Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 31 „Þetta var ótrúlegt. Vió spiluöum 4-2-4 eins og Brasilíumenn á sjötta áratugnum án þess aö hafa leikmennina til þess. “ Ulaudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur viö vam- arvinnu miðjumanna sinna i leiknum gegn Aston Villa um helgina og sagði liðið vera lélega eftirlíkingu af hinu stórbrotna brasilíska landsliði á sjötta áratugnum. „í hvert einasta skipti sem við misstum boltann sköpuðu leikmenn Aston Viila hættu með skyndisóknum af því að enginn var á miðjunni. (Mustapha) Hadji fékk að leika lausum hala. Hann fékk allt of mikið pláss tÚ að gera þá hluti sem hann gerir vel og það gengur ekki,“ sagði Ranieri eftir leikinn en hann ætti þó samt að gleðjast yfir gengi manna sinna því að þeir hafa ekki tapað leik í úrvalsdeildinni í tæpa þrjá mán- uði. -ósk Markahæstu menn Framherji Southampton, James Beattie, hefur skorað manna mest í ensku úrvalsdeild- inni það sem af er þessu keppnistima- bili en hann hefur skorað ellefu mörk í deildinni. James Beattie, Southampton .... 11 Alan Shearer, Newcastle..........10 Thierry Henry, Arsenal ...........9 Gianfranco Zola, Chelsea .........9 Nicolas Anelka, Man. City ........8 Kevin Campbell, Everton ..........8 Harry Kewell, Leeds..............8 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd ... 8 Michael Owen, Liverpool ..........8 Sylvain Wiltord, Arsenal.........8 Paolo Di Canio, West Ham .........6 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 6 Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úrvais- deildinni? í eindálkinum hér tU hægri má sjá hvaöa lið ensku úrvals- deUdarinnar skara fram úr á ákveðnum sviðum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku síö- unum í mánudagskálfinum. -ÓÓJ James Beattie. Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Goodison Park: Markalaust moð - Liverpool og Everton gerðu markalaust jafntefli í grannaslagnum i Liverpool í gær Leikmönnum Liverpool virðist ætla að ganga iUa að komast á sig- urbraut á ný. í gær gerði liðið markalaust jafntefli gegn grönnum sínum í Ev- erton í frekar slökum leik á An- field Road og missti af tækifæri tU að komast í fjórða sæti deUdarinn- ar. Leikurinn var mjög harður og sauð upp úr þegar Steven Gerrard braut mjög Ula á Gary Naysmith, leikmanni Everton. Gerrard fékk ekki spjald en aganefnd enska knattspymusambandsins mun væntanlega skoða atvikið. Brotið leit illa út „Brot Gerrards leit Ula út. Hann sagði við mig eftir leikinn að hann hefði ekki ætlað að meiða hann. Dómarinn sá ekki ekki, aðstoðar- dómarinn sá ekki og ég sá lítið sem ekki neitt. Menn hafa veriö sektaðir fyrir slíka hluti i vetur og það getur vel verið að Steven fái einnig sekt,“ sagði Gerard HouUier, knattspymustjóri Liver- pool, eftir leikinn. Óheppni Liverpool þessa dagana riður ekki við einteyming og er liöiö án sigurs í síðustu sjö leikj- unum í deUdinni. Sjálfstraustið er lítið „Leikir Liverpool og Everton eru aUtaf harðir og lítið um skemmtUega knattspymu. Ég held að menn mínir hafi verið þreyttir eftir erfiðan leik gegn Aston VUla í deUdabikarnum um helgina en ég er mjög ánægður með að þeim skyldi takast að halda hreinu," sagði HouUier. „Við vorum mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri en það vant- aöi herslumuninn hjá okkur.“ „Við eram inni í tímabUi þar sem sjálfstraustið er lítið og það mun reyna á leikmennina að snúa því við. Þeir þurfa aö sýna að þeir geti það en það er einmitt styrkur sannra meistara," sagði HouUier eftir leikinn og bætti við að leikur- inn gegn Arsenal um næstu helgi væri mikUvægasti leikur tímabUs- ins. Veröum að vinna Arsenal „Við erum sjö stigum á eftir Arsenal og verðum að vinna liðið um næstu helgi ef við ætlum að eiga möguleika á titlinum," sagði HouUier. David Moyes, knattspymustjóri Everton, var sáttur við spUa- mennsku manna sinna f leiknum gegn Liverpool. Jafn leikur „Mér fannst þetta jafn leikur tveggja góðra liða. Það var litið um færi og ég held að hvorugur mark- varðanna hafi þurft að reyna á sig í leiknum. Ég get ekki verið annað en sáttur við frammistöðu minna manna. Viö mættum á Anfield Road og geröum Liverpool erfitt fyrir. Það er merki um styrk liðs- ins og sýnir hversu miklum fram- fórum þaö hefur tekið,“ sagði Moyes eftir leikinn en Everton er nú fjórða sæti ensku úrvalsdeUd- innar og það lið sem komið hefur mest á óvart í vetur. -ósk Þaö var heitt í koiunum í grannaslag Everton og Liverpool á Anfield Road í gær. Hér er Kevin Campbell, leikmaður Everton, að sýna Steve Gerrard hjá Liverpool vanþóknun sina á tæklingu Gerrards á Gary Naysmith. Liverpool-leikmaöurinn Danny Murphy reynir aö halda aftur af Campbell en unglingurinn Wayne Rooney hjá Everton reynir að stöðva Gerrard. Reuters Sport Liðin sem standa sig best og verst í ensku úrvalsdeildinni Besta gengið Chelsea, 18 stig af síðustu 24 möguleg- um. Markatalan er 14-3 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum Fiestir sigur- leikir í róð Arsenal, Chelsea, Newcastle og Black- burn, einn leikur. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eöa 39, í 19 leikjum, eða 2,05 að meöaltali. Besta vérnin Chelsea hefur fengiö á sig fæst mörk, 15 í 19 leikjum, eöa 0,78 mörk í leik. Bestir heima Arsenal hefur náö í 27 stig af 30 mögu- legum, hefur unniö 9 af 10 leikjum. Marka- talan er 24-8. Bestir úti Chelsea hefur náö í 17 stig af 30 mögu- legum, markatalan er 15-9. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö í 40 stig af 57 mögu- legu og er meö markatöluna 23-8 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Man. Utd hefur náö í 36 stig af 57 mögu- legum og er meö markatöluna 18-8 í seinni hálfleik. Versta gengið West Ham er meö 3 stig af síöustu 24 mögulegum. Marka- talan er 8-18 í leikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk, eöa 12, í 19 leikjum, eöa 0,63 að meöal- tali. Versta vörnin West Ham hefur fengiö á sig flest mörk, 35 í 19 leikj- um, eöa 1,84 í leik. Verstir heima West Ham hefur náö í 4 stig af 30 mögu- legum, hefur tapaö 6 af 10 leikjum, marka- talan er 8-15. Verstir úti Aston Villa hefur náö í 3 stig af 27 mögulegum, hefur tapaö 6 af 9 leikjum, markatalan er 2-12. Oftast haldið hreinu Liverpool og Chelsea hafa haldiö níu sinnum hreinu í 19 leikjum. Oftast mistekist að skora Aston Villa hefur ekki tekist aö skora í 11 leikjum af 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.