Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 23 JDV Sport Úrvalsdei er draum - segir Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Stoke og íslenska landsliðsins í knattspyrnu Brynjar Björn Gunnarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu og leik- maður Stoke í ensku 1. deildinni, er kominn heim í jólafrí en hann tekur út tveggja leikja bann yíir jólahá- tíðina. Það hefur gengið á ýmsu hjá Brynjari síðasta hálfa árið, bæði hjá Stoke og íslenska landsliðinu. Hann hefur haft þrjá knattspymustjóra hjá Stoke síðan Guðjóni Þórðarsyni var sagt upp í maí, gengi liðsins hef- ur verið mjög lélegt, auk þess sem Brynjar hefur verið að koma sér í toppform eftir erfið meiðsl. Brynjar lék báða leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM og fór ekki, frekar en aðrir leikmenn liðsins, varhluta af gagnrýninni sem liðið fékk eftir Skotaleikinn. DV-Sport ræddi við Brynjar um Stoke, landsliðið og knattspymufer- ilinn. Erfitt þegar illa gengur „Það er alveg ljóst að síðustu mánuðimir hjá okkur í Stoke hafa verið mjög erfiðir. Liðinu hefur gengið illa og það eru töluverð von- brigði eftir gleðina sem rikti í vor þegar við tryggðum okkur sæti í 1. deild. Þá vorum við búnir að berjast í 2. deildinni í tvö ár og héldum að hópurinn yrði styrktur verulega þegar upp í 1. deildina var komið. Það var þó ekki raunin því að sjón- varpstekjur liðanna drógust svo mikið saman vegna gjaldþrots ITV Digital-stöðvarinnar og það má eig- inlega segja að nær öll lið í 1. deild- inni hafi haldið að sér höndum og leikmannakaup verið fátíð það sem af er þessu keppnistímabili. Það hjálpar okkur ekki að við höf- um gengið í gegnum knattspymu- stjóraskipti og því hefur það tekið tíma fyrir liðið að ná áttum á nýjan leik. Það er alltaf erfitt þegar illa gengur og þessi leikjahrina okkar að undanfomu, þar sem við höfum ekki unnið leik í ansi langan tíma, reynir mjög á menn. Ég held hins vegar að hlutimir fari að breytast. Við höfum spilaö vel í undanföm- um þremur leikjum en við þurfum hins vegar að passa okkur á því að missa liðin fyrir ofan okkur ekki of langt frá okkur. Þá verður á bratt- ann aö sækja,“ sagði Brynjar. Er komast í toppform „Hvað mig sjálfan varðar þá gat ég ekki tekið þátt í undirbúnings- tímabilinu að neinu leyti þar sem ég var að jafna mig eftir fótbrot. Ég byrjaði spila strax í fyrsta leik án nokkurs undirbúnings og það er mjög erfitt. Það er kannski fyrst núna sem mér frnnst ég vera að komast í besta form enda tekur það alltaf tíma eftir meiðsl að komast á rétt ról,“ sagði Brynjar sem hefur verið að spila á miðjunni hjá Stoke í vetur. Samningur Brynjars við Stoke rennur út næsta sumar og hann sagðist lítið hafa heyrt frá forráða- mönnum Stoke um nýjan samning. „Það var aðeins rætt um nýjan samning fyrir tímabilið en siðan hefur ekkert gerst. Ég bíð því bara rólegur eftir næsta útspili þeirra. Ef þeir aðhafast ekkert er mér frjálst að leita á önnur mið frá og með 1. febrúar, sex mánuðum áður en samningurinn minn við Stoke renn- ur út. Ég hef alltaf stefnt að því að spila í ensku úrvalsdeildinni og vonandi rætist sá draumur á næstu árum. Það gæti hjálpað mér að vera samningslaus ef slíkt kæmi upp en hvað gerist verður tíminn einn að leiða í ljós. Þessi ár hér í Englandi hafa þroskað mig mikið sem knatt- spymumann og ég tel að ég sé í stakk búinn til að takast á við þá bestu.“ Eitt skref í einu Eins og áður sagði hefur Brynjar ekki farið varhluta af gagnrýni á landsliðið en’ telur hann að fjölmiðl- ar og almenningur á íslandi geri of miklar kröfur til liðsins. „Það eru miklar kröfur gerðar til liðsins og það er í sjálfu sér skiljan- legt. Við höfum aldrei átt jafnmarga atvinnumenn og núna og í liðinu eru margir frábærir leikmenn. Við megum hins vegar ekki fara of geyst og það er mín skoðun að rétt sé að taka eitt skref í einu. Við erum í þriðja styrkleikaflokki í fyrsta sinn og meginmarkmiðið hlýtur að vera að halda ökkur í þeim styrkleika- flokki. Það skal alveg viðurkennast að ef litið er á liðin í riðlinum þá hafa möguleikamir á því að ná öðru sæt- inu í riðlinum aldrei verið meiri en við skulum ekki gleyma því að þrátt fyrir að Skotum hafi gengið illa á árinu þá em þeir er með gott lið mun betri um. Brynjar á fleygiferö með boltann i landsleiknum gegn Lithaen á Laugardalsvelli í október. DV-mynd ÞÖK eins og þeir sýndu á Laugardalsvell inum og alls ekki sjálfgefið að vinna þá.“ Vald fjölmiöla mikiö „Auðvitað voru úrslitin gegn Skotum mikil vonbrigði. Við hefð- um að minnsta kosti viijað ná jafn- tefli gegn þeim enda eigum við ekki að tapa fyrir neinu landsliði á Laug- ardalsvellinum. Við vorum sárir og svekktir eftir leikinn og vissum vel að við hefðum getað spilað betur. Hvaö varðar gagnrýnina sem við fengum eftir leikinn þá verða menn bara að taka henni. Hún er hluti af þessu og þegar illa gengur mega menn búast við því að vera gagn- rýndir. Við þurfum bara að taka á þessari gagnrýni sem hópur, sigta út hvað er réttlátt og loka augum og eyrum fyrir óréttlátri gagnrýni. Annars er vald fjölmiðla á íslandi mikiö því að blöð og sjónvarpsstöðv- ar eiga stóran þátt í móta skoðun al- mennings á hlutum eins og islenska landsliðinu. Það þarf að fara mjög varlega með það vald,“ sagði Brynj- ar. „Ég hef, eins og reyndar allir leik- menn íslenska landsliðsins, fulla trú á Atla Eðvaldssyni sem lands- liðsþjálfara. Það er mín skoðun að landsliðið sé ekki í niðursveiflu. Það er lögð meiri áhersla á sóknar- leik núna heldur en áður og það ger- ir það að verkum að við erum veik- ari vamarlega. Ég held að við bæt- um okkur með tímanum þegar menn læra betur inn á þetta kerfl og þessa hugsun. Þetta er ákveðin framþróun og það verður síðan bara að koma í ljós hvort þetta kerfi gengur hjá okkur. Við erum ekki búnir að segja okk- ar síðasta orð í þessum riðli. Það er nóg eftir og leikmenn eru staðráðn- ir í því að selja sig dýrt í leikjunum sem eru eftir. Við ætlum okkur að taka einn leik fyrir í einu og sjá hvert það kemur okkur. Næsti leik- ur er gegn Skotum og þótt það sé enginn hægðarleikur að fara þang- að og ná í stig þá er það vel mögu- legt ef trúin er fyrir hendi," sagði landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson við DV-Sport. -ósk kostur fyrir Stoke „Ég er ekki nokkrum vafa um að stjórn Stoke hafi gert mistök meö því að láta Guðjón Þórðarson fara frá félaginu síðastliðið vor, sérstaklega í ljósi þess hvaða þjálfarar hafa verið á eftir hon- Við vorum búnir að ná stöðug- leika undir stjórn Guðjóns og menn vissu nákvæmlega hvað hann ætlaðist til af hverjum og einum. Það hefði verið mun auð- veldara aö hefja leik í 1. deildinni nú í haust án þess að ganga í gegnum þær breytingar sem við höfum gengið I gegnum," sagði Brynjar, spurður um þjálfara- skipti Stoke í sumar. „Þegar nýir menn taka við þá tekur það alltaf einhvern tima fyrir þá að koma sínum hug- myndum að. í haust hafa tveir knattspyrnustjórar stýrt liðinu og það segir sig sjáift að stöðugleik- inn hefur ekki verið mikill fyrir vikið. Þessir tveir menn, Steve Cotter- Ul og Tony Pulis, eru ekki í sama gæðaflokki og Guðjón, að mínu mati, og þess vegna finnst mér ákvörðun þeirra að láta Guðjón fara vera röng og mikil mistök þótt nærvera hans sé engan veg- inn trygging fyrir betra gengi hjá okkur heldur en raunin hefur verið,“ sagði Brynjar. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.