Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 10
30 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Sport____________________________________________________________________________x>v ^ Arsenal enn í toppsætinu eftir sigur á Middlesbrough á laugardaginn: I sitt gamla form - Robert Pires skoraði fallegt mark og er að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsl fZ* EN6LAND Úrvalsdeild: Úrslit: Arsenal-Middlesbrough......2-0 1-0 Sol Campbell (45.), 2-0 Robert Pires (90.). Birmingham-Charlton........1-1 0-1 Claus Jensen (37.), 1-1 Paul Davl- in, víti (67.). Chelsea-Aston Villa........2-0 1-0 Eiður Smári Guðjohnsen (42.), 2-0 Frank Lampard (57.). Leeds-Southampton..........1-1 1-0 Harry Kewell (74.), 1-1 Fabrice Femandes (88.). Newcastle-Fulham...........2-0 1-0 Nolberto Solano (7.), 2-0 Craig Bellamy (70.). West Brom-Sunderland.......2-2 1- 0 Danny Dichio (27.), 2-0 Jason Koumas (33.), 2-1 Kevin Phillips (56.), 2- 2 Kevin Phillips (64.). West Ham-Bolton ...........1-1 1-0 Ian Pearce (17.), 1-1 Michael Ricketts (65.). Blackbum-Man. Utd .........1-0 1-0 Gary Flitcroft (40.). Liverpool-Everton..........0-0 Staöan: Arsenal 19 12 3 4 39-20 39 Chelsea 19 10 7 2 34-15 37 Man. Utd 19 10 5 4 30-18 35 Everton 19 10 3 6 22-21 33 Newcastle 18 10 2 6 29-24 32 Liverpool 19 9 5 5 28-19 32 Southampt. 19 7 7 5 22-19 28 Tottenham 18 8 4 6 24-24 28 Blackbum 19 7 6 6 25-22 27 Middlesbr. 19 7 5 7 22-18 26 Charlton 19 7 4 8 21-23 25 Man. City 18 7 3 8 22-25 24 Birmingh. 19 6 6 7 18-22 24 Fulham 19 6 4 9 22-25 22 Aston Villa 19 6 4 9 17-20 22 Leeds 19 6 3 10 24-26 21 Stmderland 19 4 6 9 12-26 18 West Brom 19 4 4 11 15-29 16 Bolton 18 3 6 9 19-32 15 West Ham 19 3 5 11 18-35 14 1. deild: Úrslit Brighton-Leicester............0-1 Gillingham-Burnley............4-2 Grimsby-Sheff. Wed.............2-0 MUlwall-Wolves................1-1 Norwich City-Walsail .........2-1 Nott. Forest-Reading..........2-0 Portsmouth-Ipswich ...........1-1 Sheff. Utd-Preston.............1-0 Watford-Bradford ..............1-0 Wimbledon-Stoke ..............1-1 Coventry-Derby................3-0 Rotherham-C. Palace............1-3 Staðan: Portsmouth 24 16 6 2 49-22 54 Leicester 24 15 6 3 38-21 51 Nott. Forest 24 12 6 6 40-22 42 Norwich 24 12 6 6 36-21 42 Sheff. Utd 23 12 6 5 36-24 42 Reading 23 12 3 8 24-18 39 Wolves 23 10 7 6 40-24 37 Watford 24 11 4 9 30-36 37 C. Palace 24 9 9 6 37-27 36 Coventry 24 10 6 8 32-30 36 Rotherham 24 9 7 8 41-31 34 Gillingham 24 9 7 8 30-31 34 Derby 24 10 3 11 28-31 33 Wimbledon 24 9 5 10 39-39 32 Bumley 24 9 5 10 35-45 32 Preston 24 7 10 7 40-39 31 Millwall 24 8 6 10 25-36 30 Ipswich 23 7 7 9 31-29 28 Walsall . 24 8 4 12 37-40 28 Bradford 24 5 7 12 2642 22 Grimsby 24 5 5 14 26-47 20 Stoke 24 3 8 13 24-42 17 Brighton 24 3 5 16 2643 14 Sheff. Wed 24 2 8 14 17-40 14 Leikmenn Stoke sýndu styrk á laug- ardaginn þegar þeim tókst að tryggja sér dýrmætt stig á útivelli gegn Wimbledon. Það var framherjinn há- vaxni, Chris Iwelumo, sem skoraði jöfnunarmark Stoke á 89. mínútu en það breytir þó ekki því að liðið hefur ekki sigrað í fimmtán leikjum í röð og er enn í þriðja neðsta sæti deildar- innar, þremur stigum frá næsta liði, sem er Grimsby. -ósk Þrátt fyrir að glæsileikinn sem oft á tíðum hefur einkennt leik Arsenal í vetur hafi verið víðs fjarri þegar liðið mætti Middlesbrough á laugardaginn tókst liðinu samt að vinna sigur, 2-0, og halda toppsætinu, í bili að minnsta kosti. Sigur Arsenal var þó öruggur og geta stuðningsmenn liðsins glaðst yfir leik Erakkans Roberts Pires sem átti frábæran leik og virðist vera að komast í sitt gamla form eftir langa fjarveru vegna erflðra hnémeiðsla. Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, hrósaði vamarmanninum Sol Campbell, sem skoraði fyrra mark liðs- ins með skalla, eftir leikinn. „Sol átti mjög góðan leik. Hann vann hvert einasta návígi og mark hans var frábært. Þegar maður, jafn stór og sterkur og hann er, fer á ferð er hann óstöðvandi," sagði Wenger. „Middlesbrough mætti til leiks með það að leiðarljósi að verjast og þeim tókst það í fyrri hálfleik. Fyrra mark okkar kom á frábærum tima og opnaði Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Southampton. Reuters leikinn. Ég var svolítið taugaóstyrkur í stöðunni 1-0 því að þá getur alit gerst en strákarnir sýndu mikinn styrk og mikla einbeitingu," sagði Wenger. Steve McClaren, knattspymustjóri Middlesbrough, kvartaði yfir dómaran- um eftir leikinn og sagði að brottvísun hins unga Lukes Wilkshires hefði ver- ið strangur dómur. „Mér fannst dómarinn vera of fljót- ur á sér þegar hann gaf stráknum rauða spjaldið. Eftir það vorum við einum færri og hlutirnir urðu erfiðari fyrir okkur. Ég get samt ekki kvartað yfir mínum mönnum. Þeir stóðu sig vel og reyndu allan tímann að sækja," sagði McClaren. Sjálfstraust, ekki hroki Það ætlar að ganga brösuglega fyrir Leeds að komast á skrið. Á laugardag- inn missti Leeds af sigrinum á síðustu stundu gegn Southampton þegar Fabrice Femandes jafnaði metin á 88. mínútu og var þetta í sjötta sinn á tímabilinu sem Leeds fékk á sig mark á síðustu tveimur mínútum leiksins. Gordon Strachan, knattspymustjóri Southampton, sagði að réttlætinu hefði verið fullnægt en hans menn hefðu fengið 11 stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. „Við erum ánægðir með stigið því að þeir náðu forystunni og við þurftum að jafna leikinn en úrslitin voru sann- gjöm. Ég verð að hrósa mínum mönn- um. Þetta er hópur leikmanna með sjálfstraust en ekki hroka. Þeir hafa það á tilfinningunni að þeir geti unnið önnur lið en þeir bera einnig virðingu fyrir öðrum liðum því að þeir vita að þau geta sigrað þá,“ sagði Strachan eft- ir leikinn. Newcastle vann sinn áttunda leik í röð í heimavelli þegar liðið bar sigur- orð af Fulham, 2-0, á laugardaginn. Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, var sáttur eftir leikinn og hrósaði Kieron Dyer og Gary Speed fyrir frábæran leik. Hann sagði einnig að liðið væri farið að sýna sitt rétta andlit og það yrði ekki auðsigrað það sem eftir lifði tímabils. Jean Tigana, knattspymustjóri Ful- ham, var ekki jafn glaður eftir leikinn. Það er mikið um meiðsli í herbúðum Fulham og það gerir liðinu erfitt fyrir. „Við vissum að nóvember og desem- ber yrðu erfiðir mánuðir. Þá er leikið þétt og erfitt fyrir lið eins og okkur, sem höfum ekki marga leikmenn, að hanga í bestu liðunum. Endurkoma Eiðs Eiður Smári Guðjohnsen minnti rækilega á sig á laugardaginn þegar hann fékk tækifæri í byrjunarliði Chelsea á kostnað Gianfranco Zola á laugardaginn gegn Aston Villa. Eiður Smári skoraði fyrra mark Chelsea og átti mjög góðan leik. Chelsea-liðið er gifurlega öflugt þessa dagana og hefur ekki tapað leik í úrvalsdeildinni í þrjá mánuði en Claudio Ranieri, knatt- spymustjóri liðsins, var þó ekki full- komlega sáttur eftir leikinn. „Ég er ekki sáttur við leik okkar í dag því að Aston Villa var betri aðilinn í leiknum. Sigurinn var þó mikilvægur en við gerðum ekki marga góða hluti í leiknum," sagði Ranieri eftir leikinn en gat þó ekki annað glaðst yfir stöð- unni í deildinni. „Hún er frábær en það sem skiptir máli er að vera á þessum stað þegar deildin er búin. Ef það verður raunin þá verð ég mjög hamingjusamur mað- ur,“ sagði Ranieri. Jafnt hjá botnliöunum Botnliðin fjögur léku innbyrðis á laugardaginn og lyktaði báðum leikj- unum með jafntefli. Láras Orri Sigurðsson og félagar hans í West Brom geta nagað sig í handarbökin eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Sunderland. West Brom leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en markahrókurinn Kevin Phillips náði að bjarga stigi fyrir Sunderland með tveimur mörkum i síðari hálfleik. Gary Megson, knattspyrnustjóri West Brom, var óður eftir leikinn og sagði að ef leikmenn hans héldu áfram að gefa frá sér sigra í leikjum eins og þeir heföu gert til þessa þá biði þeirra ekkert annað en fall í 1. deild. Howard Wilkinson, knattspymu- stjóri Sunderland, þakkaði Kevin Phillips fyrir stigið og sagði að hann væri maðurinn sem gæti bjargað tíma- bilinu fyrir Sunderland. „Aðalumræðuefnið undanfarin tvö ár hefur verið hvort Phillips yrði seld- ur. Hann verður ekki seldur. Það má vel vera að ég sé heimskur en svo heimskur er ég ekki,“ sagði Wilkinson. West Ham er enn án sigurs á heima- velli eftir jafntefli gegn Guðna Bergs- syni og félögum hans í Bolton. Glenn Roeder, knattspyrnustjóri West Ham, kenndi dómaranum um jafnteflið, sagði að mark Boltons hefði verið rangstaða og að vitaspyma hefði verið höfð af West Ham sem situr á botni deildarinnar með 14 stig og er falldraugurinn farinn að knýja dyra af miklu afli hjá liðinu. -ósk SKOTLANP Úrslit Aberdeen-Livingston...........0-0 Celtic-Dundee ................2-0 Dundee Utd-Hearts ............0-3 Kilmamock-Hibemian............2-1 Partick-Rangers...............1-2 Staðan Rangers 21 18 3 0 64-16 57 Celtic 21 17 2 2 57-13 53 Hearts 21 9 6 6 32-32 33 Dunferml. 20 10 3 7 37-38 33 Hibemian 21 9 2 10 29-31 29 Kilmamock 21 8 5 8 22-33 29 Dundee 21 6 7 8 25-32 25 Partick 21 5 6 10 22-34 21 Aberdeen 21 4 8 9 18-34 20 Livingston 21 4 5 12 27-34 17 Dundee Utd 21 3 6 12 1641 15 Motherwell 20 3 5 12 25-38 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.