Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 35 Sport i>v Fyrir þá sem eru í þessu af alvöru er rétt aö benda á að jafnframt er hægt aö fá pela með merki Liverpool og ekki er nú amalegt fyrir stuðningsmann Liverpool að horfa á sína menn á Anfield Road með Liverpool-krúsina sína og í fangi hans liggur ungur sonurinn að horfa á leikinn með pabba með Liverpool- pelann sinn. Enginn í jólaköttinn Svo má að sjálfsögðu kaupa heíbundna hluti á borð við bangsa í „rétta“ búningnum sem og bolta. Þannig að þið feður sem vöknuðuð með öran hjartslátt í morgun getið byrjað að draga andann rólega því Ert þú í vandræðum með jólagjafirnar? Viö höfum lausnina - og þú þarft ekki að fara í jólaköttinn í ár lausnin er fundin og engin ástæða til þess fyrir nokkurn að fara í jólaköttinn í ár. -HBG Hér að ofan gefur að líta Arsenal- samfelluna og pelar og fleira er hér til vinstri. DV-mynd Hari Þeir voru væntanlega ófáir karlmennimir sem vöknuðu upp við vondan draum í morgun og áttuðu sig á því að það er kominn Þorláksmessudagur. Mest, ef ekki öU, jólainnkaupin eftir og tíminn hugsanlega af skomum skammti. DV-Sport reddar málunum En þeir feður sem eiga böm í yngri kantinum þurfa ekki að örvænta því DV-Sport hefur fundið lausnina fyrir þá ■ ef þeir era miklir knattspyrnuunnendur og kannski ekki síst áhugamenn um enska boltann. íþróttavöruverslunin Jói Útherji býður nefnilega ýmislegt skemmtilegt þessa dagana fyrir feður í vanda sem vilja ekki „missa barnið sitt í hitt liðið.“ Samfellur Þar ber helst að nefna ansi skemmtilegar samfellur fyrir böm frá þriggja mánaða og upp úr. Það sem er svo skemmtilegt við þessar samfellur er að þær era með merki enskra félaga og sem stendur er hægt að fá þær með merkjum Englandsmeistara Arsenal og Liverpool. Slagorð Jóa er: „Ekki missa bamið í hitt liðið." Meiningin er því sú að feðumir sjái til þess frá unga aldri að bamið alist upp við að styðja „rétta liðið“ sem öllum kemur nú ekki saman um hvað er. ... og smekkir Nú ef menn vilja ganga enn lengra þá má benda á smekki með merkjum enskra félaga og hvað er nú fallegra en ungbarn með Liverpool-smekk útataðan eplamauki? Það gæti heillað margan stuðningsmann Rauða hersins og eflaust gæti það einnig heillað til að mynda stuðningsmenn Manchester United því margir þeirra hefðu eflaust gaman af því að sjá merki Liverpool útatað ýmsum matarleifúm. ... eöa pelar Sérsamböndin hafa oröid... íþrótta- og ólympíusamband íslands: Níu nóttum fyrir jól Á hverjum mánudegi kemur ,Á :: DV út með 24 síð- ur af íþróttaefni. Það er glæsilega gert. Sömu sögu er /~\ r\ aö segja af Mogg- UvA anum (sem nú ætl- ar líka að koma út á mánudögum) og sjónvarp og út- varpsstöðvar standa sig líka í stykk- inu og flytja okkur íþróttafréttir. Fjölmiðlarnir mikilvægir Hvers vegna skyldi þetta nú vera gert, nema vegna þess að útgefend- ur og aðstandendur fjölmiðla gera sér grein fyrir þeim mikla áhuga á íþróttum sem ríkir úti á meðal al- mennings og þeirri brennandi þörf að úrslit leikja og móta berist sem fyrst til íþróttaáhugamanna, til þjóðarinnar, sem er öll, meira og minna, á kafi í íþróttum. Annaö hvort við sjálf, eða bömin okkar eða bamabömin, félagið okkar, bærinn okkar, landsliðin okkar. Fjölmiðl- amir gegna þessu hlutverki upplýs- inga og frásagna og eru þannig ómetanlegur þáttur í eflingu íþrótta- lífsins. Grasrótin má ekki gleymast Stundum finnst manni að áhersl- umar séu ekki alltaf réttar, of mik- ið um boltaíþróttir. En hvað ætti ég aö vera kvarta, gamall fótbolta- og handboltamaður? Það er kannske fyrir þá sök að ég sem forseti heild- arsamtakanna veit um allt það mikla starf sem fram fer hjá öðram íþróttagreinum og skil þá angist sem brýst þar fram, þegar aldrei eða sjaldan er þess getið sem þar á sér stað. Það má ekki gleymast að níu- tíu prósent íþróttastarfsins snýr að ungviðinu, að grasrótinni, enda þótt keppni og atburðir í hópi þeirra bestu séu af eðlilegum ástæðum mest í sviðsljósinu. Vantar stuðning íþróttasambandið hefur af veik- um mætti reynt að gefa út sérstakt blað, öðruvísi íþróttablað og öðru- vísi fréttir, af íþróttum og ágæti þeirra, af fólkinu á bak við félögin, af íþróttunum sem era í felum en eru þó stykki í púsluspilið, í lífríki þeirrar fjölbreyttu félagsstarfsemi sem íþróttimar standa og falla með. íþróttasamtökin eru ein fjölskylda, sem hefur sömu hagsmuni og sömu vandamálin, aðstöðuleysi, peninga- leysi. Og skilningsleysi, já, skiln- ingsleysi stjómvalda og almennings og fiölmiðla um þá undirstöðu og kjölfestu, sem felst í endurgjalds- lausu framlagi og fómum fjölda fólks í hinum ýmsu íþróttafélögum og íþróttagreinum. Um árabil, svo lengi sem ég man, höfum við gengið með betlistaf í hendi og gengiö bón- leiöir til búðar hvað varðar meiri skilning um meiri stuðning. Sú þrautarganga tekur aldrei enda. Og hún mun vart bera árang- ur, ef viö göngum þar einir og í kyrrþey. Fjölmiðlar geta hjálpað Metnaðarfullir fjölmiðlar gætu hjálpað þar til. Af hverju þurfa félög að draga sig út úr keppni? Hver er Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og ólympíusambands tslands, skrifar: þessi einstaklingur sem stendur á bak við velgengni sinna manna? Af hveiju er meiri ástundun íþrótta í einu bæjarfélagi en öðra? Hvað er ÍSÍ að gera í fræðslumálum, lyfjaeft- irlitsmálum, skipulagsmálum, fjár- málum? Af hveiju er fjárveitingar- valdið ekki spurt, hvers vegna íþróttimar bera skarðan hlut frá borði í samanburði við ýmsa aðra starfsemi? Er það ekki einnar frétt- ar virði að skýra frá þvi að hér í Reykjavík er haldinn stærsti íþróttaleiðtogafundur sögunnar? Hvaða áhrif kann það að hafa í för með sér og árangur, fyrir íslenskt íþróttalíf á alþjóöavettvangi? öfl úrslit, allir sigrar inni á vell- inum hafa sínar skýringar utan l - vallar. Og töpin líka. Nýtt ár fram undan Nú er nýtt ár að hefjast, nýr kafli í tímatalinu. En íþróttimar halda sínu striki, þar er ekkert lát á, eng- in timamót, engu móti eða keppni er fyrr lokið en sú næsta byrjar. Og þar erum við öll þátttakendur, kepp- endumir, forystumennirnir, áhang- endurnir, íþróttafréttamennimir, allur þorri landsmanna, sem hver og einn leggur sinn skerf af mörk- um og gerir íþróttir á íslandi að spennandi, samhangandi og tr- skemmtilegri upplyftingu. Árið um kring og alla daga. Nú er bara að éta á sig gat um jól- in og svo áfram, áfram, upp á hól, stend ég og kanna, níu nóttum fyrir jól, kem ég til manna. Gleðileg jól og gott nýtt ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.