Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 1
 t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t \ mmmm. mim&m GOKART-OKUMAÐUR KEPPIR í S-AFRÍKU. BLS. 29 DAGBLAÐIÐ VISIR 2. TBL. - 93. ARG. - FOSTUDAGUR 3. JANUAR 2003 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK DV ræðir við 14 ára stúlku sem vart var hugað líf eftir bílslys á Holtavörðuheiði: Endurheimt úr dái Hvernig líður móður að heyra í síma að 14 ára dóttir hennar sé á leiðinni til Reykjavíkur með þyrlu með mjög alvarlega höfuðáverka? Þessu lýsir Thelma Kristín Ing- ólfsdóttir úr Hafnarfirði í DV í dag en dóttir hennar hafði farið án leyfis með 17 ára kærasta sín- um og þremur öðrum ungmenn- um i bíl norður í Skagafjörð til að hlusta á hljómsveitina í svörtum fotum þegar bíllinn fór út af í launhálku efst á Holtavörðuheiði. I tvær vikur vissi fjölskyldan fyrst ekki hvort stúlkan myndi lifa og síðan ekki hvort hún gæti talað á ný. Stúlkan, Helena Ósk Gunnars- dóttir, kastaðist út um afturglugga bilsins og lenti með höfuðið á steini. Þegar að var komið vantaði í raun hluta af hægri vanga og mjög illa leit út með að hún héldi lífi. f þetta skiptið notaði þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar nætur- sjónauka í fyrsta skipti í útkalli yfir landi. Án þeirra hefði orðið mjög erfitt að komast á slysstað. Litlu munaði síðan að illa færi þegar TF-LÍF var í aðflugi yfir slysstað þar sem upplýsingar höfðu ekki borist lögreglu um að öll bílljós og annað skyldi slökkt við lendingu. DV hitti Helenu Ósk, móður hennar, fjölskyldu og þyrluflugmenn í gær. -Ótt ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 8 í DAG IÞROTTAMAÐUR ÁRSINS 2002: Ólafur Stefánsson kjörinn 26 TONLEIKAR I SALNUM: Settist fimm ára við sellóið 18 Fiá rfest i n a a r ráöa iöf Samningur undirritaður í lok janúar Umdeildur orkusamningur Landsvirkjunar og bandaríska álrisans Alcoa verður til um- ræðu í stjórn Landsvirkjunar á föstudaginn eftir viku. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við DV í morgun að sama dag mundi stjóm Alcoa fjalla um orkukaupin. Borgar- stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, sagði í gær að hún vildi að beðið yrði með orkusamn- inginn, en Reykjavíkurborg er eigandi 45% hlutar í Lands- virkjun. Fjallað verður um orkusöluna í borgarstjóm 16. janúar. „Þetta eru í sjáifu sér eðlileg ummæli,“ sagði Friðrik Soph- usson í morgun, „en hins vegar verður samningurinn ekki und- irritaður fyrr en síðar og næg- ur tími gefst fyrir borgarstjóm að ræða málið,“ sagði Friðrik Sophusson. Hann segir að ekki hafi staðið til að undirrita orku- samninginn fyrr en í janúarlok. Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi segir að samningurinn geri ráð fyrir að ein króna verði greidd með hverri kílóvattstund sem seld verður frá Kárahnjúkavirkjun. Tapið kunni að verða allt að 4,4 millj- arðar króna á ári. -JBP Vampírumorð í Svíþjóð Einkar hrottafenginn atburð- ur átti sér stað i Halmstad í Sví- þjóð rétt fyrir áramót en þar hefur margur Islendingur alið manninn. Gaddfreðið höfuð af hinum 22 ára gamla Marcus Norén fannst, aðskilið frá búknum, fljótandi i Nissan-ánni sem rennur i gegn- um Halmstad, á mánudag. Sjálf- ur búkurinn fannst daginn eftir. Yfirvöld telja að Norén hafi verið þátttakandi í hlutverka- leik sem fjallar um vampírur en ólíkt hlutverkaspilum eru þátt- takendumir sjálfir leikmennirn- ir í spilinu, í stað lítilla „kalla“ sem eru nokkrir sentímetrar á hæð. NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 10 í DAG ArmúU 17, tOB Reykjavík símh 533 1334 fax: 5BB 0499 ..þal sem fagmaíurinn notar! Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.