Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Blaðsíða 32
 BILAVIÐGERÐIR BILHUSIÐ Smiöjuvegl 60 (Rauö gata) - Kópavogl Slmi 557 2540 • 554 6350 Allar almenrtar bílaviögeröir á öllum tegundum bifreiöa Vönduö vlnna - aöeins unnln af fagmönnum FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 Viðbótarlífeyrissparnaður Allia - Loforð er ri lo !S® Sími: 533 5040 - - www.allianz.is Raufarhöfn: „Lausafjárstaðan svakalega slæm“ Lausafjárstaða Raufarhafnarhrepps ' er afar slæm og er hætt við að sveitar- sjóður geti ekki greitt laun starfs- manna 1. nóvember nema til komi ut- anaðkomandi aðstoð eða fyrirgreiðsla peningastofnunar. Landsbankinn hef- ur hafnað beiðni um fyrirgreiðslu. „Lausafjárstaða sveitarsjóðs er al- veg svakalega slæm, og við errnn að leita þeirra ráða sem okkur eru til- tæk. Landsbankinn neitar okkur um fyrirgreiðslu, hann kemur ekkert til móts við okkur þó þetta sé okkar við- skiptabanki. Þessi staða kemur í ljós nú eftir endurskoðun á bókhaldi sveitarfélags- ins sem ákveðið var að gera eftir að ný sveitarstjóm tók við í vor. Við- skilnaður fyrri sveitarstjórnar er tslæmur,“ segir Guðný Hrund Sverris- dóttir, sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps. Guðný fer á fund félagsmálaráðu- neytisins næsta mánudag. Hún segir að sveitarsjóður muni borga laun starfsmanna Raufarhafnarhrepps. Eftir nýlegan fund í sveitarstjórn hef- m- verið leitað allra leiða til þess að finna lausn á vandanum. „Við hefð- um ekki verið að borga símareikn- inga ef við skulduðum laun og ég væri því varla að svara í GSM-sím- ann nú og tala við þig.“ -GG Innflutningur bíla: Spá aukningu Greiningardeild Kaupþings telur að það versta sé afstaðið í innflutn- ingi bíla og vísar þá til verulegs samdráttar í innflutningnum síð- ustu tvö ár. Er spáð aukningu í bílainnflutningi á næsta ári sam- fara aukinni neyslu en nýskráning bíla á þessu ári mun væntanlega ekki nema meira en 7-8 þúsund bíl- um sem er langt undir meðaltali sl. 20 ára. -hlh Sjá bls. 13 ea SECURITAS VELDU ÖRYGGI f STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | vwww.securitas.is EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ rðUMARIO KVEÐUR-1 EN KOM PAÐ? DVA1YND GVA Stelnn í götu blindra Jarðrask vegna ýmissa framkvæmda er nú í nágrenni húss Blindrafélagsins. Umrótið er ósköp hversdagslegt og jafn- vel minni háttar í augum hinna sjáandi en heimur blindra getur raskast verulega þar sem hefðbundin kennileiti eins og girðingar, gangstéttir og gangstéttarbrúnir eru ekki lengur á gönguleiðinni. Blindur maður týndist bókstaflega í hverfinu vegna þessa á dögunum og varð aö grípa til GSM-símans til að komast á rétt spor. Maðurinn á myndinni, sem er sjónskertur, var mun lengur á leið sinni upp Hamrahlíðina í gær en hann er vanur og var ekki öruggur um sig. Gríðarleg rýrnun í verslunum dregur úr möguleikum á verðlækkunum: Ein Smáralind árlega - átta til níu milljarðar króna á ári sóttir í vasa almennings Rýmun á vörum í viðskiptum hérlendis er gríðarleg ef marka má orð forsvarsmanna verslunarinnar og skipta mörgum milljörðum króna á hverju ári. í Evrópusam- bandsríkjum er miðað við að rým- un í verslun geti verið að meðaltali um 1,75%. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó síst of mikið að áætla rýmunina hérlendis 2%. Það hafi síðan áhrif á að erfiöara sé en ella að mæta kröfum um lægra vöruverð. Þessa rýrnun þurfi ein- hverjir að borga og á endanum séu það viðskiptavinir verslunarinnar, almenningur í landinu, sem borgi brúsann. Þarna getur verið um að ræða rýmun af ýmsum toga, m.a. vegna skemmda í flutningum, vegna skemmda á matvælum sem renna Sigurður Jónsson. Andrés Magnússon. Smárallnd í Kópavogi íslendingar reiða fram álíka upphæð og Smáralind kostaði í rýrnun á vörum í heild- og smásöluverslun á hverju einasta ári. út hvað geymsluþol varðar og ýmis- legt fleira. í DV síðustu daga hefur líka verið greint frá þjófnaðarmál- um starfsfólks Nóatúns. DV hefur heimildir fyrir þjófnaði úr fleiri verslunum annarra verslunarkeðja en þar á starfsfólk síður en svo alltaf sök á málum. Svokölluð rým- un, bæði auðskýranleg og óútskýrð, virðist því mun umfangsmeiri en marga grunar. Samkvæmt virð- isaukaskattsskýrsl- um sem sýna veltu árið 2001 voru smá- söluverslanir að velta rúmum 174,4 milljörðum króna það ár. Þá voru bílasölur, viðhalds- og bensínstöðvar að velta til viðbót- ar þessum rúmu 40 milljörðum og aðrar umboðs- og heildverslanir voru að velta tæpum 241,5 milljörðum króna. Samtals gerir þetta tæplega 456 milljarða króna veltu í verslanageiranum árið 2001. Sigurður Jónsson telur ekki ólíklegt að rýmun i heildsölu sé með svipuðum hætti og í smásöl- unni. Miðað við það má ætla að rýmun, sem á endanum er greidd af almenningi í landinu, nemi allt að 9 milljörðum, (9000.0000.0000), króna. Þetta er álíka og árlega sé lagt á vöruverð hérlendis sem almenning- ur greiðir, upphæð sem nemur nærri einu stykki verslunarmiðstöð á borð við Smáralind í Kópavogi. Minna í heildverslun Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar - fé- lags íslenskra stórkaupmanna, vill ekki taka alveg svo djúpt í árinni og segir rýmun í heildsölunni líklega að meðaltali um 1-1,5%. Mest sé um rýrnun vegna dagsstimplunar, en rýmun af öðrum toga óveruleg og rýrnun af völdum þjófnaðar nær óþekkt fyrirbæri. Vandinn í heildsöl- unni geti því verið nokkuð annars eðlis en í smásölunni þar sem um- talsverðu er hreinlega stolið. Miöað við það þá getur heildarrýrnunin í allri verslun á landinu verið um 8 milljarðar króna. -HKr. Flugfélag íslands: Hagnaður í fyrsta skipti í sögunni í fyrsta skipti í sögu Flugfélags ís- lands mun reksturinn skila hagnaði samkvæmt 9 mánaða uppgjöri. Endur- skoðun er þó ekki lokið og eins er reksturinn hluti af samstæðureikn- ingi. í samræmi við minnkað framboð og færri áfangastaði en í fyrra fækk- aði farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Islands í septembermánuði um 2,6%, úr 22.784 farþegum í fyrra í 22.182 í ár, á meðan sætanýting félags- ins jókst um 8,0%. Sætanýting hjá FÍ hefur batnað um 6,6% fyrstu níu mán- uði ársins og á þátt í verulegum bata á afkomu fyrirtækisins ásamt með kostnaðarlækkun og mikilli hagræð- ingu á flestum sviðum starfseminnar. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, segir aö far- gjöldum FÍ hafi verið gjörbreytt á síö- DV-MYND GVA Afgreiösla Rugfélagslns Hagnaður er fyrirsjáanlegur á rekstri Flugfélags íslands. Flugi til Hornafjaröar verður hætt 1. nóv. ustu tveimur árum, bókanir á Netinu hafi stóraukist, og þetta þýði að ef far- þegar bóki með einhverjum fyrirvara fái þeir mjög hagstæð fargjöld. FÍ hættir flugi til Hornafjarðar 1. nóv- ember nk. þar sem íslandsflug hreppti samning samkvæmt útboði, og eftir það flýgur félagiö til þriggja meginstaða út frá Reykjavík, þ.e. Ak- ureyrar, ísafjarðar og Egilsstaða, og út frá Akureyri tO Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Auk þess er flogið til Færeyja og Græn- lands og það flug ætlar einnig að skila hagnaði, en sætanýtingin er þó síðri til Færeyja. Þegar FÍ var stofnað 1997 gekk ekki að flugmenn yrðu all- ir steufsmenn Flugfélagsins heldur voru að hluta til starfsmenn Flug- leiða, en með næstu áramótum verð- ur allur flugreksturinn tekinn yfir, sem er mikið hagræði fyrir FÍ. Hjá FÍ eru 48 flugmenn. -GG Greining Búnaðarbankans: Vextir í 5% án stóriðju Greiningardeild Búnaðarbankans telur að komi ekki til stóriöjufram- kvæmda sé líklegt að stýrivextir Seðlabankans lækki enn frekar og verði komnir niður í um 5,2% að ári liðnu og niður í 5% í byrjun árs 2004. Þeir eru nú 6,8%. Greiningardeildin telur að stýri- vextir lækki niður í um 6% næsta sumar hvort sem af stóriðjufram- kvæmdum verður eða ekki. Á þess- um tíma skilur hins vegar á milli; verði af framkvæmdunum hækki vextimir á ný um mitt næsta sumar og verði orðnir svipaðir um mitt ár 2004 og þeir eru í dag, eða um 7%. Forsendur spárinnar eru að hag- vöxtur á næsta ári verði 1,5 til 2%; verðbólga verði undir markmiði Seðlabankans; atvinnuleysi fari vax- andi; og að viðskiptajöfnuður verði nokkum veginn í jafnvægi. -ÓTG DV-MYND HARI Sumarið kveöur Síðasti sumardagur er í dag og útlit fyrir að sumarleikir barna séu brátt að baki. Sumarmánuðirnir júní til september voru vætusamir og sólarlitlir en þó fremur hlýir aö því er fram kemur í gögnum Veöurstofu íslands. Sumarhitinn á Akureyri var um 10,1' og í Reykjavík 10,3’ oger það um einni gráðu yfir meðaltali á báðum stöðum. Á blaðsíðu 9 í blaðinu í dag er sumariö gert upp og segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, að næstu fimm vetur verði mildir. CAFE P R EST0 - Góó tónlist - Margrómabcir súpur í hádeginu - Hádegisréttir - Opið virka daga 10—23 laugardaga og sunnudaga 12—18 - Nœg bUastœbi - Hliðarsmári 15, sími 555-4585, sama húsi og Úrval/Útsýn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.