Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 9
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
9
Hótel Plaza:
50 skref frá
miðbænum
Hótel Plaza, sem nú er verið að
byggja í Aðalstræti, verður með 81
herbergi. Segja má að vart sé hægt
að segja að hótel standi nær mið-
bænum en einmitt þetta nýja hótel
sem hannað er af Guðna Pálssyni
arkitekt. Að sögn Stefáns Þórisson-
ar, hótelstjóra hjá íslandshótelum,
eða Icelandic Hotels, þurfa þeir ekki
að segjast vera með Plaza í nágrenni
miðbæjarins, í 500 eða 100 metra
fjarlægð, heldur geta þeir með sanni
sagt að miðbærinn sé aðeins í 50
skrefa íjarlægð. íslandshótel reka
auk þess Hótel örk í Hveragerði,
„Park Hotel“ eða Hótel Garð við
Suðurgötu í Reykjavík, City Hotel
við Ránargötu og gistiheimilið
Álftaland á Reykhólum. Stefán segir
að gert sé ráð fyrir um 7% aukn-
ingu á þeirra umsvifum í ár en bók-
anir fyrir sumarið lofi mjög góðu.
Hann segir að þótt þeir hafl vitað að
staðsetning Hótel Plaza væri góð
með tilliti til markaðssetningar þá
séu viðbrögðin þegar orðnar langt
umfram væntingar. Hann segir að
þó framhlið hótelsins virðist ekki
bera þess merki að þar verði opnað
eftir tæpa þrjá mánuði, þá sé þegar
byrjað að mála og ganga frá her-
bergjum. Stefán er því bjartsýnn á
að dæmið gangi upp. Öll herbergi
Hótel Plaza eru með míníbar, há-
hraða tölvutengingu og gervihnatta-
sjónvarpi, svo eitthvað sé nefnt. Þá
verður einnig boðið upp á margvís-
lega þjónustu í hótelinu, svo sem
fvmdaaðstöðu.
HEILSUÁTAK
Þjálfunar og æfíngarpunktar
Grunnbrennsla líkamans er sú orka sem líkaminn krefst til að starfa
eðlilega. Hjartsláttur, öndun og öll önnur líkamsstarfsemi krefjast
stöðugrar orku til að geta haldið úti starfsemi. Hjá meðalmanninum fara
um það bil tveir-þriðju heildarhitaeininga í grunnbrennsluna. Engir tveir
einstaklingar hafa nákvæmlega sömu grunnorkuþörf þar sem hún er
háð aldri, kyni, erfðum, hversu mikið við hreyfum okkur og magni
vöðvamassa í líkamanum.
Þegar við stundum þjálfun byggjum við upp vöðvamassa. Aukinn
vöðvamassi þýðir aukna grunnorkuþörf sem einfaldlega merkir að við
brennum fleiri hitaeiningum þegar við hvflumst.
Matseðill dagsins
Dagur 4
Morgunverður: Ávaxtajógúrt, 1 dós
Banani, 1 stk.
Hádegisverður: Samloka m/eggjum, 1 stk.
og grænmeti
Ávaxtasafi, sykursk., 2,5 dl = 1 glas
Miðdegisverður: Skonsa, 1/2 kaka
Ostur, 17%, fita, 35 g = 4 sneiðar
Kvöldverður: Fiskbollur, 150 g = 3 stk.
Kartöflur, 180 g = 3 eggstórar
Létt viðbit, 2 msk.
Kvöldhressing: Vatnsmelóna, 1/4stór
Til umhugsunar: Margir hræðast gervi-
sætuefni og telja þau hættuleg heilsu. Þannig
forðast sumir diet-gosdrykki og drekka frekar
þá sykurbættu. Það gervisætuefni sem oftast
er notað við framleiðslu diet-gosdrykkja kallast
aspartam (þekkist undir vörumerkjunum
candarel og NutraSweet). Aspartam er
einfaldlega búið til úr tveimur amínósýrum
(fenýlalanínsýru og aspartiksýru) en amínósýrur
eru byggingarefni prótína. Þess má geta að aspartam er eitt mest
rannsakaða aukefni sem notað er í matvæli og það liggja engar
sannanir fyrir því að neysla þess hafi haft skaðleg áhrif á heilsu
manna þrátt fyrir getsögur þar að lútandi. Og þar sem við fitnum
vegna ofneyslu hitaeininga er vert að hafa í huga að hálfur lítri af
sætu gosi gefur um 225 hitaeiningar en í hálfum lítra af diet-gosi
finnast eingöngu um tvær hitaeiningar.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
FRÍTT f 3 DAGA
HReynnc
HReyfmG
Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en langar til að prðfa bjóðum við þér
að koma og æfa frítt í þrjá daga til reynslu gegn framvísun þessa miða.
Hríngdu í síma 568-9915 og pantaðu tíma hjáf ráðgjafa. a/idirtii i.apmzoos
-HKr.