Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Side 28
36 FÖSTDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 9 Sport Jens Herlufsen varð íslandsmeistari í GF-flokki sandspyrnunnar. „Hann er stöðugt að vaxa með bíladellunni," segir Selma Ágústsdóttir, ánægð með sinn mann, þegar vinkonur hennar spyrja hana hvenær Jens ætli að vaxa upp úr bíladellunni. DV-myndir JAK íslandsmeistarar í kvartmíluakstri og fulltrúar þeirra fagna árangri sumarsins. íslandsmeistarar í spyrnu krýndir um síðustu helgi: Kristján og Viðar unnu tvöfalt í ár ^ - mikil gróska í spyrnunni og fjöldi íslandsmeta leit dagsins ljós Islandsmeistararnir í spyrnu- íþróttum, kvartmíluakstri og sand- spyrnu voru krýndir á sameiginlegri uppskeruhátíð Kvartmíluklúbbsins og BOaklúbbs Akureyrar sem fram fór á laugardaginn. Þar kom fram að mikill uppgangur er í þessum akst- ursíþróttagreinum, keppendum fjölg- ar, mikil gróska er í uppbyggingu og innflutningi keppnistækja og áhorf- endum hefur fjölgað. Mikill fjöldi meta Þá er árangur keppenda að aukast sem sést á þeim nýju íslandsmetum sem sett hafa verið á síðasta keppnis- tímabili. Forsvarsmenn þessara akst- ursíþróttaklúbba líta því björtum augum til framtíðar og búast við enn meiri grósku á næsta keppnisári. Islandsmeistarar 2002 í spyrnu (kvartmílu) urðu eftirfarandi: Einar Örn Reynisson vann í S- flokki mótorhjóla að 600 cc, Ólafur F. Harðarson bar sigur úr býtum í F- flokki mótorhjóla að 750 cc, Ólafur Helgi Sigþórsson varð hlutskarpast- ur í N-flokki mótorhjóla að 1000 cc, Viðar Finnsson sigraði bæði í T- flokki, mótorhjóla að 1300 cc og O- flokki mótorhjóla, Guðlaugur M. Halldórsson sigraði í RS-flokki, Hall- dór Theódórsson varð hlutskarpastur í GT-flokki, Smári Helgason bar sig- ur úr býtum í MC-flokki, Rúdolf Jó- hannsson vann SE-flokkinn, Einar Þ. Birgisson sigraði í GF-flokki og Kristján Skjóldal hreppti fyrstu verð- laun í OF-flokki. íslandsmeistarar í sandspyrnu urðu eftirfarandi: Árni Grant sigraði í keppni vélsleða, Pétur V. Pétursson varð hlutskarpastur í keppni krosshjóla, Steingrímur Ásgrímsson vann í flokki ofurhjóla, Birgir Karl Birgis- son sigraði í flokki fólksbíla, Jens Herlufsen vann í flokki útbúinna fólksbíla, Anton Ólafsson bar sigur úr býtum í jeppaflokki, Guðmundur Pálsson sigraði í flokki útbúinna jeppa og Kristján Skjóldal bar sigur úr býtum i opnum flokki. -JAK Spyrnumenn kusu Einar P. Birgisson akstursíþróttamann ársins úr sínum rööum en hann er frá Akureyri, eins og Kristján Skjóldal sem hampaði Islandsmeistaratitlum í ofurbílaflokki beggja spyrnugreinanna. * Bland í poka Enska háskólaliöiö Team Bath tryggöi sér í fyrrakvöld sæti í fyrstu umferð ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Horsham, 4-3, eftir vita- spymukeppni i aukaleik. Team Bath er fyrsta háskólaliöið til að komast úr forkeppni bikarkeppninnar síðan lið Oxford-háskóla og Cambridge-há- skóla tóku þátt í keppninni árið 1880. Team Bath leikur i svæðisskiptri vesturdeild sem má segja að sé átt- unda deild í Englandi og mun liðiö mæta Mansfield í 1. umferðinni 16. nóvember næstkomandi. Mansfield er í botnsæti ensku 2. deildarinnar og því heilum fimm deildum fyrir ofan Team Bath. Danski knattspyrnumaðurinn Stig Töfting mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildar liðsins Bolton í lok þessa keppnistimabils. Töfting var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi i Danmörku fyrir likamsárás á skemmtistað í sumar og vora forráða- menn Bolton lítið hrifnir af því uppátæki kappans. Þeir ákváöu þó að halda Töfting á samningi þar til næsta vor í stað þess að ógilda samninginn strax og fá yfir sig málsókn og kröfu um skaöabætur. Töfting ætlar að áfrýja dómnum til hæstaréttar i Danmörku en ólíklegt þykir að honum verði ágengt með að hnekkja dómnum því mörg vitni sáu hann skalla rekstrarstjóra skemmti- staðarins auk þess sem hann kjálka- braut annan mann í starfsliði skemmtistaðarins. -ósk íslandsmeistararnir í sandspyrnuakstri meö bikara sfna eftir verðlaunaafhendinguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.