Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Sport Teitur Þórðarson var ekki lengi atvinnulaus í Noregi Tekur viö - skrifaði undir 2 ára samning 3 dögum eftir að hann sagði upp hjá Bifann liðið hafliað í þriðja sæti tímabilið á undan. Við náðum öðru sætinu árið eftir og vonandi verður það sama uppi á teningnum hjá Lyn. Helsta markmið okkar verður því að reyna að velta Rosenborg úr sessi sem toppliði Nor- egs en það hefur reynst félögum þrautin þyngri eins og komið hefur í ljós,“ sagði Teitur Þórðarson og bætti við að mesta áskonmin sem biði hans væri að ná þeim árangri sem þyrfti til að fjölga stuðnings- mönnum félagsins sem væru ekki nógu margir. -ósk Teitur Þórðarson, knattspymu- þjálfari í Noregi, skrifaði á fóstudag- inn undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Lyn. Þetta bar nokkuð brátt að því að aðeins vora liðnir þrír dagar frá því að Teit- ur sagði starfi sínu lausu hjá Brann vegna ágreinings við stjóm Brann um starfssvið sitt. Teitur þekkir vel til hjá Lyn. Hann þjálfaði liðið árin 1991 og 1992 og stýrði liðinu í fjórða sæti úrvai- deildarinnar árið 1991 og í fmunta sæti árið eftir. Ola Ray Grodseth, yfirmaður knattspymumála hjá Lyn, sagðist vera mjög glaður yfir því að vera bú- inn að krækja í Teit. Efstur á óskalistanum „Teitur var ailtaf efstur á óska- lista okkar. Við töluðum við hann í haust en þá benti ekkert til annars en að hann héldi áfram hjá Brann. Það breyttist síðan fyrir nokkrum dögum og þá vorum við fljótir að setja okkur í samband við hann. Við höfðum verið í samningaviðræðum við Danann Ove Christensen en það slitnaði upp úr þeim og því erum við að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa náð í Teit,“ sagði Gredseth. Tók áhættu Teitur sagði sjálfur í samtali við DV-Sport að það hefði verið ákveðin ástæða fyrir því að hann sagði upp á þessum tímapunkti í staðinn fyrir að bíða fram yfir áramót. „Ég vissi að tvö lið, Lyn og sænska liðið AIK, sem höfðu bæði sett sig í samband við mig, áttu eftir að ráða þjálfara en vissi jafnframt að ef ég biði mikið lengur yrðu þau búin að ráða þjálfara. Þar sem ég vissi að ég gæti ekki starfað lengur hjá Brann ákvað ég að taka áhættuna og sem betur fer borgaði það sig. Samingaviðræðumar gengu mjög hratt fyrir sig og ég er ánægður með að vera kominn með starf,“ sagði Teitur. Forráðamenn hafa gagnrýnt Teit, eins og fram kemur hér að ofan, fyrir að stinga rýtingi í bakið á þeim en Teitur vísar því alfarið á bug. „Ég get vel skilið að þeir hugsi þannig, miðað við hversu hratt þetta gekk fyrir sig, en ég kom heiðarlega fram við þá og það var ekki fyrr en á fimmtudaginn að eigandi Lyn hafði samband við mig og vildi fá mig á samningafund. Allt tal um svik er út í bláinn." Líst vel á starfið „Mér list mjög vel á starfið. Þetta er mjög krefjandi verkefni enda er alltaf erfitt að taka við liði sem hefur verið í toppbaráttu. Liðið er mjög gott og það segir sína sögu um styrk þess að það skyldi leiða deiidina um tíma í sumar með tíu stiga forystu á Rosenborg. Liðið er vel rekið og eigandi þess er tilbúinn að leggja mikla peninga í það til þess að festa það í sessi sem eitt af toppliðunum í norsku úrvalsdeildinni. Það er ■an---*- 33 V staðið vel að öllu í kringum félagið og ég hlakka mikiö til að byrja að vinna með leikmönnum liðsins," sagði Teitur en hann stjómar fyrstu æfingu sinni hjá liðinu 6. janúar. Markmiöið aö gera betur Teitur sagði í samtali við DV- Sport að hann hefði ekki rætt við neinn hjá liðinu og því vildi hann ekki tala mikið um markmið næsta tímabils. „Það er hins vegar ljóst að þegar lið hafnar í þriðja sæti deildarinnar þá hlýtur markmiðið á tímabilinu að vera að gera betur. Þegar ég tók við Brann fyrir þremur áram hafði Teitur sveik okkur illa Það ríkir lítil ánægja með Teit Þórðarson meðal æðstu manna í Brann. Teitur sagði starfi sínu lausu hjá Brann á þriðjudaginn og fékk þá tveggja mánaða laun, tæp- lega 2,5 milljónir króna, sem sára- bætur frá félaginu. Þremur dögum seinna skrifaði Teitur undir tveggja ára samning við Lyn og nú telja forráðamenn Brann að Teitur hafi platað þá upp úr skónum. „Það er skítalykt af þessu máli. Hann hirðir af okkur fullt af pen- ingum og skrifar svo strax undir samning við Lyn. Samkvæmt okk- ar heimildum var þetta löngu ákveðið. Ef allt hefði verið eðlilegt heíði Lyn haft samband við okkur og beðið um að fá að ræða við Teit og borgað svo fyrir hann,“ sagði Magne Revheim, formaður Brann.og bætti við að ef Teitur væri heiðarlegur þá skilaði hann peningunum. Teitur vísar því á bug og segir á móti að samningur sé samningur og við hann verði að standa. „Þeir fá aldrei þessa peninga og það er bamalegt af þeim að halda það,“ sagði Teitur. -ósk www.rosendahl.dk Skeifunni 6 Sfmi: 568 7733 epal@epal.is www.epal.is EINSTÖK GJAFAVARA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.