Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
25
DV
NBA-deildin:
Fleiri leikir í úr-
slitakeppninni
Stjórn NBA-deildarinnar hefur
ákveðiö að íjölga leikjum í úrslita-
keppninni sem hefst í lok april.
Breytingin frá fyrri árum felst í því
að í fyrstu umferð úrslitakeppninn-
ar munu liðin spila þar til annað
hvort liðið hefur unnið fjóra leiki í
stað þriggja áður. Nú munu liðin
spila þar til annað hvort liðið hefur
unnið fjóra leiki í öllum umferðum
úrslitakeppninnar og breytingin
taka gildi strax í vor. -ósk
ísland vann
þriðju deild
íslenska landsliðið í ísknattleik,
skipað leikmönnum 18 ára og yngri,
bar sigur úr býtum í þriðju deild
heimsmeistaramóts þessa aldur-
flokks eftir hafa sigrað alla þrjá and-
stæðinga sína. ísland byrjaði á því
að bera sigurorð af Tyrkjum, 5-2.
Næst mætti liðið ísraelsmönnum. Sá
leikur tapaðist, 5-4, en íslenska lið-
inu var dæmdur sigur, 5-0, þar sem
ísraelar stilltu upp þremur ólögleg-
um leikmönnum. í lokaleiknum tók
íslenska liðiö Bosníumenn í bakarí-
ið, 9-2, og þar með var efsta sætið í
höfn. íslenska liðið fékk sex stig í
efsta sæti en hin liðin tvö hvert.-ósk
Grótta/KR-Haukar 28-25
2-0, 3-1, 5-2, 5-5, 9-7,11-0,13-9,15-11,10-12,
(17-13). 17-14, 18-19, 20-20, 20-22, 24-22,
25-24, 28-24, 28-25.
Grótta/KR:
Mörk/viti (skot/viti): Alexanders Petter-
sons 9 (10), Páll Þórólfsson 9/6 (11/6), Gísli
Kristjánsson 3 (4), Davíð Ólafsson 3 (8),
Magnús Agnar Magnússon 2 (2), Sverrir
Pálmason 1 (3), Alfreð Finnsson 1 (5).
Mörk úr hradaupphlaupum: 6 (Gísli 2,
Páll 2, Pettersons, Davíö).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 6.
Fiskud viti: Pettersons 2, Kristján, Alfreð,
Páll, Sverrir.
Varin skot/viti (skot á sig): Hlynur
Mortens
24/1 (49/1, hélt 11, 49%)
Brottvisanir: 16 mínútur, Gísli rautt.
Dómarar (1-10):
Bjami Viggósson
og Valgeir
Ómarsson (5)
GϚi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 250.
Maður leiksins:
Hlynur Morthens, Gróttu/KR.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Robertas Pauzoulis 7
(13), Aron Kristjánsson 7 (13), Halldór Ing-
ólfsson 4 (12/1), Þorkell Magnússon 3 (3),
Vignir Svavarsson 2 (4), Jason Ólafsson 2
(5), Andri Stefán (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Þorkell)
Vitanýting: Skorað úr 0 af 1.
Fiskuö vitL' Jason
Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar
Guðmundsson 16 (42/4, hélt 4, 38%) (Bjami
Frostason (2/2)
Brottvisanir: 10 mínútur.
K A R L A R i T-QCf
0@8(í)[jDBO[LE>
Valur 19 14 3 2 531-408 31
KA 18 12 3 3 497-454 27
ÍR 19 13 1 5 547-504 27
HK 19 12 2 5 530-502 26
Haukar 18 12 1 5 531-422 25
Þór, A. 19 12 0 7 543-493 24
Fram 18 9 3 6 457-443 21
Grótta/KR 18 10 1 8 489-449 21
FH 18 9 2 7 479457 20
Stjaman 19 5 2 12 498-544 12
ÍBV 19 5 2 12 448-543 12
Afturelding 18 4 2 12 426-470 10
Víkingur 19 1 2 16 458-586 4
Selfoss 18 0 0 18 432-591 0
Næstu leikir:
ÍR-FH.............14. febr. kl. 20.
Selfoss-Víkingur ... 14. febr. kl. 20.
Valur-Grótta/KR 14. febr. kl. 20.
ÍBV-Þór ..........15. febr. kl. 20.
KA-HK ............15. febr. kl. 20.
Afturelding-Fram .. 16. febr. kl. 20.
Haukar-Stjaman 16. febr. kl. 20.
Sport
Leikur kattarins að
músinni í Víkinni:
Afslappaðir
Valsmenn
í litlum
vandræðum
Valur treysti stöðu sína á
toppnum með stórsigri á
Víkingi, 34-20, í Víkinni í
gærkvöld og hefur nú fjögurra
stiga forskot á næstu lið.
Vikingar náðu í óvænt stig í
viðureign liðanna á sama staö í
fyrra en það leit aldrei út fyrir
að það myndi endurtaka sig aö
þessu sinni. Víkingar héldu
jöfnu upp i 4-4 en þá náðu
Valsmenn undirtökunum og
komust fljótt í fjögurra marka
forskot en virtust ekki
almennilega með hugann við
efnið.
Vikingar voru áræðnir í
sókninni framan af en síðan
fóru að koma fram brotalamir í
leik þeirra og sterkt lið Vals
gekk á lagið. Valsmenn juku
hægt og rólega forskotið sem
var sex mörk í háifleik, 11-17.
Valsmenn virkuðu af-
slappaðri í síðari hálfleik,
Víkingar náðu að halda aftur af
þeim til þess að byrja með líkt
og í fyrri hálfleik en eftir sex
Valsmörk í röð var mótspyrna
þeirra að mestu brotin á bak
aftur. Þrír fyrrum leikmenn
Víkings fóru illa með sína
gömlu félaga í seinni hálf-
leiknum og skoruðu þá 8 af 17
mörkum Vals.
-HRM
Páll Pórólfsson, Gróttu/KR, og Jason Ólafsson, Haukum, kljást hér í viðureigninni í gærkvöld. DV-mynd Hari
Seldum okkur dýrt
- Grótta/KR lagði Hauka að velli á Nesinu í gærkvöld
Grótta/KR vann í gærkvöld góð-
an sigur á Haukum, 28-25, í hörku-
leik á.Seltjarnarnesi og hefur liðið
þar með unnið báða leiki sína gegn
Haukum í vetur. Leikurinn byrjaöi
með látum og var spennustigið hátt
meðal leikamanna og þjáifara. Leik-
menn Gróttu/KR virtist hungra
meira og voru Haukar fullrólegir í
tíðinni á köflum.
Mfkill hiti var í mönnum varð-
andi flest sem snerti dómgæsluna
og stóð eftirlitsmaður leiksins oft á
tíðum í ströngu við að róa menn
niöur. Heimamenn voru fjórum
mörkum yfir í hálfleik, 17-13, og fátt
um fína drætti í varnarleik gest-
anna en það verður ekki tekið af
heimamönnum aö þeir sýndu mjög
góðan leik. í byrjun seinni hálfleiks
fóru leikmenn Gróttu/KR að fjúka
út af hvað eftir annað og á fyrstu 12
mínútum seinni hálfleiks var
Grótta/KR einum færri í 10 mínút-
ur. Það nýttu Haukamir sér og
komust yfir, 18-19. Þarna virtist
leikurinn að vera snúast gestunum
í hag og komust Haukar síðan
tveimur mörkum yflr, 20-22, og út-
litið ekki gott hjá Gróttu/KR. Þá tók
Hlynur Morthens, markvörður
Gróttu/KR, sig til og lokaði mark-
inu og kom 8-2 kafli þar sem heima-
menn tryggðu sér sigur og náðu i
tvö mikilvæg stig í baráttunni um
sæti í útslitakeppninni.
Hjá Gróttu/KR var Hlynur frá-
bær í markinu og Alexanders Peter-
sons var illviðráðanlegur í sókninni
þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð
lungann úr leiknum. Aðrir stóðu
fyrir sínu og var Páll Þórólfsson ör-
yggið uppmálað á vítalínunni. Hjá
Haukum var Robertas Pavzolis
mjög góður í fyrri hálfleik og dró
vagninn sóknarlega. Hann var tek-
inn úr umferð í þeim seinni og
komst lítt áleiðis. Aron Kristjáns-
son og Halldór Ingólfsson áttu sína
góðu og slæmu kafla og Birkir ívar
Guðmundsson hefur oft átt betri
daga í markinu. Ágúst Jóhannsson,
þjálfari Gróttu/KR, var sáttur við
lífið og tilveruna þegar DV-Sport
hitti hann að máli að leik loknum.
„Þetta var góður sigur hjá okkur.
Við spiluðum virkilega góðan bolta.
Við vorum fjórum mörkum yfir í
hálfleik en misstum þetta síðan nið-
ur þar sem við héldum ekki alveg
einbeitingu og fórum að fá brottvís-
anir fyrir algjöran klaufaskap. Menn
sýndu síðan góðan karakter þegar
þetta virtist vera að snúast Haukum
í hag og rifu sig upp aftur með góð-
um stuðningi áhorfenda. Ég er virki-
lega ánægður með þennan sigur og
höfum við unnið báða leikina gegn
Haukum í vetur sem er mjög gott.
Það eru ekki margir sem leika það
eftir að taka fjögur stig á móti Hauk-
um. Við ætluðum aö selja okkur
dýrt. Við spiluðum mjög vel á móti
KA á fóstudaginn og ég er ósáttur
við að hafa ekki fengið annað stigið
úr þeim leik. Við erum í mikilli bar-
áttu um að komast í úrslitakeppnina
og hver leikur og hvert mark er gríð-
arlega mikilvægt. Það eru fleiri erf-
iðir leikir fram undan og þetta verð-
ur barátta fram í síðasta leik. Hlyn-
Hörð barátta á Spáni
- Heiðmar Felixson skoraði 7 mörk fyrir Bidasoa
Barcelona heldur eins stigs for-
ystu í 1. deildinni í handbolta á
Spáni. Barcelona sótti botnlið
Torrevieja heim og sigraði, 21-26.
Börsungar náðu strax yfirhöndinni
í leiknum, náðu mest níu marka
forystu en gáfu aðeins eftir á
lokakafla leiksins.
Ciudad Real sigraöi Granollers,
27-22, og var Rúnar Sigtryggsson
ekki í leikmannahópi Ciudad Real.
Egyptinn Hussein Zaky skoraði
fimm mörk fyrir Ciudad í sínum
fyrsta leik með liðinu. Portland
San Antonio heldur áfram sínu
striki og sigraöi Barakaldo, 21-27,
á útivelli þar sem Hvít-Rússinn
Jakimovic skoraði sex mörk fyrir
Portland.
Ademar Leon, sem sló Hauka út
úr Evrópukeppninni, sigraði félaga
Heiðmars Felixsonar í Bidasoa,
30-27. Rússinn Krivoschlykov skor-
aði sex mörk fyrir Ademar en
Heiðmar var atkvæðamestur hjá
Bidasoa og skoraði sjö mörk. Heið-
mar var mjög ógnandi hjá Bidasoa
og skilaði enn fremur vamarhlut-
verkinu mjög vel.
Hilmar Þórlindsson á enn viö
meiðsli að stríöa og lék af þeim
sökum ekki með Cangas sem tap-
aði fyrir Valladolid, 37-26.
Barcelona er í efsta sæti með 29
stig en Ciudad Real og Portland
San Antonio eru jöfn í 2.-3. sæti
með 28 stig og í fjórða sæti kemur
Ademar Leon með 26 stig. Það er
Ijóst að þessi fjögur lið berjast um
Spánartitilinn. Vafladolid og Altea
koma í næstu sætum með 21 stig.
-JKS
ur varði mjög vel i dag. Hann hefur
verið i meiðslum en ég veit að það-
býr hellingur í honum. Hann hefur
átt erfitt uppdráttar vegna þessara
meiðsla en núna kemur hann sterk-
ur til leiks og lofar góðu upp á fram-
haldið.
-Ben
Víkingur-Valur 20-34
0-2, 2-2, 4-4, 4-8, 6-10, 9-13, 9-16, (11-17), 11-18,
13-19, 15-21, 15-27,17-31, 18-83, 20-34.
Vikineur:
Mörk/víti (skot/víti): Hafsteinn Hafsteinsson
5/1 (6/1), Eymar Kruger 4 (14), Davíð Guðnason
3 (4), Ragnar Hjaltested 3/1 (4/2), Þórir
Júlíusson 3 (10), Ágúst Guðmundsson 1 (2),
Björn Guömundsson 1 (4).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Ragnar 2)
Vitanýting: Skoraö úr 2 af 3.
Fiskuö vítL Eymar, Davíð, Hafsteinn.
Varin skot/viti (skot á sig): Trausti
Ágústsson 9 (30/2, hélt 4, 30%), Jón Ámi
Dómarar (1-10):
Amar Sigurjóns-
son og Svavar Pét-
ursson (5).
GϚi leiks
(1-10): 5.
Áhorfendur: 50.
Maöur leiksins
Snorri Steinn Guöjónsson, Val
Traustason 2 (15, hélt 1,13%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Valur:
Mörk/víti (skot/víti): Snorri Steinn
Guöjónsson 6/1 (6/1), Markús Máni
Michaelsson 6/1 (9/1), Hjalti Gylfason 4 (5),
Hjalti Pálmason 4 (5), Freyr Brynjarsson 4 (5),
Ásbjöm Stefánsson 3 (4), Sigurður Eggertsson
3 (4), Þröstur Helgason 2 (5), Davíð
Höskuldsson 1 (1), Ragnar Ægisson 1 (1),
Brendan Þorvaldsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 7 (Ásbjöm 2,
Freyr 2, Hjalti G. 1, Þröstur 1)
Vitanýting: Skorað úr 2 af 2.
Fiskuö vítL Þröstur, Snorri.
Varin skot/viti (skot á sig): Roland Valur
Eradze 16/1 (34/3, hélt 6, 47%), Pálmar
Pétursson 1 (3, hélt 1, 33%).
Brottvísanir: 6 mínútur.