Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 21
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 37 Hestasport Þaö er otrúlegt hvaö stoppiö í dýnunni getur þjappast saman. I þessu tilviki er þaö ull. Viöskiptavinurinn sem kom meö þessar dýnur til endurnýjunar ætlaöi ekki aö trúa sínum eigin augum þegar Skeggi spretti á dýnunni. Eig- andinn hélt aö þaö væri nánast ekkert stopp í henni iengur. DV-mynd GVA áfram. „A mörgum eldri hnakkanna með trévirki er reiðakengur. Hann er stórhættulegur að þessu leyti. Ég hef alltaf rifið hann af þegar ég hef fengið slíka hnakka til viðgerðar og sett nýjan keng ofar.“ Skeggi sagði ekki hægt að alhæfa um eftir hve langan notkunartíma hnakks þyrfti að skoða dýnuna. Þar spOuðu mismunandi þættir inn, svo sem þyngd knapa, hvort hnakkur- inn væri einungis notaður tii þjálf- unar og sýninga, eða einnig til ferðalaga og svo framvegis. Reið- kennarar væru famir að benda nemendum á að huga að hnökkum sínum, sem væri mjög til bóta. Nokkuð væri um að menn kæmu til sín, létu yfirfara dýnurnar og bæta í þær ef þörf þætti. „Hins vegar ber að hafa það í huga að nú leita reiðmenn meira i nálgun við hestinn,“ sagði hann. Það þýðir að dýnurnar hafa verið aö þynnast. Fyrir 5-6 árum voru þær töluvert þykkari. Þessi þróun kallar á ábyrgð hestamannsins að fylgjast enn betur með hnakknum sínum. Til mín hafa komið iila reiðir menn sem hafa kvartað undan því að hnakkurinn þeirra færi í hrygginn á hestinum. En um þetta gildir hið sama og loftið í dekkjum bOsins þíns. Þú fylgist með því frá einni viku tO annarrar en rýkur ekki í umboöiö ef þú sérð að farið er að minnka í þeim.“ Ótrúleg saga Skeggi kvaöst vOja leggja áherslu á að menn gættu vel að hnökkum sínum áður en haldið væri í hesta- ferðalög. Hann var tregur til að mæla með einhverri sérstakri teg- und dýna fyrir ferðahnakka. Hann kvaðst þó haOast að þvi að hnakkar með þykkari dýnum hentuðu betur tO slíks brúks. Hins vegar mætti ekki gleyma því að knapar væru aOtaf að vinna í hrossum sínum, þannig að menn veldu vitaskuld við eigin hæfi. „Það er ósvinna að henda hnakknum sínum á hestinn áður en lagt er af stað í slíka ferð, án þes að athuga ástand hans fyrst,“ sagði Skeggi. „Maður leggur ekki í lang- ferð á bílnum sínum án þess að at- huga olíuna á honum fyrst. Úr- bræddur bOl og hnakksár hestur nýtast svipað í ferðalögum, ef tala á í samlíkingum. Munurinn er að annar finnur tO, hinn ekki. Það er á valdi reiðmannsins að láta hestin- um sínum líða eins vel og hann viO að sér Oði í ferðinni." Skeggi segir ótrúlega sögu tO að undirstrika mikOvægi árvekni og umhyggju reiðmannsins. TO hans kom einhverju sinni hestamaður með hnakkinn sinn. Hann kvaðst hafa slitið móttak og þyrfti að fá nýtt. Þegar Skeggi sneri hnakknum við sá hann að dýnuna vantaði öðr- um megin undir hnakkinn - alveg. Þetta virtist hafa verið svona lengi því jámið í trévirkinu var farið að mást og var orðið dökkleitt af óhreinindum og gömlu blóði. En hestamaðurinn sat við sinn keip. Hann vOdi ný móttök, ekkert ann- að. „Hann fékk engin móttök hjá mér,“ sagði Skeggi. „Svo hann tók hnakkinn og fór sína leið.“ Þrif og umhiröa Oft hefur heyrst að hestamenn hafi ekki tíma tO að þrífa hnakka sína fyrr en að lokinni vertíð vegna þess að það taki þá svo langan tíma að þorna eftir þvott. Þetta er mis- skilningur. „Það á aldrei að láta hnakk þorna eftir þvott áður en borið er á hann,“ sagði Skeggi. „Þegar hnakkur er þrifinn á að þvo hann með volgu vatni og sápu. Gæta þarf vel að því að þrífa öO óhreinindi, bæði hrossa- móðu og önnur óhreinindi af hon- um. Það er allt í lagi að bursta hann tO að ná óhreinindum burt. Síðan á að þerra hann lítiOega með tusku og bera síðan beint á hann olíu eða annan leðuráburð. Með þessu móti lokast rakinn inni i honum og hann helst mjúkur. Ef leðrið þomar mik- ið fer úr því öll mýkt, það verður hart og brotnar. Hafa ber í huga að olía getur aldrei gert gamalt leður sem nýtt.“ Skeggi benti enn fremur á að þeg- ar hnakkur hefði lent í volki, stór- rigningum eöa þess háttar væri gott að strjúka af honum óhreinindin og bera á hann leðumæringu. Sú að- gerð væri fyrirhafnarlítO og raunar sjálfsagður hluti af umhirðunni. Höfuðleöur og önnur reiðtygi lytu að sjálfsögðu sömu lögmálum og hnakkurinn hvað umhirðu snerti. -JSS Skeggi Guömundsson söölasmiöur hefur smíöaö hnakka og séö um viöhald og viögeröir á reiötygjum um nokkurt skeið. DV-mynd GVA Hvers vegna er reiðhesturinn minn bólginn og aumur í bakinu? Sit ég ekki rétt? Beitir hcmn sér rangt? Svona þurfa aOtof margir hesteig- endur að spyrja sig. Fyrstu viðbrögð eftir að meinið uppgötvast er að kaOa tO dýralækni. Þá getur hafist löng og kostnaðarsöm aðstoð. Hest- urinn er kannski án brúkunar á meðan versta bólgan er að hjaðna. Kannski hættir honum tO að fá bólgur aftur eftir einhvem tíma. Ef tO viO heldur eigandinn að þetta sé krónískt og kaOar tO aðra dýralækna. Þeir eiga að vinna kraftaverkið. En þama er eitt mikOvægt atriði ónefnt. Það er hnakkurinn og við- hald hans. Það er ekki nóg að hreinsa hann reglulega og bera á hann. Það þarf einnig að huga að ástandi undirdýnunnar. Það er mik- Ovægt tO þess að hnakkurinn sitji vel á hestinum og meiði hann ekki. Léleg meðferð DV heimsótti söðlasmiðinn Skeggja Guðmundsson sem bæði hefur séð um smíði hnakka, svo og viðhald á þeim. Hann leiðbeinir hestamönnum um umhirðu hnakka sinna, hvað þurfi að gaumgæfa og hvemig best sé að fara að. „Umhirða hnakka er aOtof oft mjög léleg hjá hestamönnum hér á landi,“ sagði Skeggi. Hann rifjaði upp réttarferð sem hann fór í fyrir þremur áram. Þegar menn höfðu sprett af reiðskjótum sínum röðuðu þeir "hnökkunum upp við réttar- vegginn. Fagmaðurinn kom upp í Skeggja svo hann gekk með fram röðinni og virti hnakkana fyrir sér. Helmingur þeirra hafði lent í drull- unni og lá þar. En það sem verra var. Stór hluti þeirra meiddi auð- sýnOega hestana þvi undirdýnumar voru orðnar svo lélegar, Þynnri dýnur „Það sem gerist, þegar hnakkur særir hest, er í langflestum tOvik- um að dýnumar eru orðnar svo þunnar og flatar að hnakkurinn fer niður í hrygginn," hélt Skeggi Góð ráð • Geymið reiötygin aldrei i raka eða hita. Leðrið fúnar við mikinn raka og ofþomar við mikinn hita. • Gott ráö er að þvo hnakk- inn og bera á hann leðurfeiti a.m.k. tvisvar á ári. Þá er hnakk- urinn tekinn í sundur, þveginn með leðursápu og síðan borin á hann leðurfeiti. • Gegnblotni hnakkurinn er nauðsynlegt að strjúka yfir hann með leðurolíu meðan hann er enn blautur. • Verði vart við slit, þá sendið hnakkinn tO söðlasmiðs. Slíkt margborgar sig. Lélegur hnakkur getur stórskaðað - Skeggi Guðmundsson söðlasmiður leiðbeinir um viðhald reiðtygja í stuttu máli Brynningartæki Það er ekki nóg að útigangshrossum sé gefið vel út yfir vetrartímann. Þau þurfa einnig aö hafa aðgang að renn- andi vatni, ef vel á að vera. Þetta á ekki síst við um hryssur sem folöld ganga undir eða hinar sem eru fyl- fullar. Nú er fáanlegt í hestavöru- versluninni Hestar og menn brynn- ingartæki sem virðist hent- ugt við útigjöf. Það er þannig útbúið að í drykkjargatinu er kúla sem gripirnir ýta niöur þegar þeir drekka. Flotholt, svipað og í salern- iskössum, sér til þess aö rétt vatns- hæð haidist í geyminum. Tækið þolir allt aö 40 stiga frost. Mikilvægt er að undirstöður og frágangur sé eins og framleiðendur segja til um. Brynn- ingartækið er framleitt í Frakklandi. < Endurskipulagning Endurskipulagning er nú hafin hjá Eiðfaxa ehf. eftir að nýir eigendur komu að blaðinu. Áður höfðu ein- staklingar að mestu myndað hlut- hafahópinn. Stærstu hluthafamir eft- ir breytinguna eru Hestamiðstöð ís- lands, Átaksverkefniö og Svíinn Gör- an Montan. Hann er Islendingum aö góðu kunnur, hefur starfað mikið í þágu íslenska hestsins og haft nokkur umsvif hér á landi. læss má geta til gamans að dóttir hans stundaði nám á Hólum í Hjaitadal. Að sögn Svein- bjöms Eyjólfs- sonar, stjóm- arformanns Hestamið- stöðvarinnar, eru markmið m.a. að auka útbreiðslu Eið- faxa og endur- skipuleggja vefinn með til- liti til þess að hann skili meiri fjármun- um í kassann. Ýmis önnur atriöi til hagræðingar eru á döfinni. < Ný stjórn í nýskipaðri stjórn Eiðfaxa eiga nú sæti Ólafur H. Einarsson stjórnarfor- maður, Hrólfur Ölvisson og Gunnar Dungal. í varastjóm em Ágúst Sig- urðsson hrossaræktarráöunautur og Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarmað- ur landbúnaðarráðherra og stjómar- formaður Hestamiðstöðvarinnar. Allt era þetta stórkanónur sem vinna án efa vel að því að styrkja rekstrar- grundvöll blaðsins. Stóöhestablaöiö Nú hiHir undir útkomu blaðsins sem ætíð er beðið eftir, það er stóðhesta- blaðsins 2003. Þaö á aö koma út í mars en þá eru ræktendur farnir aö huga að því að velja stóðhesta fyrir hryssur sínar. Blaðiö, sem er mynd- um prýtt og með öllum nauösynleg- um upplýsingum, kemur út á þremur tungumálum, íslensku, að sjáÚsögðu, ' og svo ensku og þýsku. Blaðið er því ekki einungis upplýsingamiðill fyrir íslenska ræktendur heldur einnig fyr- ir erlenda sem gætu hugsað sér að kaupa eitt stykki stóðhest.. Þetta er í annað sinn sem ráðist er í alþjóðlega útgáfu stóðhestablaðsins. -JSS Netfang: jss@dv. is Þarna má sjá muninn sem getur ráöið úrslitum. Dýnan t.v. er ný en hin til hægri er gömul, útflött og þjónar ekki hlutverki sínu, sem er aö vernda bak hestsins. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.