Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 14
HViTA HÚSIO i SÍA
14
a&ia/v
kærkomin gjöf
í sönnum jólaanda
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 |
Valkostur um jólin Jyrir þá sem ekki borða kjöt
Hnetusteikin er ótrúlega góð með waldorf- eða avókadósalati, raitu, chutney og mörgu öðru.
Grænt og gott:
inefi'SU’tun/iar
—m—
Við bjóðum allar stærðir og gerðir af
öskjum eða gjafakörfum. Þú ákveður
stærðina og setur fram þínar
hugmyndir um samsetningu, útlit og
þá upphæð sem þér finnst viðeigandi.
Þú getur bætt í pakkann vinflösku,
konfekti, korti eða öðru sem andinn
blæs þér í brjóst. Hringdu eða komdu
til okkar með óskir þínar og við
útfærum þær á smekklegan hátt.
Grœn jól
Sólveig Eiriksdóttir, matselja á Grœnum kosti, segir að það sé ekkert mál að vera grœn-
metisœta um jólin þrátt fyrir allt kjötið sem er á boðstólum. „Það er hœgt að matreiða
ótrúlega marga veislurétti úr grœnmeti. “
Hangikjöt og ijúpur eru í huga margra
hinn eini sanni jólamatur og jólin ekki komin
í hús fyrr en ijúpulyktin eða hangikjötsilmur-
inn liggur í loftinu. En hvernig skyldi þetta
vera hjá þeim sem ekki borða kjöt? Sólveig
Eiriksdóttir hjá Grænum kosti segir að græn-
metisætur haldi jól eins og allir aðrir og geri
sér dagamun í mat og drykk. „Það er hægt að
búa til ótrúlega marga og góða hátiðarrétti úr
grænmeti og því þarf enginn að hafa áhyggj-
ur af okkur grænmetisætunum um jólin.“
Sólveig segir að þau á Grænum kosti bjóði
viðskiptavinum sínum að kaupa tilbúið
hnetusteikardeig og meðlæti á Þorláksmessu.
„Deigið er sett í ofh á aðfangadag og bakað í
um það bil fjörutiu mínútur og úr því verður
dýrindis jólamatur."
Hnetusteik
2 matskeiðar af græni ólífúolíu
2 laukar, smátt saxaðir
200 g sæt kartafla, rifin
200 g sellerírót, rifin
200 g soðnar kartöflur
200 g tófú - firm eða stíff
200 g soðin hrísgijón
4 matseiðar tómatpúrré
2 matskeiðar timian
2 matskeiðar karrí
1/2 teskeið chili
1 matskeið salt
200 g cashewhnetur, ristaðar og malaðar
200 g heslihnetur, ristaðar og malaðar
Rasp
100 g sesamfræ
100 g cashewhnetur
Matreiðsla:
Laukurinn, sæta kartaflan og sellerírótin
látin krauma í u.þ.b. 20 minútur á stórri
pönnu eða í potti með kryddinu og tómat-
púrré.
Kælt.
Vatninu hellt af tófúinu sem er síðan létt-
kreist með eldhúspappír til að ná öllu vatninu
úrþví.
Öllu hrært saman í hrærivél (gott að nota
hnoðarann).
Velt upp úr raspinu, mótað í „steik“ og
bakað við 200° C í u.þ.b. 40 mínútur.
Waldorfsalat
Hálf sellerírót
225 g af góðum lífrænt ræktuðum eplum
125 g af vínberjum (lífrænt ræktuðum ef
þau fást)
Nokkur blöð af klettasalati, helst rucola
25 g þurrristaðar valhnetur
25 g þurrristaðir heslihnetukjamar
Hálfur lítri af ab-mjólk eða sojajógúrt
Ein matskeið af góðu sinnepi
Karrí, salt og cayennepipar til að krydda
Selleríið er afhýtt og rifið á grófu rifjámi
og sett í skál.
Eplin kjamhreinsuð og skorin í passlega
bita (ekki þarf að afhýða þau ef þau eru líf-
ræn, bara þvo) og bætt út í skálina.
Vínber þvegin, steinhreinsuð, skorin í
tvennt og sett í skálina.
Klettasalati og hnetum bætt út í.
Ab-mjólkin sett í kaffifilter og látið leka
af henni í að minnsta kosti klukkustund til
að gera hana þykkari, kryddað, hellt yfir sal-
atið og blandað saman.
Avókadósalat
2 stykki avókadó
Hálfúr rauðlaukur
Tveir tómatar
50 g ristaðar cashewhnetur
Safi úr einni sítrónu
Salt og cayenne-pipar eftir smekk.
Avókadó skorin í tvennt, afhýdd og stein-
hreinsuð. Síðan skorin í passlega stóra bita
og sett í skál.
Rauðlaukurinn afhýddur, skorinn í tvennt
og síðan mjög fínt og bætt út í skálina.
Tómatamir skomir í litla bita og settir í
skálina. Síðan em cashewhnetumar settar í
skálina ásamt sítrónusafa.
Bragðað til með salti og pipar.
Blandað vel saman og tilbúið.
Raita
(köld ab-mjófkursósa)
4 bollar ab-mjólk, látið leka af henni í
gegnum kaffifilter í u.þ.b. tvær klukku-
stundir; ab-mjólkin verður þykkari og sætari
fyrir vikið.
1 teskeið cumin-fræ, þurrristuð á pönnu
Salt og cayenne-pipar eftir smekk
1/4 rifin agúrka
Tveir tómatar, skomir í mjög litla bita
1/4 bolli smátt saxaður rauðlaukur
Lítill hnefí af flnt söxuðum og ferskum
kóríander, steinselju eða öðm grænu
Öllu blandað saman í skál og hrært létt.
Hyljið með plastfilmu og geymið í ísskáp
þar til borið fram.
Aprikósu-chutney
Hálft kíló af þurrkuðum apríkósum
Hálft kíló af ferskum tómötum
Ein teskeið af vanilludufti
Hálf teskeið af möluðum kardimommum
Örlítið salt og smávegis af cayenne-pipar
Setjið aprikósumar í bleyti yfir nótt, látið
vatnið rétt fljóta yfir þær.
Afhýðið tómatana með því að setja þá ör-
stutt í sjóðandi vatn.
Skerið tómatana í tvennt og hreinsið inn-
an úr þeim.
Setjið aprikósumar og tómatana í bland-
ara ásamt kryddinu og hrærið í mauk.
Setjið maukið í pott og látið suðuna koma
upp, bullsjóðið í 2-3 minútur.
Hrærið stöðugt.í svo ekki brenni við.
Kælt og sett í krukkur eða box.
Geymist í nokkrar vikur í kæli í loftþétt-
um umbúðum - einnig er hægt að frysta.
Verði ykkur að góðu. -Kip