Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Side 7
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
23
DV
Sport
Leikur sem stóð
ekki undir væntingum
- ÍR sigraði HK með þremur mörkum í Austurbergi
Leikur ÍR og HK á föstudags-
kvöldið stóð ekki undir vænting-
um en liðin voru í öðru og þriðja
sæti fyrir leikinn. ÍR sigraði,
29-24, og hélt þar með öðru sæt-
inu i leik þar sem markverðir
liðanna voru í aðalhlutverki. ÍR-
ingar byrjuðu af miklum krafti,
HK-ingar byrjuðu á 5+1 vörn til
höfuðs Ólafi Sigurjónssyni en
gekk ekki sem skyldi. Hjá ÍR var
vörnin öflug og Hreiðar í miklu
stuði í markinu. Það fór líka svo
að ÍR náði afgerandi tökum á
leiknum og eftir 23 mínútur var
forystan orðin sjö mörk, 12-5.
HK-ingar skiptu loks í 6-0 vörn
og með smábaráttu tókst þeim að
laga stöðuna nokkuð fyrir hálf-
leik og staðan þá 14-11. ÍR-ingar
gerðu út um leikinn á upphafs-
mínútum síðari hálfleiks, HK-
ingar voru nokkrum sinnum ein-
um og tveimur mönnum færri á
þessum kafla og fóru auk þess af-
ar illa að ráði sínu í sókninni.
Þegar 14 mínútur voru eftir
var staðan 23-13 og þá gátu ÍR-
ingar leyft sér að slaka á, enda
með leik tveimur dögum síðar.
Svo mjög slökuðu þeir á að HK-
ingar hefðu í raun getað unnið
upp forskotið með smáheppni og
meiri trú.
Hreiðar góöur í marki ÍR-
liðsins
Hjá ÍR varði Hreiðar Guð-
mundsson af stakri prýði og
Bjarni Fritzson leysti vel af
hendi sitt nýja hlutverk í stöðu
skyttu hægra megin. Hjá HK var
Björgvin Gústafsson mjög góður í
markinu og Vilhelm Bergsveins-
son átti góða innkomu eftir langa
fjarveru.
-HRM
Markaveisla í Eyjum
66 mörk skoruö þegar Eyjamenn lögðu Stjörnuna, 35-31, á föstudagskvöldiö
ÍBV-Stjarnan 35-31
1-0, 7-7, 12-10, 15-13, 17-15, (17-18), 15-18,
22-24, 25-27, 30-27, 33-30, 35-31.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/viti): Sigurður Bragason 10
(14), Davíö Þór Óskarsson 8/5 (13/6), Robert
Bognar 5 (11), Erlingur Richardsson 4 (5), Kári
Kristjánsson 4 (5), Sigurður Ari Stefánsson 3
(10), Sigþór Friðriksson 1 (2), Sindri Ólafsson
(2), Grétar Þór Eyþórsson (1).
Mörk, úr hraöaupphlaupum: 6 (Sigurður B.
2, Erlingur 2, Kári, Sigþór).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6.
Fiskuö vítU Erlingur 2, Sigurður B, Sigurður
Ari, Davíð Þór, Bognar.
Varin skot/viti (skot á sig): Eyjólfur
Hannesson 9 (26/3, hélt 3, 35%), Viktor Gigov
10/1 (24/6, hélt 6, 42%, eitt víti í slá).
Brottvisanir: 12 mínútur.
í Eyjum tóku heimamenn á
móti Stjörnunni í hröðum og
spennandi leik. Alls urðu mörk-
in 66 í leiknum en heimamenn
sigu fram úr á lokakaflanum og
sigruðu með fjórum mörkum,
35-31.
Það var hins vegar augljóst að
liðin voru að koma úr HM-pás-
unni því bæði lið gerðu mistök
sem gerðu leikinn reyndar mjög
skemmtilegan á að horfa. Jafnt
var á öllum tölum í fyrri hálfleik
en þó voru heimamenn ávallt
skrefi á undan. Undir lok fyrri
hálfleiks náðu gestirnir hins veg-
ar ágætum leikkafla og komust
marki yfir áður en flautað var til
hálfleiks.
Síðari hálfleikur var rólegri til
að byrja með en Garðbæingar
héldu áfram forystunni sem var
ekki meira en í mesta lagi tvö
mörk. Þegar rúmar tíu mínútur
voru til leiksloka náðu Eyjamenn
hins vegar að skora fimm mörk í
röð og breyta stöðunni úr 25-27 í
30-27. Þeir léku svo skynsamlega
það sem eftir lifði leiks og fögn-
uðu líka fimm marka sigri í leiks-
lok.
Sigurður Bragason, fyrirliði og
jafnframt besti maður Eyjamanna
sagði eftir leikinn að ÍBV væri
með sterkara lið en Stjarnan.
Við æfðum stíft í pásunni
„Við höfum notað pásuna vel,
æft stíft, og svo fórum við til
útlanda í æfingaferð. Þetta er að
skila okkur sigri i kvöld enda var
mikil stemning í hópnum. Við
eigum enn möguleika á sæti í úr-
slitum, og þangað ætlum við okk-
ur, en við verðum að halda ein-
beitingunni áfram.“
-jgi
ÍR-HK 29-24
4-0, 6-2, 7-4, 10-4, 12-5, 14-8, (14-11).
16-11, 19-12, 23-13, 25-16, 25-20, 26-22,
29-24.
ÍR:
Mörk/viti (skot/viti): Bjarni Fritzson
7/2 (11/3), Ragnar Helgason 6 (10), Sturla
Ásgeirsson 6/4 (10/5), Ingimundur Ingi-
mundarson 4 (6), Guðlaugur Hauksson 2
(6/1), Fannar Þorbjörnsson 1 (1), Davíð
Ágústsson 1 (1), Júlíus Jónasson 1 (1),
Ólafur Sigurjónsson 1 (9/1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 7 (Ragnar
4, Bjarni 2, Ingimundur).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 10.
Fiskuð víti: Fannar 3, Ingimundur 2,
Ólafur 2, Bjarni, Sturla, Ragnar.
Varin skot/víti (skot á sig): Hreiðar
Guömundsson 24/1 (47/3, hélt 10, 51%).
Hallgrímur Jónasson 0 (0/1).
Brottvisanir: 12 mínútur, Júlíus Jónas-
son rautt (3x)
Maður leiksins:
Hreiðar Guömundsson, ÍR.
Dómarar (1-10):
Guöjón L. Sigurðs-
son og Ólafur Har-
aldsson (6)
Gœði leiks
(1-10): 5.
Áhorfendur: 270.
HK:
Mörk/viti (skot/viti): Jaliesky Garcia
7/2 (17/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson
6 (9), Ólafur Víðir Ólafsson 5/1 (12/2),
Alexander Arnarsson 3 (4), Samúel
Árnason 2 (7), Már Þórarinsson 1 (2),
Brynjar Valsteinsson (1), Atli Þór Samú-
elsson (3).
Mörk úr hradaupphlaupum: 2 (Ólafur,
Alexander)
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Fiskuö viti: Samúel 2, Atli, Vilhelm.
Varin skot/viti (skot á sig): Björgvin
Gústafsson 24/4 (52/9, hélt 7, 46%), Arn-
ar Freyr Reynisson 0 (0/1).
Brottvisanir: 12 mínútur. Alexander
Arnarson með rautt (3x).
KA-Grótta/KR 29-26
0-1, 2-2, 2-4, 5-7, 10-7, 11-10, (13-11). 14-11,
17-14, 19-17, 22-18, 25-20, 28-24, 29-26.
KA:
Mörk/viti (skot/viti): Arnór Atlason 9/2
(15/2), Andrius Stelmokas 8 (8), Baldvin
Þorsteinsson 5 (8), Jónatan Magnússon 3
(10/1), Hilmar Stefánsson 3 (3), Einar Logi
Friðjónsson 1 (3).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Baldvin
2, Hilmar).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 3.
Fiskuö víti: Baldvin, Hilmar, Stelmokas.
Varin skot/viti (skot á sig): Egidyus
Petkivicius 14 (37/4, hélt, 37,8%, Hans
Hreinsson 0 (3/3, hélt 0, 0%)
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10):
Jónas Elíasson og
Ingvar Guöjónsson
(6).
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 650.
Maður leiksins
Andrlus Stelmokas, KA.
Grótta/KR
Mörk/viti (skot/viti): Páll Þórólfsson
13/7 (18/7), Alexander Petersons 5 (9),
Magnús Magnússon 3 (3), Sverrir Pálma-
son 2 (4), Davíð Ólafsson 2 (4), Alfreð
Finnsson 1 (2), Kristján Þorsteinsson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 0
Vítanýting: Skoraö úr 7 af 8, eitt í slá.
Fiskuó viti: Davíð 2, Kristján 2, Páll 2,
Magnús.
Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur
Mortens 8/1 (32/3, hélt 1, 25%, Kári Garð-
arsson 2 (7/1, hélt 2, 28,6%).
Brottvísanir: 12 mínútur.
Maður leiksins:
Siguröur Bragason, ÍBV
Dómarar (1-10):
Gísli Jóhannsson
og Hafsteinn
Ingibergsson (5).
Gϗi leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur: 90.
Vörnin small saman
- þegar KA-menn lögðu Gróttu/KR norðan heiða
Stiarnan:
Mörk/viti (skot/viti): Þórólfur Nielsen 11/8
(14/9), David Kekelia 4 (4), Bjöm Friðriksson 3
(3), Kristján Kristjánsson 3 (6), Amar
Agnarsson 3 (6), Zoltan Belanyi 2 (3), Bjami
Gunnarsson 2 (6), Vilhjálmur Halldórsson 2
(8/1), Sigtryggur Kolbeinsson 1 (1).
Mörk úr hraöaupphl.: 10 (Vilhjálmur 2,
Kristján 2, Kekelia 2, Belanyi 2, Sigtryggur,
Amar).
Vitanýting: Skoraö úr 8 af 10.
Fiskuö viti: Kekelia 3, Belanyi 2, Bjami 2,
Bjöm 2, Þórólfúr.
Varin skot/viti (skot á sig): Ámi
Þorvarðarson 23/1 (56/5, hélt 14, 42%),
Guðmundur Geirsson 0 (1/1, 0%).
Brottvisanir: 16 mínútur (Amar rautt).
Grótta/KR byrjaði
betur þegar hún mætti
KA á fostudagskvöldið.
Grótta/KR náði fljótlega.
2 marka forystu og hélt
henni fyrstu 10 mínút-
urnar. KA hrökk þá í
gang. Vörnin small sam-
an og skoruðu KA-
menn næstu fimm
mörkin.
KA-menn misstu for-
ystuna aldrei frá sér eft-
ir þetta og héldu þriggja
marka forskoti út leik-
inn. Páll Þórólfsson var
besti maður Gróttu/KR
i leiknum, með 13 mörk
af þeim 26 sem þeir
skoruðu, en þar af voru
7 mörk úr vítum.
Hjá KA voru Andrius
Stelmokas og Arnór
Atlason bestir en Egi-
dyus Petkevicus varöi
14 skot í marki KA og
stóð í markinu allan
tímann, fyrir utan þrjú
vítaskot. KA-menn
reyndu nokkrum sinn-
um að byrja á miðju
„leiftursnöggt" eftir
mörk Gróttu/KR en
með misjöfnum árangri
í upphafi leiks og
skilaði það ekki tilætl-
uðum árangri.
Fleiri áhorfendur
voru í KA-heimilinu en
vanalega og má rekja
þaö til fjölda boðsmiða á
leikinn og er von um að
Akureyringar hafi með
þessu fengið aftur
áhuga á handboltanum
og muni fjölmenna á
leiki á Akureyri, en
áhorfendur geta skipt
gríðarlegu máli þegar
leiknir eru tvísýnir
leikir.
Arnór Atlason var sterkur og
skoraði níu mörk.