Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Side 9
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 25 DV Sport Goosen aftur tekjuhæstur í Evrópu Suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen náði um helgina þeim glæsilega árangri að verða tekjuhæsti kylfingur evrópsku mótaraðarinnar í golfi annað ár- ið í röð. Goosen tryggði sér þessa nafnbót á síðasta golfmóti ársins á evrópsku mótaröðinni, Volvo-meistaramótinu á Vald- 'errama-vellinum á Spáni. Goosen átti í harðri baráttu við írann Padraig Harrington um efsta sætiö á tekjulistanum en Harrington var langt frá sín- um besta á Spáni um helgina og færði Goosen titilinn á silfurfati með skelfilegri spilamennsku á köflum. Goosen spilaði heldur ekki vel en honum nægði að vera fyrir of- an Harrington á síðasta mótinu til að verða tekjuhæstur. Goosen er sjöundi kylfingur- inn frá upphafi sem nær að verja titil sinn sem tekjuhæsti kylfing- urinn á evrópsku mótaröðinni og sá fyrsti er ekki úr Evrópu. Goosen vann aðeins eitt mót á tímabilinu en mikill stöðugleiki gerði það að verkum að hann halaði inn peninga jafnt og þétt allt tímabilið. „Ég átti ekki von á því að verða efstur annað árið í röð. Það er frábært að hafa orðið fyr- ir ofan alla þessa frábæru kylfinga en ég hefði viijað vinna fleiri mót. Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu,“ sagði Goosen eftir að úrslitin á Spáni voru Ijós í gær. -ósk Haukar unnu Framara örugglega, 34-21, í Essodeild kvenna í hand- knattleik í gærdag á Ásvöllum. Haukar voru að þessu sinni án tveggja sterkra leikmanna, Tinnu Halidórsdóttur, sem er meidd, og Nínu K. Björnsdóttur, sem fékk leyfi, en Björk Tómasdóttir var hins vegar mætt til leiks og spilaði á móti sínum gömlu félögum. Þá var þjálfari liðsins, Gústaf Adolf Björns- son, í leikbanni og horfði því róleg- ur á leik síns liðs, aldrei þessu vant. Gestimir úr Safamýrinni stríddu dálítið íslandsmeisturunum framan af leik, spiluðu langar sóknir og voru mikið að seiglast i gegn og fá víti. Fyrstu sex mörk þeirra komu einmitt úr vítum og úr þeim öllum skoraði Katrín Tómasdóttir. Haukaliðið var nokkuð lengi að hitna en þegar líða fór á fyrri hálf- leikinn tók það frumkvæðið í sínar hendur og munurinn í leikhléi var sex mörk, 15-9. Framliðið hékk aðeins í heima- stúlkum á fyrstu tíu mínútum síð- ari hálfleiksins en þá gáfu þær rauðklæddu í og juku síðan muninn jafnt og þétt. Haukamir gátu leyft sér aö hvíla helstu kanónur sínar seinni part síðari hálfleiks og þá fengu minni spámenn að spreyta sig og stóðu sig vel. Hjá Haukum var það að sjálf- sögðu hraðaupphlaupsdrottningin, Hanna G. Stefánsdóttir sem fór fyr- ir sínu liði, raðaði inn mörkunum og hefði farið langt með að fylla annan tuginn hefði hún ekki hvflt svo mikið í síðari hálfleik. Fyrirliði Haukanna, Harpa Mel- sted, sýndi gamalkunna takta og tók þokkalega á því í vöminni og fékk Guðrún Þóra Hálfdánardóttir sér- staklega að finna fyrir því. Vamar- leikur Hörpu var stundum alveg á mörkunum en að sjálfsögðu gengur slik keppnismanneskja eins langt og dómaramir leyfa, og þeir leyfðu töluvert að þessu sinni. Inga Fríða Tryggvadóttir, Ragnhildur Guð- mundsdóttir og Lukresija Bokan skUuðu sínu. Hjá Fram var Katrín Tómasdóttir örugg í vítunum, Ama Eir Einars- dóttir átti spretti sem og Sigurlína Freysteinsdóttir og áðumefnd Guð- rún. -SMS Haukar-Fram 34-21 0-1, 2-3, O^, 14-6, (15-9), 17-9, 19-12, 20-14, 25-15, 28-19, 29-21, 34-21. Haukar: Mörk/víti (skot/viti): Hanna Guörún Stefánsdóttir 13/1 (16/3), Harpa Melsted 8/1 (11/1), Inga Fríöa Tryggvadóttir 5/1 (5/1), Ragnhildur Guömundsdóttir 4 (6), Björk Tómasdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 1 (1), Sonja Jónsdóttir 1 (2), Erna Halldórsdóttir (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 13 (Hanna 8, Harpa 3, Björk, Ragnhildur) Vitanýting: Skorað úr 3 af 5. Fiskud viti: Inga Fríöa 3, Harpa, Sonja. Varin skot/víti (skot á sig): Lukrecija Bokan 19 (36/7, hélt 9,53%, víti yfir), Guörún Bryndís Jónsdóttir 5 (9/1, hélt 1, 56%). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Ingi Már Gunnars- son og Þorsteinn Guðnason (6). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 70. Best á Hanna Guörún Stefánsd., Haukum Fram: Mörk/víti (skot/viti): Katrín Tómasdóttir 10/8 (17/9), Arna Eir Einarsdóttir 4 (11), Sigurlína Freysteinsdóttir 2 (3), Guörún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Anna María Sighvatsdóttir 1 (1), Þórey Hannesdóttir 1 (5), Rósa Jónsdóttir 1 (10), Ásta Bima Gunnarsdóttir (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Sigurlína, Ama Eir) Vítanýting: Skoraö úr 8 af 9. Fiskuö viti: Guörún Þóra 3, Ama Eir 3, Þórey, Sigurlina, Rósa. Varin skot/víti (skot á sig): Guörún Bjartmarz 12/2 (41/4, hélt 3, 29%), Helga Vala Jónsdóttir 0 (5/1, 0%). Brottvísanir: 2 mínútur. Essodeil d kvenna í handbolta Staöan: ÍBV 10 10 0 0 279-198 20 Stjarnan 10 7 2 1 221-176 16 Haukar 10 6 1 3 274-221 13 Grótta/KR 10 6 0 4 198-197 12 Valur 10 6 0 4 207-213 12 FH 10 4 1 5 236-210 9 Víkingur 9 3 2 4 170-164 8 KA/Þór 9 2 0 7 191-214 4 Fylkir/ÍR 10 1 0 9 170-248 2 Fram 10 1. 0 0 193-307 2 Næstu leikir: Fram-ÍBV.........þri. 12.nóv. 20:00 Haukar-KA/Þór .. fös. 15.nóv. 20:00 Grótta/KR-FH .... fós. lð.nóv. 20:00 Valur-Fram.......fös. 15.nóv. 20:00 ÍBV-Stjaman .... fós. 15,nóv. 20:00 Stjaman-KA/Þór . sun. 17.nóv. 20:00 Fram-Grótta/KR . sun. 17.nóv. 20:00 Fylkir ÍR-ÍBV .... sun. 17.nóv. 20:00 Haukar-Valur . . . sun. 17.nóv. 20:00 FH-Víkingur .... sun. 17.nóv. 20:00 Markahæstar: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum 82/19 Aila Gokorian, ÍBV...............78/28 Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stj. 75/36 Inga Dís Sigurðardóttir, KA/Þór 65/38 Harpa Dögg Vífilsdóttir, FH ... 63/30 Dröfn Sæmundsdóttir, FH.........57/11 Harpa Melsted, Haukum ............51/1 Hekla Daðadóttir, Fylki/ÍR .... 50/18 Drifa Skúladóttir, Val ..........49/24 Anna Yakova, ÍBV .................48/3 Þórdís Brynjólfsd., Gróttu/KR .. 45/23 Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV ........43/2 Sylvia Strass, ÍBV................42/2 Anna Blöndal, Stjömunni ............40 Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór .... 39 Flest varin skot: Vigdis Sigurðardóttir, ÍBV . . . 189/8 Berglind íris Hansdóttir, Val . 167/9 Jelena Jovanovic, Stjörnunni 165/14 Lukrecija Bokan, Haukum . . 144/11 Guðrún Bjartmarz, Fram . ... .136/7 Helga Torfadóttir, Víkingi . . . 132/5 Jolanta Slapikiene, FH.........123/8 Sigurbjörg Hjartard., KA/Þór . 103/3 Ema María Eiriksd. Fylki/ÍR . 100/1 Oftast bestar á vellinum: Hanna Guðrún Stefánsd., Haukum 4 Jelena Jovanovic, Stjörnunni .... 4 Jóna Margrét Ragnarsd., Stjömunni 3 Berglind íris Hansdóttir, Val .... 3 Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV ..........3 Alla Gokorian, ÍBV..................3 Þórdís Brynjólfsdóttir, Gróttu/KR . 3 létt hjá Haukum Ragnhildur Rósa Guömundsdóttir úr Haukum skorar hér eitt 4 marka sinna í 34-21 sigri á Fram á Ásvöllum í gær. Framarinn Rósa Jónsdóttir reynir að stoppa hana en Guörún Þóra Hálfdánardóttir getur aðeins fyigst meö úr fjarlægð. DV-mynd Hari Oruggt hjá Magdeburg - bar sigurorð af gríska liðinu Panellinios í Grikklandi Magdeburg hóf titilvöm sína í meistaradeild Evrópu í handknatt- leik á glæsilegan hátt með sigri á gríska liðinu Panellinios, 29-17, í Aþenu en liðin eru í riðli með pólska liðinu Wisla Plock og hinu sterka ungverska liði Fotex Veszprem sem mætti Magdeburg í úrslitum meistaradeildarinnar síð- astliðið vor. Slæm byrjun hjá Magdeburg Griska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í bæði 4-0 og 7-2. Leikmenn Magdeburg vökn- uðu þó til lífsins áður en háfleikur- inn var úti og staðan í hálfleik var, 14^10, þýska liðinu í vil. í seinni hálfleik var leikurinn einstefna. Markvörður Magdeburg, Torsten Friedrich, lokaði markinu og leikmenn Magdeburgar gengu á lagið og unnu öruggan sigur, 29-17. Uppskárum eins og viö sáðum „Við undirbjuggum okkur af kost- gæfni fyrir leikinn og uppskárum eftir því,“ sagði Ólafur Stefánsson við þýska netmiðilinn sportl.de eft- ir leikinn. Alfreð Gíslason, þjálfari Magde- burg, var mjög sáttur eftir leikinn en hann hafði fyrir leikinn varað við því að það væru engir auðveldir leikir í meistaradeildinni, sama hver andstæðingurinn væri. „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru skelfilegar en síðan náðum við und- irtökunum og fundum hina beinu leið að sigri," sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn. Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk en þýski landsliðsmaðurinn Stefan Kretzscmar var markahæstur með sjö mörk. Góöur sigur Essen Essen, lið Patreks Jóhannessonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann góðan sigur á slóvakíska liðinu Povaszka Bystrica, 27-21, í Slóvakíu í EHF-keppninni. Patrekur og Guð- jón Valur skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Essen sem er með góða stöðu fyrir seinni leikinn. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.