Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Side 19
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 19 DV M agasm Hvaó á oð gera um helgina: Kósí kvöld meö kærast- anum „Á föstudagskvöld er ég boðin í fertugsafmæli hjá Bjama Ólafi Guð- mundssyni, útvarpsmanni á Bylgj- unni. Nú veit ég ekki hvernig stemningin verður. Boðskortið veit hins vegar á gott og að þarna geti orðið virkOega skemmtilegt. Ég hlakka til að fara og líklega gef ég afmælisbarninu, honum Dadda, koníaksflösku. Hann er svo mikill koníakskarl,“ segir Berglind Hreið- arsdóttir. Hún er starfsmannastjóri í World Class og einn af aðalstjórn- endum Fegurðarsamkeppni íslands. Hún segist búast við að laugardagurinn fari í vinnu fram að hádegi og ýmiss konar stúss í eftirmiðdag- inn. „En síðan tekur við kósí kvöld með kærastan- um; pöntum pitsu og náum okkur í DVD-mynd. Yfir- leitt fær kærastinn að ráða hvemig myndir við erum með - og þá eru það engar kerlingamyndir eins og ég myndi velja. Þær eru hins vegar allsráðandi á stelpu- kvöldum hjá okkur vinkon- unum. Annars er ég óskap- lega gjöm á að sofna fljótt yfir góðum myndurn," segir Berglind. Á sunnudag kveðst hún ætla í gönguferð með hund- inn sinn sem er írskur sett- er. Eigendur nokkurra slíkra hunda hittast alltaf reglulega og fara saman með þá í spássitúr - og síð- an eiga menn og málleys- ingjar skemmtilega stund á eftir. „Vinimir hittast síð- an gjarnan á sunnudags- kvöldum og fara í einhver skemmtileg spil sem allir geta verið með í, eins og til dæmis Hættuspilið og Trivial Pursuit." -sbs „Yfirleitt fær kærastinn að ráða hvernig myndir við erum með - og þá eru það engar kerlingamyndir eins og ég myndi velja,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir. Magasín-mynd GVA „Gömlu góðu íslensku lögin eru langbest,“ segir Sverrir Þór Sverrisson á Popp TÍVÍ. Tónlistin í hlustunum: Rolling Stones stando fyrir sinu „Ég hlusta nær eingöngu á Rolling Stones þessa dagana. Þeir eru náttúrlega langþestir," segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi eins og hann er best þekktur, sjónvarpsmaður á Popp TÍVÍ. Sveppi hefur getið sér gott orð fyrir spjallþáttinn 70 minút- ur sem sýndur er alla virka daga á sjónvarpsstöðinni. Sveppi er mikill tónlistaráhugamaður og hlustar allajafna mik- ið á tónlist. Auk Rolling Stones segist Sveppi oft setja íslenska tónlist á fóninn. „Ég hef líka aUtaf hlustað mikið á íslenska tón- list - og má þar nefna Megas, Eyjólf Kristjánsson, Björgvin HaU- dórsson og marga Qeiri," segir Sveppi og bætir við: „Mér fmnast gömlu góðu íslensku lögin langbest. Ef ég á að nefna eitthvað nýtt sem er að gerast i islenskri tónlist þá er þaö hljómsveitin Ég. Plat- an þeirra heitir SkemmtUeg lög og fæst í öUum helstu plötuversl- unum. Ég mæli eindregið með þessari plötu," segir Sveppi. Spurður hvaða útvarpsstöðvar séu í mestu uppáhald kveðst Sveppi hlusta töluvert á íslensku rásina á FM 91,9 en hún hóf göngu sína í haust. „Ég hlusta líka á Rás 2 endrum og sinnum og svo hlusta ég að sjálfsögðu á Sigurjón Kjartansson á Radíó X alla virka morgna,“ segir Sveppi. , , Bækurnar á náttborðinu: Alltafmeð s fokinu í einu „Ég er nú þannig að ég sofna aUtaf út frá bók á kvöldin. Það er ágæt leið til að dreifa huganum frá amstri dagsins,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður. „Ég hef nýlega lokið við bókina Fridu sem kom út fyrir jólin. Bók- in rekur sögu myndlistarkonunnar Fridu Kahlo sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar og aðstæðum hennar á heimaslóöum í Mexíkó. Frida var ung þegar hún giftist hinum þekkta listamanni Diego Rivera og hóf sjálf listamannsferil sinn. Hún ögraði umhverfi sínu og lét ekkert stoppa sig. Hún fluttist með manni sinum tU Bandarikj- anna og í sögunni er að finna mikla gagnrýni á smáborgaralífið sem. þar var við lýði,“ segir Ásta Ragnheiður enn fremur. „Þetta er nú sú bók sem ég lauk síðast viö en ég er hins vegar oft- ast með margar bækur í gangi í einu,“ bætir hún við. „Þessa dagana er ég að lesa Svaninn. Reyndar er ég að hlusta á hann. Ég geri líka dálítið að því að hlusta á bækur. Það er ágætis leið til að hvUa augun þar sem maður þarf að lesa mikið í vinnunni. Fleiri bækur sem koma upp í huga mér er t.d. bókin um SteUu Blómkvist og svo auðvitað Röddin eftir Arnald Indriðason. Ég hef lesið aUar hans bækur og finnst þær frábærar í aUa staði,“ segir Ásta Ragnheiður að lokum. -gfv „Eg geri líka dálítið aö því að hlusta á bæk- ur,“ segir Ásta R. ióhannesdóttir alþingismaður. Leikfélag Húsavíkur sýnir Þrúg- ur reiðinnar eftir Steinbeck: Þrúgur af Þjódvegi 66 Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Þrúgur reiðinnar næstkomandi föstudagskvöld, í leikstjóm Arnórs Benónýssonar. Þetta er önnur upp- setning verksins hérlendis, sú fyrri var í Borgarleikhúsinu fyrir áratug eða svo - og margir kannast við tón- list KK úr þeirri sýningu. Má þar meðal annars nefna lagið Þjóðvegur 66, en hann liggur þvert í gegnum öU Bandarikin. Leikstjórinn Amór Ben- ónýsson telur verkið eiga enn meira erindi tU leikhúsgesta nú en fyrir tíu árum. Segir það endurspegla veru- leika sem fólk, sérstaklega á lands- byggðinni, þekkir af eigin raun. Bylting á eigin skinni „í fyrsta lagi er þetta ótrúlega magnað verk sem byggt er á einni vinsælustu og virtustu skáldsögu 20. aldar,“ segir Arnór. „Þetta er saga mikiUa fóUísUutninga í Bandaríkjun- um á sínum tíma, þegar smábændur í Oklahoma voru hraktir af jörðum sínum af bönkum og stórfyrirtækjum og Uúðu tU Kalifomíu. Á síðustu tutt- ugu árum eða svo höfum við íslend- ingar líka farið í gegnum mikla þjóð- Uutninga, sem likja má við byltingu, sem við á landsbyggðinni höfum fundið á eigin skinni." Arnór segir að söguþráðnum í þessu magnaða leUíverki Johns Steinbecks svipi um margt tU þess sem hafi verið að gerast á íslandi i sambandi við kvótakerfið. „Stórfyrirtæki hafa verið að sölsa þau minni undir sig, í krafti tækni- breytinga, en ekki síst í krafti þeirr- ar frumstæðu og hráu frjálshyggju sem hefur ríkt hér á íslandi sl. 10 tU15 ár, þar sem gróðafiknin skiptir öllu máli og vísitölufréttir í sjónvarpi em meira áberandi en fréttir af líðan fólks. Þetta verk kennir okkur líka lexíu, vegna þess að boðskapur sög- unnar er mjög skýr. Það er sá boð- skapur sem forfeður okkar fundu fyr- ir 120 árum: samstaða og samvinna." Engir pólitískir þunga- flutningar Arnór segir að þrátt fyrir þennan undirtón í verkinu sé fjarri því að þar séu einhverjir pólitískir þunga- Uutningar á ferð. „Það er þessi stór- kosUega mannlega örlagasaga sem gerir þetta að spennandi leikhús- verki, sem sló í gegn í Bandaríkjun- um í kringum 1990 og virkar á öllum tímum. Ástin, vonbrigðin, vonin, gleðin, sorgin, þetta er aUt tU stað- ar.“ Tónlist KK er notuð í verkinu en að auki er bætt inn lögum eftir Bubba Morthens. Guðni Bragason tónlistarstjóri hefur líka samið lög sérstaklega fyrir þessa uppsetningu og Hörður Benónýsson texta. „Við leggjum, þrátt fyrir aUt, meiri áherslu en stundum hefur ver- ið gert, á gleðina í verkinu. Og auð- vitað eru ekki bara eintómar hörm- ungar tengdar þvi að Uytja búferlum. í því felst líka ný von, nýr áfangi i líf- inu. Enda skín það í gegn í verkinu. Við vUjum því fyrst og fremst skemmta áhorfendum með góðu leik- húsverki, en um leið fá þá tU að hugsa um þann veruleika sem þeir sjálfir búa við,“ sagði Amór Benón- ýsson að síðustu -Jóhannes Sigurjónsson „Ótrúlega magnað verk sem byggt er á einni vinsælustu og virtustu skáldsögu 20. aldar,“ segir leikstjórinn, Amór Benónýsson. Svipmynd af sviöinu i uppfærslu Leikfélags Húsavíkur á Þrúgum reiðinn- ar. „Þetta verk kennir okkur líka lexíu, vegna þess að boöskapur sög- unnar er mjög skýr. Það er sá boðskapur sem forfeður okkar fundu fyrir 120 árum: samstaða og samvinna," seglr leikstjórinn hér í viðtali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.