Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 22
38
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
Iþróttir unglinga
fc:.,'í/. ...,|f . *v .
"t J :
®ÍS9S|SSf|í9S|lfl!8^á
*tat
"S"' ' ,
Si . .**t A'......................................
8S®
f ' 1 |Jj
I , ■- >'
:'V>
.
_________________________________________
■
• • • „ . , .'..,; • ,
■ r
• v -
b':ísáSS5i»»íf
||f|jj|pi§|lj
s -
; s •,.-
- /$:*:+' a
Gymnova-þrepamót í fimleikum í Laugardalshöll:
Efnilegir strákar
- strákarnir sýndu flott tilþrif í Laugardalshöllinni
Það var hörð keppni hjá strákun-
um á Gymnova-þrepamótinu sem
* fram fór í Laugardalshöll fyrstu
' helgina i febrúar. Það mátti sjá á
tilþrifum margra að miklar framfar-
ir höfðu átt sér stað frá því í byrjun
vetrar og erflðar æfingar svo sann-
arlega að skila sér.
Guðmundur góður
í flokki 9-10 ára sigraði Guð-
mundur Þ. Héðinsson úr Gerplu í
samanlögðu með 55,55 stig. Hann
sigraði í gólfæfingum ásamt Eyþóri
Ómari Ragnarssyni sem kemur úr
Ármanni, en báðir fengu þeir 9,15 í
einkunn fyrir æfingar sínar.
Guðmundur var síðan öflugur í
hringjunum þar sem hann sigraði
og svo var hann með efstu mönnum
• í hinum greinunum.
Ungur og efnilegur strákur þar á
ferð en margir þessara ungu
drengja, sem kepptu í þessum
flokki, sýndu að þeir eiga framtið-
ina fyrir sér.
Barátta hjá Haraldi og Andra
Hjá 11-12 ára drengjunum sigraði
Haraldur Karlsson úr Gerplu í sam-
anlögðu með 54,30 stig en Fylkis-
maðurinn Andri Þór Jónsson kom
næstur með 54,25 stig, þannig að
ekki mátti miklu muna hjá þeim
tveimur.
Haraldur sigraði í engum af þeim
greinum sem hann tók þátt í en var
með efstu mönnum í þeim öllum og
sýndi hversu fjölhhæfur strákur þar
er á feröinni. Andri og Haraldur
voru yfirburöamenn í hringjunum
og hafði Andri þar sigur að lokum
en æfingar hans þóttu mjög vel út-
færðar. Andri sannaði svo hæfileika
sína í loftinu með góðum sigri á
svifránni.
Góðir Gerplufélagar
Ándri Örvarsson úr Gerplu fór
með sigur af hólmi í flokki 13-14 ára
drengja. Hann sigraði með yfirburð-
um á bogahestinum og var með jafn-
ar og góðar æfrngar í flestum hinum
^ sem færðu honum" þau stig sem
vantaði til þess að sigra 1 saman-
lögðu.
Félagi hans úr Gerplu, Tómas
Tómasson, var skammt undan en
hann var mjög jafn og góður í
greinunum.
Þeir Haraldur Birgisson, Gerplu,
og Steingrímur Þór Ágústson, Ár-
manni, háðu harða baráttu um sig-
urinn í samanlögðu í 3. þrepi 11-12
ára drengja. Haraldur hafði að lok-
um sigur með 52,55 stig en skammt
undan kom Steingrímur með 52,50
stig.
Haraldur sigraði í hringjum með
8,80 i einkunn en einnig sigraði
hann í stökkinu þar sem hann fékk
einkunnina 9,30. Steingrímur sigr-
aði í gólfæfmgunum en þar fékk
hann fékk 9,05 og þóttu æfingar
hans ákaflega vel heppnaðar.
Þessir strákar eiga eftir að láta að
sér kveða í framtíðinna ef þeir
halda áfram að æfa vel.
Helgi öflugur
Helgi Steinsson úr Gerplu haíði
mikla yfirburði í samanlögðu í 3.
þrepi 13-14 ára drengja.
Hann sigraði með yfirburðum í
gólfæfingum þar sem hann fékk
glæsilega einkunn, 9,50. Reyndar
fékk Helgi yfir 9 í öllum sínum
greinum en hann sigraði í þeim öll-
um nema stökki þar sem Oddur
Oddsson, Ármanni, skákaði honum
með glæsilegu stökki.
Þetta er frábær árangur hjá Helga
og verður gaman að fylgjast með
þessum strák í framtíðinni.
Frábær tilþrif Ingvars
12. þrepi 13-14 ára drengja reynd-
ist Ingvar Jochumsson, Gerplu,
sterkastur í samanlögðu en hann
fékk alls 55,75 stig fyrir æfingar sín-
ar á mótinu.
Tæplega heilu stigi á eftir honum
kom síðan félagi hans úr Gerplu,
Ólafur Gunnarsson. Ingvar sýndi
frábær tilþrif í stökki þar sem hann
fékk 9,70 fyrir besta stökkið. Einnig
sigraði hann á tvíslá og svifrá og
þóttu tilþrif hans þar ekki siðri en í
stökkinu.
Þessi strákur er á sífelldri upp-
leið og á eftir að láta mikið til sin
taka á komandi árum ef að líkum
lætur.
Hjalti hafði Daða
Hjalti Geir Erlendsson úr Ár-
manni varð sigurvegari i saman-
lögðu hjá drengjum 15-16 ára sem
eru í 2. þrepi.
Hann háði harða baráttu við fé-
laga sinn úr Ármanni, Daða Páls-
son, um sigurinn en hafði að lokum
sigur með 52,65 stig en Daði kom
þar rétt á eftir með 52,45 stig.
Þeir félagar fengu sömu einkunn
á bogahestinum, 8,90, en Hjalti hafði
betur í hringjunum og á tvíslánni.
Daði reyndist aftur á móti sterkari
á gólfinu og á svifránni. Tvísláin
reyndist Daða nokkuð erfið og það
var fyrst og fremst einkunn hans
þar sem varð þess valdandi að hann
missti af sigrinum í samanlögðu.
Frammistaða þeirra beggja er engu
að síður góð hjá þeim báðum en
þeir voru í sérflokki í þessum hópi.
í 3. þrepi 15-16 ára drengja var að-
eins einn keppandi, Þórarinn Val-
geirsson úr Gerplu en hann lét það
ekki aftra sér frá því að sýna frábær
tilþrif. Strákurinn sýndi lipur til-
þrif á gólfinu þar sem hann fékk
9,60 í einkunn og sömu einkunn
fékk hann fyrir æfingar sínar á
svifránni.
Stökkið hjá honum var einnig
glæsilegt þar sem hann fékk 9,75 í
einkunn. Einnig sýndi hann ágæt
tilþrif á bogahestinum, sem og í
hringjunum en veikasta grein hans
var tvísláin þar sem hann fór undir
8 í einkunn.
-HBG
Úrslit á
Gymnova-
þrepamótinu
Strákar:
9-10 ára
1. Guðmund. Héðinss., Gerplu . 55,55
2. Egill Gunnarsson, Gerplu . . 55,10
3. Eyþór Ragnarsson, Árm .... 54,65
4. Úlfar Bjömsson, Árm.......53,45
5. Guðmundur Ólafss., Árm . . . 53,15
11-12 ára
1. Haraldur Karlsson, Gerplu . . 54,30
2. Andri Jónsson, Fylki......54,25
3. Pétur Ólafsson, Gerplu....53,80
4. Amaldur Ingvarss., Gerplu . 53,00
5. Baldur Roikjer, Ármanni . . . 52,05
13-14 ára
1. Andri Örvarsson, Gerplu . .. 53,55
2. Tómas Tómasson, Gerplu . . . 52,35
3. Daníel Bjarkason, Ármanni . 50,50
4. Sigurður Sigurðss., Fylki . . . 45,40
5. Birgir Þorsteinss., Gerplu . . 40,60
3. þrep, 11-12 ára
1. Haraldur Birgisson, Gerplu . 52,55
2. Steingrímur Ágústs., Árm . . 52,50
3. Gunnar Gunnarsson, Gerplu . 51,30
4. Jón Gunnarsson, Árm .......51,25
5. Sindri Davíðsson, Árm......50,55
6. Atli Jasonarson, Árm.......43,30
3. þrep, 13-14 ára
1. Helgi Steinsson, Gerplu .... 56,40
2. Stefán Pálsson, Ármanni . .. 52,65
3. Oddur Oddsson, Ármanni .. 52,60
4. Hallur Ólafsson, Gerplu .... 47,80
3. þrep, 15-16 ára
1. Þórarinn Valgeirss., Gerplu . 54,30
2. þrep, 13-14 ára
1. Ingvar Jochumsson, Gerplu . 55,75
2. Ólafur Gunnarsson, Gerplu . 54,85
3. Bjarki Ásgeirsson, Árm .... 53,40
4. Magnús Jónasson, Gerplu .. 45,25
5. Tómas Guðmunds., Árm ... 43,60
6. Brynjar Jochumss., Gerplu . 37,90
2. þrep, 15-16 ára
1. Hjalti Erlendsson, Árm .... 52,65
2. Daði Pálsson, Árm..........52,45
3. Sigurður Pétursson, Gerplu . 46,35
4. Hlynur Kristjánsson, Gerplu 45,60
5. Þorsteinn Eggerts., Árm .... 31,80
Þa& vantaði ekki tilþrifin hjá strákunum í Höllinni og einbeitingin var gríðarieg eins og sést á þessum myndum hér
aö ofan. DV-myndir Sig. Jökull