Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 Rafpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Wembley bara fyrir England Forsvarsmenn fyrirtækis þess sem byggir nú nýjan Wembley- leikvang í Lundúnum hafa hafnað tilboðum frá Arsenal og Tottenham um hugsaniega þátttöku liðanna í byggingu á nýjum þjóðarleikvangi en bæði þessi lið huga nú að endumýjun leikvanga sinna í Lundúnum. Ástæðan kvað vera að stórt fjárframlag stjómvalda í Englandi er skilyrt, þannig að ekki megi önnur félög eiga hlut í fyrirtæki því sem byggir þennan glæsilega íþróttavöU. Ólafur Stefánsson handknattleiksmaöur er íþróttamaður ársins 2002: „Jákvæður á nýju ári“ Ólafur Stefánsson, handknattleiks- maður með Magdeburg, var í gær kjörinn íþróttamaður ársins, en það em Samtök íþróttafréttamanna sem standa fyrir kjörinu. Ólafur hafði mikla yfirburði í kjörinu og fékk 227 stigum meira en næsti maöur, Örn Arnarson, Evrópumeistari í 200 metra baksundi. Ólafur Stefánsson var einnig kjörinn íþróttamaður árs- ins hjá DV-Sporti. Ólafur er afar vel að þessu kominn enda átti hann frábært ár. Hann lék ákaflega vel með íslenska landslið- inu á EM í handknattleik í Svíþjóð síðastliðinn vetur þar sem hann var valinn í úrvalslið keppninnar og var markahæsti maður mótsins. Þá varð hann Evrópumeistari með félagsliöi sinu, Magdeburg. Skömmu síðar var hann kjörinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni, annað árið í röð. En hvernig lidur Ólafi Stefáns- syni á stundu sem þessari? „Mér líður auðvitað mjög vel og ég er mjög stoltur, bæði af sjálfum mér og öllum þeim sem hafa hjálpað mér og stuöl- að að því að ég er nú valinn besti íþróttamaður á Islandi þetta árið. Varstu bjartsýnn og gerðir þú þér grein fyrir þvi aö þú cettir möguleika? Já, ég var bjartsýnn og ég gerði mér grein fyrir því að ég ætti möguleika, en hins vegar hefði ég ekki sálgað mér þó að ég hefði ekki orðið efstur í kjörinu. Ég hefði örugglega tekið því með ró. Allir þeir sem voru tilnefndir eru frábær- ir íþróttamenn og það er erfitt að taka einhvem einn út. Það er örugg- lega erfitt aö dæma um hver er íþróttamaður ársins, því hann er kannski eitthvað annað og meira en maður sér á skjánum og það getur verið erfitt að dæma um það hvað hver gefur af sér í hverri grein íþróttanna. íþróttamaður ársins er kannski eitthvað meira, svona mannssálin sjálf. Hvað þýöir þessi titill fyrir þig? Ég á erfitt með að svara því. Hvetur hann þig til meiri afreka eða setur hann pressu á þig? Þetta er bæði hvetjandi og setur pressu á mig. Pressa er alltaf af hinu góða og maðurinn hefur alltaf gott af henni og þessi útnefning gerir það tví- mælalaust. Það bíður erfitt verkefni nú í janúar og við viljum að sjálf- sögðu sýna það að þaö sé engin til- viljun að við skulum vera í úrslitum á HM. Hvernig leggst þetta ár í þig? Það eru fyrirsjáanlegar breyting- ar á þinum högum á árinu? Það leggst vel í mig. Maður verður að taka jákvæður og stemmdur á móti nýju ári. Það verður nóg að gera. Maður verður að sjálfsögðu að standa sig vel með Magdeburg, því það hefur borið við að ef ég skora ekki nóg þá hafi komið athugasemd- ir frá áhorfendapöllunum um að ég Islendingar leika þrjá vináttuleiki í handknattleik á næstu dögum: Mikilvægir leikir í undirbúningnum Slóvenska landsliöið í handknatt- leik kom til fslands í gær en liðið mun mæta íslendingum þrívegis á næstu dögum en báðar þjóðimar æfa af kappi fyrir heimsmeistara- mótið í Portúgal. Fyrsti leikur þjóð- anna verður í Kaplakrika á morgun og hefst leikurinn klukkan 16. önn- ur viðureignin verður á sunnu- dagskvöldið í Laugardalshöllinni klukkan 20. Þriðji og síðasti leikur- inn verður í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið klukkan 20. Sló- venar komu hingað til lands frá Frakklandi þar sem liðið sigraði á fjögurra landa móti. Slóvenar ætla sér stóra hluti á heimsmeistaramót- inu en uppskera liðsins á Evrópu- mótinu var rýr, skipt var um þjálf- ara og er stefnan tekin hærra en áð- ur. íslendingar og Slóvenar áttust síðast við í Skövde á EM fyrir um ári síðan. Þá fóru íslendingar með sigur af hólmi, 31-25. Tveimur árum áður mættust liðin á Evrópumótinu í Króatíu og þá sigruðu Slóvenar, 27-26. Á því móti gekk Slóvenum allt í haginn, lentu í fjórða sæti og tryggðu sér þátttökurétt á Ólympíu- leikunum í Sydney 2000. íslenska landsliðið æfði fullskip- að á æfingum í Laugardalshölinni í gær en leikmenn sem leika í Þýska- landi komu ekki til landsins fyrr en um áramótin. Liðið mun æfa tvíveg- is í dag og má því með sanni segja að undirbúningur liðsins fyrir HM sé kominn á fulla siglingu, Urslit í kjöri íþróttamanns ársins 2002 Nafn stig 1. Ólafur Stefánsson........410 2. Öm Amarson ..............183 3. Jón Arnar Magnússon......157 4. Eiður Smári Guðjohnsen . ’... 151 5. Kristín Rós Hákonardóttir ... 139 6. Ásthildur Helgadóttir....115 7. -8. Jón Amór Stefánsson ..70 7.-8. Rúnar Alexandersson....70 9. Guðni Bergsson............54 10. Ólöf María Jónsdóttir....43 11. Sigfús Sigurðsson........41 12. Ámi Gautur Arason........28 13. Patrekur Jóhannesson ....17 14. Olga Færseth.............16 15. Jakob Jóhann Sveinsson .... 14 16. Dagný Linda Kristjánsd...11 17. Guðmundur Stephensen......7 18. Þormóöur Egilsson ........3 19. -22. Birkir Kristinsson ..1 19.-22. Bjarki Birgisson......1 19.-22. Þórey Edda Elísdóttir.1 19.-22. Kristján Helgason.....1 sé með hugann við Spán og því standi ég mig ekki nógu vel. Nú flyturðu þig til Spánar á ár- inu. Hvernig leggst það í þig og heldurðu að þú getir bœtt þig sem handboltamaöur þar? Flutningurinn leggst mjög vel í mig, nýtt og spennandi. Þetta er auðvitað dálítil áhætta. Þarna fær maður nýjan þjálfara og nýtt lið, en áhættur og breytingar eru af hinu góða. Það má kannski segja að það sé orðið dálítið þægilegt og heimilislegt hjá honum Alla (Alfreð Gíslasyni, þjálfara Magdeborgar) og það má segja að það sé ástæðan fyrir því að ég breyti til. Á næsta undirbúnings- tímabili renni ég alveg blint í sjóinn. Ég veit t.d. ekki í hvaða skóm ég á að hlaupa og það er allt nýtt fyrir manni. Maður á kannski að stokka allt upp hjá sér sem oftast á ævinni og breyta til. -HBG Olafur með landsliðinu 2002: 23 leikir, 158 mörk (6,9 í leik) 2001: 21 leikur 101 mark (4,8) 2000: 12 leikir 59 mörk (4,9) 1999: 12 leikir 54 mörk (4,5) 1998: 13 leikir 44 mörk (3,4) 1997: 26 leikir 84 mörk (3,2) 1996: 19 leikir 98 mörk (5,2) 1995: 25 leikir 73 mörk (2,9) 1994: 3 leikir lOmörk (3,3) 1993: 3 leikir 4 mörk (1,3) 1992: 3 leikir .. .7 mörk (2,3) Samtals: 160 leikir, 692 mörk (4,3) „Leikirnir við Slóvena eru mjög mikilvægir og stór þáttur í undir- búningi liðsins fyrir HM. Hægt er að segja að þeir séu nokkurs konar prófsteinn á liðið og við sjáum hvað þar stendur á þessum tímapunkti í undirbúningnum. Ég er spenntur fyrir þessum leikjum og það verður gaman að sjá hvemig leikmenn standa," sagði Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður Guðmundar Guð- mundssonar landsliðsþjálfara, í samtali við DV i gær. Um aðra helgi tekur íslenska lið- ið þátt í fjögurra landa móti í Dan- mörku, ásamt heimamönnum, Pól- verjum og Egyptum. Síðasti leikur liðsins fyrir HM verður gegn Svium i Landskrona 16. janúar. -JKS Jónatanf Alexander, Bjarni og Einar duttu út úr hópnum Guðmundur Guðmundsson, landsliösþjálfari í handknattleik, ákvað í gær hvaða fjórir leikmenn dyttu úr íslenska landsliðshópn- um sem æfir nú af krafti fyrir heimsmeistaramótið. Guðmundur valdi upphaflega 26 leikmenn til æfinga skömmu fyrir jól þannig að nú eru 22 leikmenn á æfingum. Þeir leikmenn sem duttu út voru Alexander Amarson, HK, Bjami Fritzson, ÍR, Einar Hólmgeirsson, ÍR, og Jónatan Magnússon, KA. Eftir leikina við Slóvena um miðja næstu viku verður enn skorið niður í hópnum en skömmu fyrir heimsmeistaramót- ið mun landsliðsþjálfarinn til- kynna hvaða 16 leikmenn fara til Portúgals. í hópnum í dag eftir niðurskurð eru eftirtaldir leikmenn. Mark- verðir eru Guðmundur Hrafnkels- son, Conversano, Elvar Guð- mundsson, Ajax/Forum, Roland Eradze, Val, og Birkir ívar Guð- mundsson. Homa- og línumenn eru Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Gústaf Bjamason, Minden, Einar Örn Jónsson, Wallau Massenheim, Sigfús Sigurðsson, Magdeburg, Róbert Sighvatsson, Wetzlar, Róbert Gunnarsson, Aar- hus, Logi Geirsson, FH, og Bjarki Sigurðsson, Val. Útileikmenn em Gunnar Berg Viktorsson, Paris Saint Germain, Rúnar Sigtryggs- son, Ciudad Real, Heiðmar Felixs son, Bidasoa, Snorri Steinn Guð jónsson, Val, Aron Kristjánsson Haukum, Sigurður Bjamason Wetzlar, Patrekur Jóhannesson Essen, Ólafur Stefánsson Magdeburg, Dagur Sigurðsson, Wakunaga, og Markús Máni Maute, Val. -JKS Ehiogu frá í 8 vikur Enski landsliðsmaðurinn Ugo Ehiogu, leikmaður með Middles- boro í úrvalsdeildinni, verður frá keppni í það minnsta í tvo mánuði, en hann meiddist í leik gegn Black- burri á nýársdag. Ehiogu er riibeins- brotinn auk þess sem lunga skadd- aðist. Þetta er slæmt fyrir lið Middlesboro sem hefur gengið upp og ofan, vel á heimavelli en afar illa á útivöllum. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.