Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 19 DV Sport Kiel tapaöi í Hamborg ÚrvalsdeMin í þýska hand- boltanum hófst að nýju um helg- ina eftir hlé sem gert var meðan heimsmeistarakeppnin í Portú- gal stóð yfir. Kiel sótti Hamborg heim og mátti þola eins marks ósigur, 30-29, í æsispennandi leik frammi fyrir 14200 áhorfend- um. Spánverjinn Jon Belaustegui skoraði 11 mörk fyr- ir Hamborgara en hjá Kiel skor- uðu þeir Preiss og Stefan Lövgren sex mörk hvor. Gústaf Bjarnason og félagar í Minden töpuðu fyrir Grosswald- stadt, 26-25, og var Gústaf ekki á meðal markaskorara liðsins. Einar Öm Jónsson gerði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim sem sigraði TuS N-Lúbbecke, 28-30, á útivelli. Gylfi Gyifason skoraði tvö mörk fyrir Will- helmshavener sem tapaði, 25-33, á heimavelli fyrir Pfullingen. Lemgo sigraði Göppingen, 35-32, og skoraði Markus Baur 11 mörk fyrir Lemgo. -JKS Gaspart hættir sem forseti Það gengur mikið á hjá spænska knattspymustórveld- inu Barcelona þessa dagana. Of- an í slæma gengið hjá liðinu í vetur og brottrekstur Luis van Gaal þjáifara á dögunum ákvað Joan Gaspart, forseti félagsins, um helgina að láta af forsetastóli l. mars nk. Gaspart, sem tók við sem forseti í júlí 2000, sagði þeg- ar hann tilkynnti ákvörðunina að hún hefði verið óumflýjanleg eftir það sem á undan er gengið hjá félaginu í vetur. „Barcelona á stóran hlut í mínu hjarta og ég mun áfram þjóna því með einhverjum hætti meðan ég lifi,“ sagði Gaspart m. a. á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum Barcelona. Þess má geta að Josep Luis Nunes, sem Gaspart leysti af hólmi fyrir tveimur og hálfu ári, var 22 ár á forsetastóli. -JKS 14 ára gamalt met slegið Tvö met litu dagsins ljós á bandariska meistaramótinu inn- anhúss í frjálsum íþróttum um helgina. Gail Davers bætti 14 ára gamalt met Jackie Joyner Kersee í 60 metra hlaupi. Davers hljóp á 7,78 sekúndum en gamla metið var 7,81 sekúnda. Þá virð- ist Stacy Dragila ætla að mæta sterk til leiks í stangarstökkinu á þessu tímabili en hún bætti eigið met um einn sentimetra þegar hún fór yfir 4,72 metra. -JKS Jóns sárt saknað Trier, lið Jóns Arnórs Stefáns- sonar í þýska körfuboltanum, tapði fyrir Ludwigsburg, 102-69, um helgina. Jón Arnór er enn frá vegna meiðsla og sagði þjálf- ari liðsins eftir leikinn að Jóns væri sárt saknaö en hann er sagður á góðum batavegi. -JKS Sören Hermansen þurfti að horfa á leik Þróttar og KR á föstudag þar sem leikheimild hafði ekki fengist í tæka tíð. DV-mynd Hari Þróttarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir sumarið í Símadeildinni: Hafði engu að tapa og ákvað að slá til segir hinn danski Sören Hermansen um ástæður komu sinnar til landsins í síðustu viku gengu nýliðar SímadeMarinnar í knattspymu, Þróttarar, frá samningum við danska framherjann Sören Herman- sen. Hann er 32 ára og á að baki langan feril sem atvinnumaður í Danmörku og Belgíu. Sören var m.a. á mála hjá danska liðinu Ár- hus, þar sem hann skoraði 67 mörk í 89 leikjum. Gekk hann þá til liðs við úrvalsdeildarliðið Lyngby og skoraði 29 mörk í 58 leikjum á tveggja ára tímabili. Frá árinu 2000 hefur Sören spilað með liði Mechelen i belgísku úrvalsdeMinni og skoraði hann 7 mörk í 26 leikjum með liðinu áður en það varð gjald- þrota undir lok síðasta árs. DV-Sport náði tali af þessum mikla markaskorara um helgina og forvitnaðist um hvað í ósköpunum hann væri eiginlega að gera á ís- landi: „Það eru margar ástæður. Mitt gamla félag í Belgíu, Mechelen, varð gjaldþrota fyrir síðustu jól og ég var að leita mér að nýju liði. Ég þekki umboðsmann heima í Danmörku sem stóð fyrir komu Ronny B. Ped- ersens hingað til lands sem spMði fyrir Fram fyrir tveimur árum. Við spiluðum í sama liði í Danmörku fyrir nokkrum árum og erum góðir kunningjar. Ég spurði hann um landið og hann bar því vel söguna svo að þegar áhugi Þróttar kom í ljós þá ákvað ég að slá til þar sem ég hafði engu að tapa,“ segir Sören. Hvernig hefur þér verid tekið? Ég hef verið hér í rúma viku núna og mér líður vel. Fólkið hjá Þrótti hefur verið mér mikið innan handar og allir hafa verið mjög vin- gjarnlegir og hjálpfúsir," segir Sören. Leikheimild fyrir Sören fékkst ekki í tæka tíð fyrir leik Þróttara og KR i deildarbikamum á fostudaginn svo hann gat ekki annað en horft á. Hann segist hafa séð tvo leiki hjá Þrótti og sé bara nokkuð hrifinn af spilamennskunni á íslandi. „Ég sá þá gegn Val fyrir viku og þá náði liðið sér ekki á strik gegn sterkum andstæðingum. En gegn KR spiluðu þeir vel og áttu í fullu tré við íslandsmeistarana. Það kom mér nokkuð á óvart þar sem ég hafði heyrt að þeir væru meö langöflugasta liðið." Þróttur er með ungt lió og er nýliði i úrvalsdeildinni. Hvernig meturðu möguleika liðsins á halda sér uppi? „Það er erfitt fyrir mig að segja það þar sem ég hef ekki séð svo mik- ið til liðsins, en fyrst við náum jafn- tefli við meistarana þá hljótum við að eiga möguleika," segir Sören. Ásamt því að spM fyrir Þrótt mun Sören koma að þjálfun yngri flokka liðsins. En hefur hann einhverja reynslu af þjálfun? „Nei, alls enga. En ég hef verið atvinnumaður svo lengi að ég hlýt að geta miðlað reynslu minni eitt- hvað til krakkanna hjá félaginu." Hjálmar Þórarinsson, fram- herji Þróttar, er af mörgum tal- inn einn efnilegasti framherji landsins. Heldurðu að þú getir kennt honum eitthvað? „Ég veit það nú ekki en af þvi sem ég hef séð til hans virðist hann rosalega efnilegur. Ég held að hann verði kominn til Evrópu innan fárra ára. Mætti vera stærri Sören segist lítið hafa spMð gegn íslenskum leikmönnum á sínum ferli. „Ég spOaði þó gegn ÍBV fyrir mitt gamla félag, Lyngby, fyrir nokkrum árum og ég held að það sé mín eina reynsla gegn íslenskum leikmönn- um,“ segir Sören. Áttu þér einhverja fyrirmynd i boltanum? „Þar sem ég er Dani má ég tO með að nefna Michael Laudrup; hann er konungur fótboltans í Danmörku. En ég var rosalega hrifinn af Mara- dona þegar hann var að spOa og mér finnst hann vera sá besti sem uppi hefur verið. Af þeim leikmönn- um sem ég hef leikið gegn er Brian Laudrup líklega sá besti sem ég þekki. Hann var stórkostlegur leik- maður.“ Aðspurður um sína kosti og gaOa sem leikmaður er Sören ekki seinn tO svars. „Þar sem ég er ekki hávaxinn hef ég reynt að einbeita mér að öðrum eiginleikum sem góður sóknarmað- ur þarf að hafa, annað en að geta skallað boltann. Ég hef mjög gott auga fyrir marktækifærum og veit hvar ég á að staðsetja mig inni á veUinum tO að klára færin. En ég mætti vera stærri og sterkari," seg- ir Sören að lokum og skeUihlær. -vig íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði ðskar eftir að ráða þjálfara fyrir sumarið 2003, í þjátfun yngri flokka í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Gott tækifæri fyrir þá sem eru uið nám f íþróttafræöum að afla sér reynslu á suiðinu. Hhugasamir hafi samband í sima 8623796, Hlagnús, 4561166, flnna, 4561183, Björg. Einnig er hægt að senda inn umsókn á netfangið maggitoU@isl.is með upplýsingum um menntun og fyrri störf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.