Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Síða 27
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002
27
DV
Sport
Intersport-deildin í körfubolta:
KRáto
- eftir auðveldan sigur á Blikum í gær
Eftir þijá tapleiki í röö skelltu
KR-ingar áhugalitlum Blikum í
DHL-höllinni í gærkvöld, 99-81, og
eru í efsta sæti deildarinnar sem
stendur. Ingi Þór Steinþórsson, þjálf-
ari KR, var sáttur við stigin tvö.
„Ég er ekki sáttur við hversu
kaflaskipt þetta var hjá okkur en ég
er sáttur við stigin tvö. Ég er ánægð-
ur með vörnina í heild en hefði
viljað klára leikinn með meiri mun.
Við gáfum aðeins eftir í lokin eftir
að hafa verið 24 stigum yfir um
tíma.
Átti von á þeim sterkari
Ég átti von á Blikum sterkari og
var með hnút í maganum þar sem
við vorum ekki með Óðin Ásgeirs-
son og Amar Kárason í leikmanna-
hópnum. Ég verð að viðurkenna það
að þetta var auðveldara en ég átti
von á. Mér fannst Blikamir ekki
spila sannfærandi að þessu sinni og
vanta alla leikgleði hjá þeim.
Leikurinn sjálfur var frekar
þungur og leiðinlegur. Það var mik-
ið dæmt og því gekk leikurinn ekki
KR-Breiðablik 99-81
2-0, 7-6, 16-17, 20-19, (23-23), 28-23, 33-29,
41-31, 45-33, (46-39), 51-39, 56-iO, 62^1,
64—49, 72-52, (72-60), 78-60, 86-62, 90-71,
95-75, 99-81.
Stig KR: Darrell Flake 36, Magni Haf-
steinsson 17, Skarphéðinn Ingason 16, Bald-
ur Ólafsson 11, Jóhannes Ámason 9, Stein-
ar Kaldal 6, Jóel Sæmundsson 4.
Stig Breióabliks: Pálmi Sigurgeirsson 26,
Kenneth Tate 19, Mirko Virijevic 19, Jón
Arnar Ingvarsson 9, Eggert Baldvinsson 6,
Ágúst Angantýsson 1, Þórarinn Andrésson
1.
Dómarar
(1-10): Jón
Bender og
Rögnvaídur
Hreiðarsson (7)
Gϗi leiks
(1-10): 5.
Áhorfendur:
Um 140.
Maður leiksins:
Darreli Flake, KR.
Fráköst: KR 43 (11 í sókn, 32 í vöm, Fla-
ke 13), Breiðablik 37 (17 I sókn, 20 i vörn,
Tate 15).
Stoðsendingar: KR 26 (Steinar 7),
Breiöablik 15(Pálmi5).
Stolnir botíar: KR 7 (Flake 3), Breiða-
blik 13 (Pálmi 4).
Tapaðir boltar: KR 24, Breiöablik 15.
Varin skot: KR 15 (Magni 5), Breiðablik
9 (Mirko 4).
3ja stiga: KR 14/7, Breiöablik 15/6.
Vlti: KR 33/26, Breiðablik 28/21.
NBA-DEILDIN
Urslit í nótt
Atlanta-Milwaukee.........98-80
Robinson 23 (7 frák.), Terry 19 (12
stoðs.), Newble 14, Rahim 14 - Thom-
as 17, Allen 16, Redd 14 (7 frák.)
Golden State-Minnesota ..98-114
Jamison 32 (10 frák.), Richardson 22,
Murphy (13 frák.) 12 - Gamett 21 (15
frák., 9 stoðs.), Gill 19, Peeler 17
sem skyldi. Sigurinn er engu að sið-
ur góður og heldur okkur á toppn-
um. Eftir þrjá tapleiki í röð fórum
við vel yfír okkar mál og það vora
allir sammála um að við getum gert
mun betur. Við getum unnið betur
saman en við vissum fyrir tímabilið
að það tæki tíma áður en við færum
að spila eins og smurð vél,“ sagði
Ingi.
Leikurinn var jafn eftir fyrsta
leikhluta og heimamenn leiddu með
sjö stigum í hálfleik. KR náði síðan
góðum kafla í þriðja leikhluta og
komst 20 stigum yfir, 72-52, en gest-
imir náðu að rétta sinn hlut í lok
leikhlutans með átta stigum í röð.
þriðji leikhluti fór mikið fram á
vítalínunni þar sem 17 villur voru
dæmdar.
Blikar urðu síðan fyrir blóðtöku
þegar Kenny Tate fékk sína fimmtu
villu í upphafi fjórða og síðasta leik-
hluta. Tate dekkaði Darrell Fiake
allan leikinn og fór mikil orka hjá
honum í það. Það kom þó á óvart að
hann skyldi halda áfram að dekka
hann þrátt fyrir aö vera með fjórar
villur á bakinu.
Leystist upp í vitleysu
Fjórði leikhluti leystist síðan upp
í vitleysu enda úrslitin orðin ráðin
þegar átta mínútur voru eftir.
Hjá KR átti Flake mjög góðan leik
þrátt fyrir að vera nánast á annarri
löppinni allan leikinn. Ingi Þór
sagði eftir leikinn aö vamarmenn
hefðu fengið að lemja mikið á Flake
án þess að dómarar sæju ástæðu til
þess að dæma.
„Flake er eitraður leikmaöur
sem er að nýtast okkur gríðarlega
vel. Hann var meiddur á hné en lét
það ekki á sig fá. Ég er óánægður
með að hann fær enga virðingu frá
dómurunum. Hann kvartar aldrei
þó að vamarmenn haldi honum og
þess vegna er ekki verið að dæma á
neitt. Menn fá að lemja á honum
inni i teig.“
VINTERSP&Rr
DEILDIN
Staöan í deildinni:
KR 9 7 2 810-700 14
Njarðvík 8 6 2 653-628 12
Grindavík 8 6 2 726-639 12
Keflavík 8 6 2 819-649 12
Haukar 8 5 3 680-640 10
ÍR 8 5 3 707-701 10
Tindastóll 8 4 4 688-698 8
Breiöablik 9 3 6 813-840 6
Hamar 8 3 5 743-835 6
Snæfell 8 3 5 612-637 4
Skallagrímur 8 1 7 597-708 2
Valur 8 1 7 582-755 2
Næstu leikir:
1 kvöld
Grindavík-Njarövík..........19.15
ÍR-Keflavlk.................19.15
Tindastóll-Hamar 19.15 (frestaö í gær)
Snæfell-Valur .. 19.15 (frestað í gær)
Sunnudaginn 8. desember
Skallagrímur-Haukar ........19.15
Fimmtudaginn 12. desember
Haukar-Grindavík............19.15
Valur-TindastóU.............19al5
Friðrik Ingi stjórnar
400. leiknum í kvöld
Landsliðsþjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson nær merkum áfanga á
þjálfaraferli sínum í kvöld. Friðrik Ingi fær þá ásamt lærisveinum sínum
í Grindavík sitt gamla lið, Njarðvík, í heimsókn í Röstina í Grindavík en
þetta verður 400. leikurinn sem Friðrik Ingi stjórnar í móti á vegum KKÍ.
Friðrik Ingi, sem er aðeins 34 ára, hefur stjórnað þremur liðum á
sínum þjálfaraferli auk íslenska landsliðsins og það er skemmtileg
tilviljun að í hans 400. leik skuli þau tvö lið mætast sem hann hefur
stjómað i 372 af þessum 399 leikjum.
Friðrik Ingi þjálfaði fyrst meistarflokk hjá Njarðvik tímabilið 1990 til
1991, þá aðeins 22 ára, og undir hans stjóm varð Njarðvík meistari vorið
1991. Síðan þá hefur hann gert Grindavík að meisturum 1996 og svo
Njarðvík aftur tveim.ur ámm seinna. Undir stjóm Friðriks Inga hafa
liðin unnið 278 af þessum 399 leikjum eða 70%. Alls hefur Friðrik Ingi
stjómað sínum liðum í 260 úrvalsdeildarleikjum og þar státar hann af
71% sigurhlutfalli. -ÓÓJ
Magni Hafsteinsson og Skarphéð-
inn Ingason voru ágætir. Baldur
Ólafsson og Jóhannes Ámason
komust ágætlega frá sínu. Baldur er
vaxandi og veröur kominn í fma
leikæfingi eftir áramót.
Skortir á áhuga
Blika virtist skorta áhuga á verk-
efninu og reyndi Jón Amar Ingvars-
son, þjálfari liðsins, að hrista upp í
sínum mönnum nokkrum sinnum í
leiknum en fékk lítil viðbrögð. Egg-
ert Baldvinsson kom með smá
neista inn á völlinn og Ágúst Ang-
antýsson barðist einnig vel. -Ben
I Jón Arnar
bætti met
Jóns Kr.
Jón Amar Ingvarsson, spilandi
þjálfari Breiðabliks, til vinstri,
bætti í gærkvöldi stoösendinga-
met Jóns Kr. Gíslasonar í tapleik
gegn KR og er hann eftir leikinn
sá sem hefur oftast spilaö félaga
sina fría.
Alls hefur Jón Arnar geflð 1362
stoðsendingar í þeim 323 leikjum
sem hann hefur spilað en Jón Kr.
hafði sent 1359 stoðsendingar á
þeim tima sem stoðsendingar
voru skráöar á hans ferli. Jón Kr.
lék fimm fyrstu timabilin án þess
að tölfræði væri tekin saman.
Jón Arnar hefur gefið 34
stoðsendingar í níu leikjum
Breiðabliks I vetur en fyrir tíma-
bilið var hann sá sem haföi geflð
flestar stoðsendingar fyrir eitt fé-
lag. -ÓÓJ
Flestar stoösendingar í
úrvalsdeild:
1. Jón Amar Ingvarsson......1362
2. Jón Kr. Gíslason.........1359
3. Teitur örlygsson.........1105
4. Friðrik Ragnarsson.......1101
5. Tómas Holton.............1086
6. Falur Haröarson...........861
7. Guöjón Skúlason ..........725
8. Ómar Sigmarsson.......... 713
9. Eiríkur Önundarson........676
10. Alexander Ermolinskij...668
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, leikmaður Breiðabliks, sækir
hér á körfu heimamanna og eru þeir Skarphéðinn Ingason
og Baldur Ólafsson til varnar. DV-mynd Sigurður Jökull
Bræður í Skallagrím
Samkvæmt heimúdum DV-Sport hafa Borgnes-
ingar samið við tvo Júgóslava fyrir komandi átök
í Intersport-deúdinni. Leikmennirnir sem um
ræðir heita Múosh og Darko Ristic og léku báðir
í Frakklandi síðasta vetur. Darko er eldri bróðir-
inn og er 27 ára framherji og 204 cm á hæð. Hann
lék með Saint Bieuc sem leikur í neðri deúdum
Frakklands. Yngri bróðirinn er 20 ára bakvörður,
193 cm á hæð og lék einnig í neðri deúdum Frakk-
lands
Ben
msm
í
<
i*~
<
i