Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Qupperneq 22
38 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Sport DV Emmitt Smith . fór á spjöld sögunnar Emmitt Smith, hlaupari Dallas Cowboys, sem er á mynd- inni hér til hægri, skráði sig á spjöld sögunnar fyrir hálfum mánuði þegar hann sló met fyrr- um hlaupara Chicago Bears, Walters Paytons, yfir flesta hlaupna metra í NFL-deildinni. Met Payton, sem var sett 1987, var 16,726 metrar og náði Smith metinu í leik gegn Seattle Sea- hawks. Favre er vinsæll Nú þegar er byrjað að kjósa í stjörnulið NFL-deildarinnar og sá leikmaður sem hefur fengið flest atkvæði er Brett Favre, leikstjómandi Green Bay. Hann hefur alls fengið 318 þúsund at- kvæði en næstur Favre kemur Drew Bledsoe, leikstjómandi Buffalo Biils, með 295 þúsund at- kvæði. Hægt er að kjósa í ( stjörnuliðið inn á nfl.com. Warner að verða klár Kurt Wamer, leikstjórnandi St. Louis Rams, verður væntan- lega í liði Rams á ný um næstu helgi en hann hefur verið frá síð- asta mánuðinn vegna meiðsla. Rams hafa ollið miklum von- brigðum í vetur en þeir vonast > þó til þess að endurkoma Wam- er hleypi nýju lífi í liðið. -HBG Ameríski fótboltinn í fullum gangi Mikil spenna - engin leið að spá því hverjir fara alla leið Tímabilið í ameríska fótboltanum er nú hálfnað og er óhætt að segja að keppnin í deildinni hafl sjaldan eða aldrei verið eins jöfn og spennandi og hún er nú. Rúmlega 10 liö þykja líkleg til afreka eins og stendur sem er mjög óvenjulegt þegar eins langt er liðið á tímabilið og núna. Málið er einfaldlega það að liðin eru gríðarlega jöfn að þessu sinni og ekkert eitt lið þykir bera af öðrum. Packers alltaf sterkir Engu að síður er það hið rótgróna stórveldi, Green Bay Packers, sem er með bestan árangur allra liða í '» deildinni það sem af er en liðið hafði unnið 7 leiki og aðeins tapað einum það sem af er tímabili fyrir leiki helgarinnar. Þann árangur geta þeir fyrst og fremst þakkað hinum frábæra leikstjórnanda liðsins, Brett Favre, sem fer enn eitt árið að á kostum og virðist litlu breyta fyrir hann þótt liðið hafi misst helstu grípara sína í sumar, hann einfaldlega byggir upp sjálfstraust hjá nýliðunum sem 1 blómstra fyrir vikið. Favre er fæddur leiðtogi sem smitar frá sér með elju sinni og ósérhlífni sem á sér fáa hliðstæðu. Sú staðreynd að hann er að byrja inná í 165. leik sínum í röð um helgina segir allt sem segja þarf um þennan frábæra íþróttamann en marga af þessum leikjum hefur hann spilað illa haldinn eða meiddur. Til að mynda var ekki búist við því að hann gæti leikið í síðustu viku gegn Miami ^ þar sem hann var meiddur á hné en hann beit á jaxlinn og leiddi lið sitt til glæsilegs sigurs, 24-10, gegn sterku liði Miami Dolphins. Hann hefur þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar og ef Packers halda upptekmun hætti er ekki ólíklegt að hann hljóti þá nafnbót í fjórða sinn er tímabilinu lýkur í janúar. Öflugur leikstjórnandi Annað lið sem talið er líklegt til afreka er Atlanta Falcons. Leik- stjómandi þess, Michael Vick, er aðeins á öðru ári sínu í deildinni en hann þykir eitt mesta efni sem fram hefur komið í deildinni í áraraðir. Atlanta hefur reyndar bara unnið 5 leiki og tapaö 3 en þeim leikjum hefur það tapað með litlum mun og gæti þess vegna allt eins verið með 8 sigra. Glæsilegur sigur gegn hinu geysisterka liði, New Orleans Saints, fyrir hálfum mánuði sýndi mönnum og sannaði að þetta lið getur hæglega farið alla leið. Ef Vick tekst að halda aga í leik sínum og hlauparamir Warrick Dunn og T.J. Duckett halda áfram að leika vel geta menn vel farið að reikna með Falcons í Superbowl i lok janúar. Gruden að gera góða hluti Það lið sem hefur næstbesta árangur deildarinnar er Tampa Bay Buccaneers en þeir hafa unnið 7 leiki og tapað 2. Það sem er að skila þeim þessum árangri er fyrst og fremst frábær vamarleikur þar sem fara fremstir þeir Warren Sapp og Simeon Rice. Liðiö hefur aðeins fengið á sig 109 stig það sem af er tímabiii og skera Bucs sig úr í þeim flokki. Sóknarleikur liðsins hefur einnig verið beittur þar sem leikstjórnandinn, Brad Johnson, hefur verið í flnu formi en hann er einstaklega öruggur leikstjómandi sem gerir fá mistök. Þjálfari liðsins er hinn eitilharði Jon Gruden sem náði fínum árangri með Oakland Raiders undanfarin ár en hann er á fyrsta ári sínu með liöið. Gruden er yngsti þjálfari deildarinnar, 38 ára að aldri, en þrátt fyrir það er hann talinn einn sá fremsti og árangur Bucs það sem af er sannar enn frekar hversu hæfileikaríkur þjálfari Gruden er. Fjör hjá Chiefs Það lið sem hefur sýnt skemmtilegustu tilþrifin í vetur er liðKansas City Chiefs. Leikir þess hafa þótt vægast sagt skrautlegir enda hefur liðið skorað flest stig í deildinni í vetur og jafnframt hefur það fengið flest stig á sig. Það kemur því varla á óvart að það sé með 50% vinningshlutfall. Vömin hefur þó verið að styrkjast og tókst liðinu að halda öflugu sóknarliði Oakland Raiders í aðeins 10 stigum en Raiders höföu frám að því skorað rúmlega 30 stig í leik. Sá maður sem helst ber sóknarleikinn uppi er hlauparinn Priest Holmes en hann hefur staðið sig best allra hlaupara í deildinni, er með 857 metra í 8 leikjum en hann er einnig góður grípari og er þvi sóknarvopn sem erfitt að stöðva. Leikstjómandinn Trent Green hefur einnig leikið vel fyrir Chiefs, sem og innherjinn Tony Gonzales sem kemur Chiefs iöulega til bjargar þegar á þarf að halda. Ef Chiefs tekst að bæta vamarleikinn þá verður erfitt að sjá nokkurt lið stöðva þá. Fleiri liö líkleg Hér hefur aðeins verið rætt um nokkur af þeim liðum sem þykja líkleg til að fara alla leið en þau eru fleiri sem eru að gera usla í deildinni það sem af er. Þar má meðal annars nefna lið eins og New Orleans Saints sem hefur unnið 6 leiki en tapað 2 og þykir hafa sýnt einna mestan stöðugleika í vetur. San Francisco 49ers hefur einnig verið að gera ágæta hluti og mikil stígandi hefur verið í leik liðsins. Miklir reynsluboltar eru í því sem gæti fleytt því langt þegar komið er út i úrslitakeppnina. Ekki má heldur gleyma liðum á borð við San Diego Chargers, Denver Broncos og Philadelphia Eagles en þau hafa öll leikið vel. Úrslitaleikurinn fer fram í San Diego 26. janúar næstkomandi og er ómögulegt að spá um það hvaða lið verða þar en þessa tímabils verður likast til minnst fyrir það hversu jöfn og spennandi deildin er að þessu sinni. -HBG StaöaníNFL: Ameríkudeildin Austurriðill: Miami Dolphins .... 5 sigrar - 3 töp Buffalo Bills ................5-4 New England Patriots..........4-4 New York Jets.................3-5 Norðurriðill: Pittsburgh Steelers...........5-3 Cleveland Browns .............4-5 Baltimore Ravens ............'3-5 Cincinnatti Bengals...........1-7 Suðurriðill: Indianapolis Colts............4-4 Tennessee Titans..............4-4 Jacksonville Jaguars . .......3-5 Houston Texans................2-6 Vesturriðill: Denver Broncos................6-2 San Diego Chargers............6-2 Kansas Cíty Chiefs............4-4 Oakland Raiders ..............4-4 Þjóðardeildin Austurriðill: Philadelphia Eagles...........6-2 New York Giants..............4-4 Washington Redskins..........4-4 Dallas Cowboys................3-6 Norðurriðill: Green Bay Packers ...........7-1 Detroit Lions................3-5 Chicago Bears ...............2-6 Minnesota Vikings.............2-6 Suðurriðill: Tampa Bay Buccaneers.........7-2 New Orleans Saints...........6-2 Atlanta Falcons..............5-3 Carolina Panthers ...........3-5 Vesturriðill: San Francisco 49ers..........6-2 Arizona Cardinals............4-4 St. Louis Rams...............3-5 Seattle Seahawks.............2-6 Duckett enn meiddur Hinn efnilegi hlaupari Atlanta Falcons, T.J. Duckett, missti af öðrum leik sínum í röð um helg- ina er Atlanta lék gegn Pitts- burgh. Duckett, sem.var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins í ár, hefur leikið einstaklega vel í vet- ur og ekkert síður en Warrick Dunn, aðalhlaupari Falcons. Hann ætti þó að verða klár í slaginn um næstu helgi. Tímabilið búið hjá Boston? Stjömuútherji Arizona Cardinals, David Boston, hefur líkast til spilað síðasta leik sinn í ár. Hann meiddist á hné í leik Cardinals gegn San Francisco í lok október og fyrir vikið þarf hann væntanlega að leggjast undir hnifinn. Þetta er mikið áfall fyrir Arizona sem hefur leikið ágætlega í vetur og situr í öðru sæti riðils síns og á ágæta möguleika á að komast í úrslita- keppnina. Miami er í vandræðum Miami Dolphins eru í miklum leikstjórnandavandræðum þessa dagana. Aðalleikstjómandi liðs- ins, Jay Fiedler, er meiddur og verður frá næstu tvær vikumar og varamaður hans, Ray Lucas, er einnig í meiðslavandræðum og því gætu Dolphins þurft að treysta á Sage Rosenfels sem hefur aðeins tekið þátt í einum leik á ferlinum. Þetta gæti sett strik í reikninginn hjá Dolphins sem hafa verið öflugir í vetur. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.