Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002
Fréttir DV
Storkurinn Styrmir boðinn velkominn í Húsdýragarðinn:
Ráðherra til
bjargar storkinum
Storkurinn á flugi við Ásunnarstaði á dögunum.
Lektor í kynjafræði:
Fengum
ranga tölu
„Það sem gerðist var að þessi tala
frá Kjararannsóknamefnd var ein-
faldlega röng. Hún var jafnframt
viðsnúningur og það leiðréttum við
einnig," segir Þorgerður Einars-
dóttir, lektor i kynjafræði, um nið-
urstöður launakönnunar í sex ESB-
löndum þar sem fram kom að
launamunur kynjanna í opinbera
geiranum væri 39 prósent. „Þetta er
sameiginleg ábyrgð okkar og KOS,“
bætti Þorgerður við.
í athugasemdum íjármálaráðu-
neytis um framkvæmd könnunar-
innar segir að ekki hafi verið stað-
ið nægilega faglega að verki. Ráðu-
neytið bendir á að sú tala, þ.e. 30
prósent launamunur kynjanna hjá
ríki og borg, vísi til meðaltals á
heildarlaunum þar sem ekki sé tek-
ið tillit tii vinnumagns. Sé leiðrétt
fyrir þeirri villu þá sé launamunur
samkvæmt könnuninni 25 prósent.
Þorgerður kvaðst hafna því að
ekki hefði verið staðið nægilega
faglega að verki. Hins vegar hefði
sú tala sem komið hefði upphaflega
frá Kjararannsóknarnefnd opin-
berra starfsmanna ekki verið rétt.
Þegar hún hefði verið leiðrétt hefði
launabilið verið 24 prósent í opin-
bera geiranum og 27 prósent á al-
menna vinnumarkaðinum. Öll gögn
hefðu verið fengin frá Hagstofu,
Kjararannsóknarnefnd og KOS í
samráði við starfsmenn þeirra
stofnana.
Þorgerður sagði enn fremur aö
aðferðafræðin við íslenska hlutann
væri fyllilega sambærileg við þann
erlenda. -JSS
„Ég tel vel við
hæfi að storkur-
inn fái nafnið
Styrmir, ekki í
höfuðið á ritstjóra
Morgunblaðsins,
heldur af þeirri
ástæðu að storm-
urinn bar hann
hingað til okkar,“
sagði Siv Friðleifs-
dóttir umhverfis-
ráðherra í gær. Ráðherrann tók af
skarið og tekur þátt í að bjarga stork-
inum í Breiðdal ásamt DV sem skrifað
hefur blaða mest um örlög þessa vin-
sælasta fugls Evrópu og fjölda áhuga-
samra dýravina. Tveir starfsmenn
Náttúrufræðistofnunar fóru að ósk
umhverfisráðherra austur að Ásunn-
arstöðum í Breiðdal í gær og könnuðu
aðstæður til að fanga storkinn í því
skyni að fLytja hann til Reykjavíkur.
Sleppt í Danmörku eða Sví-
þjóð?
Siv segir að ýmsir möguleikar séu í
stöðunni, til dæmis að ala fuglinn í
Húsdýragarðinum, að sleppa honum í
Reykjavík næsta vor, eða koma hon-
um til Sviþjóðar eða Danmerkur að
vori þar sem storkar eru algengir yflr
sumartimann. Siv sagði að sérfróðir
menn mundu skoða hina ýmsu kosti
nánar.
„Fuglinum er bani búinn ef ekki
verður að gert og hann líður greini-
lega skort,“ sagði Siv. „Því þótti mér
ekki nema eðilegt að reynt yrði að
bjarga storkinum." Samkvæmt lögum
er óheimilt að fanga villt dýr í náttúr-
unni nema til komi leyfi ráðherra.
Þegar menn Náttúrufræðistofú
komu austur í gær fannst storkurinn
brátt við tjamir skammt frá bænum.
Hann er mjög gæfur eins og komið
hefúr fram og svo virðist sem hann
hafi megrast á stuttum tíma enda án
efa erfitt um aðdrætti. Ætlunin var að
lokka fuglinn með æti en fyrstu til-
raunir báru ekki árangur og verður
haldið áfram að reyna að ná fúglinum.
Storkurinn í Húsdýragarðinn
Tómas Guðjónsson, forstöðumaður
Húsdýragarðsins í Reykjavík, sagði
að ef storkurinn kæmi í garðinn
skapaðist ný staða sem ræða þyrfti
við Náttúrufræðistofnun og villidýra-
nefnd sem hefur með villt dýr að
gera. Húsdýragarðurinn hefur iðu-
lega tekið að sér villt dýr í hremming-
um sem er sérstakt verkefni innan
garðsins sem hugar vandlega að dýra-
vemd. Tómas segir að trúlega sé
storkurinn ekki veikur, heldur mat-
arlítill og soltinn, enda erfitt um að-
drætti á þessum árstíma. Hann telur
að hann þoli kulda nokkuð vel.
Tómas sagði að hér sýndi sig góður
vilji ráðherrans og mundi starfsfólk
Húsdýragarðsins leggja sig fram um
að hjálpa storkinum.
„Eflaust mundi storkurinn vekja
mikla athygli og örva aðsókn hjá okk-
ur, en fyrir okkur gilda ekki fjármála-
leg sjónarmið heldur fyrst og fremst
mannúð og sjónarmið dýravemdar.
Það er líðan fuglsins sem ræður ferð-
inni, verði hann heilbrigður er ekkert
til fyrirstöðu að leyfa almenningi að
skoða hann og fræðast um leið um líf
storkanna," sagði Tómas. Algengt er
að villt dýr í hremmingum komi tif
garðsins og þar er annast um þau,
hvort sem það em emir, fálkar, smyrl-
ar eða önnur dýr sem aðstoða þarf.
Tómas sagði að án efa mundi fræðslu-
deild garðsins fagna komu storksins
að ekki væri talað um bömin í grunn-
skólunum sem án efa hefðu áhuga á að
skoða þennan merkilega og tígulega
fúgl. -JBP
Stríð trommuleikarans og sýslumannsins á Ólafsfirði:
Kyrkja-Köttinn með lagabókstaf að vopni
- ráðuneytið sker úr um misræmi í túlkun sýslumanna ef kæra berst
„Kyrkja-Köttinn" á Ólafsflrði
Á myndinni eru Bragi Óskarsson, sem spilar á gítar, Gísli Rúnar Gylfason
söngvari, Haukur Páisson og Ragnar Ingason bassaleikari. Á myndina vantar
Guölaug Ingason hljómborösleikara og Hjörleif Hjörleifsson gítarleikara.
Hljómsveitin Kyrkja-Köttinn á Ólafs-
flrði hefur enn ekki fengið úr því skor-
ið hvort hún fær að spila á árshátíð
vélsleðamanna í Glaumbæ annan í jól-
um með 16 ára trommuleikarann sinn
innanborðs. Eins og greint var frá í DV
í gær á hún nú i stríði ásamt veitinga-
manninum við Ástríði Grímsdóttur
sýslumann. Sýslumaður telur að Hauki
Pálssyni trommuleikara sé óheimilt að
spila með sveitinni á böllum á vínveit-
ingastaðnum Café Glaumbæ á Ólafs-
flrði, jafnvel þó hann sé í fylgd foreldra
sinna. Þeir hafa þó tvisvar spilað í
Böggveri á Dalvik án athugasemda
sýslumannsins á Akureyri. Bjöm Frið-
flnnsson, ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, segist ekki vilja tjá sig
um þetta mál. Kæra hafl ekki borist
ráðuneytinu vegna þess. Aðspurður
um misræmi á milli sýslumannsemb-
ætta á túlkun laga í þessu tilviki sagði
Bjöm að ef kæra bærist þá myndi ráðu-
neytið þurfa að skera úr um mismun-
andi túlkun laganna.
Ástríður sýslumaður hefur sam-
kvæmt upplýsingum DV vísað til
bamavemdarlaga í þessu máli og vís-
ar sjálf í samtali við blaðið í gær til
laga um aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum. Lögin era númer
46 frá 28. maí 1980.
í 63. gr. a. i lögunum er í 1. máls-
grein ákvæðið sem sýslumaður vísar
til. Þar stendur einnig orðrétt:
„Heimilt er að víkja frá ákvæði 2.
málsl. 1. mgr. þessarar greinar á sér-
stökum starfssviðum, enda skal fúll-
orðinn einstaklingur hafa umsjón með
unglingnum ef þörf er á slíkri umsjón
til vemdar honum. Þó er óheimilt að
láta ungling vinna á tímabilinu frá kl.
24 til kl. 4.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 2.
málsl. 1. mgr. og 2. mgr. greinar þess-
arar þegar til þess liggja réttmætar
ástæður og að því tilskildu að ungling-
amir fái hæfilegan uppbótarhvíldar-
tíma. Undanþága þessi á við þegar um
er að ræða vinnu á sjúkrastofnunum
eða sambærilegum stofnunum og störf
á sviði menningarmála, lista, íþrótta
eða auglýsinga."
í 63. gr. b., í síðustu málsgrein, er
hnykkt á þessu undanþáguákvæði með
tilliti til hvíldcirtíma. Þar segir orðrétt:
„Undanþága þessi á við þegar um er
að ræða vinnu á sjúkrastofnunum eða
sambærilegum stofnunum, störf á
sviði landbúnaðar, ferðamála eða í hót-
el- og veitingarekstri og vinnu sem er
skipt upp yfir daginn." -HKr.
VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 590 2000 • WWW.BENNI.IS
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 11.12 10.57
Sólarupprás á morgun 15.31 15.16
Síðdegisflóó 14.02 18.35
Árdegisflóð á morgun 02.41 07.14
i^jJrvSJjJ
Rigning með köflum
Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8
metrar á sekúndu, en suöaustan
10-15 vestan til. Rigning með köfl-
um um landið vestanvert, yfirleitt
léttskýjað um norðaustanvert landið,
en skýjað með köflum og smáskúrir
á Suðausturlandi.
1 ' VI.
Suðlæg eða breytileg átt en suð-
austan 10-15 vestan til. Yfirleitt
léttskýjað um norðaustanvert landið,
en skýjaö meö köflum og smáskúrir
á Suðausturlandi.
m
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur
Hiti 0°
Hiti 0°
w
Hiti 0“
til 7’ til T tíi 8°
Vindur: Vindur: Vindur;
4-9 m/> 5-10 n)/» 5-10 «V‘
t t *
Fremur hæg Rlgnlng eöa Suðvestanátt
suðlæg átt. skúrlr en að og fremur
Smáskúrlr mestu þurrt hlýtt. Vætu-
vestan tll á austanlands. samt, elnk-
landinu en Hltl breytlst um vestan tll
bjartvlðrl austanlands. BUð. á landlnu.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,8-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
AKUREYRI léttskýjaö 4
BERGSSTAÐIR skúr 5
BOLUNGARVÍK skúr 3
EGILSSTAÐIR hálfskýjað 2
KEFLAVÍK skýjaö 4
KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 4
RAUFARHÖFN heiðskírt -1
REYKJAVÍK rigning 4
STÓRHÖFÐI skýjað 6
BERGEN heiðskírt -5
HELSINKI kornsnjór -2
KAUPMANNAHÖFN þokumóða
ÓSLÓ hálfskýjaö -9
STOKKHÓLMUR 0
ÞÓRSHÖFN skýjað 6
ÞRÁNDHEIMUR þoka -1
ALGARVE skýjaö 12
AMSTERDAM skýjað -2
BARCELONA
BERLÍN þokumóöa -11
CHICAGO þokumóöa 2
DUBLIN súld 5
HALIFAX alskýjað 1
HAMBORG þokumóöa -9
FRANKFURT þokumóöa -4
JAN MAYEN alskýjað 2
LONDON rigning 5
LÚXEMBORG rigning -2
MALLORCA léttskýjað 5
MONTREAL alskýjað 1
NARSSARSSUAQ alskýjað 5
NEW YORK léttskýjaö 4
ORLANDO rigning 17
PARÍS skýjað 4
VÍN þokumóða -4
WASHINGTON skýjaö 3
WINNIPEG alskýjað -3
. s 3 ;kwi x ni! ; 21