Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
Farið varlega um jólin
Um jólin er notkun opins elds, rafmagnstœkja og annars búnaðar í hámarki ogafþeim sökum þarf að hafa brunavamir heimilanna igóðu
lagi svo ekki hljótist af eldsvoðar eða slys.
Brunavarnir heimilanna:
, O /if/a/n neísfa
Á þessum árstíma er notkun opins elds,
rafmagnstækja og annars búnaðar í há-
marki og af þeim sökum hafa hlotist bæði
eldsvoðar og alvarleg slys. Hér á eftir er
minnt á nokkur atriði sem hafa með
brunavamir á heimilum að gera. Nánari
upptýsingar er að fá á heimasíðu Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins (www.shs.is)
og heimasíðu Landsambands slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna (www.lsssam-
tok.is)
Öryggistæki
Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki
sem ættu að vera á hverju heimili. Sker-
andi vælið í þeim getur bjargað mannslíf-
um. En til þess þurfa þeir:
1. Að vera til staðar og á réttum stað.
2. Að vera réttrar gerðar og í lagi.
3. Að hafa góða rafhlöðu.
Til eru tvær megingerðir af reykskynj-
urum; optískir og jónískir, auk skynjara
sem sameinar eiginleika beggja. Jóníski
skynjarinn skynjar vel reyk með stórum
ögnum, til dæmis opinn eld, en síður upp-
haf glóðarbruna, til dæmis í sófa, sem op-
tíski skynjarinn nemur hins vegar mjög
vel. Því er æskilegt að hafa báðar gerðim-
ar á heimilinu. Einnig em til samtengjan-
legir reykskynjarar og skynjarar með rat-
ljósi.
• Hafið eftirfarandi í huga um reyk-
skynjara:
• Ekki hafa reykskynjara í eða of ná-
lægt eldhúsi.
• Setjið optískan reykskynjara á
ganga eða opin svæði.
• Setjið optískan reykskynjara ná-
lægt rafmagnstöflu.
• Æskilegt er að setja reykskynjara í
öll svefnherbergi.
• Best er að samtengja alla reyk-
skynjara í húsinu.
• Sé húsið fleiri en ein hæð, setjið þá
reykskynjara á allar hæðir.
• Reykskynjara ber að koma fyrir í
lofti, ekki nær vegg en 50 sentímetra.
• Skiptið um rafhlöðu í reykskynjar-
anum árlega.
• Prófið reykskynjarann mánaðar-
lega með því að ýta á prófunarhnappinn.
Líftími reykskynjara er um það bil tíu
ár. Aðgætið framleiðsludag/ár þegar
reykskynjari er keyptur.
Handslökkvitæki
Til em margar gerðir slökkvitækja sem
hafa má á heimilum. Mikilvægt er að all-
ir á heimilinu viti hvar slökkvitæki em
geymd og hvemig á að beita þeim.
Slökkvitæki ber að yfirfara árlega af við-
urkenndum þjónustuaðilum.
Duftslökkvitæki eru ætluð á alla elda.
Ekki er þó tryggt að duftið slökkvi eld þar
sem myndast hefur glóð. Ráðlögð stærð á
heimili er sex kíló.
Kolsýmslökkvitæki em aðallega ætluð
á virk rafmagnstæki. Þau slökkva þó ekki
glóðareld fremur en duftslökkvitækin.
Þau era til í mörgum gerðum og stærðum,
allt frá tveimur kg.
Vatnsslökkvitæki em aðallega ætluð á
elda í fostum efnum, til dæmis timbri,
vefnaði og pappír. Algengasta stærð tækj-
anna er tíu lítrar.
Léttvatnsslökkvitæki eru vatnsslökkvi-
tæki sem froðuefni hefur verið bætt út í.
Þau duga á sömu elda og vatnstækin en
auk þess á olíu-, feitis- og rafmagnselda.
Algengasta stærðin er sex og tíu lítrar.
Eldvarnateppi
Eldvamateppi em til í mörgum stærð-
um og þau má nota aftur og aftur. Teppið
er lagt yfir hinn brennandi hlut og þétt að.
Ef teppið fer ofan í feiti í potti getur log-
að í gegnum það. Þá er teppið tekið af og
byrjað upp á nýtt.
Fyrstu vi&brögb viö eldsvo&a
Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.
Aðstoðið þá sem ekki geta bjargað sér
sjálfir út úr húsinu.
Tilkynnið slökkviliði um eldinn - 112.
Reynið að bjarga því sem mögulegt er
eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil en
fara út ella.
Flóttalei&ir
Greiður aðgangur þarf að vera að
svalahurðum. Mikilvægt er að auðvelt sé
að ljúka henni upp. Flestar svalahurðir
opnast út þannig að fylgjast þarf með því,
að snjór safnist ekki um of upp við hurð-
ina. Hurðir rýmingarleiða eiga að vera
opnanlegar innan frá án lykils (t.d. snerill
á útihurð). Vinsamlega athugið að svala-
lokanir em háðar samþykki byggingar-
fulltrúa.
í svefnálmu á að vera að minnsta kosti
eitt björgunarop. Ef svefnálma er ekki
sjálfstætt aflokað rými með aðgangi að að
minnsta kosti einu björgunaropi eða
björgunarsvölum á björgunarop að vera í
hverju svefhherbergi. Ef neðri brún björg-
unarops er tveim til fimm metrum frá
jörðu á að koma fellistiga af viðurkenndri
gerð fyrir við opið. Sé hæðin meiri þarf
ömggari búnað. Björgunarop er opnan-
legur gluggi sem þyrfti að vera hliðar-
hengdur, sé hann topphengdur þarf sér-
stakan búnað, stormjám, til að halda hon-
um í opinni stöðu. Vanda þarf val á opn-
unarbúnaði svo litil börn fari sér ekki að
voða.
Flóttaáætlun
Þegar eldur kemur upp þar sem fólk
sefur geta hiti og reykur valdið dauða
nema þú hafir áætlun um hvemig bregð-
ast á við, til dæmis um flótta úr svefnher-
bergi á örfáum sekúndum.
Áætlunin krefst:
1. Reykskynjara.
2. Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað.
3. Fjölskylduumræðna.
4. Æfinga.
Haf&u tvær flóttalei&ir:
1. Framdyr og bakdyr.
2. Svefnherbergisglugga.
Tryggðu að þessar flóttaleiðir séu
ávallt greiðfærar.
Brunaæfing á heimilinu:
1. Allir eiga að vera í sínu herbergi
með hurðir lokaðar.
2. Einn á heimilinu gefur brunamerki
með því að kalla ELDUR! ELDUR!
3. Hver og einn athugi herbergisdyr
sínar.
4. Látið sem dymar séu heitar. Notið
þá hina flóttaleiðina.
5. Allir mæti á fyrir fram ákveðinn
stað utandyra, einn látinn „kalla til“
slökkviliðið.
Ræðið eftirfarandi við fjölskylduna:
1. Sofið með svefhherbergisdymar
lokaðar. Það heldur aftur af hinum eitr-
aða reyk.
2. Reykskynjarinn mun væla og vekja
fjölskylduna.
3. Athugið dymar. Ef þær em heitar
notið þá hina flóttaleiðina. Séu þær kald-
ar, verið viðbúin að loka aflur ef reykur
eða hiti sækir inn.
4. Skriðið í reykfylltu herbergi, verið
fljót út.
5. Farið á fyrir frarn valinn mótsstað
svo þið getið athugað hvort öll fjölskyld-
an sé óhult.
6. Farið ekki aftur inn í eld eða reyk.
Verið viss um að aðrir fari heldur ekki
inn. Fjöldi fólks hefúr látist við að reyna
slíkt.
7. Kallið á slökkviliðið úr næsta síma.
Heimild:www.bmnamal.is -Kip