Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002___________________________________________________________________________________________ py___________________________________ Útlönd Tuttugu og tveir látnir eftir jarðskjálfta á Ítalíu í gær: Vonir um að fleiri finn- ist á lífi fara dvínandi Tuttugu börn létu lífið þegar leik- skóli í smábænum San Giuliano di Puglia á Italíu hrundi í öflugum jarðskjálfta í gær. Björgunarsveitamenn leituðu ákaft í rústunum í morgun en vonir þeirra um að fmna fleiri á lífi fóru dvínandi. Átta manns var enn sakn- að í morgun. Örvæntingarfullir foreldrar, margir hverjir frávita af sorg, biðu í alla nótt eftir fréttum af bömum sínum sem höfðu verið að skemmta sér í hrekkjavökuveislu þegar skjálftinn reið yfir i gærmorgun. Skjálftinn í gær, sá öflugasti sem riðið hefur yfir Italíu frá árinu 1997, hristi og skók héraðið Molise í sunnanverðu landinu. Þrjú þúsund manns misstu heimili sín. Þá létust tvær fullorðnar konur þegar heimili þeirra eyðilögðust. Háttsettur lögreglumaður sagði að átta væri enn saknað, sjö barna og eins kennara. Hann sagði að REUTERSMYND Orvænting eftir jarðskjálfta Örvæntingin skein úr andlitum kvennanna í ítalska bænum San Giuiiano di Puglia þegar þær fytgdust meö björgunarsveitamönnum leita í rústum leik- skóla sem hrundi í snörpum jaröskjálfta í gærmorgun. Jaröskjálftinn fannst víða um sunnanveröa Ítalíu, meöal annars i Róm. hundruð björgunarsveitamanna væru að grafa i rústunum með ber- um höndum en vonir um að fleiri fyndust á lífi hefðu farið dvínandi eftir því nær leið morgninum. Þrjá- tíu manns var bjargað úr rústunum i gær. „Það heyrast engin hljóð,“ sagði Emesto Angelotti, starfsmaður al- mannavama, í samtali við frétta- mann Reuters. „Við greinum ekkert með hitanemum okkar. Jarðýturnar eru á leiðinni og ég er hræddur um að lítil von sé eftir,“ sagði hann. Björgunarsveitamenn höfðu áður heyrt barnsraddir úr rústunum. „Ég mun deyja með honum, ég mun deyja með honum," hrópaði ung örvæntingarfull móðir við slys- staðinn. Maður á fertugsaldri sem var þar nærri hrópaði: „Heilög guðsmóðir, veslings bamið mitt.“ Og siðan féll hann í ómegin. REUTERSMYND Hvetur flokksmenn til dáða George IV. Bush Bandaríkjaforseti er lagstur í feröalög til stuönings fram- bjóöendum repúblikana fyrir kosn- ingarnar á þriöjudag. Bush kominn í kosningasmölun George W. Bush Bandaríkjafor- seti ætlar að leggja sitt af mörkum til að tryggja repúblikunum meiri- hluta í báðum deildum þingsins í kosningunum á þriðjudag. Mjög mjótt verður á mununum. Forsetinn lagði í gær upp í kosn- ingaferðalag til sautján borga til stuðnings frambjóðendum repúblik- ana. Fram að kosningunum mun Bush heimsækja fimmtán ríki, þar af þrjú í dag, áður en hann heldur til Texas þar sem hann mun sjálfur greiða atkvæði. REUTERSMYND Síberíutígur á hrekkjavöku Síberíu-tígurinn Tony, sem dvelur í góöu yfirlæti í dýragaröinum í San Fransisco í Bandaríkjunum, fékk eins og önnur dýr í garöinum aö leika sér meö grasker í tilefni hrekkjavökunnar sem Bandaríkjamenn héldu hátíðlega t gær. Sharon skipar harðlínumann í sæti varnarmálaráðherra Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, hefur boðið hinum herskáa Shaul Mofaz, fyrrum yfirmanni ísra- elska hersins, að taka við embætti varnarmálaráðherra landsins af Binyamin Ben-Eliezer, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem sleit stjórnarsamstarfinu við samsteypu- stjórn Sharons fyrr í vikunni. Mofaz er þekktur fyrir harða af- stöðu sína gagnvart Palestínumönn- um og hefur oftar en einu sinni látið í ljósi þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að losna við Yasser Arafat úr embætti leiðtoga Palestínumanna með öllum ráðum. Að sögn Arons Perlmans, helsta að- stoðarmanns Sharons, hefur Mofaz, sem síðastliðin tvö ár hefur stjómað hörðum aðgerðum hersins gegn Palestínumönnum, þegar þegið boðið og þvi Ijóst að Sharon er kominn lang- Shaul Mofaz Mofaz hefur síöustu tvö ár stjórnaö höröum aögeröum gegn Palestínumönnum. leiðina með að mynda hreina harð- línustjóm. Harka Mofaz gagnvart Palestínu- mönnum hefur að undanfömu verið harðlega gagnrýnd, bæði af vinstri mönnum á ísraelska þinginu og ýms- um mannréttindahópum, en undir hans stjórn hafa ísraelskar hersveitir ítrekað orðið uppvísar að árásum og ■ drápum á óbreyttum borgurum. Mofaz hefur ítrekað sakað palest- ínsk stjórnvöld um að hvetja til hryðjuverka gegn ísraelum og reynd- ar sagt þau á kafi í þeim frá toppi til táar. Arafat hefur þegar látið í ljósi áhyggjur og varað við því að harðn- andi deilur muni fylgja í kjölfar inn- komu harðlínumanna í stjórnina í stað ráðherra Verkamannaflokksins, sem helst hafa haldið aftur af árásar- gleði Sharons. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagi og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Laugavegur, Ingólfsstræti, Hverfisgata, Smiðjustígur, reitur 1.171.0, deiiiskipulag. Tillagan tekur til staðgreinireits 1.171.0. sem af- markast af Laugavegi til suðurs, Ingólfsstræti til vesturs, Hverfisgötu til norðurs og Smiðjustíg til austurs. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deili- skipulagi svæðisins frá 1963 m.s.br. Tillagan gerir ráð fyrir verulegum breytingum mióaða við gildandi deiliskipulag frá 1963 með hliðsjón af breyttum viðhorfum í skipulagsmálum. Aðeins er gert ráð fyrir nýbyggingum á lóðunun nr. 1,5 og 9-11 við Laugaveg og nr. 6 við Traðarkotssund eins og nánar greinir í tillögunni. Heimil landnotkun á reitnum verði í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Þá gerir tillagan ráð fyrir að húsin nr. 11 við Bankastræti, 3 við Lauga- veg og nr. 14, 16, 16a og 18 verði hverfisvernduð sem 20. aldar byggingar. Nánar um tillöguna vísast til hennar. íþróttasvæði Fylkis við Árbæjarlaug, gervi- grasvöllur, deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis í Árbæ. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að breyta nú- verandi malarvelli í gervigrasvöll. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja um 40 m2 dæluhús fyrir snjóbræðslukerfi og setja upp Ijósamöstur vegna lýsingar á vellinum. Nánar um tillöguna vísast til hennar. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingar- sviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 1. nóvember til 13. desember 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Nánari upplýsingar eru veittar á sama stað og sama tíma hjá skipulagsfulltrúa, 3. hæð. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 13. desember 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 1. nóvember 2002. Skipulagsfulltrúi. —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.