og er það fyrsta erlenda mótið sem er haldið í húsinu. Dreng-
ir teljast þeir sem eru á aldrinu 13 til 16 ára.
Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni í fjölþraut á laugardag en á sunnu-
dag verður keppt um meistaratitil á einstökum áhöldum. 30 keppendur eru á
mótinu og koma þeir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð auk íslensku
drengjanna. Norðurlandmót drengja er haldið annað hvert ár og var haldið hér
á landi síðast árið 1992.
íslenska landsliðið sem keppir á mótinu er skipað eftirtöldum flmleikamönn-
um: Jónas Valgeirsson, Ármanni, Anton Heiðar Þórólfsson, Ármanni, Gunnar
Sigurðsson, Ármanni, Gísli Ottósson, Ármanni, Teitur P. Reynisson, Ármanni,
Róbert Kristmannsson, Gerplu. Daði S. Pálsson, Ármanni er síðan til vara.
Þjálfarar eru þeir Bjöm M. Tómasson, Ármanni, og Heimir J. Gunnarsson,
Gerplu.
Árangur drengjanna á Haustmóti FSÍ, sem haldiö var þann 13. okt síðastlið-
inn í íþróttamiðstöðinni Björk, var lagður til gmndvallar á vali i landsliðið og
íslenska drengjalandsliöiö í fimleikum. Taliö frá vinstri: Daöi, Anton, Jónas, Gísli, Gunnar, Róbert, Teitur og Björn, em^unmr drengjanna og stig í samanlögðum árangri á haustmótinu
annar þjálfara liösins. ’a islenska liðið goða moguleika á verðlaunasæti a motrnu. -OOJ