Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002 41 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Afistoéarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Ðreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerfi og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins t stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ofbeldi gegn konum Óvíða í heiminum - og líklega hvergi - hefur kvenfrelsisbarátta náð jafn langt og á íslandi. ís- lenskar konur njóta réttinda sem aðeins lítill hluti kynsystra þeirra um allan heim búa við. Þessi réttindi eru enn svo ósjálf- sögð um mestan hluta heims að hvern þann sem rekur augu ofan í skýrslur kvennahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, Unifem, setur hljóðan. Ekki ein- asta er réttur kvenna brotinn um allan heim, heldur er traðkað á honum og oíbeldi gegn þeim hluti af menningu. í reynd hefur mannkyni farið lítið fram í þessum efn- um á síðustu öldum. Tími upplýsingarinnar og aukinnar menntunar um allan heim hefur ekki dregið úr margs konar ofbeldi og órétti kvenna svo orð sé á gerandi. í fá- menni Vesturlanda hefur vissulega tekist að vinna bug á almennri fáfræði og breyta gömlum viðhorfum til kvenna en meginhluti stúlkubarna sem fæðist á jörðinni á fyrir höndum erfitt og ömurlegt líf þar sem karlar ráðskast með rétt þeirra til hamingju, friðar og fræða. Öðru sinni er sómalska fyrirsætan Waris Dirie komin til íslands til að minna Vesturlandabúa á að hin myrka misþyrming er til staðar um mestan hluta heimsins. Lest- ur sögu hennar, sem kom út á síðasta ári í íslenskri þýð- ingu, var opinberun þeim þúsundum landsmanna sem hana lásu. Þar sagði af lífi afriskra stúlkna i ofurklóm fá- fræði og hindurvitna. Þeim er aldrei ætlaður réttur til að njóta lífs og leiks og ásta. Þær verða hver af annarri fyrir ógeðslegri misþyrmingu á kynfærum sínum. Waris Dirie hefur farið um heiminn sem sendiboði Sameinuðu þjóðanna og vakið almenning til umhugsunar um réttindaleysi kvenna. Hún er aufúsugestur hér á landi. Aldrei er of oft fjallað um skarðan hlut kvenna við gnægtaborð jarðarinnar. Aldrei er hamrað nógu oft á þeim viðbjóðslegu ofbeldisverkum sem á hverjum degi eru framin á konum í krafti yfirburða valda og vöðva. Sögu kvennabaráttunnar lýkur ekki þó að talsverður árangur hafi náðst á nálægum slóðum. í þessum efnum nægir að líta .til Afganistans, lands sem verið hefur i fréttum um margra mánaða skeið. í skýrsl- um kvennahjálparinnar má lesa tárum bleytta tölfræði. Þar segir að 98 prósent kvenna í landinu hafi hvorki fæð- ingarvottorð, kennitölu, vegabréf eða nokkur önnur skil- ríki. Þetta er árangur af ofríki talibanskra trúarofstækis- manna á svæðinu sem læstu konur landsins inni í fornöldum. Konur voru á meðal húsdýra í landinu um skeið. Og umheimurinn var barasta nokkuð hissa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að 40 milljónir kvenna og bama séu á flótta i heiminum. íbúar Norðurlandaríkjanna eru helmingi færri. Stofnunin segir að margs konar ofbeldi gegn konum sé geigvænlegt og vaxandi vandamál og þar sitji flóttakonur í dýpstu forinni. í Bosníu og Rúanda hafi nauðgunum meðvitað verið beitt í þágu striðsins. Meira en 20 þúsund konum hafi verið nauðgað í Bosníu á árinu 1992 einu. Það eru aðeins tíu ár frá því. Og vettvangurinn var Evrópa. Á alþjóðlegum degi sem þessum gegn ofbeldi á konum eiga menn að hrista upp í hversdagslegri hugsun sinni og gæta að þeim mannlegu náttúruhamförum sem gerast á hverjum degi allan ársins hring. Fjöldamorð er ógurlegur glæpur og ratar iðulega á forsíður dagblaða. Það fjölda- ofbeldi sem fram fer fyrir luktum dyrum eða jafnvel úti á viðavangi um allan heim á öllum tímum sólarhrings er ekki minni frétt. Við skulum hafa það í huga hvað kvennabaráttan er komin stutt á veg. Sigmundur Ernir MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002 DV Skoðun Samkeppni á raforkumarkaði Svanfríöur Jónasdóttir þingmaöur Samfylkingar Kjallari Þegar þetta er skrifað er frumvarp til nýrra raforku- laga ekki enn komið fram. Það hefur tvisvar verið lagt fram á Alþingi án þess að vera rætt. í fyrra skiptið náði það að fara órætt til nefndar. Á síðasta þingi var það bara sýnt. Frumvarpið á að svara efni tilskipun- ar 96/92/EB sem Aiþingi samþykkti að felia inn í EES-samninginn vorið 2000. Það átti að vera búiö að innleiða efni tU- skipunarinnar í lög hinn 1. júlí 2002. MegintUgangurinn er að skapa forsend- ur fyrir samkeppni í orkugeiranum. Samkvæmt því sem fram hefur kom- ið hjá iðnaðarráðherra var talið að upp- taka tilskipunarinnar styrkti stefnu stjórnvalda. Samt hefur gengið ótrúlega brösótt fyrir ráðherrann að leggja frum- varpið fram og ljóst að frumvarp, hvað þá frumvarp sem leiða á tU grundvallar- breytinga á ýmsum sviðum orkumála, sem ekki kemur fram fyrr en á síðustu dögum þings er ekki líklegt tU að fá af- greiðslu. Hvar hefur ríkisstjórnin verið? Það vakti athygli þegar Björn Bjarna- son, fyrrum ráðherra i ríkisstjórn, sem taldi að upptaka tUskipunarinnar í lög styrkti stefnu stjómvalda i orkumálum ef marka má orð iðnaðarráðherra, og sem hafði sem ráðherra tvisvar sam- þykkt að frumvarp byggt á henni væri lagt fram sem stjórnarfrumvarp, þegar þessi sami Björn taldi nú nýverið, að það ætti að leita undanþága frá efni tU- skipunarinnar. Og hinn sami Bjöm er enn þingmaður Sjálfstæðisflokksins og „Það er Ijóst að ekki er eining í stjómarliðinu um efni raforkulagafrumvarpsins eða þœr breytingar sem fyrirhugaðar eru á rekstrarumhverfi orkufyrirtœkjanna og spurning hvenær iðnaðarráðherra tekst að koma frumvarpinu fram, hvað þá að fá það samþykkt.“ - Frá Alþingi. þar með væntanlega enn stuðningsmað- ur ríkisstjómarinnar rétt eins og Uokks- bróðir hans, Einar Oddur, sem einnig hefur nú á haustdögum látið i ljósi þá skoðun að leita bæri undanþága frá þeirri samþykkt sem Alþingi gerði vor- ið 2000 þegar tUskipunin var feUd inn í EES-samninginn! Á flótta frá eigin stefnu Það er kostulegt að fylgjast með þeim félögum biðja um undanþágu frá sam- þykkt Alþingis sem þeir stóðu þó báðir að. Eru þeir þá bæði að flýja frá eigin verkum og stefnu ríkisstjórnarinnar, eða hver er raunveruleg stefna rUds- stjórnarinnar í málinu? Er hún e.t.v. ekki tU lengur, og að þar liggi skýringin á því að ekkert frumvarp er enn komið fram þrátt fyrir það að aUir frestir séu löngu liðnir og að þegar sé komin áminning vegna vanrækslu á uppfyU- ingu ákvæða EES-samningsins? Er Sjálf- stæðisflokkurinn á móti samkeppni á raforkumarkaði? Það er ljóst að ekki er eining í stjóm- arliðinu um efni raforkulagafrumvarps- ins eða þær breytingar sem fyrirhugað- ar eru á rekstrarumhverfi orkufyrir- tækjanna og spuming hvenær iðnaðar- ráðherra tekst að koma frumvarpinu fram, hvað þá að fá það samþykkt. Á meðan bíður orkugeirinn og aðrir þeir sem hagsumna eiga að gæta þess sem verða vUl. Sameinuðu þjóðimar enn haldreipið Störf Sameinuðu þjóð- anna hafa oft veriö um- deild. Á dögum kalda stríðsins höfðu risaveldin tilhneigingu til að snið- ganga samtökin og beittu neitunarvaldi sínu óspart. Eftir hrun Sovétríkjanna hafa Bandaríkin, sem eina risaveldið, reynt að draga úr áhrifum Samein- uðu þjóðanna þegar þær ekki hafa farið að vUja þéirra. Nú stendur heimurinn frammi fyrir hótunum af hálfu Bandarikjanna um að ráðast á írak, hvort sem Öryggisráðið veiti tU þess heimild eða ekki. Þessi leik- ur að eldi bætist við afstöðu Banda- ríkjanna á mörgum öðrum sviðum þar sem þau haga sér eins og væru þau ein i heiminum. Ýmist hundsa þau eða sniðganga alþjóðasáttmála, nú síðast á sviði efna- og sýkla- vopna. Það er kaldhæðnislegt að slíkt verður opinbert á sama tíma og Bush sakar íraka um að hafa komið sér upp gereyðingarvopnum. Heims- veldistUburðir Bandaríkjanna eru bein ögrun við grunnhugmyndina að Sameinuðu þjóðunum og störf þeirra tU þessa. Sjálfbær þróun og hnattvæðing í þrjátíu ár hafa Sameinuðu þjóð- imar verið vettvangur umræðu og aðgerða á sviði umhverfismála. Ailt frá Stokkhólmsráðstefnunni 1972 hefur á þeirra vettvangi verið leitað úrræða gegn vaxandi vistkreppu, misskiptingu og fátækt. Af því starfi hafa sprottið fjölmargir alþjóðlegir sáttmálar sem haft hafa mikla þýð- ingu við að hamla gegn umhverf- iseyðingu og tU stuðnings félagslegu réttlæti. Á heimsráðstefnum Sam- einuðu þjóðanna á tíunda áratugn- um, ekki síst um umhverfi og þróun í Ríó 1992 og félagsmálaþinginu í Kaupmannahöfn 1995, var lagður grunnur að hugmyndinni um sjálf- bæra þróun. Sjálfbær þróun stendur þremur fótum í umhverfisvemd, fé- lagsmálum og efnahagsstefnu. Á sama tíma og sjálfbær þróun var að skjóta rótum geystist ný- frjálshyggjan fram og fékk stuðning af upplýsingatækninni við að hrinda af stað þeirri hnattvæðingu fjármála- og efnahagslífs sem nú set- ur svip sinn á veröldina. Kerfislega fótfestu fékk þessi hnattvæðing í Al- þjóðaviðskiptastofnuninni WTO sem sett var á fót 1995 á grunni fjöl- „Viðbrögð Öryggisráðsins við stríðsstefnu Bush- stjómarinnar verður eitt afdrifaríkasta próf sem Sameinuðu þjóðimar hafa gengist undir til þessa. “ þjóðasáttmálans um GATT. Það gerðist án beins atbeina Sameinuðu þjóðanna. Miili stefnumiðanna um sjáifbæra þróun og viðskiptareglna WTO hefur skapast mikil og vax- andi spenna, sem m.a. endurspeglast í miklum mótmælum kringum árs- fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar. Stríð um olíulindir Andstæður eru óðum að skerpast á alþjóðavettvangi eftir upprof og vonir um betri tíð við lok kalda stríðsins. Vaxandi tök fjölþjóöafyrir- tækja á framleiðslu og viðskiptum þrengja að ríkisstjórnum, kjömum fulltrúum og fjölmiðlum. Mútur og bókhaldssvik eru daglegt brauð og minnst af því kemst upp á yfirborð- ið. Gjáin milli ríkra og fátækra fer ört breikkandi, mest áberandi milli norður- og suðurhvels en einnig í iðnvæddum ríkjum. Krafan um fé- lagslegt réttlæti sem forsendu sjálf- bærrar þróunar á erfltt uppdráttar. Bandarísk stjómvöld skelltu hurðum á margar umbótatillögur í umhverfismálum á nýafstöðnu heimsþingi í Jóhannesarborg. Ofur- veldið notar nú baráttu gegn hryðju- verkum sem yfirvarp til að tryggja sér sjálfsafgreiðslu í olíulindum Mið-Austurlanda og hótar vopna- valdi til að komast að dælunum. Viðbrögð Öryggisráðsins við stríðs- stefnu Bush-stjómarinnar verður eitt afdrifaríkasta próf sem Samein- uðu þjóðimar hafa gengist undir til þessa. Sandkora Þingmannsefni Búist er við að gengið verði frá framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi (nágrannasveitarfélögum Reykjavikur) síðar í vikunni. Sem kunnugt er verður stillt upp á listann og er fastlega búist við að röð þeirra fjögurra þingmanna sem búsettir eru í hinu nýja kjördæmi verði óbreytt, þ.e. að Árni Mathiesen verði i 1. sæti, Gunnar I. Birgisson í 2., Sigríður Anna Þórðardóttir í 3. og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í 4. sæti. Næsta sæti er mjög „heitt“ ef svo mætti segja; miðað við úrslit síðustu þingkosninga má Sjálfstæðisflokkurinn vænta þess að fá fimm þingmenn í kjördæminu og því er talið að um nokkuð öruggt þingsæti geti verið að ræða. I sumar var helst rætt um að Sturlu D. Þorsteinssyni, kennara í Garðabæ, yrði boðið þetta sæti en hann skipaði 8. sæti á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi við síðustu þingkosningar. Undanfarið hefur hins vegar nýtt nafn æ oftar heyrst nefnt í þessu sambandi, það er nafn Ummæli Áhugaverð hugtök „Sem formaður ÍTR hefur mér gefist tækifæri á að skoða þann málaflokk út frá öðru og nýju sjónarhorni en ég hef áður gert.... Nú hafa hugtök sem mér voru áður ókunn fengið áhugaverða merkingu. Hugtök eins og jaðaríþrótt- ir, fyrsta, önnur eða þriðja kynslóð gervigrass, parketfótbolti og hrákadallar dæmi um slíkt.“ Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi, á Hriflu.is. Kennedískur frambjóðandi „Hann er sjálfgert leiðtogaefni með heilbrigða skynsemi og pínulítið kennediskt yflrbragð ..." Páll Bragi Kristjónsson um Birgi Árniannsson i stuöningsgrein í Morgunblaöinu. Kæruleysi stjórnvalda „Reynsla annarra landa af sjókvíaeldi er að það hefur umtalsverð umhverflsáhrif og því veldur kæruleysi stjómvalda hér á landi mörgum stangveiðimanninum miklum áhyggjum. Komið hefur í ljós að úrgangurinn úr fyrirhuguðu laxeldi í Mjóaflrði er eins og frá 40.000 sandkorn@dv.is Bjama Benediktssonar, héraðsdómslögmanns úr Garðabæ. Bjami er fæddur 1970 og er framkvæmdastjóri hjá lög- mannsstofunni Lex. Landsbyggðin lifi Umboðsmaður Alþingis hefur skammað Guðna Ágústs- son landbúnaðarráðherra með nýjum úrskurði um um- deilda sölu á jörðinni Kvoslæk í Fljótshlíð. Þykir ekki hafa verið staðið að útboðs- og sölumálum svo nægilegur sómi sé að. Á jörðinni hafa hins vegar þekktir menn komið sér fyr- ir og munu þar una sér í sveitasælunni á sumrin. Af þessu tilefni er ort: Sœlt er að lifa til sveita sannast sú kenning enn. Úr borginni í búskap leita bráóflinkir stjórnmálamenn. manna byggðarlagi. Þá er það ætíð svo og hefur verið alls staðar í heiminum að lax sleppur úr kvíum og sleppiiax af erlendum uppruna hefur varanleg og óbætanleg áhrif á villta laxastofna með erfðablöndun og smitsjúkdómum. Ef villti laxinn blandast eldislaxinum og tapar með því hæfi- leika sínum til að rata heim í sína á og lifa þar af, má gera ráð fyrir hruni viiltra stofna laxveiðiáa." Þorsteinn Ólafs, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, í grein í Sportveiöiblaöinu. Borgin fái skerf „Nú hefur staðið tO um nokkurt skeið að ráðast í að leggja svokallaða Sundabraut sem myndi bæta stórlega úr samgöngum inn og út úr borginni og greiða fyrir umferð tU og frá nýjustu hverfum borgarinnar. Ekki hefur verið efast um arðsemi slíkrar framkvæmdar sem er óhemju mikU. Hitt er stóra spurningin hvernig ætti að fjármagna braut- ina. Nú þegar rUiisstjómin hefur ákveðið að láta andvirð- ið af sölu bankanna renna tU samgöngubóta á landsbyggð- inni væri ekki úr vegi að höfuðborgarsvæðið fengi smn skerf líka. Ég skora því á ríkisstjórnina að láta hluta and- virðis af sölu bankanna renna tU lagningu fyrsta áfanga Sundabrautar...“ Bryndís Hlöðversdóttir á vef sinum. við gervigras eru Eru læknar jafnari en aðrir? „Það blasir til dæmis við að kennarar gœtu sem hæg- ast bœtt stöðu sína verulega með svipuðu fyrírkomu- lagi [og lœknar]. Þeir gœtu tekið á móti nemendum í skólum hins opinbera, kynnt fyrir þeim námsefnið í grófum dráttum en gert þeim svo Ijóst að ef þeir vildu bœta sig og eiga von um að ná prófi vœri vissara að koma í aukatíma á einkastofu kennarans. “ Nú þekkist sú skoðun að það sé réttindamál opin- berra starfsmanna í stétt heilsugæslulækna að semja um verktakakjör við ríkið. Helstu rökin eru þau að þeir þurfi að njóta sömu „réttinda“ og sér- fræðilæknar sem gegna margir störfum á spítöl- um og reka jafnframt stofur úti í bæ sem kall- aðar eru einkastofur. Kerflð virkar þannig að þeir taka á móti sjúklingum á spítölunum en biðja þá svo að hitta sig næst á stof- unni. Nú viija heUsugæslulæknar njóta sömu kjara. Þessi „einkarekst- ur“ er eingöngu fjármagnaður af ríkinu og viðskiptavinum sem eiga þess ekki kost að velja hvort þeir vUji þiggja þá þjónustu sem í boði er. Þrátt fyrir að sumir haldi að fólk geri sér það tU dægrastyttingar að leita tU lækna og taka inn lyf er lík- legt að flestum sé nauðugur einn kostur að sækja sér læknisþjónustu. Hvað með einkastofur kennara? Furðu sætir að fleiri starfsmenn hins opinbera hafi ekki, í nafni rétt- lætis, reynt að semja um svipuð starfskjör við ríkið. Það blasir tU dæmis við að kennarar gætu sem hægast bætt stöðu sína verulega með svipuðu fyrirkomulagi. Þeir gætu tekið á móti nemendum í skól- um hins opinbera, kynnt fyrir þeim námsefhið í grófum dráttum en gert þeim svo ljóst að ef þeir vUdu bæta sig og eiga von um að ná prófi væri vissara að koma í aukatíma á einka- stofu kennarans. Þar væri þjónusta öU miklu skUvirkari og persónu- legri Enginn vafi leikur á að nemendur myndu nýta sér þetta enda fengju þeir sérstök afsláttarkort eftir fyrstu tímana og kennarinn sendi reikn- inginn tU Menntastofnunar ríkisins. Með þessu fyrirkomulagi ykju kenn- arar tekjur sínar og nemendur fengju betri þjónustu. Hvort tveggja ætti að auka heUdaránægju fólks með menntakerfið um leið og kenn- urum væru tryggð sjálfsögð réttiridi tU einkavæðingar. Eini ókosturinn við þetta fyrir- komulág virðist í fljótu bragði vera sá að það gæti orðið nokkuð dýrt fyrir ríkið að standa undir svona rekstri. En þá er á hitt að líta að kostir einkavæðingarinnar væru ótvíræðir auk þess sem hér væri um réttindamál kennara að ræða. Þeir gætu, líkt og læknar, sagst eiga rétt á þvl að samið væri við þá um einkakennslu utan skólanna. Marg- ir kennarar eiga langt og strangt há- skólanám aö baki og geta með réttu talist sérfræðingar á sínu sviði. Það er þvi vandséð hvemig hægt væri að neita þeim um að gera eirikaþjón- ustusamninga við ríkið - ef við við- urkennum þann siðferðisgrunn sem sérfræðingar i læknastétt standa á. Hvaða pólitík viljum við? Og þar komum við kannski aö að- alatriðinu: Við getum ekki fallist á að þessar opinberu einkastofur lækna séu eðlilegar. Það er pólitískt spursmál hvemig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu í landinu. Ekk- ert bannar læknum að opna einka- stofur og rukka fyrir þjónustu sína, líkt og tannlæknar og rakarar gera. En á meðan það er pólitískur vilji fyrir því að reka heilbrigðisþjón- ustu af almannafé er það lágmarks- krafa til þeirra sem stýra þeirri þjónustu að þeir komi böndum á hana og láti sömu siðferðissjónar- mið og starfsskyldur gilda um lækna og aðra opinbera starfsmenn með því að halda aðgreindum hin- um opinberu þáttum heilbrigðis- kerfisins og þvi sem er pólitískur vilji til að semja um framkvæmd á viö „einkareknar" læknastofur. Þá kröfu verður að sjálfsögðu líka að gera til lækna að þeir uni sömu leikreglum og aðrir borgarar. Það er eitthvað bogið við það hvemig opin- ber einkarekstur sérfræðinga hefur fengið að grafa um sig í heilbrigðis- kerfinu - í nafni sögulegrar hefðar fyrir einkastofum lækna, að því er sagt er. Það blasir við öllum að þetta kerfi er ekki réttlátt þegar það er út- fært fyrir kennara og skólastarf. Og það er furðulegt að heyra menn nota slíka sögulega kerfisvillu sem við- miðun í réttindabaráttu heilsu- gæslulækna. Nema markmiðið sé að fletta ofan af vitleysunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.