Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Hafa allir lækkað í launum Ungir læknar, sem starfa í heilsugæslunni, hafa allir lækkað í launum eftir úrskurð Kjara- nefndar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi ungra lækna. Segir enn fremur að full- yrðingar heilbrigðisráðuneytisins um að enginn hafi lækkað í laun- um séu því fyrir neðan allar hell- ur. Dæmi séu um allt að 35% launalækkun hjá ungum læknum starfandi í heilsgæslunni. FUL krefst þess að heilbrigðis- ráðuneytið upplýsi hvemig það geti staðið við slíka fullyrðingu þar sem ljóst sé að hún á ekki við um unga lækna í heilsugæslu. Þessi úrskurður Kjaranefndar mun verða til þess að ungir læknar ráði sig enn síður í vinnu í heilsugæslu á íslandi. Vesturfarasetur til Kanada Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Vesturfarasetursins á Hofsósi, ferðaskrifstofunnar Vest- fjarðaleiðar og flugfélagsins Atlanta um leiguflug til Kanada. Samið er um eitt flug með Boeing 747 og em 470 sæti í boði. Flogið er til Winnipeg 24. júlí og til baka 5. ágúst. Ef næg þátttaka fæst verða skipulagðar ferðir til fleiri staða í Kanada. Ferðimar em settar upp til að auðvelda sam- skipti fólks af íslensku bergi brot- ins í Vesturheimi og íslendinga. Hvert sæti kostar á bilinu 55 til 60 þúsund krónur. Listflug í Reykjavík í dag Þrír snillingar munu sýna listir sínar í dag á Reykjavíkurflug- velli, ef veður leyfir. Flugið er í tilefni vígslu endurbætts Reykja- víkurflugvallar. Þetta eru Pekka Havbrandt, sem sýnir svifflug, og Magnús Norödahl og Patty Wagstaff sem sýna vélflug. Hægt verður að fylgjast meö listfluginu frá Öskjuhlíðinni og jafnframt hlusta á beina útvarpslýsingu á Bylgjunni FM 98,9. 170 nýjar fréttir vikulega Nýr fréttavefur hefur verið opn- aður á Netinu undir nafninu local.is. Um er að ræða fjölmiðil sem ætlað er að höfða sérstaklega til allra íbúa í væntanlegu Norð- austurkjördæmi. Local.is er með tvær starfsstöðvar: á Akureyri og í Neskaupstað. Vefurinn local.is er uppfærður daglega og er markmiðið að hvern virkan dag verði settar inn 25 til 35 nýjar fréttir en færri um helgar. í hverri viku munu því koma um 130 til 170 nýjar fréttir; aliar tengj- ast þær Norðausturkjördæmi. íbú- um svæðisins hefur ekki áður stað- ið til boða slíkt magn staðbund- inna frétta í einum miðli. Upplýs- ingaflæðið innan svæðisins mun því aukast til muna og rödd kjör- dæmisins út á við mun styrkjast með tilkomu miðilsins. Local.is er landsbyggðarmiðill og ætlað að verða öflugur málsvari hins nýja Norðaustur- kjördæmis á landsvísu auk þess að skapa samstöðu og efla sam- vinnu innan kjördæmisins. Félagið Local miðlun ehf. á og rekur vefsetrið local.is - ritstjóri er Kristján J. Kristjánsson. -JSS/hiá/GG íslandssamningur um jarðhita gerður í Peking - víðtækir möguleikar - jarðhitasvæðin skipta þúsundum íslendingar skrifuðu í gær undir liðlega 40 milljóna króna samning í Peking við Kínverja um jarðhitaráð- gjöf. Ásgeir Margeirsson, aðstoðar- forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að samningurinn, sem unnið hefur verið aö ásamt öðru í um 2 ár, hafi þá þýðingu að nú opnist dyr sem gefi möguleika á að íslendingar komist í fleiri jarðhitaverkefni í Kína. Þar í landi er talið að séu 2 til 3 þúsund staðir þar sem jarðhiti fyr- irfmnst. Kína er nær hundraðfalt stærra en ísland. Ráðgjöfin sem samið var um í gær snýr að hönnun hitaveitukerfis fyrir fjölbýlishúsahverfi í Norður- Peking og því hvemig skynsamleg- ast er að haga nýtingu jarðhitans á svæðinu þannig að auðlindin verði sem best nýtt til langs tíma. Það voru Orkuveita Reykjavíkur og Enex hf. sem gerðu samninginn við Kínverja. Enex er samsteypa stærstu verkfræðistofa og orkufyrir- tækja landsins, stofnað til að sam- eina krafta í útflutningi sem þess- um. „Þessi samningur mun skapa ís- lenskum jarðvísindamönnum og verkfræðingum vinnu við að meta jarðhitasvæðið sem um er samið og hanna hitaveituna í 4 til 6 mánuði í vetur,“ segir Ásgeir. „Mesta vinnan fer fram á íslandi en menn munu engu að síður þurfa að fara nokkrum sinnum á staðinn. Gert er ráð fyrir að verklok vegna samn- ingsins verði í árslok 2003.“ Ólafur Egilsson, sendiherra í Pek- ing, sem einnig hefur unnið að verkefninu, sagði við DV að jarð- hitasamstarf hefði veriö eitt af áherslumálunum í opinberri heim- sókn Jiang Zemin til íslands i júní. Hann segir íslenska ráðamenn hafa stutt dyggilega við hina ís- lensku samningsaðila enda sé á stefnuskrá rikisstjórnarinnar að vinna að útflutningi islenskrar sér- fræðiþekkingar. -Ótt DV-MYNDIR HARI Jeppafrumburöur Volkswagen afhjúpaöur Sverrir Sigfússon, forvígismaður Heklu, var þess heiöurs aönjótandi aö vera fulltrúi fyrsta Volkswagen-umboðsins í heimi til aö afhjúpa nýjustu afurö VW, lúxusjeppann Touareg. Bíllinn fer í almenna sölu hér á landi á næsta ári en þetta sýningareintak veröur einungis á landinu í þrjár vikur. Á innfelldu myndinni halda þeir bræöur Sverrír og Sigfús boröanum fyrir þýska fulltrúa frá höfuöstöðvum WJ. ítaríega umfjöllun um bílinn má finna í helgarblaði DV á morgun. Skemmdir af völdum flóðanna eystra: Fullyrða má að tjónið er verulegt - - ________________________ DVMYND JÚLÍA IMSLAND Beljandl ár Árnar á Austurlandi voru í miklum ham í október - sumar árnar uröu sem hafsjór yfir aö líta. Vatnavextirnir hafa valdiö verulegu tjóni. Komið er í ljós að verulegt tjón varö hjá mörgum bændum í Homa- firði í vatnavöxtunum á dögunum þegar jökulár flæddu yfir tún og beitilönd, girðingar brotnuðu og skurðir fylitust af leðju. Þrúðmar Sigurðsson, bóndi í Miðfelli, sem lengi hefur starfað við uppgræðslu í sýslunni, segir að afleiðingar flóð- anna séu að koma í ljós og senn búið að fara yfir allt svæðið. Ljóst er að tjónið er mikið. Þrúðmar sagði að kostnaður Landgræðslunnar, sem hann starfar fyrir, sé orðinn ein milljón króna við bráðabirgða- viðgerðir á varnargörðum við Hólmsá á Mýrum, Hofsá í Álftafirði og Gjádalsá í Lóni. Tvær fyrmefndu stíflumar þurfi að hækka og styrkja og verði endanlegur kostnaður því til muna meiri. Fleiri hafa þurft að leggja fram mikið fé vegna flóðanna, einstaklingar sem og Vegagerðin. Hólmsá á Mýmm rauf tvö stór skörð í vamargarða sem liggja út að eyðibýlinu Bakka með þeim afleiö- ingum að vatnsflaumurinn náði al- veg austur að Borg og fór yfir mik- iö graslendi þar sem eftir situr leir og dmlla. Verulegar skemmdir urðu á túninu á Skálafelli í Suðursveit eftir jökulhlaup úr Kolgi;ímu sem einnig flæddi yfir beitilönd. Þrúð- mar segir að Hornafjarðarfljót hafi umturnað miklu á mifli Svínafells og Hoffells og þar hafi farvegur ár- innar breikkað mikið, sums staðar um 100 metra, en vamargarðar hafi staðist hlaupið. Hluti varnargarðs við Hofsá í Álftafirði rofnaði og flæddi áin yfir stórt gróið svæöi en skemmdir hafa ekki verið kannaðar þar, segir Þrúðmar. Jökulsá í Lóni varð sem hafsjór og flæddi yfir beitilönd og tún í Volaseli, sem eru stórskemmd, en bændur voru viðbúnir þessu og búnir að smala svæðið svo engar skepnur voru í hættu. -JI REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 17.12 16.57 Sólarupprás á morgun 09.13 08.58 Síðdegisflóð 15.39 22.12 Árdegisflóð á morgun 04.14 08.47 Vedríd f Austan 15 til 20 metrar á sekúndu og rigning eða súld meö köflum á sunnanverðu landinu en hægt vax- andi austanátt og þykkar upp norö- an til, 10-15 og dálítil rigning seint í kvöld. Veðfíö á ■mhmhbi Lægir og dregur úr úrkomu sunnan til og noröanlands. Suöaustan 5 til 10 metrar á sekúndu og skúrir sunnanlands en skýjaö með köflum og þurrt að mestu fýrir norðan. Veðríö n Sunnudagur Mánudagur Þríðjudagur "VöV5 ðð Ö Hiti 3° öð Ö Hiti 4° ðóö Hiti 4° tii 8° til 9“ til 9° Vindur 8-13”/» Vindur: 8-13™/* Vindur: 8-13”/» \£ Dálitil rigning austan til en annars úrkomulítiö. Væta í flestum landshlutum. Fremur hlýtt í veðri. Væta í flestum landshlutum. Fremur hlýtt í veöri. 1 Vindhraðí m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI skýjaö 4 BERGSSTAÐIR rigning 3 B0LUNGARVÍK léttskýjaö -7 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -4 KEFLAVÍK skýjað 2 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 4 RAUFARHÖFN alskýjað 3 REYKJAVÍK hálfskýjaö 0 STÓRHÖFÐI alskýjað 5 BERGEN léttskýjaö 2 HELSINKI snjókoma 0 KAUPNIANNAHÖFN skýjað 5 ÓSLÓ léttskýjaö -2 STOKKHÓLMUR -4 ÞÓRSHÖFN alskýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -1 ALGARVE léttskýjað 14 AMSTERDAM þokumóða 6 BARCELONA léttskýjaö 12 BERLÍN hálfskýjaö 5 CHICAGO léttskýjað -1 DUBUN skýjað 13 HALIFAX léttskýjaö -1 HAMBORG lágþokublettir 4 FRANKFURT þokumóða 8 JAN MAYEN skýjað 0 L0ND0N mistur 13 LÚXEMBORG þoka 10 MALL0RCA rigning 15 M0NTREAL heiðskírt 0 NARSSARSSUAQ alskýjaö 7 NEW YORK skýjaö 7 ORLANDO alskýjaö 21 PARÍS þokumóöa 11 VÍN þokumóða 7 WASHINGTON heiðskírt -1 WINNIPEG heiðskírt -10 WLÚdúfál|Ji»iá^á-liALd|iu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.