Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju
Johann Sebastian Bach: Jólaóratóría
Einstök stund
í íslensku
tónlistarlífi
Að njóta Jólaóratóríu Bachs er einstök stund. Tveir af okkar fremstu
söngvurum, Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir,
taka höndum saman með heimsþekktum kollegum
sínum Andreas Schmidt og Monica Groop. Þau,
ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands og Mótettukór
Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar,
sameinast í flutningi á þessari mögnuðustu jóla-
gleðitónlist allra tíma. í vændum er því einstakur
viðburður í tónlistarlífi okkar.
Hallgrímskirkja, fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30(1-11
föstudaginn 6. desember kl. 19:30 (IV-VI)
laugardaginn 7. desember kl. 17:00 (l-lll)
Miðaverð: 2.500 kr. / 4.000 kr. ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika.
Jólatónleikar
fjölskyldunnar
Á boðstólum verður m.a. tónlist úr kvikmyndinni um töfrastrákinn
Harry Potter og syrpa
af heimsþekktum
jólalögum. Krakkar úr
Suzuki-skólanum koma fram og hinn
frábæri kór Graduale Nobili.
Að síðustu taka allir lagið
saman og aldrei að vita nema
jólasveinninn komi í heimsókn.
Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Háskólabíó, laugardaginn 14. desember kl. 15:00.
Miðaverð: 2.000 kr. /1.000 kr. fyrir böm 12 ára og yngri.
„Glæsilegt verk“
EBU tónleikar Rfkisútvarpsins
John Speight: Jólaóratoría
...var skrifað í blöð þegar Jólaóratóría Johns Speights var frumflutt
í Hallgrímskirkju í desemþer 2001. Nú gefst annað tækifæri til að
heyra verkið á tónleikum sem útvarpað verðurtil fjölmargra landa
í Evrópu og víðar.
Hljómsveitarstjóri: Hörður Áskelsson
Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir, Garðar Thor Cortes og Benedikt Ingólfsson
ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum
Hallgrímskirkja, sunnudaginn 22. desemberkl. 17:00.
Vín á
heimavelli
Vínartónleikar
Vínartónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar eru nú aftur komnir í
Háskólabíó og víst er að umgjörðin |
verður með glæsilegasta móti.
Tryggðu þérmiða ítíma.
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Háskólabíó, miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30
fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30
föstudaginn 10. janúar kl. 19:30
laugardaginn 11. janúarkl. 17:00
Miðaverð: 3.000 / 2.600 / 2.200 kr.
Giafakort
J / x • / 1 • .. r
er goójolagjof
Gjöf sem hljómar vel! Settu saman gjafabréf Sinfóníunnar og láttu
þá njóta sem þér þykir alveg sérstaklega vænt um!
AÐALSTYRKTARA&ILt SINFÓbtlUHLJÓMSVEITAR (SLANDS
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
Háskólabló við Hagatorg I Slmi 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Jól um víða veröld:
„Það var ástin sem dró mig til íslands,"
segir Spánverjinn Eduardo Perez Baca,
kokkur hjá Caffé kúltur við Hverfisgötu.
„Ég hóf störf hjá Caffé kúltur þegar
það var opnað og hef verið hér síðan. Að-
sóknin hefur verið ágæt en það er yfirleitt
mest að gera í hádeginu virka daga en á
kvöldin um helgar. Við reynum að hafa
matseðilinn einfaldan þar sem þetta er í
raun kaffihús en bjóðum upp á átta fasta
rétti með alþjóðlegu ívafi.“
Fólk fer meira út
„Jólin á Spáni er ósköp svipuð jólunum
hér, að því undanskildu að fólk fer meira
út á götu og á veitingahús til að blanda
geði við aðra. Við gerum okkur glaðan
dag með góðum mat og víni og gefum
hvert öðru gjafir. Á Spáni er venjan að
gefa gjafimar 6. janúar þegar vitringamir
þrír koma í heimsókn en ekki á aðfanga-
dagskvöld eins og hér. Þegar vitringamir
koma í bæinn er haldin skrúðganga og svo
færa þeir bömunum gjafimar um nóttina.
í gamla daga var algengt að fólk setti upp
litlar eftirmyndir af Qárhúsinu í Betlehem
og þar mátti sjá Maríu, Jósep, vitringana,
kindur og kýr og Jesúbamið í vöggu en í
seinni tíð hefúr færst í vöxt að fólk setji
upp jólatré. Vitringamir eru einnig að
vikja fyrir rauða kóka-kóla-gæjanum sem
við köllum Papa Noel.“
Kryddjól
Að sögn Eduardo verður boðið upp á
Qölbreyttan matseðil á Caffé kúltur um
jólin. „Við erum með sérstakan jólamat-
seðil með alþjóðlegu ívafi þar sem gestir
geta valið um þrenns konar rétti.
Fyrsti rétturinn nefnist Kryddjól og
samanstendur af hvítlauksristuðum út-
hafsrækjum, tómká-súpu eða súrsætri
kókoshnetusúpu frá Taílandi í forrétt en i
aðalrétt er kjúklingabringa fyllt með
sveskjum og valhnetum, ásamt ofnbök-
uðu meðlæti, kínakáli og salati með
myntu.
Réttur númer tvö er með spænsku ívafi
og kallast Saltfiskjól. í forrétt er boðið
upp á Brandada de Bacalao eða saltfisk
Saltfiskjól
Eduardo Perez Baca kokkur ætlar að bjóða gestum Cajfé kúltur upp á alþjóðlegan mat-
seðil um jólin.
tartar, saltfisksalat með appelsínum, djúp-
steiktar saltfiskkökur og geitaost með
ólífúm. Aðalrétturinn er grillaður saltfisk-
ur ásamt paprikusalati, gratíneruðum
kartöflum og alioli-sósu og í eftirrétt er
mjólkurdesert með kanil og vanillu.
Við bjóðum líka upp á sérstakan mat-
seðil fyrir grænmetisætur sem við köllum
Grænmetisjól. í forrétt er Nam Goí sem er
víetnamskur hrísgrjónaréttur með papriku
og núðlum, spínat-gnocci með
salvíusmjöri og grilluðu eggaldini, þistil-
hjörtum og júgúrtsósu. í aðalrétt er egyp-
skt falafel með kjúklingabaunum, tómat-
salati, grísku pilaf og tahinisósu og í eftir-
rétt er sojaís með heslihnetum." -Kip
Skreyttur að-
ventukrans
Fyrsta kertið
nefnist spá-
mannskertið og
minnir á fyrir-
heit spámann-
anna um komu
frelsarans.
Hvað
heita kert-
in á að-
ventu-
kransin-
um?
ríítn/ut d fio/nu
Fjórði sunnudagur fyrir jól kallast
fyrsti sunnudagur í aðventu og þá er van-
inn að kveikja á fyrsta kertinu á aðventu-
kransinum. Eftir það er kveikt á einu kerti
á hveijum sunnudegi aðventunnar. Þegar
kveikt er á kertunum fagna menn komu
Krists og jótanna.
Fyrsta kertið nefhist spámannskertið
og minnir á fyrirheit spámannanna um
komu ffelsarans.
Annað kertið kallast Betlehemskertið
og heitir eftir fæðingarbæ Jesúbamsins.
Þriðja kertið nefhist hirðakertið eftir
hirðingjunum sem fyrstir fengu fréttir um
fæðingu frelsarans.
Fjórða kertið er englakertið og minnir á
englana sem fluttu ffegnina um fæðingu
ffelsarans. -Kip
'Safat,fyda
U
ætlað fjórum til fimm
Kjúklingur
4-5 kjúklingabringur, skomar í hæfi-
lega stóra bita.
Marinering:
1 desilítri púðursykur
1 desilítri BBQ-sósa
1/2 desilítri sojasósa
2-10 kreist hvítlauksrif, eftir smekk
Blandað saman í skál og kjúklingurinn
settur út í. Látið standa í einn til fjóra
tíma.
Salat
Einn poki Alabama-salat
Tómatar
Rauðlaukur
Rauð paprika
Sveppir
Fetaostur
Hnetur brúnaðar á pönnu, eftir smekk.
Upp á fat
Salatið sett á fat. Kjúklingurinn ásamt
marineringunni settur á pönnu og látið
sjóða/steikjast vel og síðan er öilu hellt
yfir salatið. Hnetunum stráð yfir í iokin.