Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 M agasm Bíliinn er á 44 tommu dekkjum og kemst yfir flestar hlndranir sem á vegi hans verða. Fordinn er engin smásmíði eins og sjá má. Að öllum líkindum stærsti jeppi landsins. Magasírwnyndir Hari Kristián G. Kristjánsson við jeppann sinn sem að öllum líkindum er sá stærsti og vígalegasti á landsinu um þessar mundir. Dekkin eru með grófu mynstri og naglarnir eru á sínum stað. Ford Excurcion Vél: 7,3 Power Stroke. Afl: 310 hestöfl. Tog: 640 Newton. Þyngd: 3,5 tonn. Lengd: 5,76 metrar. Breidd 2,35 metrar. 8 manna með öllu „fully loaded”. Privacy gler, leðurklæðning, rafmagn í öllu, aksturstölva, o.fl. o.fl. Bíllinn er breyttur fyrir 44 tommu dekk, lengdur milli hjóla um 15 cm. Fjöðrun að framan var breytt og sett 4 link-fjöðrun með gormum, en að aftan eru blaðfjaörir. Sérsmiðaðir brettakantar. ARB-driflæsingar að aftan og framan. Drifhlutfóll 4:56.1 GPS-staðsetningartæki, VHF- talstöð, NMT-sími, leiðsögukerfl. „Þetta er rosalega skemmtilegur bíll á flöllum en það gefur augaleið að hann er ekki mjög lipur fyrir innanbæjarakstur," segir Kristján G. Kristjánsson sem á einn öflugasta jeppa eða trukk landsins, Ford Excursion Limited. Þessi bíll er stærsti jepp- inn sem fjöldaframleiddur er í heiminum. „Ég eignaðist þenna bU um vorið í fyrra og lét flytja hann inn fyrir mig frá Kanada. Ég hafði verið á ferð í Kanada skömmu áð- ur og sá þá svona bU þar. Er skemmst frá því að segja að ég heUlaðist upp úr skónum og var eiginlega ákveðinn í að eignast svona bU eins fljótt og hægt væri. Hann kom síðan á litlum skífum til landsins og það tók nokkra menn og mitt fyrirtæki um tvo mán- uði að gera bUinn eins og ég vUdi hafa hann,“ segir Kristján og er greinUega vel sáttur við gripinn. „Það var ekki síst mikið pláss í bilnum og frábærar innréttingar sem urðu þess vald- andi að ég ákvað að kaupa þennan bU. Ég hef rekið fyrirtækið Mountain Taxi frá ár- inu 1995. Þessi bíll hentar mjög vel tU flutn- inga á ferðamönnum á hálendinu. Það er mikið að gera á sumrin og veturna en þó ívið meira að sumarlagi. BUlinn fer mjög vel með 6 farþega ásamt öllum farangri en hann er skráður fyrir 8 manns og fer létt með að bera þann fjölda." Fordinn er ótrúlega langur og ekki sniöinn aö bæjarakstri. Uppi varb fótur og fit Kristján segir að bUlinn hafi vakið gríðar- legan áhuga þegar hann kom fyrst á götuna hér á landi. „Menn tóku u-beygjur og eltu mig uppi til að skoða þetta fyrirbæri. Þá má segja að vinna hafi lagst niður þegar ég stoppaði fyr- ir utan fyrirtæki. BUlinn hefur reynst afar vel. Það er aUs ekki leiðinlegt að keyra þennan bíl, bara gaman. Ég er reyndar mjög nískur á hann og það fær enginn að keyra hann nema ég. Það gefur auga leiö að svona bíU er ekki sniðinn fyrir búðasnatt. Ég hef lent i vandræðum í miðbæ Reykja- víkur fyrir utan hótel þegar ég hef verið að skUa af mér ferðamönnum. Þá hef ég stund- um verið eins og tappi í flösku," segir Kristján. -SK Kristján G. Kristjánsson á einn stærsta jeppa landsins: Vélin er enginn ræfiil, 7,2 lítra rokkur sem skilar torfærutröllinu vel áfram. Draumabíllinn minn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.