Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Side 15
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 31 Bestu ummæli helgarinnar „Friedel hlýtur aö hafa skipt um föt í símaklefa fyrir leikinn(< Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úrvals- deildinni? í eindálkinum hér til hægri má sjá hvaöa lið ensku úrvals- deildarinnar skara fram úr á ákveðnum sviðum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liöur á ensku síð- unum í mánudagskálfmum. -ÓÓJ Markahæstu menn ítalinn aldni, Gianfranco Zola, hefur skorað manna mest í ensku úrvalsdeild- inni það sem af er þessu keppnistima- Gianfranco Zola. bili Gianfranco Zola, Chelsea ........9 Michael Owen, Liverpool .........8 Alan Shearer, Newcastle..........7 Sylvain Wiltord, Arsenal.........7 Nicolas Anelka, Manchester City . 7 Thierry Henry, Arsenal ..........6 Harry Kewell, Leeds..............5 James Beattie, Southampton.......5 Kevin Campbell, Everton .........5 Mark Viduka, Leeds...............5 Nwanwo Kanu, Arsenal ............5 Paolo Di Canio, West Ham ........5 Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Southampton, var nánast orðlaus eftir að menn hans höfðu misst leikinn gegn Blackburn niður í jafntefli á síðustu sekúndunum eftir að hafa átt aragrúa af tækifærum til að gera út um leikinn. Hann laumaði samt gulikomi til enskra blaðamanna í formi hróss til markvarðar Blackburn, Brads Friedels, sem átti stórleik í markinu og bjargaði mönnum sínum oft á ævintýralegan hátt í leiknum. „Friedel hlýtur að hafa skipt um fot í símaklefa fýrir leikinn. Ég væri ekki hissa þó að það leyndist blá preysa með „s“ á undir markvarðar- peysunni hjá honum, slík var frammistaða hans i leiknum í dag,“ sagði Strachan. -ósk Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Maine Road: Niðurlæging - Manchester City skellti grönnum sínum í United á sannfærandi hátt á laugardaginn Leikmenn Manchester City glöddu stuðningsmenn sína á besta mögulega hátt þegar þeir niður- lægðu granna sína í Manchester United á Maine Road á laugardag- inn. Þegar flautað var til leiksloka hafði Manchester City unnið leik- inn á sannfærandi hátt, 3-1, og þar með fyrsta sigur liðsins á rauðum nágrönnum sinum í 13 ár. Frakkinn Nicolas Anelka kom Manchester City yfir á 5. mínútu eftir að hafa stungið Rio Ferdi- nand, dýrasta vamarmann heims, af. Ole Gunnar Solskjær jafnaði þremur mínútum síðar fyrir Manchester United en það var eig- inlega aldrei spurning um það hvorum megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Manchester City höfðu meiri sigurvilja og börðust meira en leikmenn Manchester United og uppskáru annað mark á 26. minútu þegar Shaun Goater nýtti sér hræðileg mistök hjá Gary Neville og skoraði örugglega fram hjá Fabien Barthez í marki United. Hann var síðan aftur á ferðinni á 50. mínútu, skoraði þriöja mark City og rak síðasta naglann i kistu United-manna. Kevin Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, var himin- lifandi með menn sína eftir leikinn en lærisveinar hans unnu þriðja leik sinn í röð. Sýndu mikinn sigurvilja „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Leikmennimir sýndu mikinn siguryilja og það var aldrei neinn spuming um það hvom lið- inu langaði meira tO að vinna. Ég get varla tekið nokkrun mann út úr liðinu en get þó ekki orða bund- ist yfir frammistöðunni hjá Shaun Goater og Nicolas Anelka. Þeir ná frábærlega vel saman og gerðu hinum sterku vamarmönnum Manchester United lífið leitt allan leikinn. Ég held að það sé ekki hægt að frnna tvo ólíkari leikmenn en ég er samt viss um að vamar- menn Manchester United eiga ekki eftir að lenda í meiri vandræðum gegn sóknarmönnum Valencia eða Real Madrid en í dag,“ sagöi Keeg- an eftir leikinn. Miðjumaðurinn Danny Tiatto, sem átti mjög góðan leik með Manchester City, var í skýjunum og lýsti sigrinum sem hápunkti ferilsins. „Þetta er það besta sem ég hef lent í á knattspyrnuferlinum. Það gáfu allir allt i leikinn og upp- skáru eftir því. Við stóðum saman og það eru spennandi timar fram undan hjá Manchester City,“ sagði Tiatto eftir leikinn. Munu svara til saka Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, var æva- reiður og sagði að leikmenn sínir hefðu brugðist sér og stuðningsmönnum liðsins í leikn- um. „Ég er búinn að lesa yfir hausa- mótunum á þeim inni í klefa. Þeir brugðust mér og það sem verra er, þeir brugðust stuðningsmönnum okkar. Ég var að velta þvi fyrir mér hvort ég ætti að hleypa stuðn- ingsmönnum inn í klefann til að þeir geti látið leikmennina vita hvemig þeim líður,“ sagði Fergu- son eftir leikinn. „Við gerðum heimskuleg mistök og gerðum okkur seka um einbeit- ingarleysi sem er nokkuð sem er ekki hægt að leyfa sér í leik eins og þessum. Manchester City verð- skuldaði sigurinn fyllilega. Ég tek það ekki frá þeim en mig svíður sárt hversu andlausir leikmenn mínir voru í leiknum. Þeir munu þurfa að svara til saka fyrir það,“ sagði Ferguson eftir leikinn. -ósk Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, var sáttur viö menn sína eftir sigurinn gegn Manchester United á laugardaginn. Reuters Sport Liöin sem standa sig best og verst í ensku úrvalsdeildinni Besta gengift Liverpool 21 stig af síöustu 24 möguleg- um, markatalan er 14-4 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum Flestir sigur- leikir í röð &A w L ■Wi&L- Everton fjórir. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eöa 28, í 13 ieikjum, eða 2,23 aö meðaltali. Besta vörnin Middlesbrough og Liverpool hafa feng- iö á sig fæst mörk, 10 í 13 leikjum, eöa 0,76 mörk í leik. Bestir heima Arsenal hefur náö í 18 stig af 21 mögu- legu, hefur unnið 6 af 7 leikjum, marka- talan er 16-7. Bestir úti Liverpool hefur náö f 13 stig af 18 mögu- legum, hefur unniö 4 af 6 leikjum, marka- talan er 10-5. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö f 29 stig af 39 mögu- legum og er meö markatöluna 18-5 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Liverpool hefur náö í 27 stig af 39 mögu- legum og er með markatöluna 18-9 f seinni hálfleik. Versta gengift Sunderland er meö 3 stig af síðustu 24 Æ. pKg mögulegum, marka- talan er 8-16 f ieikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skorað fæst mörk, eöa 8, í 13 leikjum, eöa 0,61 aö meðal- tali. Versta vörnin West Ham hefur fengið á sig fiest mörk, 23 í 13 leikj- um, eöa 1,76 f ieik. Verstir heima West Ham hefur náö í 2 stig af 21 mögu- legu, hefur tapaö 5 af 7 leikjum, marka- talan er 6-12. Verstir úti Aston Villa hefur náð í 2 stig af 18 mögulegum, hefur tapað 4 af 6 leikjum, markatalan er 1-7. Oftast haldið hreinu Middlesbrough og Liverpool hafa hald- iö sjö sinnum hreinu f 13 leikjum. Oftast mistekist að skora Aston Villa hefur ekki náö að skora í átta leikjum af 13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.