Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 14
34 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Sport DV Úrtaksæfingar hjá U-17 ára liði karla í Fífunni: Akaflega efni- legir strákar Á dögunum fóru fram í Fífunni í Kópavogi úr- taksæfingar hjá U-17 ára liöi karla í knatt- spyrnu. Úrtaksæflngarnar eru fyrir mót sem fram fara í ágúst á næsta ári en þá keppa strák- arnir á NM og svo á EM skömmu síðar. 60 strákar í upphafi Alls voru 30 strákar á æfingunum í Fífunni en upphaflegi hópurinn samanstóð af 60 strákum sem æfðu á Laugarvatni. Eftir áramót verður aftur skorið niður og þá stendur eftir 20 manna hópur. Þegar líða fer á árið verður síðan reynt að fmna 16-18 manna hóp sem síðan fer á þessi tvö mót í ágúst. Síöustu æfingar Magnúsar Magnús Gylfason var að stýra sínum síðustu æfingum með þessa stráka því hann hefur sagt starfinu lausu þar sem hann er tekinn við karla- liði ÍBV í Símadeildinni og í hans stað var ráð- inn Lúkas Kostic. Við spurðum Magnús að því hversu oft yrði æft á næsta ári. „Það verður æft einar fimm helgar eftir ára- mót, svo kemur vor og þá fara þeir að spila með sínum liðum. Svo veljum við í júlí fyrsta liðið hjá þessmn árgangi sem verður endanlegur hóp- ur sem fer á Norðurlandamótið og Evrópumót- ið,“ sagði Magnús. Mikið af hæfileikaríkum strákum hefur verið að koma upp á undanfómum árum og þykir sá árgangur sem var að æfa i Fífunni mjög efnileg- ur og því lá beint við að spyrja hvaða væntingar væru gerðar til hópsins. Ánægðir með árganginn „Við erum rosalega ánægðir með þennan ár- gang. Þeir eru eins og gengur mjög misjafnir en við erum mjög spenntir fyrir þessum árgangi. Árgangurinn í fyrra var reyndar líka mjög sterk- ur enda urðu þeir strákar Norðurlandameistar- ar og það eru ekki síður bundnar miklar vonir við þennan árgang. Það er erfitt að segja til um hversu langt þetta lið getur náð þar sem við þekkjum ekki styrkleika árganganna í hinum löndunum en þetta lið á að geta staðið sig mjög vel á Norðurlandamótinu," sagði Magnús. En okkur lá forvitni á því að vita úr hvaða félögum þessir strákar væru að koma. „HK og Fram hafa verið með flesta stráka á þessum æfingum. Árgangurinn hjá HK er mjög sterkur eins og sést á þessum hópi. Það eru þvi miður færri strákar sem koma utan af landi og vonandi að það fari batnandi," sagði Magnús að lokum. -HBG Magnús Gylfason, fráfarandi þjálfari U-17 ára landsliðs íslands. Ungir íþróttamenn flykkjast utan til aö taka þátt í íþróttamótum: Eitthvaö fyrir alla - um 1000 unglingar fara með Úrval-Útsýn til útlanda á ári hverju Sænska knattspyrnumótið Gothia Cup nýtur mikilla vinsælda á ári hverju og hér sjáum viö lið frá Haukum í Hafnarfiröi sem tók þátt á mótinu síðastliðið sumar. Eins og við greindum frá um daginn hefur það færst mjög í vöxt á undanförnum árum að unglinga- flokkar í hinum ýmsu hópiþrótt- um fari utan og taki þátt í stórum alþjóðlegum mótum. Þeir sem senda flesta unglinga utan ár hvert er ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn sem hefur sent grlðar- legan fjölda unglinga í æfinga- og keppnisferðir imdanfarin ár. Þar erum við að tala um lið 1 fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, borðtennis eða nánast í öllum íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi, alltaf má fmna mót fyrir hverja íþróttagrein. Yfir 1000 á ári Við tókum Lúðvík Amarson, starfsmann Úrvals-Útsýnar, tali og spurðum hann hve marga krakka Úrval-Útsýn sendi til útlanda á hverju ári og hvaða mót væru vin- sælust. „Á hverju ári eru um og yfir 1000 unglingar á faraldsfæti um allan heim á vegum fyrirtækisins. Það sem nýtur þó mestra vinsælda hjá okkur em knattspyrnu- og handknattleiksmót. Þar eru fremst í flokki mót sem fara fram I Sví- þjóð eins og knattspymumótið Gothia Cup og handboltamótið Partille Cup en þau hafa verið langvinsælust hjá okkur. Þangað fóru til að mynda um 500 ungling- ar og fararstjórar í ár. Bæði þessi mót eiga sér um 20 ára sögu og þvi orðin íslensku íþróttafólki býsna kunnug." Ljúfar minningar Þeir eru ömgglega fjölmargir sem eiga ljúfar minningar frá þessum mótum og það er einnig margsannað að gulrætur af því tagi sem þessar ferðir eru hafa stuðlað að áframhaldandi þátttöku bama og unglinga í íþróttum sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt. Þessi tvö mót sem Lúövík talar hér um hafa ávallt mælst vel fyrir og eru sömu félögin að senda lið til þátttöku ár eftir ár og fleiri em sí- fellt aö bætast í hópinn. Dana Cup að veröa vinsælt En verður áfram haldið að senda lið á þessi mót og em ekki fleiri að festa sig í sessi hjá ykkur? „Að sjálfsögðu verður boðið upp á þessi mót áfram, annars er hætt við að margir verði ansi svekktir. Meðal þeirra móta sem hafa verið að sækja í sig veðrið má sérstak- lega nefna knattspymumótið Dana Cup sem hefur aukið vinsældir sínar ár frá ári. Það er haldið i Danmörku og kemur næst á eftir Gothia Cup í stærðargráðu. Við gerum ráð fyrir að senda 100 krakka þangað næsta sumar eins og í fyrra.“ Ýmislegt í boði En hvað er eiginlega í boði fyrir þá sem stunda hinar íþróttimar og hversu margir eru að fara í þær ferðir? „Við erum að senda um 150 krakka á körfuboltamót eins og Scania Cup. Þá erum við að senda vel á annað hundrað krakka í keppnisferðir í íshokkí á hverju ári. Þar er þó oft um landsliðsferð- ir að ræða og fleira. Eins hafa ver- ið að fara hópar á borðtennismót, tennis og jafnvel dansmót en það er ekkert sem er á hverju ári, að minnsta kosti ekki enn þá, hvað svo sem verða vill í framtíðinni." Margt í deiglunni En hvemig er það, eruð þið ekk- ert að fara að stækka við ykkur og bjóða upp á ný og athyglisverð mót? „Enn sem komið er höfum við haldið okkur innan Evrópu. í gegnum tíðina höfum við farið víða og boðið upp á fjölmargt ann- að en þessi mót sem hafa verið vinsælust. Hins vegar höfum við ekki enn fundið neitt betra en þessi mót sem við erum með á Norðurlöndunum, þar hafa gæðin verið mest og verðið yfirleitt best. Það þýðir þó ekki að við séum hættir að leita nýrra leiða, þvert á móti erum við að skoða mjög spennandi möguleika fyrir 2004 sem ég vil ekki opinbera strax.“ Nýr knattspyrnuskóii En nú hefur áhugi á knatt- spyrnuskólum stórlega aukist. Verður eitthvað slikt í boði? „Það vill svo skemmtilega til að við erum að koma með knatt- spymuskóla sem auglýstur verður á næstunni sem mun ekki verða síðri en hinn vinsæli Bobby Charlton knattspyrnuskóli." Enski boltinn vinsæli Fyrir utan að senda unglinga út um allan heim á mót á hverju ári standa Lúðvík og kollegar hans hjá Úrval-Útsýn fyrir fjölda ferða á enska boltann á vetri hverjum og er oftar en ekki slegist um miðana í þær ferðir. Einnig hafa þeir far- ið með hópa á leiki á spænska boltann og verður hugsanlega meira um það ef áhugi verður til staðar. „Við höfúm undanfarin 5 ár verið að senda töluverðan fjölda íslendinga á leiki á Englandi. Fjöldinn hefur aukist jafht og þétt og ef að líkum lætur munu tæplega 2000 farþegar fara á völlinn með Úrval-Útsýn á þessu keppnistímabili," sagði Lúðvík að lokum. Svo má ekki gleyma því að ferðaskrifstofan ætlaði að standa fyrir ferð á heimsmeistarakeppn- ina i handbolta, sem fram fer í Portúgal á næsta ári, en vegna dræmrar þátttöku varö að blása þá ferð af. Þó er möguleiki á því að sú ákvörðun verði endurskoðuð ef ís- lenska liðinu gengur vel í Portúgal og áhugi landans á því að hvetja „strákana okkar“ vex að nýju. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.