Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 14
14 ________________________FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is DV-MYND TEITUR Þau sýnast stillt en bíðlði bara þangað til þau byrja að spila ... Edda Erlendsdóttir, Olivier Manoury meö bandóneoniö, Auöur Hafsteinsdóttir, Egill Ólafsson, Greta Guönadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Helga Þórarins- dóttir og Richard Korn. Himnarnir gráta og við líka - ekki er auga þurrt þegar Olivier Manoury þenur bandóneonið og Egill syngur tárvota tangótexta „Þaö rignir - Svo raunalegt er líf mitt - Er nema von að gráti himnarnir?" syngur Egill Ólafsson fagurri baríton- röddu meðan strengirnir veina og bandóneontónarnir hríslast niður hryggsúluna. Þetta er eigin texti Egils við ástríðufullt tangólag eftir Anibal Troilo og ástríðan skilar sér, bæði í söng og fasi söngvarans og leik hljóm- sveitarinnar. Þó er þetta bara œfing fyrir tónleika hljómsveitarinnar Le Grand Tango sem verða kl. 20 annað kvöld í Salnum í Kópavogi. Ef einhverjum finnst fyndið að syngja tangó á íslensku þá getur blaðamaður fullvissað þann hinn sama um að það er bara rétt fyrst. Síðan fer áheyrandinn að njóta þess að skilja textana. „Þeir eru líka svo mikilvægir,“ segir Edda Erlendsdóttir, píanóleikari Le Grand Tango. „Margir þeirra eru eftir þekkt skáld - til dæmis var Borges ekki yfir það hafínn að yrkja tangótexta. Oft kusum við lögin ekki síður vegna textanna og þá er lítið vit í að syngja þá á tungumáli sem fæstir í salnum kunna.“ Vaxandi áhugi á tangótónlist Edda og eiginmaður hennar, franski band- óneonleikarinn Olivier Manoury, eru sam- mála um að mikil vakning hafi orðið kringum tangótónlist á undanfornum árum víða um heim. Þessi ekta borgartónlist er upprunnin meðal evrópskra innflytjenda í Buenos Aires í Argentinu seint á 19. öld og lýsir Egill Ölafs- son henni sem þroskuðum blús með snertifleti við sígilda tónlist og djass. En af hverju vakning núna? Eitt helsta tangótónskáldið, Astor Piazzolla, lést fyrir áratug, benda Edda og Olivier á, og fyrir 5-6 árum var farið að gefa út tónlist hans á nótum. Þá brá svo við að klassískir hljóð- færaleikarar fengu brennandi áhuga á verk- um hans, þau urðu afar vinsæl af kammer- sveitum og eru jafnvel komin á efnisskrá sin- fóníuhljómsveita. Enda er þetta heillandi músík, flókin en þó beinskeytt, rómantísk í orðsins upprunalegu merkingu, ástríðufull og villt. „Þessi tónverk henta öllum svo vel,“ segir Olivier. „Það er meiri sveifla í tangótónlist en sígildri músík, meira tempófrelsi og svo fá all- ir sín sóló.“ Tangótónlistin hefur því öðlast sjálfstæði frá því hlutverki að vera aðallega undirleikur undir dans og söng. Hún hefur fengið aðal- hlutverk eins og sjá má af tónleikunum annað kvöld þar sem ekki verður neinn dans á svið- inu og nokkur verkanna aðeins leikin, ekki sungin. Sjaldgæft hljóðfæri Uppistöðuhljóðfærið í tangótónlist er band- óneon, eins konar litil harmonika, ákaflega hljómfogur, sem upphaflega kom frá Þýska- landi. Piazzolla lék sjálfur á bandóne- on og gaf hljóðfærinu þetta aðal- hlutverk í sínum verkum. Líklega var bandóneonið framlag þýsku innflytj- endanna i Argentínu til þessarar nýju tónlistar sem að öðru leyti var mikið til ítölsk - og hér er vert að geta þess að sextíu af hverjum hundrað íbúum Buenos Aires bera ítölsk nöfn. Þegar Olivier Manoury eignaðist sitt hljóðfæri seint á 8. áratugnum var það fjarri því að vera í sviðs- ljósinu enda var það ódýrt þegar hann rakst á það af til- viljun í hljóðfæraverslun. „Búðar- maðurinn reyndi talsvert til að fá mig ofan af því að kaupa það,“ segir Olivier, „vildi endilega að ég keypti stóra og fina harmoniku í staðinn! En mér varð ekki haggað.“ Hann fór strax að spila á það eftir eyranu og áður en hann vissi af var hann húkkt! Þá fór hann líka að læra að lesa nótur. Því Olivier var ekki einu sinni hljóðfæra- leikari þegar hann hitti bandóneonið, hann var með háskólapróf í frönskum bókmenntum og hafði meðal annars unniö fyrir sér sem hljóðfærasmiður. „Bíddu bara, einhvem tíma verð ég slöngutemjari!" hafði hann sagt við konu sína, en síðan banóneonið kom inn í líf hans hefur það verið í fostum skorðum. Hefur þetta hljóðfæri þá orðið vinsælt aftur? „Nei, það er of sjaldgæft til þess,“ segir Oli- vier, „þau eru alls ekki framleidd lengur.“ Svo varö allt vitlaust Olivier og Edda léku tangó í fyrsta sinn fyr- ir íslendinga í Félagsstofnun stúdenta árið 1981 við óvæntan fögnuð viðstaddra - „það var alveg ótrúleg upplifun,“ segir Edda. Þá sem nú léku með þeim Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Richard Kom kontrabassaleik- ari en í stað Laufeyjar Sigurðardóttur, sem þá var með, leika nú með þeim fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Greta Guðnadóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Sam- an eru þau sjö hljómsveitin Le Grand Tango og Egill kom með sem söngvari og áttundi maður á Kirkjubæjar- klaustri 2001 við miklar vinsældir. Þama á miUi lék hljómsveit- in til dæmis á Lista- hátíð í Reykjavík 1996 í Loftkastal- anum og eiginlega má segja að þá hafi allt orðið vit- laust. Edda verður ljóðræn til augn- anna þegar hún rifj- ar upp slagsmálin um miðana og aukatónleika á miðnætti og blaðamaður man enn hvemig ástríðusvitinn lak niður veggi Loftkastalans meðan Olivier þandi bandóneonið og Hany og Bryndís stigu agaðan en þó tilfinningaþrung- inn tangó á sviðinu. Tónleikarnir verða aðeins einir að þessu sinni en huggun harmi gegn fyrir þá tangóunnendur sem ekki komast annað kvöld er að hljómsveitin hefur verið að taka lögin upp alla þessa viku og platan kemur út hjá Eddu á árinu. Auk verka eftir Piazzolla og Troilo verða flutt verk eftir Gardel, Balcarce, Dames og Julio de Caro en einnig frumsamin lög eftir þá Egil og Olivier. V ínartónleikar Hinir árlegu Vínar- tónleikar verða fernir í ár í Háskólabíói og hinir fyrstu á miöviku- dagskvöldiö 8. janúar kl. 19.30, síðan fimmtudag og föstudag á sama tima og laugar- dag kl. 17. Söngvari í ár er ekki stúlka eins og oftast hefur verið heldur glæsilegur ungur karl- maður, Garðar Thór Cortes, og auk hans mun kastanettuleikarinn Lucero Tena leika listir sínar á sitt smáa ein- leikshljóðfæri. Kvað hún vera sú fremsta á því sviði í heimi og er sér- stakt tilhlökkunarefni að heyra hana flytja Spánska dansinn úr Leðurblök- unni eftir Johann Strauss yngri. Stjómandi er Peter Guth sem stundum fyrr. Á efnisskrá eru einnig sigræn verk eftir Johann Strauss eldri, Emmerich Kálmán, Pablo de Sarasate, Franz Lehár, Josef Strauss og Jerónimo Giménez. Þegar er uppselt á laugardag, örfá sæti laus á fóstudegi en aðeins rýmra fyrstu tvo tónleikadagana. Selló og píanó Margrét Ámadóttir sellóleikari og Lin Hong píanóleikari flytja svítu nr. 5 í c-moll eftir Bach, sónötu nr. 4 í C-dúr eftir Beethoven, noktúmu í Es-dúr op. 55 og sónötu í g-moll op. 65 eftir Chop- in í Salnum i Kópavogi á sunnudags- kvöldið kl. 20. Margrét Ámadóttir fæddist í Reykja- vík árið 1981. Ung að aldri hóf hún sellónám í Nýja Tónlistarskólanum, færði sig svo yfir í Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1994 þar sem hún lærði hjá Gunnari Kvaran og lauk þaðan ein- leikaraprófi árið 2000 með því að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Margrét hefur tekið þátt í virtum tónlistarhátíðum í Bandaríkjunum og fjölmörgum meistaranámskeiðum, m.a. hjá Erling Blöndal Bengtssyni, Steven Isserlis, Andres Diaz, Carter Brey og Laszlo Varga. Hún hefur kom- ið fram á einleiks- og kammertónleik- um hér heima og í Bandaríkjunum og leikið kammertónlist eftir Sergei Rachmaninoff inn á geislaplötu sem kom út árið 2001. Nýlega hélt hún tón- leika ásamt Lin Hong í Paul Hall í Juilliard og einnig var þeim boðið að leika á Faculty Concert Series í Col- umbia University, New York. Margrét stundar nú nám hjá Harvey Shapiro við Juilliard-tónlistarháskólann í New York. Lin Hong stundar mastersnám við sama skóla og Margrét og nýtur hylli sem einleikari og meðleikari í kamm- ertónlist. Maríulíkneskið Inga Bjamason leik- stýrir Mariulíknesk- inu eftir eitt af merk- ustu leikskáldum sam- timans í Króatíu, Slobodan Snajder, í Út- varpsleikhúsinu á rás 1 kl. 14 á sunnudaginn. Leikritið fjallar um sögu móður sem leitar sonar síns i stríðshrjáðu landi en skírskotar bæði til samtíma og sögu. Leikarar eru Anna Kristín Amgrímsdóttir, Harald G. Haralds, Ragnheiður Steindórsdótt- ir og Brynhildur Guðjónsdóttir. María Kristjánsdóttir þýddi verkiö. Hjörtur Svavarsson sá um hljóðstjórn. Það verður aftur á dagskrá á fimmtudags- kvöldið í næstu viku. Ljósmynda- keppni Undanfamar sex vikur hefur staðið yflr ljósmyndakeppni á www.ljos- myndari.is í fjórða sinn. Alls bárust 415 myndir og nú er komið að því að kjósa þær bestu. Hægt er að sjá allar myndirnar til 11. jan. 2003 en eftir það fækkar þeim um helming, stigahæstu myndimar halda áfram keppni en hinar detta út. Vikulega verður síðan hægt að gefa at- kvæði þeim myndum sem eftir standa og dettur þá helmingur mynda út í hvert skipti. Endanleg úrslit liggja fyr- ir um mánaðamótin febrúar/mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.