Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 23
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 39 i ■ Hér sjáum viö verölauna- hafana í 2. þrepi 11-13 ára, þær Friöu Run ur Gerplu. sem sigraöi. Fanneyju úr Gróttu. sem varö önnur. og (Jnni Ósk ur Gerplu sem hreppti bronsiö. Gymnova-þrepamót í fimleikum í Laugardalshöll: Miklar framfarir - hjá stelpunum sem hafa bætt sig mikið á undanförnum mánuðum Það var frábær þáttaka á Gymnova-þrepamótinu í fimleikum í Laugardalshöllinni í byrjun febrú- ar en alls voru keppendur um 240 og komu þeir frá 9 félögum en öll félög sem stunda áhaldafimleika áttu keppendur á mótinu. Dóra sterk í 5. þrepi stúlkna 9-10 ára sigraði Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir úr Gerplu í samanlögðu með 34,225 stig. Hún hafði talsverða yfirburði í fiokknum því næst henni kom Mar- grét Edda Magnúsdóttir úr Ár- manni með 32,850 stig. Dóra Sigurbjörg gerði sér lítið fyrir og sigraði í þremur greinum af tjórum, eða á tvíslá, slá og I gólfæf- ingum. Glæsilegur árangur hjá þessari stórefnilegu stúlku. Baráttusigur Sigurbjargar Hjá 11 ára stúlkunum í 5. þrepi reyndist Sigurbjörg Jóna Vilhjálms- dóttir úr Rán hlutskörpust í saman- lögðu en hún hlaut 32,625 stig. Keflvíska stúlkan Hildur Ösp Randversdóttir kom síðan í öðru sæti skammt á eftir með 32,500 stig. Sigurbjörg sigraði á tvíslánni með 8.600 í einkunn og var með jafnan og góöan árangur í hinum greinun- um sem fleytti henni á toppinn í samanlögðu en baráttan í þessum flokki var mjög hörð. Lipur tilþrif Önnu Anna Guðný Sigurðardóttir úr Gerplu sýndi lipur tilþrif í 5. þrepi stúlkna 12 ára og eldri og sigraði i samanlögöu með 35,100 stig. Félagi hennar i Gerplu, Auður Björk Arnardóttir, kom síðan í öðru sæti með 34,375 stig. Anna sigraði í stökkinu og fékk glæsilega einkunn fyrir sitt besta stökk, 9,200, og hún sigraði einnig á tvíslánni með 9,150. Auður var iðulega skammt undan og henni tókst að skáka Önnu á gólf- inu þar sem hún sigraði með ein- kunnina 8,925. Skemmtileg barátta hjá þessum efnilegu stelpum sem eru á hraðri uppleið. Yfirburöir Thelmu Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu hafði umtalsverða yfirburði í 4. þrepi stúlkna á aldrinum 9-11 ára. Hún hlaut 35,400 stig samtals én félagi hennar í Gerplu, Anna Lín- ey ívarsdóttir, kom næst með 32,800 stig. Sterkustu greinar Thelmu eru tvísláin og gólfið og þar sýndi hún glæsileg tilþrif og sigraði í báðum flokkum en æfingar hennar voru jafhar og minnst fékk hún 8,400 í einkunn á slánni sem er frábær ár- angur en sá árangur dugði henni til silfursætis í þeirri grein. Öruggt hjá Huldu Hulda Rún Ingvarsdóttir úr FRA vann glæsilega sigur í 4. þrepi 13 ára og eldri en hún fékk samtals 33,325 stig. Bára Guðmundsdóttir úr Fylki kom svo í öðru sæti með 31,500 stig. Hulda sigraði á slá og tvíslá og nældi sér þar af auki í silfur í stökk- inu þar sem hún varð að lúta í lægra haldi fyrir Ásu Sigurðardótt- ur úr Keflavík. Hulda sýndi góða takta á mótinu og þarf helst að bæta hjá sér gólfæf- ingamar til að geta bætt við stiga- fjöldann í framtíöinni. Barátta Gerplustúlkna Hin bráðefnilega Karítas Harpa Davíðsdóttir úr Gerplu sigraði í 3. þrepi hjá Ármanni, Björk, Gerplu og Fylki. Hún hlaut 35,250 stig sam- tals fyrir æfingar sínar en rúmu stigi á eftir henni kom félagi henn- ar úr Gerplu, Harpa Dögg Steindórs- dóttir, með 34,125 stig. Karítas sigraði á slá, gólfi og í stökki en hún fékk yfir 9 I stökkinu, 9,050. Æfingar hennar á slánni þóttu einnig glæislegar enda vann hún þar með nokkrum yfirburðum. Harpa gaf henni aldrei þumlung eftir á mótinu og tókst að hafa bet- ur á tvíslánni þar sem hún fékk 9,050 í einkunn fyrir frábærar æf- ingar. Fríöa fór á kostum Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu hafði mikla yfirburði í 2. þrepi stúlkna 11-13 ára þar sem hún hlaut 34,500 stig en Fanney Hauksdóttir úr Grótta náði öðru sæti í saman- lögðu með 30,450 stig. Yfirburðir Fríðu voru miklir og sigraði hún á öllum áhöldum og þá sérstaklega með miklum yfirburð- um á tvíslá sem og í gólfæfingum. Ljóst er að þama er á ferð geysi- lega mikið efni sem gaman verður að fylgjast með á komandi árum. Tæpt hjá Björk og Annie Baráttan um sigurinn í saman- lögðu í 2. þrepi 14 ára og eldri var geysilega hörð en þar börðust fram á síðasta áhEdd þær Björk Óðins- dóttir úr FRA og Annie Mist Þóris- dóttir úr Gerplu. Fór nú svo að lokum að Björk hafði nauman sigur með 28,650 stig en Annie var örskammt á eftir með 28,325 stig. Annie sigraði þó á fleiri áhöldum þar sem hún fékk gull á slá og tvíslá en Björk nældi sér í gullið á gólfinu. Þar fékk hún talsvert betri einkunn en Annie og má segja að þar hafi ráðist útkoman í samanlögðu. Þetta var skemmtileg rimma hjá þeim og mátti vart á milli sjá hvor þeirra væri sterkari. Sara Sif góö í 1. þrepinu sigraði Sara Sif Sveinsdóttir úr Gerplu með 31,625 stig samtals. Elín Vigdís Andrés- dóttir úr Gróttu kom síðan í öðru sæti með 30,525 stig. Sara hafði nauman sigur á Elínu í stökkinu en hún sigraði með mikl- um yfirburðum á slánni og lagði þar grunninn að sigri sínum í saman- lögðu. Elín sýndi aftur móti frábæra takta á tvíslánni þar sem hún tók gullið. -HBG Stúlkurnar sýndu glæsileg tilþrif á mótinu og Ijóst er að framtíðin er björt í íslenskum fimleikum. DV-mynd Hari íþróttir unglinga Úrslit á Gymnova- þrepamótinu * Stelpur: 5. þrep, 9-10 ára 1. Dóra Guðraundsd., Gerplu . .34,225 2. Margrét Magnúsd., Árm .. .32,850 3. Ester Ragnhildard., Árm . . .32,125 4. Sara Jónsdóttir, Gerplu ... .31,950 5. Berglind Bjamad., Gerplu . .31,625 6. Daniella Belany, Gróttu ... .31,325 7. Róshildur Hilmarsd., Björk .30,850 8. María Sigurbjömsd., Ránni .30,175 9. Hilda Guðbrandsd., Keflavik 29,950 5. þrep, 11 ára 1. Sigurbjörg Vilhjálmsd., Rán .32,625 2. Hildur Randversd., Keflavík 32,500 3. Guðrún Gunnarsd., Björk. . .32,475 4. Rósa Ámadóttir, FRA......31,550 5. Eva Benjamínsd., Gerplu . . .31,525 6. Heiðdís Lúövíksd., Björk .. .31,025 7. Domino Belany, Gróttu . . . .30,900 8. Sylvía Sigurðard., FRA . . . .30,500 9. Sjöfn Guðmundsd., Fylki . . .29,700 5. þrep, 12 ára og eldri 1. Anna Sigurðard., Gerplu . . .35,100 2. Auöur Amard., Gerplu . .. .34,375 3. Vala Jóhannsd., FRA.......33,800 4. Kristrún Hlynsd., Ránni . . .33,275 5. Díana Ólafsd., Ránni......33,050 6. Alexandra Barkard., Gerplu 32,425 7. Jóhanna Lárusd., Björk .. . .31,750 8. Helga Gunnarsd., Kefiavik . .31,300 9. Sigríður Sumarliðad., Björk .30,425 4. þrep, 9-11 ára 1. Thelma Hermannsd., Gerplu 35,400 2. Anna ívarsd., Gerplu........32,800 3. Hanna Ragnarsd., Árm ... .32,050 4. Eydís Eysteinsd., Stömunni 30,500 5. Karen Sigurlaugsd., Björk . .27,650 6. Elisabeth Helgad., Árm.....26,000 7. Rakel Einarsd., Árm.......25,100 8. Sólveig Bergsd., Árm.......24,800 9. Sigrún Ólafsd., Fylki......24,750 4. þrep, 12 ára 1. Karen Viktorsd., Gerplu .. .33,250 2. Guðlaug Matthíasd., Stjöm. .32,200 3. Sif Ingarsd., Gerplu......30,250 4. Steinunn Thoroddsen, Stj. . .29,700 5. Selma Ólafsd., Keflavík . . . .28,450 6. Þórann Kárad., Björk .....27,850 7. Helga Garöarsd., FRA.......26,600 8. Ágústa Ámad., Stjömunni. .26,400 9. Lára Ólafsd., Björk ......23,800 10. Ylfa Ólafsd., Ármanni . . . .19,200 4. þrep, 13 ára og eldri 1. Hulda Ingvarsd., FRA ......33,325 2. Bára Guðmundsd., Fylki .. .31,500 3. Ása Sigurðard., Keflavík .. .31,100 4. Stefanía Jónsd., Gerplu .. . .31,100 5. Elín Bragadóttir, FRA......30,350 6. Ólöf Kristjánsd., FRA ....28,950 7. íris Egilsd., FRA.........27,800 8. Rakel Höskuldsd., Fylki . . . .26,975 9. Katrín Jónsd., FRA........25,900 3. þrep, Árm/Bjö/Fyl/Ger 1. Karítas Davíösd., Gerplu .. .35,250 2. Harpa Steindórsd., Gerplu . .34,125 3. Eva Tulinius, Gerplu.......33,775 4. Eva Magnúsd., Keflavík . .. .32,100 5. Magdalena Birgisd., Árm. . .31,300 6. Gunnhildur Guðjónsd., Ger. 30,375 7. Rebekka Heiðarsd., Fylki. . .29,500 8. Hulda Þorsteinsd., Ármanni .28,350 9. Sandra Matthíasd., Fylki . . .28,000 2. þrep, 11-13 ára 1. Fríða Einarsd., Gerplu.....34,500 2. Fanney Hauksd., Gróttu . . .30,450 3. Unnur Rúnarsd., Gerplu .. .29,400 4. Vilborg Guðjónsd., Gróttu . .28,450 5. Sonja Jónsd., Björk........25,300 6. Andrea Gústafsd., Björk. . . .25,100 2. þrep, 14 ára og eldri 1. Björk Óðinsd., FRA.........28,650 2. Annie Þórisd., Gerplu......28,325 3. Ásta Emilsd., Fylki .......25,900 4. Ragna Bjamad., Árm.........24,650 5. Katrín Pétursd., Árm.......24,225 6. Þórdfs Ólafsd., Fylki .....23,825 7. Snædís Guðmundsd., Árm . .17,750 8. Steinunn Kristinsd., Fylki . .12,175 1. þrep 1. Sara Sveinsd., Gerplu .....31,625 2. Elín Andrésd., Gróttu ....30,525 3. Edda Ingibergs., Björk....28,650 4. Fíóla Þrastard., Björk....28,650

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.