Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir DV-MYND TEITUR Bóndi viö brotið land Karl Ölvirsson, bóndi í Þjórsártúni, horfiryfir framkvæmdir Vegagerðarinnar í landi sínu. Vegagerðin neitar að greiða bætur fyrir landið sem fer undir veginn. DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Kominn heim Amor er kominn heim aö Rifi eftir ævintýralega ferö sem fór þó vet. Hér er Amor í gær í örmum Lilju Sæ- bjargar Jónsdóttur, dóttur Ingu Jónu. Kötturinn Amor Einarsson í óvæntum bíltúr Kötturinn hann Amor Einarsson, frá Rifi í Snæfellsbæ, var örugglega ekki viss um hvar hann var staddur í fyrradag þegar lögreglan í Ólafsvík tók hann undan jeppabíl eiganda síns. Inga Jóna Guðlaugsdóttir var á leið til Ólafsvíkur frá Rifi síðdegis á þriðjudag og ók sem leið lá undir Ólafsvíkurenni og var með útvarpið í gangi. Þegar hún kom inn í bæinn lækkaði hún í útvarpinu. Heyrði hún þá kött mjálma heldur ámátlega og áttaði sig að vonum ekki á hvað- an mjálmið kom úr bílnum. Inga Jóna ók þá strax aö lögreglu- stöðinni og bað lögreglumennina sem þar voru á vakt um aðstoð. Opnuöu þeir vélarhlífma en ekki sást hann Amor þar. Þá var litið undir bílinn og lýst með vasaljósi og kom þá í ljós að kisi lá ofan á olíu- tankinum, hálfklemmdur í litlu rými. Amor var ekki alveg á því að koma undan bílnum og tók það tals- verðan tíma að sögn lögreglunnar að ná í dýrið. Kötturinn var þó að vonum frels- inu feginn og ánægöur að komast í faðminn á eiganda sínum, henni Ingu Jónu, og ætlar örugglega ekki í svona ævintýraferð aftur. En um- fram allt var að Amor slapp með skrekkinn í þetta sinn og allir á heimilinu eru fegnir að sjá hann heilan á húfi eftir ferðina. Hann fékk svo að sjáffsögðu far til baka og sat í framsætinu og örugglega með beltið spennt. Það eru mörg skondin mál sem rekur á fjörur lögreglu- manna í Ólafsvík en þetta er vafa- laust með þeim óvenjulegri. -PSJ „Frekar látið land- ið fyrir ekkert“ - Karl Ölvirsson, bóndi í Þjórsártúni, deilir viö Vegagerð ríkisins Við túnfótinn í Þjórsártúni hafa staðið yfir sprengingar frá því í haust. Þar vinnur Vegagerð ríkis- ins að gerð nýrrar brúar yfir Þjórsá. Vegagerðin stendur í sér- stæðum deilum við Karl Ölvirs- son, bónda í Þjórsártúni, um bæt- ur fyrir það land sem fer undir veginn að brúnni. I samningaviðræðum við bónda bauð Vegagerðin rúmar 2 milljónir fyrir landið en þegar samningar náð- ust ekki fór Vegagerðin fram á mat samkvæmt lögum um slíkar fram- kvæmdir. Tilkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að greiða ætti Karli bónda rúmar 11 miiljónir fyrir landið. Þeim úrskurði vill Vegagerðin ekki una og kveðst ætla með málið fýrir dómstóla. „Ég var ekki sáttur við að sveit- arstjórn skyldi gefa Vegagerðinni framkvæmdaleyfl án þess að búið væri að semja um bætur. Það hafa aldrei verið neinir fundir með Vegagerðarmönnum þótt ég bæði um það. Þegar þeir voru að byrja • að vinna hérna og ég bað þá að taka sem minnst af landinu þá sögðu þeir mér að ég hefði ekkert með þetta land að gera því ég ætti nóg,“ sagði karl bóndi í samtali viö DV. Það eru um 10 hektarar lands sem fara undir veginn en Þjórsár- tún á alls um 250 hektara lands. Það var bæði beitiland og ræktað land sem fer undir veginn en gamli vegurinn mun halda sér og Karl segir mikið óhagræði af því hvemig vegirnir skipti heima- landi jarðarinnar. Hann segist vera þokkalega sáttur við niður- stöðu matsins og segist ekki skilja hvernig Vegagerðin geti ætlað með máliö fyrir dóm. En er hann bjartsýnn á að hafa betur í deilun- um við Vegagerðina? „Þeir reyndu mikið til að fá mig til að semja á þeim forsendum að ég myndi aldrei fá hærra verð út úr matinu en það sem þeir buðu. Þetta er aðferð sem hefur verið beitt á bændur um allt land og ég hef heyrt frá mörgum þeirra eftir að matið birtist. Ég hefði frekar látið þá taka landið af mér fyrir ekki neitt en að semja við þá um það verð sem þeir buðu.“ PÁÁ Viðta^em birtist í Eyjafréttum um niðurstöðu Hæstaréttar: Arni segir dóminn óskiljanlegt einsdæmi Ámi Johnsen segir dóm Hæstarétt- ar yfir sér ömurlega niðurstöðu - hreint einsdæmi sem hann segist ekki skilja. í viðtali sem Eyjafréttir taka viö hann kveðst Ámi í raun hafa greitt með sér tæpar 3 milijónir króna í ýmsan kostnað. Hann hafi árum saman unnið í byggingamefnd Þjóðleikhússins án þess aö hafa feng- ið krónu greitt fyrir. „Vissulega var aðferðin vitlaus hjá mér en það hefur enginn tapað á mér,“ segir Ámi og bendir á að hann hefði lagt fram síma-, ferða og risnukostnað sjálfúr. „Ég leiðrétti mín mistök en það hefur enginn leiðrétt fyrir mig. Að öðm leyti þýðir ekkert að deila við dómarann. Það rifjaðist þó upp fyrir mér aö fyrir rúmum tuttugu árum var ég tekinn á 121 km hraða á leið- Johnsen. inni frá Selfossi. Það mál fór sína leið í kerfinu og þegar það kom til fulltrúa sakadóms, sem var kona, sagði hún að þetta væri nú bara sektarmál. En úr því að lögreglustjóri svipti þig ekki í einn mánuð og af því að þú ert Vest- mannaeyingur ætla ég að svipta þig í tvo mánuði, sagði hún. Þessi kona heitir Ingibjörg Bene- diktsdóttir og stjómaöi hún nú niður- stöðu Hæstaréttar þar sem hún var í forsæti, segja Eyjafréttir. Ekki er þetta alls kostar rétt hjá Áma því það var Markús Sigur- bjömsson sem var dómsformaður í Hæstarétti þegar mál hans var tekið fyrir en Ingibjörg var einn af hinum fjórum dómurum málsins. í viðtalinu sagðist Ámi ákaflega þakklátur fyrir hve Eyjamenn hefðu stutt hann vel „í þessari orrahríð, það væri honum og fiölskyldu hans mikils virði. Ég vil sérstaklega þakka þessa hlýju og vinarþel. Við höfum fengið ótrúlegan stuðning alls staðar að af landinu en hvergi eins og heima i Eyjum." Hann segir ákaflega erfitt að hafa ekki mátt svara fyrir sig og ef fimm þúsund fiölmiðlaumfiallanir séu ekki einelti hvað sé þaö þá? „Ég verð að una þessu hundsbiti og kappkosta að ljúka þessu máli svo ég komist aftur til starfa fyrir mitt fólk,“ sagði Ámi Johnsen við Ejna- fréttir. -Ott Mislæg gatnamót: Vegagerðin hefur verið treg í taumi - segir Steinunn Valdís Mjög hörð gagnrýni hefur verið á skipulagsyfirvöld í Reykjavík vegna slakrar stöðu skipulags mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. „Vegagerði hefur alla tíð verið treg í taumi varðandi stokka- og jarðgangagerð í Reykjavík. Það er ástæðan fyrir því að menn em ekki komnir lengra núna meö þessa tilteknu framkvæmd," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og byggingarnefnd- ar Reykjavikurborgar. Hún segir að tafir máísins stafi af því að Vegagerð- in hafi lagt til að þama yrðu byggð hefðbundin slaufumannvirki sem komist þó ekki fyrr af skipulagsá- stæðum. Því hafi komið upp hug- mynd um aö leggja Kringlumýrar- braut í stokk undir Miklubraut. Viðurkennt er að þetta em hættu- legustu og dýmstu gatnamót landsins hvað varðar tjón á bilum og fólki. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri hefur lýst því yfir að þrátt fyrir að aukið fiármagn verði nú til reiðu frá ríkinu til að ráðast í þessar fram- kvæmdir sé einfaldiega ekki hægt aö klára það mál á næstu 18 mánuðum. Vísar hann til þess að undirbúningur sé ekki kominn nógu langt af hálfu borgarinnar. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefúr tekið í svipaðan streng. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir þetta óréttmæta gagnrýni því ekki muni standa á borgaryfirvöldum svo hefia megi framkvæmdir við þessi gatnamót. -HKr. Ný útgáfustjóri Eiðfaxa: Draumastarf - segir Jónas Kristjánsson „Þetta er drauma- starf fyrir mann sem hefur hesta- mennsku að áhuga- máli,“ sagði Jónas Krisfiánsson sem var í gær ráðinn út- gáfustjóri Eiðfaxa ehf. Hann verður í senn framkvæmda- sfióri og ritsfióri tímaritanna Eiðfaxa, Eiðfaxa International, Stóðhestablaðsins og vefritsins eidfaxi.is. Jónas sagði að töluverðar breyting- ar yrðu gerðar á efni Eiöfaxa. Miðað yrði að því að hafa fleiri greinar, en stytfri, og leggja áherslu á hagnýta hluti fyrir hestamenn. Taka mætti sem dæmi samanburð hitunarkostn- aðar á hesthúsum eftir því hvaða að- ferðir væru notaðar, hvaða skó eða stígvél menn notuðu á ferðalögum, hvort tamningamenn gerðu þaö sem þeir tækju að sér að gera og svo framvegis. Minna yrði af ófókuseruð- um viðtölum við fólk um allt og ekk- ert heldur yrði rætt við viðmælendur blaðsins um ákveðin, skilgreind mál. „Stefnan er að þetta verði meira hag- nýtt, minna snakk," sagði hann. Jónas Krisfiánsson hefúr mikla reynslu af blaðaútgáfu, var ritsfióri DV og forvera þess í 36 ár. Hann er þekktur fyrir markviss og hvöss skrif um þjóðfélagsmál. Hestamaður hefúr hann verið um langt skeið, gefiö út fiölda bóka um hrossaræktun og haldið úti vinsælum gagnabanka um hross áveraldarvefnum. Ráðning hans er mikilvægur liður í endurskipulagningu fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu frá stjóm þess. Nýir hluthafar hafa bæst í hópinn. Endurfiármögnun hefúr staðið yfir og stendur yfir. Stefnt er að mikilli sókn i markaðsmálum. Jónas kvaðst taka við útgáfústjórn í fyrirtækinu 20. þessa mánaðar. -JSS Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.