Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002
mfc-'cr
Fréttir
Allir heilsugæslulæknar á Suðurnesjum hættir:
Höfnuðu tilboði um
sjálfstæðan rekstur
- segir heilbrigðisráðherra sem segir stöðuna mjög erfiða
DV-MYND HARI
Tómar biðstofur í morgun.
Starfsemi Heilsugæslu Suburnesja er lömuö eftir aö heimilislæknar á
staönum lögöu niöur vinnu í morgun. Sjúklingar veröa aö leita annaö í vanda
sínum og hefur veriö beint til Kópavogs og Reykjavíkur. Samkvæmt oröum
ráöherra hér á síöunni er vinnudeilan í algerum hnút.
Ársfundur ASÍ hafinn:
Skattaaögeröir
sagðar valda
uppnámi
Umræða um velferðarmál og
Evrópumál, auk ársfundarstarfa,
setja svip sinn á annan ársfund
Alþýðusam-
bands íslands
sem hófst í
Reykjavík í gær-
morgun. Þema
ársfundarins er
„Afl í þina
þágu“. Umrædd
mál hafa mjög
verið til um-
ræðu á undan-
förnum misser-
um. Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, sagði viö upphaf þessa 2. árs-
fundar ASÍ að ríkisstjómin hefði
gefið loforð um að aðgerðir í efna-
hagsmálum yrðu mótaðar að
höfðu samráði við verkalýðs-
hreyfinguna. Alþýðusamband Is-
lands telur að með boðuðum að-
gerðum ríkisstjórnarinnar í
skattamálum hafi kjarasamning-
ar á almennum vinnumarkaði
verið settir í uppnám.
„Húsnæðismál hjá stórum hóp-
um í samfélaginu eru í sjálfheldu.
Ákvörðun um að draga verulega
úr niðurgreiðslu vaxta í félags-
lega kerfinu bitnar á þeim sem
síst skyldi. Þeim breytingum sem
gerðar hafa verið á síðustu árum
hefur ekki fylgt nauðsynleg íjölg-
un félagslegra leiguíbúða og það,
sem skiptir ekki minna máli, að
gera lágtekjufólki kleift að búa í
slíku húsnæði. Ef menn vilja af
alvöru takast á við þetta vanda-
mál þá verður leigan að vera við-
ráðanleg fyrir þetta fólk. Húsa-
leigubætur duga þar ekki til
nema þær verði hækkaðar veru-
lega,“ sagði Grétar Þorsteinsson,
forseti ASÍ, við setninguna. -GG
Heilsugæslulæknar á Suður-
nesjum höfnuðu tilboði heilbrigð-
isráðherra um að semja um sjálf-
stæðan rekstur innan heilsugæsl-
unnar, að sögn Jóns Kristjánsson-
ar heilbrigðisráðherra. Þá höfn-
uðu þeir tilboði um að fara inn á
samning sjálfstætt starfandi heim-
ilislækna og vinna þá inni á stöðv-
unum. Hann segir, að læknarnir
séu ekki til viðtals um neitt annað
en að fá að fara inn á sérfræðinga-
saminga.
Tíu heimilislæknar hjá Heil-
brigðisstofnun Suðumesja pökk-
uðu saman í gær og hættu störf-
um. Enginn heimilislæknir er því
starfandi á heilsugæslunni. Heil-
brigðisráðuneytið hafði boðið
þeim til viðræðna gegn því að þeir
frestuðu uppsögnum sínum um
tvo mánuði. Þvi höfnuðu læknarn-
ir á þeirrir forsendu að í tilboðinu
fælist ekki að starfsréttindi þeirra
yrðu gerð sambærileg við starfs-
réttindi annarra sérmenntaðra
lækna í landinu.
Heilbrigðisráðherra sagði að
haldið yrði uppi neyðarþjónustu á
sjúkrahúsinu. Þá yrðu hjúkrunar-
vaktir auknar. Þá yrði aðstaða í
nágrannabyggðum notuð ef eitt-
hvað kæmi upp á. Ráðherra sagði
að landlæknir hefði metið það svo,
að ekki væri um neyðarástand
væri að ræða. Hægt yrði að þjóna
öllum bráðatilfellum.
„Maður vonar að það náist nið-
urstaða í þessu máli og að það fá-
ist menn til að vinna þama,“
sagði ráðherra. „En þeir hafa að-
eins verið til viðræðu um eitt at-
riði, þ.e. sérfræðingaatriðið. Við
reynum hvað við getum að fmna
út úr þessu en staðan er mjög erf-
ið eins og er.“ -JSS
Grétar
Þorsteinsson.
Bensínverð lækkar um 50 aura lítrinn:
Lag til að lækka
um eina krónu
- segir framkvæmdastjóri FÍB
Þróun heimsmarkaðsverós og útsöluverðs á bensíni 2002
- 95 oktana meö fullri þjónustu
kr jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt.
Olíufélögin
hafa lækkað
verð á bensín-
lítranum um
50 aura frá og
með deginum
í dag. Verð á
gas-, ílota- og
svartolíu
lækkar um
kr. 1,50.
„Mér sýnist
á þeirri verð-
þróun sem
verið hefur á
heimsmark-
aði að nú hefði verið lag til að
lækka bensínlítrann um krónu,“
sagði Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda, við DV.
Runólfur sagði að heimsmark-
aðsverð hefði verið að hníga að
undanförnu. Olíufélögin hefðu
verið fremur hófsöm i verðlagn-
ingu á fyrri hluta ársins fram á
vor. 1 sumar hefðu þau hins vegar
S Heimsmarkaösv. kr/l Útsóluv. kr/l
„slegið í klárinn" og hækkað
rýmilega miðað við þróun verð-
lags á heimsmarkaði. Staða doll-
ars væri svipuð og undanfarna
daga.
Tölur í meðfylgjandi línuriti
eru fengnar frá FÍB. Heimsmark-
aðsverðið er miðað við verðsvæði
N-Evrópu (ARA) og gengið út frá
síðasta skráða gengi dollara í
mánuði gagnvart krónu. -JSS
Dekkjahótel
vib geymum dekkin fyrir þig
gegn vægu gjaldi
sóuwme
(ontinenlal *
Kópavogi - Njarbvík - Selfoss
DV-MYND HALLDÓR INGI ÁSGEIRSSON
Morgunverðurinn
Hér er þaö Elvar Reykjalín sem færir Gúsí morgunveröinn áöur en hann held-
ur út á fiskimiöin.
Mannelsk gæs á Hauganesi
í sumar varð fólk á Hauganesi
við Eyjafjörð vart við frekar
grannholda gæs í kolluhópnum
sem heldur til í höfninni. Var ljóst
á öllum athöfnum hennar og fram-
komu að hún taldi sig eina af koll-
unum. Kollurnar aftur á móti voru
alveg með það á hreinu að þetta
aðskotadýr var ekki eins og þær,
því þegar gæsargreyið reyndi að
blanda sér í hópinn höfðu kollurn-
ar varann á sér og héldu henni í
hæfilegri fjarðlægð. Tóku því
nokkrir aðilar sig til og fóru að
gefa gæsinni alltaf á sama stað við
vigtarskúrinn.
Smám saman varð Gúsí, eins og gæs-
in grannholda var nefnd, hugaðri og var
farin að labba upp í fjöru og nálgast þá
sem voru með brauðmola handa henni.
Er það nú orðin regla að þegar
Elvar Reykjalín, Ámi Halldórsson
og Ragnar Reykjalín mæta í vinnu
eða á sjóinn á morgnana, gefur ein-
hver þeirra eða allir Gúsí í gogginn
og svo koma margir aðrir íbúar og
gefa henni af og til allan daginn,
enda er hún orðin vel bústin. Nú er
það orðið þannig að ef blístrað er
hátt þá svarar hún, jafnvel þótt hún
sé á sjónum inni á víkinni, kemur
að landi og labbar alveg upp að dyr-
um og borðar úr höndum manna.
Það má hrósa krökkunum á Hauga-
nesi fyrir það að þau voru beðin um
að henda ekki grjóti í Gúsí eða
hrekkja hana og hafa þau haft það í
heiðri. -hiá
Fundaöi meö Annan
Framkvæmda-
stjóri Sameinuðu
þjóðanna, Kofi Ann-
an, lýsti í gær yfir
stuðningi við upp-
byggingu rannsókn-
armiðstöðvar við Há-
skóla Islands um
málefni smárra
ríkja. Annan átti fund i höfuðstöðvum
SÞ með Ólafi Ragnari Grímssyni for-
seta vegna málsins. Ólafur sagði í
samtali við mbl.is að fundurinn hefði
verið afar árangursríkur og fróölegur.
Flug til Hornafjarðar
Islandsflug tekur í dag yflr áætlun-
arflug milli Hornafjarðar og Reykja-
víkur. Fjöldi ferða verður sá sami og
var hjá FÍ eða átta ferðir á viku. Flog-
ið verður alla daga utan þriðjudaga og
laugardaga.
Sprengjugabb
Lögreglan í Reykjavík handtók
karlmann i gærkvöld sem grunaður
er um sprengjugabb. Símtcd þess efnis
að sprengja væri við Kínverska sendi-
ráðið barst í gærkvöld. Lögregla vissi
þegar í stað deili á innhringjanda og
fannst hann eftir stutta leit.
Bráðlæti kaupmanna
Karl Sigurbjörns-
son, biskup íslands,
segir æskilegt að
kaupmenn miðið
jólaundirbúning við
upphaf aðventunnar,
fjórum vikum fyrir
jól. Biskup sagði í
samtali við mbl.is að
sér fyndist það heldur mikið bráðlæti
hjá kaupmönnum að setja jólaskraut
upp í nóvember.
Þrír stútar teknir
Lögreglan í Reykjavík tók þrjá
ökumenn í nótt sem allir eru grun-
aðir um ölvun við akstur. I öllum
tilvikum voru ökumennirnir stöðv-
aðir við hefðbundið umferðareftir-
lit.
Par í gæsluvarðhald
Par um tvítugt hefur verið úrskurð-
að í vikulangt gæsluvarðhald vegna
afbrota sem hafa verið framin að und-
anfómu í Grundarfirði, Selfossi og í
Reykjavík. -aþ
Rangur sýslumaður var nefndur í
frétt blaðsins í gær þar sem fjallað
var um vanhæfi sýslumanns vegna
synjunar á veitingaleyfi til handa
nektarstað í Keflavík. Fréttin átti
við Jón Eysteinsson, sýslumann í
Keflavík, en ekki Jóhann R. Bene-
diktsson, sýslumann á Keflavíkur-
flugvelli. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
helgarblað
Læt ekkert
buga mig
I Helgarblaði DV
á morgun verður
viðtal við Kristínu
Ingu Brynjarsdótt-
ur, 34 ára þriggja
barna einstæða
móður sem lenti í
bílslysi í sumar og
lamaðist upp að
brjósti. Kristín
Inga tekst á við hlutskipti sitt af fágætu
jafnaðargeði og styrk. DV ræðir einnig
við Björgvin Halldórsson, ókrýndan
konung íslenskra dægurlagasöngvara,
spjallar við Ingibjörgu Haraldsdóttur
skáld um lífið i Sovét, veltir fyrir sér
mannanöínum í undarlegu samhengi og
Öallar um kynlíf aldraðra. Einnig eru
birtir kaflar úr tveimur mjög forvitni-
legum jólabókum og Qallar annar um
fæðingu en hinn um dauðann.