Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Side 16
32
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
Sport
DV
Úrslit:
Liverpool-Middlesbrough ... 1-1
0-1 Njitap Geremi (38.), 1-1 John
Ame Riise (74.).
Birmingham-Chelsea..........1-3
0-1 Gianfranco Zola (44.), 0-2 Eiður
Smári Guðjohnsen (49.), 0-3 Jimmy
Floyd Hasselbaink, víti (69.), 1-3
Robby Savage, víti (87.).
Blackburn-Southampton .... 1-0
1-0 David Thompson (26.).
Charlton-Everton............2-1
1-0 Radostin Kishishev (19.), 1-1
Brian McBride (69.), 2-1 Kevin Lisbie
(83.).
Fulham-Aston Villa..........2-1
0-1 Gareth Barry (3.), 1-1 Steed
Malbranque, víti (14.), 2-1 Jon Harley
(36.).
Leeds-West Ham .............1-0
1-0 Seth Johnson (20.).
Tottenham-Sunderland .......4-1
1-0 Gustavo Poyet (14.), 1-1 Kevin
Phillips (26.), 2-1 Gary Doherty (45.),
3-1 Simon Davies (68.), 4-1 Teddy
Sheringham (84.).
West Brom-Bolton............1-1
0-1 Henrik Pedersen (18.), 1-1 Andy
Johnson (90.).
Man. Otd-Man. City..........1-1
1-0 Ruud Van Nistelrooy (18.), 1-1
Shaun Goater (86.).
Newcastle-Arsenal...........1-1
0-1 Thierry Henry (32.), 1-1 Laurent
Robert (53.).
Staðan:
Arsenal 27 17 6 4 57-29 57
Man. Utd 27 16 6 5 44-25 54
Newcastle 26 15 4 7 42-32 49
Chelsea 27 13 9 5 48-27 48
Everton 27 13 6 8 35-32 45
Liverpool 27 11 10 6 38-26 43
Tottenham 27 12 6 9 40-37 42
Charlton 27 12 6 9 36-34 42
Southampt. 27 10 9 8 28-26 39
Man. City 27 11 5 11 38-38 38
Blackburn 27 9 10 8 32-31 37
Aston Villa 27 10 5 12 31-29 35
Leeds 27 10 4 13 34-34 34
Middlesbr. 26 8 7 11 30-30 31
Fulham 26 8 6 12 28-34 30
Birmingh. 27 6 8 13 2340 26
Bolton 27 5 10 12 3044 22
West Brom 26 5 6 15 20-38 21
WestHam 27 4 8 15 28-52 20
Sunderland 27 4 7 16 18-42 19
1 ■ D E I L D J
SR]@[L£\K]B
Úrslit
Birghton-Wolves...............4-1
Coventry-Bumley ..............0-1
Grimsby-Stoke.................2-0
Ipswich-Sheff. Utd............3-2
Portsmouth-Derby........ 6-2
Preston-Millwall .............2-1
Sheff. Wed.-Norwich ..........2-2
Walsall-Leicester.............1-4
Watford-Rotherham.............1-2
Wimbledon-Bradford............2-2
Nott. Forest-C. Palace .......2-1
Staðan:
Portsmouth 31 19 9 3 65-31 66
Leicester 31 19 7 5 51-29 64
Sheff. Utd 29 15 7 7 44-30 52
Nott. Forest31 14 9 8 49-32 51
Norwich 30 12 10 8 43-30 46
Reading 29 14 4 11 34-29 46
Wolves 30 12 9 9 50-34 45
Watford 31 13 6 12 3747 45
Ipswich 30 12 8 10 47-38 44
Rotherham 31 12 8 11 5043 44
Coventry 31 11 10 10 36-34 43
Millwall 31 12 7 12 3945 43
C. Palace 30 10 12 8 43-33 42
Derby 31 12 5 14 4045 41
Bumley 30 11 8 11 44-55 41
Wimbledon 30 10 9 11 50-50 39
Gillingham 28 10 9 9 36-39 39
Preston 31 9 11 11 47-50 38
Bradford 30 9 8 13 37-51 35
Walsall 31 9 6 16 42-50 33
Grimsby 31 7 7 17 36-59 28
Stoke 31 5 10 16 34-56 25
Sheff. Wed. 31 5 9 17 29-54 24
Brighton 31 5 8 18 32-51 23
Eiöur Smári Guöjohnsen
fagnar hér marki sínu gegn
Birmingham á laugardaginn.
Paö var fjórða mark hans í
síðustu fimm deildarieikjum.
Reuters
Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn
- leikmenn Liverpool óðu í færum, nýttu aðeins eitt þeirra og töpuðu tveimur dýrmætum stigum
Gerard Houllier, knattspyrnustjóri
Liverpool, sat veikur heima og gat því
ekki horft á lærisveina sína gera jaftv
tefli gegn Middlesbrough á Anfield
Road.
Leikmenn Liverpool voru mun
sterkari aðilinn í leiknum og geta ein-
ungis kennt eigin klaufaskap um að
þeim tókst ekki að innbyrða sigur í
leiknum. Fjölmörg færi fóru forgörð-
um hjá liðinu og var Michael Owen
þar fremstur í flokki.
Kamerúninn Geremi skoraði glæsi-
legt mark beint úr aukaspyrnu undir
lok fyrri hálfleiks og var markið það
fyrsta sem Middlesbrough skorar á úti-
velli siðan í september.
Steve McClaren, knattspyrnustjóri
Middlesbrough, var sáttur við úrslitin
og baráttu sinna manna.
„Það mikilvægasta var að við sýnd-
um baráttu og rétt hugarfar. Vömin
stóð sig frábærlega og stóðst pressuna
sem Liverpool setti á hana,“ sagði
McClaren.
John Arne Riise fagnar hér marki
sínu gegn Middlesbrough. Reuters
Phil Thompson, aðstoðarmaður
Houlliers, grét töpuð stig að leik lokn-
um.
„Ég trúi þvi ekki að við skulum ekki
hafa fengið meira en eitt stig út úr
þessum leik. Heppnin virðist algjör-
lega hafa yfirgefið okkur. Við vorum
að spila gegn öðru úrvalsdeildarliði og
áttum allan leikinn en því miður virð-
ist okkur vera fyrirmunað að skora,"
sagði Thompson.
Ömurleg endurkoma
Lee Bowyer átti miður skemmtilega
endurkomu á Elland Road á laugardag-
inn þegar hann mætti þar með félögum
sínum í West Ham. Stuðningsmenn
Leeds bauluðu á hann í hvert skipti
sem hann fékk boltann og tfl að bæta
gráu ofan á svart tapaði West Ham enn
einum leiknum og sökk dýpra ofan í
fen faflbaráttunnar.
Glenn Roeder, knattspyrnustjóri
West Ham, er þó ekki enn farinn að ör-
vænta.
„Auðvitað höfum við áhyggjur af
stöðunni en það eru ellefu leikir eftir
og þvi engin ástæða til að fara á taug-
um,“ sagði Roeder eftir leikinn.
Enn skorar Eiður
Eiður Smári Guðjohnsen heldur
sinu striki með Chelsea og skoraði
fjórða mark sitt i síðustu fimm deildar-
leikjum þegar Chelsea bar sigurorð af
Birmingham á útivelli. Eiður Smári
skoraði annað mark liðsins með skalla
en besti maöur Chelsea var markvörð-
urinn Carlo Cudicini sem bjargaði oft
á tíðum frábærlega frá leikmönnum
Birmingham.
Claudio Ranieri, knattspymustjóri
Chelsea, hrósaði Cudicini í hástert eft-
ir leikinn.
„Carlo (Cudicini) átti frábæran leik
og bjargaði nokkrum sinnum stórkost-
lega. Hann er svo öruggur. Þegar and-
stæðingar okkar gera eitthvað frábært
er hann til staðar og þegar við gerum
mistök þá er hann líka til staðar. Ég
veit ekki hvort hann er besti mark-
vörðurinn í deildinni en hann er ör-
ugglega einn af þeim betri,“ sagði
Ranieri.
Fyrsti sigurinn í níu leikjum
Blackburn tókst loks að sigra eftir
að hafa leikið átta leiki í deildinni án
þess að vinna. Það var kantmaðurinn
knái, David Thompson, sem skoraði
sigurmarkið gegn Southampton um
miðjan fyrri hálfleik.
Graeme Souness, knattspyrnustjóra
Blackburn, létti eftir leikinn.
„Við spiluðum ekki áferðarfallega
knattspyrnu en baráttan hjá minum
mönnum var góð og hún skilaði þrem-
ur stigum í hús,“ sagði Souness.
Kennir dómaranum um
David Moyes, knattspymustjóri Ev-
erton, kenndi Jeff Winter, dómara
leiksins, um tapið gegn Charlton á
laugardaginn. Moyes var á þeirri skoð-
un að Kevin Lisbie hefði verið rang-
stæður þegar Charlton skoraði fyrra
mark sitt í leiknum.
„Þið skulið fara varlega í að lýsa
fyrra markinu hjá Charlton. Hann
(Kevin Lisbie, var klárlega rangstæður
en því miður ákvað dómarinn að gera
ekki neitt. Það sáu allir að við áttum
að vinna þennan leik,“ sagði Moyes.
Alan Curbishley, knattspymustjóri
Charlton, sagði eftir leikinn að hann
hefði verið frábær.
„Þetta var frábær leikur en við hefð-
um átt að vera búnir aö klára hann
fyrir hálfleik. Nú erum við komnir yf-
ir 40 stiga múrinn og það er glæsilegur
árangur, miðað við að það eru enn ell-
efu leikir eftir.“
Get ekki kvartað
Graham Taylor, knattspyrnustjóri
Aston Villa, var vonsvikinn eftir tapið
gegn Fulham á laugardaginn en sagð-
ist ekki geta kvartað.
„Við byrjuðum mjög vel en ég get
ekki kvartað yfir úrslitunum. Sigur
Fulham var sanngjam en það var
svekkjandi að tapa þessum leik þar
sem við hefðum getað færst nær sjötta
sætinu með sigri,“ sagði Taylor.
Á síöustu stundu
Andy Johnson var hetja West Brom
í botnbaráttuslagnum gegn Bolton á
laugardaginn þegar hann tryggði lið-
inu dýrmætt stig á lokamínútu leiks-
ins.
Gary Megson, knattspyrnustjóri
West Brom, hrósaði sínum mönnum
fyrir að gefast aldrei upp en Sam Allar-
dyce, knattspyrnustjóra Bolton, varð
óglatt við tilhugsunina um vamarleik
sinna manna á lokakaflanum.
„Við köstuðum frá okkur sigrinum
með skelfilegum varnarleik sem er
óþolandi," sagði Allardyce.
Tottenham tók Sunderland í bakarí-
ið á White Hart Lane og situr Sunder-
land því enn á botni deildarinnar.
Ég trúi því enn að við getum bjarg-
að okkur," sagði Howard Wilkinson,
knattspyrnustjóri Sunderland, eftir
leikinn. -ósk