Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003
Fréttir I>V
Val Deiglunnar:
Árni Sigfús-
son ber af
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, hefur verið valinn
Maður ársins 2003 í íslenskum
stjómmálum á
vefritinu Deigl-
unni. Með fram-
boði sínu í
Reykjanesbæ seg-
ir Deiglan að
Ámi hafi sýnt
pólitískt hug-
rekki og í störf-
um sínum hafi
Arni Sigfússon. hann reynst öfl-
ugur talsmaður
einstaklingsfrelsis og mannréttinda.
Deiglan segir að sú hugmynd aö
forstjóri og fyrrum borgarstjóri
Reykjavíkur byði sig fram sem bæj-
arstjóraefni syöra hafi ýmsum þótt
glannaleg. Þegar leið að kosningum
hafi komið í ljós að bæjarbúum leist
vel á frambjóðandann og með kraft-
mikilli kosningabaráttu hafi sjálf-
stæðismenn tryggt sér glæsilegan
sigur, fengið 52% fylgi en Sjálfstæð-
isflokkurinn hafði aldrei fyrr haft
meirihluta í Keflavík.
Áma er hælt fyrir sjálfstæðar skoð-
anir og röggsemi sem stjórnandi.
Hann sýndi styrk með því að mót-
mæla meðferð stjómvalda á Falun
Gong-fólki sem hingað leitaði síðasta
vor. Árni þorði líka að lýsa þeirri
skoðun sinni að hann teldi bann við
einkadansi brjóta í bága við atvinnu-
frelsisákvæði stjórnarskrárinnar.
„Ámi Sigfússon hefur með ár-
angri sínum í Reykjanesbæ sýnt að
hann er ótvírætt einn af öflugustu
stjómmálamönnum landsins og
mun hann vafalaust láta viðar til
sín taka þegar fram líða stundir,"
segir á Deiglunni. -JBP
Mikill erill hjá
lögreglunni
Erilsamt var hjá Lögreglunni í
Reykjavík í nótt. Tilkynnt var um
innbrot i fyrirtæki á Laugavegi um
hálffimmleytið í nótt. Þegar lögregl-
an kom á staðinn var þjófurinn enn
innandyra og tókst að handsama
hann. Áð sögn lögreglunnar er þjóf-
urinn góðkunningi hennar og hefur
oft komið þar við sögu. Einnig var
bíll stoppaður við Austurberg í
Reykjavík en í bílnum fundust
fimm e-töflur og hassmoli. Þá fann
lögreglan geislaspilara og annað
sem hana grunar að tekið hafi verið
ófrjálsri hendi. Einnig þurfti lögregl-
an að leita tveggja drengja, fæddra
1988, en þeir sögðu foreldrum sínum
að þeir myndu gista hvor hjá öðrum.
Þegar foreldrarnir áttuðu sig á að þeir
væru á hvorugum staðnum var lög-
reglan kölluð út. Drengirnir fundust í
austurbænum, í kjallara, þar sem þeir
höfðu komist yfir áfengi og voru þeir
í annarlegu ástandi. -ss
Áramótaskaupið:
Okkar staða
er hrein
„Okkar staða er hrein. Við notuð-
um bút úr þessu lagi og greiðum
stefgjöld af því eins og við erum vön
að gera,“ sagði Sigrún Erla Sigurð-
ardóttir, framkvæmdastjóri Ára-
mótaskaups 2002, um þær ásakanir
indversku prinsessunnar Leoncie
að lagi hennar, Sexy Loverboy,
hefði verið stolið í áramótaskaup-
inu og það eignað VOhjálmi Guð-
jónssyni tónlistarmanni.
Sigrún Erla sagði að talað væri
við viðkomandi tónlistarmenn ef
lögunum væri breytt. í þessu tilviki
hefði einungis veriö notaður bútur
úr lagi eins og gjaman væri gert.
Vilhjálmur, sem sá um tónlistina
í skaupinu, sagði, að hann hefði
ekki einu sinni vitað að þessi lag-
bútur hefði verið notaður, þar sem
hann hefði aðeins séð um þau lög
sem breytt var og svo eigin tónlist.
„Þetta hefur ekkert með mig að
gera,“ sagði hann. „Ég sá aðeins um
tónlistina sem breytt var og svo tón-
listina sem ég samdi sjálfur." -JSS
Salan á flugvallarlandinu á Selfossi:
Ekki að steypa hreiðr-
um undan mönnum
- segir landeigandi - Sáum þetta ekki fyrir, segir forseti baejarstjórnar
„Vilji okkar landeigenda stendur
ekki lengur til þess að selja umrætt
svæði undir flugvöll. Það kom fram
þegar atkvæði voru greidd um bæði
tilboð," sagði Guðmundur Lárusson
í Stekkum í Flóa. Hann er talsmað-
ur bænda í Sandvíkurhverfi í Ár-
borg sem hafa selt 70 ha svæði þar
sem Selfossflugvöllur er til tveggja
verktakafyrirtækja. Þau hyggjast
þar koma upp íbúðabyggð á kom-
andi árum og þá þarf völlurinn að
víkja.
Eins og fram hefur komið hafa ver-
ið uppi hugmyndir um að flytja
kennslu- og æfingaflug úr Reykjavík á
Selfoss. Guðmundur segir að þá yrðu
lendingar og flugtök á Selfossi
kannski um 70 þúsund á ári í stað
fjögur þúsund í dag. „Við erum ekkert
spenntir fyrir svo mikilli flugumferð
hér og ónæði sem því myndi fylgja,"
segir Guðmundur.
Hann staðfestir að tilboð Flug-
klúbbs Selfoss hafi verið nokkru
hærra en fyrirtækjanna, eða sem
nemur 50 þús. kr. á hektara. „Hins
Þorvaldur Guð- Sturla
mundsson. Böövarsson.
vegar horfum við til þess að byggðin
þróist hér lengra suður úr og inn á
það svæði þar sem flugvöllurinn er í
dag. Þannig sjáum við að önnur lönd
okkar geti í kjölfarið hækkað meira,“
segir Guðmundur.
Hann minnir jafnframt á að
klúbbnum hafi á siðustu árum staðið
til boða að kaupa umrætt landsvæði
eins og öðrum en félagsmenn dregið
lappimar. „Það er ómögulega hægt að
ásaka okkur landeigendur um að við
séum að steypa hreiðrunum undan
mönnum,“ segir Guðmundur.
„Þessi staða er nokkuð sem við
sáum ekki fyrir,“ sagði Þorvaldur
Guðmundsson, forseti bæjarstjómar
Árborgar. Vilji félaga í flugklúbbnum
er að bæjaryfirvöld gangi inn í kaup-
in á svæðinu, þá með uppbyggingu
flugvallarins í huga. Þorvaldur segir
að af hálfu bæjaryfirvalda í Árborg
hafi verið vilji til þess. „Höfum við þá
séð fyrir okkur aðkomu ríkisins að
málinu," sagði Þorvaldur.
í samtali við DV sagði Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra að flug-
málayfirvöld hefðu sl. ár ítarlega
skoðað möguleikana á því að flytja
kennsluflugið á Selfoss. Hefðu ýmsar
rannsóknir verið gerðar á svæðinu í
því sambandi. Ráðherra sagði ríkis-
valdið hafa verið opið fyrir þeim
möguleika að kaupa landsvæðið sem
völlurinn er á en hins vegar hefði
samgönguráðuneytinu verið kunnugt
um tregðu landeigenda til að selja
svæðið svo þar yrði flugvöllur áfram.
Væri erfitt að vinna málið þegar að-
staeður væri slíkar en hins vegar yrði
farið betur yfir málið allt nú á næst-
unni í ljósi stöðunnar. -sbs
■
DV-MYND SJ
Tilboö á tilboö ofan
Útsölur standa nú sem hæst en verslanir sem opna eftir áramótin hefja flestar útsölur í dag. Gera má rjúkandi góö
kaup á þessum útsölum en afsláttur á einstökum vörum getur veriö allt aö 90 prósent. Fyrir kaupmenn er þetta eins
konar „annar íjólum“. Útsalan í Hagkaupum hófst ígær klukkan 14 og þá þegar beiö fjöldi fólks eftir aö verslunin
yröi opnuö. Hér spá tvær yngismeyjar í snyrtivörur á útsöiuveröi í Hagkaupum i Kringlunni í gær.
Sólveig Pétursdóttir er ánægð með skaupið:
Börnunum mínum fannst
ég taka rokkið vel
- Sigurður Geirdal segir skaupið betra en oft áður
Flestir voru sammála um aö Ára-
mótaskaupið hafi verið gott þetta
árið. Eins og svo oft áður voru þjóð-
þekktar persónur .teknar fyrir og
grín gert að þeim. Flestir af þeim
sem gert var grin að tóku því ágæt-
lega enda orðnir vanir öðru eins.
Jónína Benediktsdóttir, athafna-
kona, segir að henni hafi líkaö
skaupið í ár þó svo það hafi verið
einum of gróft fyrir hennar smekk.
„Ef skaupið á að vera í þessum dúr
á það að vera bannað bömum undir
18 ára aldri. En það var ekki viö
öðru að búast af Hallgrími Helga-
syni en að hafa það gróft,“ segir
Jónína sem jafnframt segist ekki
hafa tekiö eftir því að gert hafi ver-
ið grín að henni. „Ég kannast ekk-
ert við þaö að grín hafi verið gert að
mér,“ segir Jónína. „En skaupið var
visual gott.“
Þá var heldur betur gert grín að
Sólveig Siguröur
Pétursdóttir. Gelrdal.
Sigurði Geirdal, bæjarstjóra Kópa-
vogsbæjar. „Mér fannst skaupið
betra en oft áöur og er í reynd bara
nokkuð ánægður með það. Ég áttaöi
mig þó ekki strax á því að þetta hafi
átt aö vera ég fyrr en ég sá Gunnar
og þá hlaut þetta að vera ég honum
við hlið,“ segir Sigurður. Þá segir
Sigurður aö hann taki það ekkert
nærri sér að gert sé grín að honum.
„Maður er orðinn svo vanur því að
þetta er eins og
að skvetta vatni á
gæs,“ segir Sig-
urður.
Þá hefur ef-
laust ekki farið
framhjá mörgum
að Sólveig Pét-
ursdóttir, dóms-
Jóntna og kirkjumála-
Benediktsdóttir. ráðherra, var
einnig tekin fyr-
ir. „Mér fannst Skaupið í heildina
séð hafa tekist ágætlega og mörg at-
riði mjög fyndin," segir Sólveig sem
segir jafnframt konunni sem lék
hana hafa tekist það ágætlega.
„Bömunum mínum fannst ég alla
vega taka rokkið nokkuð vel,“ segir
Sólveig að lokum. Þá kom Björn
Bjamason nokkrum sinnum fram í
Skaupinu en hann vildi ekki tjá sig
um það. -ss
mmmm
Heldur utan
Vilhjálmur Egils-
son, alþingismaður
og íramkvæmdastjóri
Verslunarráðs ís-
lands, tekur á næst-
unni við starfi hjá Al-
þjóða gjaldeyrissjóðn-
um í Washington í
Bandaríkjunum.
Ólafur ísleifsson, sem hefur gegnt starf-
inu ytra, snýr heim og mun taka að sér
ráðgjafarstörf í forsætisráðuneytinu.
Fluttur frá Hollandi
Karlmaður, sem var framseldur frá
Hollandi vegna gruns um smygl til ts-
lands á um 5 kilóum af amfetamíni og
150 grömmum af kókaíni, var fluttur
hingað til lands í gær. Maöurinn verð-
ur að sögn mbl.is yfirheyrður á næst-
unni.
D-listi bætir við sig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við
sig um 3% fylgi í Reykjavík á kostnað
Frjálslynda flokksins. Þetta kemur
fram í nýlegri könnun Gallups. Fylgi
Reykjavikurhstans stendur í stað sam-
kvæmt könnuninni.
TopShop lokað
Tiskuversluninni TopShop í Lækjar-
götu verður lokað og hefur starfsfólki
verslunarinnar verið sagt upp. mbl.is
greindi frá.
Grunaður um áreitni
Sextugur maður er grunaður um að
hafa áreitt böm kynferðisiega á Sel-
fossi. Rannsókn málsins stendur yfir
og ekki er kunnugt hversu alvarleg
brotin em. Maðurinn er tengdur öðra
baminu fjölskylduböndum. Bama-
vemdamefhd á Selfossi vísaði málinu
til lögreglu. RÚV greindi frá.
Ekki fleiri sjúklingar
Foreldrum tveggja bama sem hugð-
ust leita til Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja í gær var vísað frá með þeim orð-
um að þeir tveir læknar sem starfa hjá
stofhuninni megi ekki taka við fleiri
sjúklingum. Frá þessu var greint á vf.is
en þar var jafhframt haft eftir starfs-
manni í móttöku að mikið annríki
væri hjá stofiiuninni.
Bæta við flugvélum
íslandsflug hefur bætt tveimur Air-
bus a300/600R-breiðþotum til verkefna
í fraktflugi. Þar með verða þotur félags-
ins í millilandaflugi orðnar níu en auk
þess er félagið með tvær Domier-vélar
í innanlandsflugi.
Lampaþjófar á ferð
Um 150 gróðurhúsalömpum var stolið
á síðasta ári úr gróðurhúsum i Hvera-
gerði og á Flúðum. Grunur leikur á að
lampamir séu í mörgum tilvikum not-
aðir við ræktun kannabisefna. -aþ
helgarblað
Oftast óhræddur
í Helgarblaði
DV er ítarlegt við-
tal við Halldór Ás-
grímsson utanrik-
isráðherra um
átökin í kringum
R-listann, kosn-
ingamál vorsins,
erfiðar skoðana-
kannanir sem
sýna veika stöðu Halldórs og flokks-
ins og áhrif erfiðra veikinda á síðasta
ári á Halldór.
í blaðinu er einnig viðtal við Viðar
Eggertsson leikstjóra um hinn um-
deilda mormóna Neil LaBute, upphaf
Eggleikhússins og flóttann undan
þægindum reynslunnar. I blaöinu
verður einnig fjallað um megrunar-
kúra, raunveruleika bak jólum, stöð-
una í Quarashi, kosningahegðun, gild-
ismat háskólanema og rætt er við
móður einhverfs manns sem barist
hefur við kerfið.