Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 E 1 Ð F A X 1 Hestaheilsa eftir Helga Sigurösson, dýralækni er frábær handbók til gjafa fyrir alla þá sem áhuga hafa af hestum og heilsufari þeirra. Verð 6.900.- WILDLIFE THI IUHOMAH MATUM EUROPE IILM MSTIVAl IN SWiOtN 1. verðlaun I flokknum Maður og náttúra Skreylt allt árið Það er ekkert óvenjulegt við að anddyri hótela séu skreytt með serium sem okkur dytti ekki í hug að setja upp nema um jólin. DV-mynd Unnur Guðjónsdóttir Jól um víða veröld: tfólasueinninn/ hamttehimb Þrátt fyrir að Kinverjar haldi ekki jól eru þeir mikið fyrir að skreyta híbýli sín,“ segir Unnur Guðjónsdóttir hjá Kínaklúbbi Unnar, „og þeir framleiða megnið af því skrauti sem við notum um jólin.“ Unnur hefur víða komið við og einu sinni var hún handtekin í jólasveinabúningi. Jólaskraut allt árið Unnur er nýkomin úr sautjándu ferð sinni til Klna og segist alltaf vera jafn ánægð og að hún fái örugglega aldrei nóg af landinu. „Það sem 'við köllum jóla- skraut nota Kínveijar við hvers konar önnur tækifæri til að skreyta í kringum sig. Það er til dæmis ekkert óvenjulegt við að andyri hótela séu skreytt með seríum sem okkur dytti ekki í hug að setja upp nema um jólin. Kínversk menning er ævafom og þeir voru byrjaðir að skreyta í kringum sig löngu á undan okkur, við fengum skrautið frá þeim og gerðum það að jólaskrauti." Jólasveinninn handtekinn Unnur er með annan fótinn í Stokk- hólmi og var lengi dansari hjá Konung- legu listakademíunni. „Einu sinni sem oftar var ég í Stokkhólmi um jólin og átti leið ffamhjá jólamarkaðinum við kaup- höllina í gamla bænum. Mig minnir að þetta hafi verið árið 1983. Mér þótti und- arlegt að þar var enginn jólasveinn á ferð þannig að viku seinna klæddi ég mig upp og mætti á staðinn í jólasveinabúningi með skegg og allt saman. Ég hafði notað tímann í vikunni og búið til litla jóla- sveina úr grenigreinum og pijónað á þá jólasveinahúfu og trefla og ætlaði að selja þá ásamt lopapeysum sem mamma pijón- aði. Þegar ég byijaði að stilla upp jóla- sveinunum á tröppunum fyrir utan kaup- höllina hópuðust að mér krakkar og spurðu hvort ég ætlaði að vera með brúðuleikhús. Ég brást að sjálfsögðu vel við og byijaði að skemmta þeim um leið. Skömmu seinna kom til mín maður sem sagðist vera umsjónarmaður fyrir markaðinn. Hann tilkynnti mér að ég væri ekki með söluleyfi og ég yrði því að hypja mig annars yrði ég kærð. Ég sagðist ekki vera að selja neitt, peysumar væru en- göngu til sýnis og jólasveinamir til að skemmta bömunum. Skömmu seinna birtust tveir lögregluþjónar og sögðu mér að hætta að selja því það væri búið að kæra mig. Ég þvemeitaði að ég væri að selja nokkum hlut og ætlaði að halda áfram að skemmta krökkunum. Þeir tóku af mér skýrslu og vildu vita við hvað ég starfaði. Ég sagðist vera leikkona við Dramaten, Konunglega þjóðleikhúsið í Svíþjóð, og væri hér í fullum rétti. Að lokum gáfust þeir upp og tóku jólasvein- ana og settu þá niður í lopapeysutösku. Annar lögregluþjónninn tók töskuna og þegar þeir gerðu sig líklega til að hand- taka mig skipti ég skapi og sagði að ég tryði því ekki að þeir ætluðu að handtaka jólasveininn fyrir ffaman bömin. Því næst tóku þeir undir sitthvom handlegginn á mér og báru mig burt á meðan bömin stóðu agndofa og báðu þá um að handtaka ekki jólasveininn og setja hann í fang- elsi.“ Unnur segist hafa beðið spennt í nokkra mánuði eftir kæmnni og að lokum þegar hún fékk bréfið frá lögreglunni var henni tilkynnt að það væri búið að fella kæruna niður. -Kip oa sanitinii/ut - tíminn breytist en ekki jólasveinarnir Jólasveinamir hafa gengið undir ýms- um nöfhum í gegnum tíðina. I dag em flestir sammála um að þeir séu þrettán að tölu. Af hegðun þeirra að dæma hefur nú- tíminn alveg farið fram hjá þeim og þeir sitja sem fastast í gömlum siðum. Stekkjarstaur finnst til dæmis best að sjúga æmar en hann er með staurfætur svo það gengur ofl erfiðlega hjá honum að fá nægju sína. Giljagaur finnst mjólkurfroða besti matur og heldur sig mest í fjósum lands- manna sem óðum fer fækkandi þannig að hann hlýtur að þurfa að breyta mataræði sínu áður en langt um líður. Stúfur er lítill og snaggaralegur og finnst dásamlegt að kroppa viðbrenndar matarleifamar af pönnunum. Hann á sér enn von. Það er engin furða þó Þvörusleikir sé mjór eins og girðingarstaur. Honum þykir ekkert betra en að sleikja þvörur sem not- aðar vom til að hræra í pottunum í gamla daga. Hann hlýtur að vera á vonarvöl. Pottaskefill hirðir óhreina potta úr eld- húsinu og skefur þá að innan með puttun- um. Hann gerir það svo vel að pottamir þurfa engan þvott á eftir. Pottaskefill er í góðum málum. Askasleikir stal öskum fólks í gamla daga og faldi sig með þá á meðan hann át upp úr þeim. Á hverju skyldi hann lifa í dag? Hurðaskellir finnst ekkert skemmti- legra en að skella hurðum og notar til þess hvert tækifæri eins og svo margir aðrir. Skyrgámur er ægilegur rumur sem þef- ar uppi skyr og étur þar til hann stendur á blístri. Skyr.is. Bjúgnakrækir er duglegur við að leita upp bjúgu og pylsur og er því feitur og pattaralegur. Úr takti við tímann Af hegðun jólasveinanna að dæma hefur nútiminn farið fram hjá þeim. Þeir sitja semfastast í gömlum siðum. Gluggagægir gægist inn um hvem glugga til að koma auga á eitthvað sem hann getur stolið. Gluggagægir er í vond- um málum, hann hefur líklega fengið slæmt uppeldi. Gáttaþefur er með heljarstórt nef og getur fúndið lykt af nýbökuðu brauði langar leiðir og rennur beint á uppáhalds- matinn sinn, laufabrauð. Ketkrókur gengur um með langan stjaka með króki á endanum og stingur honum niður um strompana til að ná sér í kjötlæri. Hann fær varla mikið að borða þessi. Kertasníkir á í miklu sálarstriði út af kertum, hann getur ekki horft á þau brenna, hann vill helst borða þau. -Kip Heitasta búðin í bænum ! 100% mesta vöruúrval áferm. Allt frá magadansbúningum til ektapelsa. Hátíðafatnaður, perlutoppar og brjóstahöld, perlujakkar, stuttir og síðir, magadansbún ingar. Ótrúlegt úrval gjafavöru. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen, . sími 588 4545. Einnig opið um helgar. nwcA msivw . MeritAward lsaldarnestunnri Margverðlaunað myndband eftir Pál Steingrimsson. Góð gjöf til vina og ættingja heima og erlendis. lVleð íslensku og ensku tali. Verö 3.990.- www.eidfaxi.is Sími 58 8 2 52 5 • eídfaxi @eidfaxí.is Smáauglýsingar leigumarkaðurinn 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.