Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 12
32
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
Sport
DV
Blackburn Rovers
Garv Flitcroft
Fæddur: 6. nóvember 1972
Heimaland: England
Hæð/þyngd: 183 cm/74 kg
Leikstaöa: Miðjumaöur
Fyrri lið: Manchester City
Deildarleikir/mörk: 352/30
Landsleikir/mörk: Engir
Hrós:
„Gary (Flitcroft) er baráttujaxl og fmnst
gaman að taka á andstæðingum sínum.
Hann gerði það í seinni hálfleik og þá
náðum við tökum á leiknum." Graeme
Souness, stjóri Blackburn, um Gary
Flitcroft. -ósk
Gary Flitcroft, fyrirliði Blackburn,
fór fyrir sínum mönnum í gær og
skoraði sigurmarkið gegn Manchester
United í leik liðanna í ensku úrvals-
deildinni á Ewood Park í Blackbum
og batt þar með enda á átta leikja sig-
urgöngu Manchester United í deild,
deildabikar og Evrópukeppni.
Flitcroft hefur hingað til ekki verið
þekktur fyrir að skora mörg mörk en
hann þefaði upp færið eins og sönnum
markaskorara sæmir þegar hann
skoraði markið í gær.
Flitcroft kom frá Manchester City
árið 1996 fyrir þrjár milljónir punda
og fyrsti leikur hans með Blackburn
fór ekki vel. Hann var rekinn út af á
fjórðu mínútu í fyrsta leiknum en það
atvik lýsir keppnismanninum
Flitcroft vel. Hann er vel liðinn af
stuðningsmönnum Blackbum enda
mikill baráttumaður sem gefst aldrei
upp.
Á undanfömum árum hefur
Flitcroft þó verið meira í fréttum fyrir
gjörðir sínar utan vallar en innan.
Hann hefur átt við margvísleg meiðsli
að stríða og tapaði í fyrra dómsmáli
fyrir dagblaði sem birti myndir af
honum þar sem hann, gifti maðurinn,
sást gæla við föngulega snót. Þetta
hliðarskref hans kostaði hann hjóna-
bandið en nú er hann byrjaður að
spila á ný og farinn að láta til sín taka.
Samningur hans við félagið rennur út
næsta vor og þetta mark hlýtur að
styrkja samningsstöðu hans. -ósk
Blackburn bar sigurorð af Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær:
Sigurganga á enda
- Gary Flitcroft kom leikmönnum Manchester United niður á jörðina
Blackbum batt enda á átta leikja
sigurgöngu Manchester United í
deild, deildabikar og meistaradeild-
inni með því að bera sigurorð af
liðinu, 1-0, í leik þeirra á Ewood
Park í gær. Það var miðjumaðurinn
Gary Flitcroft sem skoraði sigur-
markið á 40. mínútu leiksins. Eftir
tapið er Manchester United í þriðja
sæti deildarinnar, fjórum stigum á
eftir Arsenal.
Hollendingurinn Ruud Van Ni-
stelrooy fór illa með fjölmörg dauða-
færi í liði Manchester United og
engu skipti þótt Alex Ferguson,
knattspymustjóri liðsins, skipti
þeim Roy Keane og David Beckham
inn á í seinni hálfleik. Ekkert gekk
upp hjá liðinu og í lokin hefðu leik-
menn Blackburn getað bætt við
fleiri mörkum.
Frábær varnarleikur
Graeme Souness, knattspymu-
stjóri Blackbum, brosti allan hring-
inn, eftir sigurinn gegn Manchester
United.
„Það var auövelt að sjá að þeir
eru með frábært lið en mínir menn
stóðu sig mjög vel. Ég er mjög, mjög
ánægður, sérstaklega með varnar-
leikinn sem var frábær," sagði Sou-
ness.
„Þaö mikilvægasta fyrir okkur er
að halda hreinu því að með þá leik-
menn sem við erum með munum
við alltaf skapa okkur færi og vera
líklegir til að skora eins og sannað-
ist í dag.“
Ánægöur meö Yorke og Cole
Souness notaði einnig tækifærið
og hrósaði framherjum sínum, þeim
Andy Cole og Dwight Yorke, sem
báðir léku áður með Manchester
United, fyrir frammistöðu þeirra í
leiknum.
„Ég er himinlifandi með frammi-
stöðuna hjá Dwight (Yorke) og
Andy (Cole) og það var greinlegt að
þeim fannst gaman að spila á móti
sínum gömlu félögum," sagði Sou-
ness eftir leikinn og bætti við að
Manchester United hefði gert þeim
erfitt fyrir i leiknum með góðri
spilamennsku eða eins og hann orð-
aði það.
„Þeir spila knattspymu eins og
hún á að vera spiluð."
Glötuö tækifæri
Alex Ferguson, knattspymustjóri
Manchester United var hvorki sátt-
ur við frammistöðu sinna manna né
úrslitin í leiknum.
„Við spiluðum ágætlega í fyrri
hálfleik, fengum fullt af færum og
hefðum getað skorað fjögur eða
fimm mörk. Það var skrýtið að sjá
Ruud (Van Nistelrooy) klúðra svona
mörgum færum því að hann er van-
ari að skora. Við hefðum í raun átt
að gera út um leikinn í fyrri hálf-
leik en í staðinn skora þeir úr eina
skoti sínu á markið. í seinni hálf-
leik gáfum við eftir og úrslitasend-
ingin klikkaði of oft. Ég tek það
samt ekki af mínum mönnum að
þeir reyndu allt til loka en því mið-
ur var þetta ekki okkar dagur,“
sagði Ferguson.
Hann sagði jafnframt eftir leikinn
að það hefði verið frábært að sjá
Roy Keane spila á ný.
Keane mikilvægur
„Keane er stórkostlegur leikmað-
ur og þó að hann sé kannski ekki
kominn í sitt besta form þá hefur
hann gifurleg áhrif á liðið. Hann er
gífurlegur keppnismaður og smitar
út frá sér og það er engin spurning
að við eigum eftir að verða sterkari
þegar hann verður kominn í sitt
besta form.“
„Við erum ekki búnir að segja
okkar síðasta orð í baráttunni um
titilinn. Það sem skiptir máli er að
vera með í baráttunni allt til loka og
það getur ýmislegt gerst í seinni
hlutanum," sagði Ferguson og sagð-
ist aðspurður ætla að njóta jólanna
þrátt fyrir tapið gegn Blackburn í
gær. -ósk
Gömlu félagarnir David Beckham og Andy Cole féllust í faðma eftir leik
Blackburn og Manchester United í gær. Reuters
Okkar menn
Lárus Orri Sigurðsson spilaði
leikinn þegar West
Bromwich Albion gerði jafh-
tefli gegn Sunderland i
ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Lárus Orri
krækti sér í gult spjald í
leiknum.
allan
Eiður Smári Guðjohnsen
spilaði allan leikinn og skor-
aði fyrra mark Chelsea sem
vann góðan sigur á Everton
í ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn.
Eiður Smári
Guðjohnsen.
. fyrir Bolton sem gerði jafntelfi gegn
West Ham í slag tveggja neðstu liða úr-
! valsdeildarinnar á laugardaginn.
Hermann Hreiðarsson spilaði allan
leikinn fyrir Ipswich sem gerði jafntefli
gegn Portsmouth á útivelli í ensku 1.
deildinni á laugar-
daginn.
Pétur Marteinsson
og Bjarni Guðjóns-
son voru báðir i byrj-
unarliöi Stoke sem
gerði jafntefli gegn
Wimbledon í ensku
1. deildinni. Þeir
léku báðir allan leik-
inn. --
Heiðar Helguson var í byrjunarliði
Watford sem bar sigurorð af Bradford í
ensku 1. deildinni á laugardaginn Heiö-
ar meiddist undir lok fyrri hálfleiks ög
var skipt út af í hálíleik.
Martelns-
Guöni Bergsson spilaði allan leikinn
Brynjar Björn Guðjónsson var ekki í
liði Stoke þar sem hann tók út leikbann.
Helgi Valur Daní-
elsson var ekki í
leikmannahópi Pet-
erborough sem tap-
aði fyrir Blackpool,
3-0, í ensku -2. deild- |
inni á laugardaginn.
Arnar Gunnlaugs-
son var ekki í leik- A,_„, „
mannahópi Dundee Arnar Þor Vlöars'
United sem tapaði son-
fyrir Hearts, 3-0, í skosku úr-
Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki i
leikmannahópi Real Betis gegn Osasuna
i spænsku 1. deildinni i gær.
Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðars-
son og Rúnar Kristinsson spiluðu all-
an leikinn fyrir Lokeren sem tapaði, 2-0,
fyrir Sint Truiden i belgísku
1. deildinni á laugardaginn.
Sigmundur Kristjánsson og
Viktor B. Arnarson voru
ekki í leikmannahópi Utrecht
sem tapaði fyrir Roda, 1-0,
hollensku 1. deildinni á föstu-
daginn.
valsdeildinni á laugardaginn.
Jóhannes Harðarson sat all-
an tímann á varamanna-
bekknum hjá Groningen sem tapaði fyr-
ir Willem II í hollensku 1. deildinni á
laugardaginn. -ósk
Hetjan..
Kevin Phillips, sóknarmaður
Sunderland, var hetja sinna
manna á laugardaginn þegar hann
bjargaði stigi fyrir liðið upp á eig-
in spýtur í fallbaráttuslag gegn
West Bromwich Albion. West
Brom leiddi í hálfleik, 2-0, og fátt
virtist geta komið i veg fyrir sigur
Lárusar Orra og félaga. Phillips
var ekki á sama máli, skoraði tvö
mörk í seinni hálfleiknum og
tryggði Sunderland dýrmætt stig í
fallbaráttunni. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Phillips bjargar
Sunderland á undanfómum árum
en þessi mikli markahrókur hefur
haft frekar hægt um sig og aðeins
skorað eitt mark fyrir leikinn
gegn West Brom. -ósk
■ ■■
skúrkurinn
Hollenski framherjinn Ruud
Van Nistelrooy var ekki á skot-
skónum þegar Manchester United
mætti Blackbum í gær. Van
Nistelrooy hefur verið óstöðvandi
þar sem af er tímabili en i gær
voru honum mjög svo mislagðir
fætur. Hann brenndi af hveiju
færinu á eftir öðru og klaufaskap-
ur hans uppi við markið var
helsta ástæða þess að leikmenn
Manchester United fóru tómhent-
ir heim. Frammistaða Vans
Nistelrooys á þessu tímabili hefur
verið slík að það er erfitt að
kyngja því þegar hann nær sér
engan veginn á strik uppi við
mark andstæðinganna. -ósk
NaestU lejkir
Mánudagur 23. desember
Manchester City-Tottenham
Flmmtudagur 26. desember
Chelsea-Southampton
Tottenham-Charlton
West Ham-Fulham
Bolton-Newcastle
West Brom-Arsenal
Birmingham-Everton
Liverpool-Blackburn
Manchester City-Aston Villa
Sunderland-Leeds
Middlesbrough-Manchester United
Laugardagur 28. desember
Aston Villa-Middlesbrough
Blackburn-West Ham
Charlton-West Brom
Everton-Bolton
Fulham-Manchester City
Leeds-Chelsea
Manchester United-Birmingham
Southamton-Simderland
Laugardagur 21. desember
Newcastle-Tottenham
Arsenal-Liverpool